Morgunblaðið - 18.10.1960, Side 23

Morgunblaðið - 18.10.1960, Side 23
ÞriðjucTagnr 18. okt. 1960 MORCTJISBLAÐIÐ 23 I Sinfóníuhljóm- sveit íslands SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT Islands Ihóf vetrarstarfsemi sína með tón leikum í Þjóðleikhúsinu 11. okt. undir stjórn Bohdan Wodiczko frá Varsjá. Wodiczko, sem stjórn- aði Chopintónleikum hér í fyrra á Chopin-hátiðinni, er nú ráðinn hljómsveitarstjóri Sinfóníuhljóm sveitarinnar og hljómsveitar Rík- isútvarpsins, og er það í alla staði mjög ákjósanlegt, þar sem sömu hljóðfæraleikararnir skipa báðar þessar hljómsveitir, sem er raun- ar ein og sama hljómsveit með tveim nöfnum. Efnisskrá þessara tónleika var ágætlega samansett og fjölbreytt. Fyrst lék hljómsveitin „The Young Person’s Guide to the Orchestra* eftir Britten, eitt snjallasta tónskáld Breta. Kemur vel í Ijós hér að Britten hefur mikið vald yfir hljómsveitinni, enda sýnir hann í verki þessu, sem er tilbrigði og fúga um stef eftir Henry Purcell, flestar h!ið- ar hljómsveitarinnar, svo að segja má að hljómsveitin kynnti sig hið bezta. Verkið er að öðru — Allsherjarþingið Frh. af bls. 1 v»ri það miður farið, þegar Stórveldi reyndu að hindra og trufla þetta hjálparstarf vegna eigin pólitískra hagsmuna. I öllum þessum erfiðleikum kvaðst Hammarskjöld vilja benda á það, hve starfsmenn SÞ hefðu unnið merkilegt og óeigin- gjarnt starf. Starfsmennirnir yrðu oft að glíma við næstum því óyfirstíganlega erfiðleika. Þar væri ekki spurt um, hvað starfsdagurinn væri langur. Árás á Hammarskjöld Samdægurs héldu Rússar enn- þá uppi árásum sínum á Hamm- arskjöld. Að þessu sinni beindu þeir geirum sínum að honum í fjárhagsnefnd samtakanna. Þar var rætt um fjáraukalög vegna aukins tilkostnaðar og útgjalda SÞ í sambandi við Kongó-málið. Fulltrúi Rússlands í nefndinni, Roshim, hélt því fram að Hammarskjöld hefði sóað fjár- munum samtakanna alveg í heimildarleysi. Ennfremur réð- ist hann hatramlega að Hamm- arskjöld vegna þess að hann hefði „gerzt leiguþý Vesturveld- anna“. T. d. benti hann á að Hammarskjöld hefði í algjöru heimildarleysi og upp á eigin spýtur sent rannsóknarnefnd til Laos í fyrra. Lýsti Rússinn yfir vanþóknun með þá sendiför. Byogingarsjóðs- lán í ÁGÆTRI grein Haralds Böðv- arssonar í Morgunblaðinu 14. október síðastliðinn um útgerð- armál eru lánakjör nýbýla- manna sögð vera þau, að þeir fái 40 ára lán með 2'/2% vöxtum. Þar sem ég veit, að Haraldur Böðvarsson till aldrei halla réttu máli, skal eftirfarandi upplýst: Til nýbyggjenda á nýbýlum eru veitt framkvæmdalán þann- ig, áður en síðustu efnahagsráð- staíanir voru gerðar: Til íbúðarhúsa eru veitt Bygg- ingarsjóðslán, vextir 3.5%. Með- an á byggingu stendur, voru vextir bráðabirgðalána 5%. Lánstími er 25—42 ár. í Ræktunarsjóði, lán til pen- ingshúsa, hafa vaxtakjörin verið 4% og hámarkslánstími 20 ár. Eftir núgildandi reglum hafa þessi lánkjör breytzt þannig, að vextir af Byggingarsjóðslánum eru 6% og 8% af bráðabirgða- lánum, og vextir Ræktunarsjóðs- lána eru 6.5%. Reykjavík, 15. október 1960 Pálmi Einarsson. I^yti, að mér finnst, fremur veiga jtið frá Brittens hendi, og fúgan einkum „kúnstug" á köflum. En hljómsveitin kynnti sig hið bezta í þessu verki sem var vel til þess fallið að flytja það í byrjun. Það var nokkurskonar „Visit-kort“ frá hennar hendi. hennar