Morgunblaðið - 18.10.1960, Page 5
Þriðjudagur 18. okt. 1960
MORCVTSBLÁÐIÐ
5
Nýlega hafa opinberað trúlof-
nn sína ungfrú Soffía G. Sveins
dóttir, símamær, Fífuhvamms-
vegi 31 og Jörgen Viggósson, vél
virkjanemi, Borgarboltsbraut 24.
Sl. laugardag opinberuðu trú-
Jofun sína ungfrú Jóna Árnadótt-
ir, Bíldudal og Sólon R. Sigurðs
son, Silfurteig 5.
Sl. laugardag opinberuðu trú-
lofuti sína ungfrú Guðrún Xjára
Bergsvein-sdóttir, stúdína, Rán-
argötu 20 og Gylfi Jónsson, flug-
maður, Hringbraut 87.
Sl. laugardag opinberuðu trú-
lofun sína frk. Lóa Olsen, Hrefnu
jgötu 10 og hr. Einar Friðfinns-
son, matsveinn, Nýlendugötu 16.
Bæði starfandi í veitingahúsinu
Nausti.
Laugardaginn 15. okt. voru gef
in saman i hjónaband af séra Þor
steini Björnssyni, ungfrú Dagný
Jónsdóttir og Guðmundur Val-
iberg Sigurjónsson, vélstjóri,
Hjarðarhaga 23.
Sl. laugardag opinberuðu trú-
lofun sina ungfrú Guðrún Berg-
sveinsdóttir, stud. phil., Ránar-
götu 20 og Gylfi Jónsson, flug-
maður, Hringbraut 87.
Nýlega hafa opinberað trúlof-
un sína, ungfrú Sigríður Árna-
dóttir, Rauðuskriðu, Aðaldal og
Kristinn Jóhannsson frá Þórs-
höfn.
Loftleiðir: — Edda er væntanleg kl.
19 frá Hamborg, Khöfn og Gautaborg.
Eer til New York kl. 20:30.
Flugfélag íslands hf.: — Gullfaxi fer
til Glasgow og Khafnar kl. 8 í dag.
Væntanleg aftur kl. 22:30 í kvöld.
Kunnur
dœgurlagasöngvari
NK. fimmtudagskvöld mun
danski dægurlagasöngvarinn
Otto Brandenburg koma fram
á hljómleikum í Austurbæjar
bíói. Þetta eru miðnætur-
hljómleikar og þeir eimi af
því tagi, sem söngvarinn kem
ur fram á hér. Daginn eftir
mun hann hinsvegar koma
fram á hljómleikum kl. 7 um
kvöldið. Otto Brandenburg hef
ur verið nefndur „Rokk-kóng
ur Danmerkur, enda syngur
hann fyrst og fremst rokklög,
þó er hann með á efnisskrá
sinni nokkur önnur lög, enda
sækja jafnt ungir sem gamlir
skemmtanir hans í Danmörku
og annarsstaðar á Norðurlönd
um, þar sem hann hefur kom-
ið fram.
Fyrir nokkru kom á mark-
aðinn í Danmörku fyrsta kvik
myndin, sem hann heflur sung
ið í. i»ar syngur hann tvö lög,
sem bæði hafa náð metsölu i
Danmörku, voru þau leikin í
útvarpinu hér um sl. helgi. —
Margar fleiri plötur með
Brandenburg hafa heyrzt í út
varpinu hér, enda á hann þeg
ar marga aðdáendur á Islandi.
Hann syngur hér aðeins á
tveimur hljómleikum, en mun
síðan syngja í fimm kvöld í
Lídó áður en hann heldur
utan aftur.
Tnnanlandsflug: í dag til Akureyrar,
Egilsstaða, Flateyrar, Sauðárkróks,
Vestmannaeyja og Þingeyrar. Á morg-
un til Akureyrar, Húsavíkur, ísafjarð
ar og Vestmannaeyjar.
Eimskipafélag Reykjavíkur h. f.: —
Katla er á leið til Archangel. Askja
er í Grikklandi.
Eimskipafélag íslands hf.: — Detti-
foss fer í kvöld til New York. Fjall-
foss er í Rvík. Goðafoss er í Gauta-
borg, Gullfoss er á leið til Khafnar.
Lagarfoss er í New York. Reykjafoss
er í Rostock. Selfoss er á Akranesi.
Töllafoss er á leið til Rotterdam.
Tungufoss er á leið til Lysekil.
Skipadeild SÍS.: — Hvassafell er 1
Reykjavík. Arnarfell er á leið til
Archangelsk. Jökulfell er í Hull. Dís-
arfell er á leið til Rotterdam. Litla-
fell kemur 1 nótt til Rvík. Helgafell
er á leið til A-Þýzkalandé. Hamrafell
er 1 Batum.
