Morgunblaðið - 08.12.1960, Page 22
22
MORGVNM 4Ð1Ð
Fimmtndagur 8. des. 1960
Knattspyrnumenn fái
greitt fyrir vinnutap
Unnið að breytingu á áhuga-
* *
mannareglum ISI
Á ÁRSÞINGI KSÍ, sem lauk
í fyrri viku, var nokkuð rætt
um það hvort bæta ætti
mönnum er knattspyrnu
stunda upp það fjárhagslega
tjón er þeir hafa af kapp-
leikum. Þ. e. a. s. ef þeir
þurfa að sleppa vinnu til
þess að Jeika landsleiki eða
eru kallaðir á æfingar fyrir
landsliðið.
• Isöng forsaga
Umræður urðu ekki miklar því
allir virtust fulltrúar á einu máli
um að slíkar bætur bæri að
greiða. Var samþykkt tillaga um
það — í einu hljóði — að skora
á sambandsráð ÍSÍ, að gera breyt
ingar á áhugamannareglum
íþróttasambandsins svo löglegt
verði að greiða slíkar bætur.
Þetta mál hefur verið lengi á
döfinni og þróast stig af stigi,
unz svo er nú komið að tillaga
þessi, er samþykkt einróma á
KSÍ-þingi.
• Á bak við tjöldin
Hefur þetta vandamál oft
valdið miklum erfiðleikum.
Forráðamenn og aðrir hafa lát
ið að því liggja, að slíkar
greiðslur hafi átt sér staff, en
orðið hafi að fara dult meff
og borga bak viff tjöldin, þar
sem annað væri brot á áhuga-
mannareglunum.
★ Norrænt fyrirkomulag
Áreiðanlega munu margir
telja að hér sé stigið stórt spor
í áttina til atvinnumennsku. Og
víst má með nokkrum sanni
segja að svo er.
En KSI tekur þessar reglur
upp eftir fordæmi frá hinum
Norðurlöndunum, t.d. Dönum,
sem stundum eru kallaðir á
knattspyrnusviðinu „einustu á-
hugamennirnir sem eftir séu“.
Þar er sá háttur á hafður um
greiðslur fyrir vinnutap, að at-
vinnuveitandi viðkomandi leik-
manns verður að innheimta
„vinnutapið" hjá viðkomandi
knattspyrnusambandi. — Það
tryggir að leikmaður geti ekki
bæði fengið sín vinnulaun óskert
og einnig krafið knattspyrnu-
sambandið um greiðslu fyrir
vinnutap. Sumir atvinnurekend-
ur gefa mönnum sínum fúslega
frí til landsleika og æfinga fyr-
ir landslið, og ef sú verður raun
in áfram, þá gefa þeir knatt-
spyrnuhreyfingunni þá upphæð,
sem frítíminn er verður sem
maðurinn fékk.
• Hætta á ferðum
En með tilhliðrunum sem
þessum er fariff út á hálan is.
Ef fariff er út á þá braut að
bæta upp vinnutap fyrir lands
leiki og landsliðsæfingar —
sem einkum er gert vegna
þess aff mönnum er hóað sam-
an úr ýmsum landshlutum —
þá er skoðun vor, aff skammt
verði þess aff bíða að liðs-
menn einstakra félaga fari
að krefja félög sín um greiðsl-
ur fyrir vinnutap, effa leiki
ekki aff öffrum kosti. Hér verð-
ur því að hafa strangar gætur
á því. tslendingar eru svo fáir
aff atvinnumennska mynd
gereyoncgBJa íproitalífið.
— A.St.
Úrslit
í kvöld
í KVÖLD fara fram að Há-
logalandi úrslit Körfuknatt-
leiksmóts Reykjavíkur. Hefur
mótið borið vitni miklum
framförum í þessari íþrótt og
vinsældir hennar hafa stór-
um aukizt. Má búast við hús-
fylli í kvöld, því í meistara-
flokki karla er um að ræða
hreinan úrslitaieik á milli
KFR, sem er núverandi
Reykjavíkurmeistari, og lR,
sem er núverandi fslands-
meistari.
Þessir flokkar hafa unnið
sína leiki fram til þessa, og
standa jafnir aff stigum. En
hlutfallstala lR fyrir skorað-
ar körfur og fengnar er
nokkru betri. Af þeim sökum
má ætla aff hlutur ÍR sé
betri fyrir leikinn, en KFR
hefur fullan hug á aff halda
titlinum.
Á undan þessum leik fer
fram leikur í 2. flokki karla.
Þar leika KR og Ármann, B-
lið.
Sigurvegarar í öðrum flokk
um á mótinu urðu þessir: í
meistaraflokki kvenna A-lið
Ármanns; í 2. fl. karla A-Iið
Ármanns; í 2. fl. kvenna B-
liff KR; í 3. fl. karla Ármann
og í 4. fl. karla A-liff ÍR.
Að leikum loknum í kvöld
verffa verfflaun afhent.
