Morgunblaðið - 18.10.1960, Page 22
22
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 18. okt. 196C
Baldur Scheving; (sést ekki) skoraði fyrra mark Fram. Helgi gerði enga tilraun til varnar. —
(Ljósm. Sv. Þormóðsson)
Handknattleiksmót
Reykjavíkur
FIMMTÁNDA Handknattleiks-
mót Reykjavíkur hófst að Há-
logalandi sl. laugardag. Gísli
Halldórsson, formaður íþrótta-
bandalags Reykjavíkur setti mót
ið með ræðu.
Gísli sagði að mótið hafi verið
haldið árlega síðan 1945, nema
árið 1955, er það féll niður vegna
mænuveikinnar.
Fyrstu Reykjavíkurmeistar-
arnir voru ÍR í karlaflokki og
Ármann í kvennaflokki. í ræðu
sinni komst Gísli Halldórsson m.
a. svo að orði: A undanförnum
árum hefur þátttakendum' í
þessari íþrótt fjölgað stöðugt og
í þessu móti taka þátt 57 flokkar
frá 7 félögum, en alls eru það 570
einstaklingar, sem leika 93 leiki
á tveim mánuðum. En auk þesa
mun svo síðar verða keppt í sér-
stöku móti fyrir 4. aldursflokk.
Það er ánægjulegt að sjá hve
þessi íþróttagrein er í örum
vexti, þrátt fyrir erfiða aðstöðu
á margan hátt.
Einkum er það nú vöntun á
keppnishúsi, en eins og allir vita
er þetta hús fyrir löngu orðið
allsendis ónógt fyrir keppni. Því
var það, að allir fögnuðu því er
hafnar voru framkvæmdir við
hið nýja íþrótta- og sýningahús.
Bikarkeppnin
íslandsmeisfar-
arnir sigraðir
Fram í úrslit gegn KR.
STAÐFESTULEYSIÐ í ís-
lenzkri knattspyrnu kom enn
einu sinni í Ijós á sunnudag-
inn, er íslandsmeistararnir
töpuðu öðrum leiknum er
þeir gengu til eftir unna
nafnbót. Akranes mætti Fram
í undanúrslitum bikarkeppn-
innar og fór Fram með sigur
af hólmi, 2 mörk gegn engu
og mætir KR í úrslitaleiknum
um bikarinn á sunnudaginn
kemur.
| Haukur Morthens og
i íster (larðarsdóttir í
S J
( ásamt hljómsveit Arna Eliar )
i skemmta i kvöld.
| Matur framreiddur frá kl. 7. \
Borðpanlanir í síma 15327. i
ir Misnotuð tækifæri
Skagamenn voru óvenjulega
daufir og viljalausir í þessum
leik. Liðið náði sárasjaldan sam-
stilltum leik, en menn puðuðu
hver fyrir sig. Það voru „hlaup
en engin kaup“.
Skagamenn léku undan sterk-
um vindi í fyrri hálfleik. Leikur-
inn fór að miklu leyti fram á
vallarhelmingi Fram, en mark
Fram komst ekki í verulega
hættu nema þrívegis í fyrri hálf-
leik. Gerðist það fyrst rétt í
leikbyrjun — en Þórður skaut
fram hjá opnu marki. Skömmu
eftir miðjan hálfléikinn voru
•Skagamenn enn fyrir opnu marki
— en Rúnari tókst að bjarga á
síðasta augnabliki. Skömmu síð-
ar varði Geir, í horn, hættulegt
og snöggt skot.
Framarar léku betur
En með þessum tækifærum
sýndu Skagamenn aldrei virkan
samleik, aldrei samstillt átak. —
Það sem af slíku sást í fyrri hálf-
leik var allt hjá Fram. Og Fram-
arar náðu á köflum laglegum leik
og dágóðu spili. En ekki leiddi
það nema tvívegis til hættu við
Akranesmarkið. Var það í byrj-
un. Sköpuðu Reynir útherji og
Grétar miðherji fyrra tækifærið
og Reynir átti skot af stuttu færi
sem Helga tókst snarlega að slá
fram og hættan var liðin hjá.
Skömmu síðar léku Ragnar fram-
vörður, Grétar og Guðm. Óskars-
son í gegnum vörn Skagamanna
og Guðmundur skaut — en fram
hjá marki.