Hekla er á Vestfjörðum á norður-
leið. Esja kom til Akureyrar í gær á
vesturleið. Herðubreið er 1 Reykja-
vík. Skjaldbreið er væntanleg til
Reykjavíkur í dag. Þyrill er væntan-
legur til Hamborgar í dag. Herjólf-
ur fer frá Vestmannaeyjum í kvöld
til Reykjavíkur.
Langjökull kom til Amsterdam 15.
þ.m. Vatnajökull fór frá Kotka 15. þ.
m. áleiðis til Reykjavíkur.
Að stæra sig af því að vera stór-
gáfaður er jafn heimskulegt og
skammast sín fyrir að vera rauðhærð
ur.
Sumt fólk er leiðinlegt af því að
það er svo þegjandalegt, en aðrir eru
ennþá leiðinlegri, af því að þeir eru
sítalandi.
Frejlif Olsen.
Læknar íjarveiandi
Erlingur Þorsteinsson læknir verður
fjarverandi til áramóta. Staðgengill:
Guðmundur Eyjólfsson Túngötu 5.
Haraldur Guðjónsson um oukv. tíma.
Staðg.: Karl Jónasson.
Henrik Linnet um óákv. tíma. —
taðg.: Halldór Arinbjarnar.
Katrín Thoroddsen 'á 17. sept. fram
yfir miðjan okt. Staðg.: Skúli Thor-
oddsen.
Olafur Jóhannsson um óákv. tíma.
Staðg. Kjartan R. Guðmundsson.
Sigurður S. Magnússon um óákveð-
nn tíma. Staðg.: Tryggvi Þorsteinsson.
FYRIR helgina opnaði Pétur |
Friðrik málverkasýningu í
Hafnarfirði, hefur aðsókn að
henni verið mjög góð. Á sýn-
ingunni eru um 80 myndir,
flestar vatnslitamyndir, en
auk þess nokkur olíumálverk '
og hafa 35 myndir selzt.
Sýningin verður opin fram |
að mánaðamótum á virkum .
dögum frá kl. 1—10 e.h., en 1
um helgar frá 1—11 e.h.
SKOLAMINNI
(sungið við skólavígslu í Húsavík
9. okt. 1960)
Hér á grónum Garðars-slóðum
glæst er risin höll.
Skartar hún í skini sólar,
skreytir grænan völl,
há til lofts og víð til veggja,
vegleg, björt og fríð.
Hér skal mennt og manndómshugur
magnast ár og síð.
Hér skal andans sjóðum safna
sérhver kynslóð ný.
Hér skal dáð og drenglund efla
dugraun hverri í.
Húsavíkur heilladísum
hér sé búið skjól,
meðan sól á sumargöngu
signir norðurpól.
Gamla skólans gengnu stundir
geymir minning klökk.
Nýi skólinn ávallt öðlist
allra hrós og þökk.
Aldrei á hans vegum vaxi
viðsjál þyrnirós.
Við hann rætist vonir tengdar:
Verði meira ljós.
Jóhannes Guðmundsson.
Gengið
Sölugengl
1 Sterlingspund ........ Kr.
1 Bandaríkjadollar ....... —
1 Kanadadollar .......... —
100 Danskar krónur ......... —
100 Norskar krónur ...... —
100 Sænskar krónur ........
100 Finnsk. mörk ........... —
100 Austurrískir shillingar —
100 Belgiskir frankar ...... —
100 Svissneskir frankar .... —
100 Franskir frankar ...... —■
100 Gyllinl ................ —
100 Tékkneskar krónur ...... —
100 Vestur-þýzk mörk ....... —
107,00
38.10
39,03
553,20
534,35
737,70
11,90
147,30
76,35
884,95
776,15
1010,10
528.45
913.65
....
.....-
Getur þú ekki séð sjálfan þig í
anda á þeim stöðáim, sem við
höfum talað um: Feneyjum,
Róm, París, Mallorca, Rivíer-
unni og Ríkisfangelsinu.
★
Mjoikursali setti auglýsingu í
glugga sinn. Hún var á þessa
leið. „Mjólk úr ánægðum kúm“.
Beint á móti mjólkurbúðinni var
slátrari og til þess að vera ekki
minni maður, setti hann í glugga
sinn auglýsingu, sem á stóð: —
Flest af svínum, sem dóu ham-
ingjusöm.
Læknir: — Hafa gleraugun
ekki dugað? Sjáið þér enn svarta
bletti dansa fyrir augunum á yð-
ur?
Sjúklingur: — Já, en nú sé ég
þá miklu betur.
A sunnudagsmorguninn gekk
hann niður stigann og hringdi
dyrabjöllunni hjá fjölskyldunni,
sem bjó í íbúðinni beint fyrir
neðan hans. — Húsbóndinn kom
sjálfur til dyra.
— Ég kem, sagði hann, til að
biðja yður afsökunar á öllum
hávaðanum í nótt . . . en það
liggur þannig í því, að við héld-
um sm/á dansleik fyrir meðlimina
í hestamannafélaginu okkar.