Ensko knnttspyrnan
MARKAHÆSTU leikmennirnir í ensku
knattspyrnunni um þessar mundir eru:
1. deild:
Greaves (Chelsea) .......... 24 mörk
Hitchens (Aston Vilía) ..... 21 mark
Smith (Tottenham ........... 18 mörk
Robson (Burnley) ........... 17 —
White (Newcastle) .......... 17 —
Charnley (Blackpool) ....... 16 —
Farmer (Wolverhampton) ...... 15 —
Herd (Arsenal) ........... 15 —
Leggat (Fulham) ............ 15 —
Vernon (Everton) ........... 15 —
2. deild:
Thomas (Scunthorpe) ........ 19 mörk
Clough (Middlesbrough) ..... 18 —
Crawford (Ipswich) ......... 17 —
Paine (Southampton) ......... 17 —
Lawther (Sunderland) ........ 15 —
Pace (Sheffield U.) ......;.... 15 —
O’Brien (Southampton) ....... 14 —
3. deild:
Bedford (Q.P.R.) .......... 20 mörk
Holton (Watford) ............ 17 —
Northcott (Torquay) ......... 17 —
Rowley (Shrewsbury) ......... 17 —
Jackson (Bury) .............. 16 —
Watson (Bury) ............... 16 —
Wheeler (Reading) ........... 16 —
4. deild:
Burridge (Millwall) ......... 20 mörk
Hudson (Accrington) ......... 20 —
Bly (Peterborough) .......... 19 —
Byme (Crystal Palace) ....... 18 —
Lord (Rochdale) ............ 18 —
Terry (Gillingham) ......... 16 —
Swindells (Accrington) ..... 15 —
Hinn kunni knattspyrnumaður, Stan
ley Matthews, skrifar um knattspyrnu
í sunnudagsblaðið Sunday Express. Sl.
sunnudag ritaði hann grein um þau
lið, sem að hans áliti eru sigurstrang-
legust í bikarkeppninni. Kemst hann,
að þeirri niðurstoðu að Everton sé
vænlegast til sigurs en næst Everton
komi Arsenal, Burnley og West Ham.
Mörgum mun þykja þetta einkenni-
legt val, sérsta«lega þegar þess er
gætt að lið eins og Tottenham, Wolv-
erhampton og Sheffield Wednesday
hafa sýnt mjög góða leiki og staðið
sig mjög vel.
Matthews segir að 1 bikarkeppninni
séu allt önnur sjónarmið og t.d. lið
eins og Tottenham eigi mjög erfiða
daga fyrir höndum, sökum þess að
allir andstæðingar þeirra leggi ser-
staka áherslu á að sigra þá. Matthews
segir einnig, eins og allir vita, að
heppni og aftur heppni ráði miklu í
þessari vinsælu keppni og verður gam
an að sjá hvort þessi snillingur nafi
á réttu að standa um væntaniegan
sigurvegara.
HLJÓDF ÆRAÚT FLUT NINGUR okkar
frá tónlistarmiðstöðvum Klingenthal og Markneukirchen og
einnig frá öðrum stöðum í Þýzka alþýðulýðveldinu, eykst með
ári hverju. Mestur hluti af úrvalsvöru okkar er þegar vel
þekktur og mikils metinn hjá viðskiptavinum okkar um allan
heim. Við flytjum út allar tegundir hljóðfæra, svo sem:
Harmonikur, Bandononsons, Munnhörpur, Strokhljóðfæri,
Strengjahljóðfæri, Blásturshljóðfæri, Trommur og Rytma-
hljóðfæri, Músikstrengi, Rafmagnsbúnað við hljóðfæri og öll
önnur tæki varðandi tónlist.
Hljóðfæri okkar eru örugg gæðavara. Tæknilega eru þau mjög
fullkomin, nýtízkuleg að öllum útbúnaði, formfögur, auðveld
í notkun og með óaðfinnanlegum hljómum og góðri endingu.
Umboðsmaður: Páll H. Pálsson, Drápuhlíð 39, Reykjavík.
Deutsche Musikinstrumenten- und Spielwaren-
Aussenhandelsgesellschaft MBH.
Musikinstrumentenexport, Klingenthal (Sachs)
Deutsctte DeuioKradsche Repuuiik.
40 skólanemar
á þingi SBS
UM síðustu helgi var haldið 29.
þing Sambands bindindisfélaga í
skólum. Þingið sátu rúmlega 40
fulltrúar frá skólum í Reykjavík,
Laugarvatni, Akranesi og víðar.
Fráfarandi formaður S.B.S. Vil-
hjálmur Einarsson flutti þinginu
skýrslu fráfarandi stjórnar og
bar skýrsla hans vott um mikið
og gott starf, sem S.B.S. hefur
unnið fyrir skóla landsins. Ol-
ympíukvikmynd Vilhjálms er nú
eign S.B.S. og hafa margir skól-
ar fengið hana lánaða til sýn-
ingar á skemmtikvöldum hjá sér
Er hún lánuð endurgjaldslaust.
Þá skýrðu fulltrúar skólanna frá
störfum þeirra hvers um sig og
markaðist starfsemi þeirra yfir-
leitt af eflingu á heilbrigðu fél-
agslífi. Formaður S.B.S. var kos-
inn Ragnar Tómasson, stud. jur.
Með honum í stjórn eru Ólafur
Þ. Hallgrímsson, Kennaraskólan-
um.varaformaður, Róbert Jóns-
son Verzlunarskólanum, Gerður
Ólafsdóttir Kennaraskólanum og
Alda Guðmundsdóttir Kvenna-
Framh. á bls. 23