Morgunblaðið - 18.10.1960, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 18.10.1960, Qupperneq 10
10 MORCVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 18, okt. 1960 Tólf mílna fiskilögsögu krafizt við Skotland NÝLEGA birti skozka blaðið' Scotsman í Edinborg bréf frá manni að nafni J. L. Campbell, þar sem hann krefst þess, að Clyde.firði og Moray firði verði lokað fyrir útlendum togurum. Segir bréfritari að annað sé ó- hæfa, nú eftir að brezka stjórnin hefur viðurkennt í verki tólf mílna fiskveiðitakmörk við Nor eg o.g Færeyjar og virðist fús til að viðurkenna hana einnig við ísland. Bréfið er ritað í tilefni for- ustugreinar í Scotsman í lok september og átelur bréfritari það, að svo virðist sem Scots- man sé fremur á bandi togara- manna í Grimsby og Fleetwood en skozkra strandfiskimanna. I Hann bendir á það í bréfi ainu, ’ að 13 mílna fiskveiðilandhelgi i hafi verið í gildi síðan 1895, cn' lögunum hafi ekki verið fram-1 fylgt, um langt skeið. Teiur! hann tíma til kominn að láta, framfylgja lögunum stranglega, j kannski þó með þeirri breytinguj að fiskveiðilandhelgin verði á j kveðin tólf mílur eins og við Noreg, Færeyjar og ísland. Járnsmiðanám Vil taka 1—2 unga menn í járnsmíðanám. Vélsmiðjan Jarn Súðavogi 26 — Sími 35555. Adrett— — Adrett Þessar myndir sýna, hvernig þotan rann út af skipinu og endastakkst i sjó niður, eftir að mistök höfðu orðið við flugtak. ADRETT-hárkrem! H E R R A R ! ADRETT „klessir“ ekki hárið, en heldur því þó í réttum skorðum. Það er drjúgt og í sérstak- lega gerðum túbum, þar sem ekki þarf að skrúfa hettuna af nema til hálfs, og er það mjög til hag- ræðis. Pétur Guðjónsson, rakara- meistari, Skólavörðustíg 10 segir okkur: „Þurrt hár er óhollt, og stytzta leiðin í skalla. Notkun hárkrems er því m jög æskileg. A D R E T T hárkremið er, að mínum dómi það bezta, sem feng- izt hefur hér á landi. Um- búðirnar eru einnig sér- staklega hentugar og D Ó M U R ! ADRETT mýkir hár yðar og gerir það viðráðanlegra. Það ilmar svo dásamlega og er undursamlega mjúkt. ADRETT auðveldar hár- lagninguna og hlýtur ein- róma lof allra er reynt hafa gæði þess. ★ smekklegar“, HEILDSOLUBIRGÐIR : íslenzk-erlenda verzlunarfélagið Ijarnargötu 18 — Sími 13333 Fór betur — en n horfðis FYRIR nokkru fóru fram víðtækar flota- og flugæfingar á vegum Atlantshafsbandalags- ins undan Skotlandsströndum og í Biskay-flóa. Þá náði snarhentur ljósmyndari myndunum hér að ofan, þegar hastarlegt óhapp varð á banda- ríska flugvélamóðurskipinu „Shangri-La“, sem er 33.100 tonn að stærð. * ÓHAPPIÐ VERIÐ var að ræsa orrustuþotur skipsins, en| þegar kom að „Crusader“-þotu J. E. Davis,| fór eitthvað á skjön — og þotan endasentist út af skipinu. Þótti það mikil mildi, að flugmað-S urinn skyldi komast lífs af — og meira að segja svo til ómeiddur. — Vegna einhverra mis- taka í tengingu flugvélarinnar við slöngviút- búnaðinn, sem léttir undir í flugtakinu, fór þotan út af braut sinni, út á yztu brún stjórn- borðsmegin. Flugmanninum hafði þó nær því tekizt að sveigja hana aftur inn á þilfarið, en þó ekki nógu snemma, því að annað hjólið lenti út af brúninni — og þá var ekki að sökum að spyrja. Þotan endasentist, á hvolfi og með stélið á undan, yfir byssuhreiðrin á skipshlið- iinni — og í sjó niður, þar sem hún hélzt á floti stundarkorn, en sökk svo í djúpið. ★ FURÐUVEL SLOPPIÐ ISÖMU svifum og þotan lenti í sjónum, tókst flugmanninum að opna hjálminn yfir sæti sínu og skreiðast út. Var honum brátt bjargað um borð í þyrlu og komið undir læknishendur urri borð í skipinu. — Hann þurfti þó lítt á lækni að halda, því að einu meiðsiln, sem Það var lán í óláni, að flugmaöurinn, J. E. Davis, slapp svo til ómeiddur. — Hér er hann kominn heilu og höldnu um borð í skipið eftir svaðilförina — og læknir gerir að smáskeinu, sem hann hlaut á olnboga. hann hlaut í þessu „heljarstökki“, voru smá- marblettir og ofurlítill skurður á olnboga. Þótti það ótrúlega vel sloppið. — Hér fór því miklu betur en á horfðist — þótt þotan, sem hafið gleypti, væri raunar 3.000.000 dollara virði. * „ArAS“ A noreg MIKILL fjöldi skipa og flugvéla frá aðildar- ríkjum Atlantshafsbandalagsins tók þátt í heræfingunum — flest þó frá Bandaríkjunum og Bretlandi. Þar á meðal voru tveir kjarnorku- kafbátar Bandaríkjamanna, „Triton" og „Scorpion”. Æfingarnar hófust með því, að^ þotur búnar kjarnorkuvopnum fóru til „árása“ á skotmörk í Noregi. Kenusinbók í staisetningu Adrett Adrett NÝLEGA er komin út hjá Ríkis- útgáfu námsboka Kennslubók I stafsetningu eftir Arna Þórðar- son skólastjóra og Gunnar Guð- mundsson yfirkennara. 1 notkun hefur verið alllengi kennslubók í þessari grein eftir sömu höf- unda. Var hún víða notuð jöfn- um höndum í barna- og fram- haldsskólum. Höfundar hafa nú samið sérstaka bók fyrir hvort | þessara skólastiga. Á síðasta ári gaf ríkisútgáfan út bókina Staf- setning fyrir barnaskóla og nú • Kennslubók í stafsetningu fyrir framhaldsskóla. Efni þessarar nýju bókar og innri gerð er að miklu leyti hið sama og eldri bókar höfunda með sama nafni. Allir æfinga- kaflar hafa þó verið endursamd- ir og ýmsu sleppt, er áður var fremur ætlað barnaskólum, en annað aukið, sem meir hentar eldri nemendum. í bókinni eru öll prófverkefni í stafsetningu, sem notuð hafa verið við ungl- ingapróf og miðskólapróf (lands- próf), síðan byrjað var að þreyta þessi próf, en þau eru landspróf á báðum þessum stigum. Einnig fylgja þarna einkunnastigar, sem notaðir eru við þessi próf. Bókin, sem er 133 bls., er prentuð í ísafoldarprentsmiðju h.f. Kápumynd og skreytingar I bókina teiknaði Bjarni Jónsson listmálari. Jóhannes Lárusson béraðs'dómslögmaður lögfræðiskrifstofa-tasteignasala Kirkjuhvoli. Sími 13842. EGGERT CLAESiíEN og GtJSTAV A. SVEINSSON hæstaréttarlögmen.u. Þórshamri við Templarasund.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.