— Hvað, sagði hinn vingjarn
legi húsbóndi, það er alveg ó-
þarfi fyrir yður að vera að biðj-
ast afsökunar . . . en það er einn
hlutur, sepi ég vildi mjög g'%»na
fá að vita.
— Hvað er það?
— Hvernig þér gátuð komið
inn til yðar öllum hestunum, sem
við heyrðum stappa.
Bréfritari
Dani, sem skrifar en.sku,
þýzku og frönsku óskar eft-
ir atvinnu. Tilboð merkt:
„1838“, sendist afgr. Mbl.
Gamall vörubíll
óskast til leigu (mannlaus)
um óákveðinn tíma. Uppl.
í síma 17133.
2 herb. og eldhús
til leigu að Fífuhvamms-
vegi 5, Kópavogi. Fyrir-
framgreiðsla. Upplýsingar
eftir kl. 5.
Hoover þvttavél
notuð, til sölu. Upplýsing-
ar í síma 32184.
Steypuhrærivél
til sölu.
BRUNASTEYPAN S.F.
Sími 35785.
Unglingsstúlka
óskast til þess að gæta
drengs á fyrsta ári nokkra
klukkutíma eftir hádegi. —
Uppl. á Ásvallagötu 13 f.h.
næstu daga.
Skuldabréf
Ríkistryggð útdráttarbréf,
nafnverð kr. 60.000 til sölu.
Vextir 11%, fylgja banka-
vöxtum. Tilboð merkt.
„Skuldabréf — 1814“ send-
ist afgr. Mbl. fyrir 20. þ.m.
Einbýlishús
til sölu í Hafnarfirði, góð
áhvílandi lán og greiðslu-
skilmálar góðir. Uppl. í
síma 12974 eftir kl. 8 á
kvöldin.
Bíll — Bíll
Vil kaupa Opel Kapitan ’55
til ’57 (árg.). Uppl. á Brá-
vallagötu 12 III hæð í dag.
Herbergi óskast
Upplýsingar í síma 10229
eftir kl. 5 í kvöld.
Til sölu
mjög fallegur enskur barna
vagn, Pedegree. Uppl. að
Njálsgötu 18.
Atvinna
stúlka óskast við fram-
reiðslustörf.
VEITINGASTOFAN
Bankastræti 11.
Unglingsstúlka
óskast til símavörslu og fl.
Uppl. á skrifstofunni frá kl.
2 í dag. Ekki í síma.
Reykjavíkur Apótek.
Kenni
að mála postuiín. — Upp-
lýsingar í síma 17966.
Píanó
og útvarpstæki til söiu. —
Sími 35950.
Bútasala
Verzlu,n
Ingibjargar Johnsson
Lækjargötu 4.
Stigin Necchi saiunavél
og dönsk barnarúm með
grindum til sölu að Birki-
mel 8A, 4. hæð t. h. Sími
31781.
Ibúð
2ja til 3ja herb. íbúð ósk-
ast til leigu sem fyrst. Vin-
samlegast hringið í 16836.
Stúlka óskar
eftir herb. með eldunar-
plássi. Get veitt húshjálp.
Upplýsingar í síma 14983
eftir kl. 5.
Ráðskona óskast
á fámennt heimili í Árnes-
sýslu. Uppl. í síma 10920.
Til sölu
Tvær springdinur og botn
með klæddum göflum. Upp-
lýsingar í síma 50899.
Hestur í óskilum
Dökkrauður 15—18 vetra,
mark blaðstýft framan
hægra og biti aftan
vinstra. — Hreppstjórinn í
Landmannahreppi.
Til leigu
1 herb. og eldhús í Silfur-
túni, á hæð. Eins árs fyrir-
framgreiðsla. Uppl. kl. 11—
12 f.h. og 8—9 e.h. í síma
15385. Margeir J. Magnús-
son.
Stúlka óskast
á sveitaheimili í nágrenni
Reykjavíkur. Tilboð leggist
inn á afgr. blaðsins fyrir
næsta laugardag merkt;
„1834“.
Námsmann vantar
gott herbergi í Vogunum.
Uppl. í síma 34735.
Trésmiður
eða laghentur maður ósk-
ast til.aðstoðar á verkstæði.
Uppl. í síma 10429.
Precisa myndavél
ásamt flash, fjariægðarmæl
ir og sjálftakara, til sölu.
Selst mjög ódýrt. Upplýs.
ingar í síma 34805.
Akranes
Húsið Sandabraut 8 er til
sölu. 2ja og 3ja herb. íbúð-
ir ásamt bílskúr. Girt lóð.
Uppl. í síma 355, Akranesi.
Athugið
að borið saman við útbreiðslu
er íangtum ódýrara að auglýsa
í Morgunblaðinu en i öðruna
blöðum. —
JRwgutiÞfctótft