★ Skagamenn sækja
í fyrri hluta siðari hálfleiks
höfðu Skagamenn allt frum-
kvæði í leiknum og náðu á köfl-
um laglegum leik og komust
hvað eftir annað í færi. Það
virtist þeim betra að leika móti
vindinum en undan. Hægri arm-
ur sóknarinnar var nú virkasti
hluti liðsins og Þórður Þórðar-
son miðherji og Jóhannes útherji
komust í dauðafæri — en tókst
ekki að nýta. Eitt sinn náði Rún-
ar skoti Þórðar á marklínu.
ir Fram nær forystu
En Fram tókst að standa af
sér þessa sókn — og breyta
vörn í sókn. Á 26. mín. síð.
hálfleiks ná Framarar góðu
upphlaupi frá miðjum velli og
því lýkur með hnitmiðuðu
skoti frá Baldri Scheving, sem
Helgi gerði enga tilraun tíl að
verja.
Eftir þetta nær Fram öllu
frumkvæði í leiknum og 5 mín
fyrir leikslok leika þeir Bald-
ur, Hýirik útherji og Grétar
í gegnum vörn Skagamanna
og Grétar skorar með lausu
skoti en hnitmiðuðu — og enn
gerði Helgi enga tilraun til
varnar, stóð aðeins og horfði
á. —
Þar með var sigur Fram yfir
íslandsmeisturunum orðinn stað
reynd — kærkominn sigur fyrir
lið sem ekki hefur náð upp úr
öldudal síðustu tvo mánuðina
eða meir.
★ Liðin
Framarar voru mun ákveðnari
en Skagamenn. Þeir höfðu löng-
un til að sigra. Þeir sýndu og góð
ar tilraunir til jákvæðs leiks og
tókst allvel í þeim efnum á stund
um. Það var þó aldrei um neinn
glæsileik að ræða. Bezti maður
liðsins er Rúnar miðvörður. Ragn
ar og Guðjón eru og traustir liðs
menn og tengdu vel vörn og
sókn. Framherjarnir eru mistæk-
ir en þeir vildu berjast og það
réð baggamuninn.
Skagamenn voru óvenju dauf-
ir — sér í "lagi aftari hluti liðs-
ins. Framherjarnir börðust ein-
staklingsbaráttu og var ieikur
Jóhannesar útherja jákvæðastur.
— A. St.
Úr leik 2 fl. milli KR og
Þórður Ásgeirsson lokar vel.
ber þátttakan í þessu móti
gleggstan vott um það. I fyrsta
mótinu tóku þátt 25 flokkar, en
Karl Jóhannsson er kominn gegnum vörn Ármanns og skorar
failega. Karl sýndi mjög góðan leik þetta kvöld. —
(Ljósm. Sv. Þormóðsson)
Þróttar. Markvörður Þróttar,
er rísa á í Laugardalnum. Þar er
lokið við að grafa, en því miður
hefur enn ekki tekizt að tryggja
fjármagn til framkvæmdanna
þrátt fyrir góðan vilja bygging-
arnefndarinnar.
Vonir standa þó til að hægt
verði að hefja framkvæmdir að
nýju upp úr áramótum við að
steypa húsið upp, en eins og
kunnugt er, verður þar 'salur
með 20x40 metra velli og rými
fyrir 2000 áhorfendur í sætum.
Þegar þessi salur verður ris-
inn af grunni, getum við fyrst
fengið tækifæri til þess að sjá
hér heima handknattleik eins og
hann er bezt leikinn innanhúss.
Eftir ræðu Gísla hófst keppn-
in og urðu úrslit eftirfarandi: t
meistaraflokki kvenna vann Ár-
mann Þrótt 11:3, eftir'3:l í hálf-
leik. í meistaraflokki karla
vann Þróttur Val 6:5, KR vann
Ármann 14:5 og Fram vann Vík-
ing 16:7.
Leikirnir voru yfirleitt
skemmtilegir, en mest á óvart
kom sigur Þróttar yfir Val.
Mótið hélt áfram á sunnudag-
inn og urðu úrslit þá sem hér
segir: ÍR vann Þrótt í 2. flokki
kvenna 10:0 og Fram vann Val
6:0. KR vann Víking í meistara-
flokki kvenna 9:1. I 3. flokki
karla vann Valur Armann 10:4
og Víkingur ÍR 5:1. I 2. flokki
karla vann Fram Val 6:4 og KR
vann Þrótt 12:4. ,
Mótið heldur áfram nk. laug-
ardag og sunnudag.