hendi. Bravo! Þetta spáir góðu. Haffner-sinfónía — Mozarts var næst á efnisskránni. Þetta yndis lega verk naut sín ágætlega í með ferð stjórnanda og hljómsveitar, þó raunar megi segja að tempóin væru í örara lagi í bæði Menúett og Finale. — Loks kom Tschai- kowsky fram á sjónarsviðið með f-moll Sinfóníunni, þeirri fjórðu. Fjórða, fimmta og sjötta sinfónía Tschaikowskys mættu allar heita - NATO Frh. af bls. 24 þeirra á milli á sviði efnahags- og menningarmála. Mr. de Lieven taldi það nauð- synlegt og viðurkennt af öllum vestrænum ríkjum, að Vestur- Berlín yrði að vera frjáls, jafn- vel þótt það kostaði talsverða fyrirhöfn. Staða fslands Næst vék blaðafulltrúinn að stöðu Islands meðal Atlantshafs- ríkjanna og sagði að það væri íslandi styrkur að vera í sam- tökunum, þá væri samtökunum ekki siður styrkur að því að ís- landi væri þar. í þessu sambandi benti hann á að ef Bandamenn hefðu ekki í siðustu styrjöld orðið fyrri til að hernema land- ið, þá hefðu nazistar gert það, og sem svar við athugasemdinni um nauðsyn þess að við tækjum þátt í vörnum vestrænna þjóða, vakti hann máls á því hvernig þá hefði farið fyrir þjóð okkar. Þá ræddi Mr. de Lieven lík- urnar til árásar á Island, ef til styrjaldar kæmi og rökstuddi að þær væru einkar litlar. Að koma í veg fyrir styrjöld Að síðustu lagði hann á- herzlu á að hlutverk Nato væri ekki að vinna styrjöld heldur að koma í veg fyrir FJÓRÐA umferð í tvímennings- keppni meistaraflokks hjá Bridge félagi Reykjavíkur var spiluð á fimmtudagskvöldið og eru þessir eftir að henni lokinni: 1. Kristinn — Lárus .. .. 983 2. Stefán — Jóhann .. .. 953 3. Hilmar — Rafn ........ 948 4. Gunnar — Einar ....... 916 5. Jóhann — Vil'hjálmur .. 913 6. Jakob — Jón .......... 905 Síðasta umferðin verður spil- uð í Skátaheimilinu klukkan 8 í kvöld. örlaga-sinfóníur. Þær lýsa allar, hver á sinn hátt, lífi þessa mikla meistara og óhamingjusama manns. Sumir telja þá fjórðu þeirra mesta, enda er hún þrótt- mikið verk, einkum fyrsti þáttur- inn. Wodiczko er mjg snjall diri- gent og blóðheitur tónlistarmað- ur. Má vænta mikils af starfi slíks manns í vetur og verður fróðlegt að fylgjast með tónleikum sveit- arinnar bæði í útvarpi og tón- leikasal. Eitt „aukalag" lék hljómsveit- in: Perpetuum mobile“ eftir Paganini, sniðúglega útsett hér fyrir hljómsveit, þar sem allt hvíl ir á fyrstu fiðlunum. Var þettahin bezta ,,etyda“ fyrir hljómsveitina og eyrnagaman fyrir hlustendur. Það eitt vantaði að fyrstu fiðl- urnar stæðu upp á endan er þær léku þetta „virtuósanúmer“ það mun eiga svo að vera, — og helzt að leika utanað. Húsið var þéttskipað og fögn- uður áheyrenda geysimikill. að styrjöld brytist út. Hann kvað það persónulega skoðun sína að til þess gæti komið að hinar frjálsu þjóðir Vesturlanda sameinuðust í bandalagi með Rússum gegn Kín verjum, hins vegar væri þetta á engan hátt stefnuskráratriði Nato en hann skyti þessu að- eins fram sem persónulegum hugleiðingum sínum. Herstöðvamál Þjóðverja á Spáni bráust í tal og kvað hann Vestur-Þjóðverja þar í engu hafa farið bak við bandalagsríki sin. Það væri álit rikjanna að ekki bæri að taka Spán inn í banda- lagið,. á meðan stjórnarháttum væri þar eins háttað og nú er. Hins vegar gæti sú afstaða breytzt, ef innanlandsstjórnmál breyttust þar síðar. Mr. Paul de Lieven er sem fyrr segir