Morgunblaðið - 18.10.1960, Page 1
24 síður
47 árgangur
238. tbl. — Þriðjudagur 18. október 1960
Prentsmiðia MorgunblaSslns
Cúnuníbjörgunarbáturinn af Straumey á þilfari Sigurfara í Vestmannaeyjahöfn.
Gúmmíbatur
iífsnauðsyn
Rætt við skipstjórann ö Straumey, sem
fórst austur af Vestmannaeyjum
VÉLSKIPIÐ Straumey úr
Reykjavík sökk um 5 mílur
austur af Vestmannaeyjum
aðfaranótt sunnudags. Sjö
manna áhöfn komst í gúmmí-
bátinn og vélbátur úr Vest-
mannaeyjum bjargaði henni
tveimur stundum síðar. Skip-
brotsmennirnir kömu til
Reykjavikur í gær.
— í>etta gerðist allt m.iög
enögglega, sagði Magnús Einars-
son, skipstjóri. Það liðu ekki
nerna 40 mínútur frá þvi að við
urðum fyrst varir við lekann þar
til við vorum komnir í bátinn og
sáum skipið siga í djúpið.
— Við vorum á leið til Aust-
fjarðahafna, með sement og
fleira. Fórum fr-á Akranesi á laug
ardagsmorgun. Það var frekar
þungt í sjóinn við Eyjar þarna
um kvöldið. Hann gekk á með
skúrum, og það var dimmt yfir.
Gott sjóskip
— Laust eftir miðnættið talaði
ég við Eyjar. Þá var allt í lagi
hjá okkur. Straumey var liðlega
300 brúttólestir. Við vorum með
um 250 tonna flutning, þar af
230 tonn af sementi. Við höfðum
oft sett í hana 300 tonn — og
hún bar meira. Straumey var þvi i ’ $
ekki of hlaðin, langt í frá. Og
hún var mikið ágætis sjóskip,
það held ég nú.
•— Byggð í Skotlandi á striðsár-
unum sem tundurduflaslæðari, en
keypt hingað til lands eftir stríð.
Ég var búinn að vera með hana
í vörufiutningum hálft þriðja ár.
Og það er eftirsjá í þessu góða
skipi.
Þyngdist að framan
— Um kl. hálf eitt- þurfti að
hægja á vélinni og síðan að
stöðva hana alveg vegna smá lag
færingar á sumrningskerfinu.
Þegar við hægðum ferðina tók-
um við eftir þvi, að það var eins
og skipið hefði þyngzt að fram-
an .
— Við vorum tveir í brúnni,
stýrimaðurinn og ég — og ég
sendi hann fram í lúkar til að
athuga málið. Matsveinninn var
sofnaður þar frammi í, en aðrir
voru aftur á, allir vakandi, því
vaktaskipti voru á miðnætti.
Sjór í kjaiiaranum
— Stýrimaðurinn sá, að mikill
sjór var kominn í kjallarann und
ir lúkarnum og við fundum að
skipið þyngdist æ meira. Lekans
Framh. á bls. 2.
400
ákœrðir
í SH)USTU viku hófust rétt-
arhöld í Tyrklandi gegn fyrr
verandi ráðamönnum lands-
ins, þeim sem velt var frá
völdum í byltingunni s.l. vor.
Mynd þessi var tekin á fyrsta
degi réttarhaldanna og sýnir
hina ákærðu. Þeir eru rúm-
lega 400 talsins, fyrrverandi
forseti, ráðherrar og þing-
menn.
Mobutu sætt-
ist við Katanga
Leopoldville, 17. ókt. (Tteuter).
MOBUTU ofursti, valdhafi í
Kongó, flaug um helgina til
skyndiviðræðna við Tsjombe,
aðskilnaðarforseta Katanga-
héraðs. Þegar Mobutu kom
aftur til Leopoldville í dag,
lét hann vel af viðræðunum
við Tsjombe og sagði að þær
gæfu góða von um samein-
ingu og efnahagslega við-
reisn ríkisins.
Sagði Mo-butu að komið hefði
í ljós að þeir væru sammála um
það grundvallaratriði að nauð-
synlegt væri að kalla saman al-
menna ráðstefnu eða þjóðfund
til að leysa vandamál ríkisins.
Ekki tilgreindi Mobutu þó stað
né stund slíkrar ráðstefnu. Hann
sagði að Tsjombe hefði heitið
sér efnahagslegum og hernaðar-
legum stuðningi.
Afskipti G>,neu og Ghana.
Þegar blaðamenn ræddu við
Mobutu kvað hann upp úr með
það, hann teldi afskipti tveggja
annarra Afríkurikja, Gíneu og
Ghana af innanlandsmálum
Kongó hafa verið óheillavænleg.
Sérstaklega taldi hann að sendi-
nefnd Gíneu í landinu hefðu unn
ið Kongó mikið ógagn og hefði
þess nú verið óskað að hún hyrfi
úr landi brott, heim til sín. Væri
jafnvel í athugun að slíta stjórn-
málasambandi við Gíneu. Hins-
vegar yrði ekki slitið stjórnmála
Frh. á bls. 2.
I
Hnldn ófrant
við íslnnd
BJÖRGVIN, 17. okt. (NTB).
— Enn er svo mikil eftir-
spurn eftir Íslandssíld, að
norsk skip halda áfram rek-
netaveiðum austur af íslandi.
Sérstaklega sækjast Svíar
eftir síldinni og er síldin
rifin út og boðið hátt verð
fyrir hana jafnóðum og hún
kemur á land.
Nokkrir Álasundshátur
komu nýlega heim af íslands-
miðum og seldu svo vel, að
þeir ætla tafarlaust að fara
aftur út. Einnig er um það
rætt, að bátar frá Björgvin
og Hörðalandi, sem ætluðu að
hætta veiðum fari út á nýjau
leik. ,
Tillagan er klæði á
sverð stórveldanna
New York, 17. okt. — (Reuter)
1 DAG lauk hinum almennu um-
ræðum á Allsherjarþingi SÞ og
var síðasti ræðumaður Krishna
Menon fulltrúi Indlands. Lagði
hann fram ályktunartillögu frá
15 þjóðum þess efnis að skora
á allar þjóðir að forðast hverjar
þær aðgerðir, sem geti leitt til
versnandi ástands á sviði al-
þjóðamála og að hið bráðasta
verði gerðar raunhæfar ráðstaf-
anir til að leysa alvarlegustu
heimsvandamálin. Ríkin sem
bera tillöguna fram eru: Austur-
ríki, Bolivía, Burma, Ekvador,
Finnland, Ghana, Indland, Indó-
nesía, Mcxikó, Marokkó, Pan-
ama, Túnis, Arabalýðveldið,
Venezúela og Júgóslavía. Litið
er á tillöguna sem eins konar
klæði á vopn stórveldanna.
Neyð vofir yfir Kongó
Fyrr um daginn hafði Hamm-
arskjöld framkvæmdastjóri flutt
ræðu á Allshei-jarþinginu. Hann
sagði að þingfulltrúar mættu
ekki láta þær deilur sem orðið
hefðu á þinginu villa um fyrir
sér. Margt hefði þar verið sagt
órökstutt og óskynsamlegt. —
Kjarni málsins væri ,sá að
Kongó-búar ættu við erfiðleika
að stríða og sárasta neyð vofði
yfir hinni ungu Afríkuþjóð.
Hann kvaðst telja að það væri
verkefni SÞ að hjálpa þessari
fátæku þjóð með öllum ráðum
við að sigrast á neyðinni, og
Frh. á bls. 23