íslenzkum blaðamönn- um að góðu kunnur. Hinir mörgu, er notið hafa vináttu hans og fyrirgreiðslu í aðalstöðv um Nato á undanförnum árum þakka honum góð samskipti og árna honum heilla. Félagslíl Knattspyrnudeild Vals Meistara-, I. og II. fl.. Kvik- myndasýning í kvöld kl. 8,30 í félagsheimilinu. — Sýnd-verður þýzk kennslumynd í knattspyrnu. — Stjórnin. Knattspyrnudeild Vals 4. og 5. flokkur: — Kvikmynda sýning í dag kl. 6 í félagsheimil- inu. Sýnd verður þýzk kennslu- mynd í knattspyrnu. — Stjórnin. Knattspyrnudeild Vals 3. flokkur: — Kvikmyndasýn- ing eftir æfinguna á morgun í félagsheimilinu. — Sýnd verður þýzk kennslumynd í knattspyrnu. — Stjórnin. Körfuknattleiksdeild KR Aðalfundur verður haldinn þriðjudaginn 25. október, í félags heimili KR. Fundurinn byrjar stundvíslega kl. 8,30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. — Stjórnin. Handknattleiksdeild K.R. Æfingar í kvöld sem hér segir. Kl. 8:35 3. fl. karla. — Kl. 9:25 Meistarafl. karla. — Kl. 10:15 Meistarafl. kvenna. — Munið að hafa með félagsgjaldið. Nýir fé- lagar velkomnir. — Stjórnin. Yfirhjúkrunarkona óskast að vistheimilinu að Arnarholti, Kjalarnesi. — Upplýsingar um starf og launakjör gefur borgarlæknir. Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur p. i. Hjartanlega þakka ég öilum ættingjum og vinum, sem glöddu mig á átt ræðisafmæli minu. Guð blessi ykkur öll. María Sveinsdóttir, Hveragerði. Innilegar þakkir færi ég ættingjum og vi lum, sem glöddu mig á sextugs afmælinu, 10. okt. sl. og gerðu mér daginn ógleymanlegan. Þorvaldur Á. Kristjánsson, Laufásvegi 65 Innilegar þakkir öllum sem glöddu mig á áttræðis afmæli mínu 13. okt. 1960 með blómum, skeytum og stórgjöfum. — Guð blessi ykkur öll. Helgi Hjálmarsson Konan mín KARÓLlNÁ FRIÐRIKSDÓTTIR frá Þórshöfn, andaðist í Sjúkrahúsi Keflavíkur 16. þessa mánaðar. Karl Daníclsson. Útför móður minnar GIJÐNÍ JAR JÓHANNESDÓTTUR Kirkjuvegi 46 fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag þriðjudag kl. 2,30 e.h. Fyrir hönd okkar systkinanna Gunnar Ilávarðsson Móðir og tengdamóðir okkar STEFANÍA STEFANSDÖTTIR Álfaskeiði 27, Hafnarfirði sem andaðist 12. þ.m. verður jarðsungin frá Fríkirkj- unni í Hafnarfirði, fimmtudaginn 20. okt. — Athöfn- in hefst með bæn á heimili hennar kl. 1,30. Ágústa Einarsdóttir, Sigurbjartur Loftsson Útför SIGURÐAR HJÁRTARSONAR frá Auðsholts-Hjáleigu fer fram frá Kotstrandarkirkju, fimmtudaginn 20. okt. kl. 2 e.h. — Kveðjuathöfn fer fram frá heimili hins Iá,tna Miðtúni 4, Selfossi kl. L Hjörtur Sigurðsson Alúðar þakkir fyrir sýnda samúð við fráfall og j£u:ðarför JÓNlNU BJARNADÖTTUR Bergþórugötu 25 Laufey og Öskar B. Erlendsson Kristín Hlíf Kristjánsdóttir Ingunn og Bjarni Haraldsson Þökkum auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför móður okkar SIGURLAUGAR HANNESDÓTTUR Fyrir hönd vandamanna. Hjálmar Hafliðason, Marteinn Sívertsen Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför KRISTlNAR GlSLADÓTTUR frá Hellum, Grindavík Börn og tengdabörn Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför GUÐMUNDAR GUÐBRANDSSONAR frá Leiðólfsstöðum Sigríður Einarsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför föður okkar og tengdaföður BJÖRNS JÓNASSONAR frá Hámundarstöðum í Vopnafirði Börn og tengdabörn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.