Morgunblaðið - 11.12.1960, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.12.1960, Blaðsíða 1
I 48 síður Borgarastyrj- í Laos? Forsætisráðherra Laos flúinn úr landi — og hernaðarálok yfirvofandi Vientiane, Laos, 10. des. — (Reutér) —- HERMENN hins hægri sinn- aða hershöfðingja, Phoumi Nosavans, stefna nú að höf- uðborginni úr þrem áttum, og er búizt við, að liðið kunni brátt að gera tilraun til að ná henni á sitt vald, úr höndum Kong Laes höf- uðsmanns, sem tók þar völd- in í fyrrinótt. Eftir að hinn hlutl. forsætisráðh. landsins, Souvanna Phouma, hafði skor að á hinar andstæðu fylking- ar að draga lið sitt á brott í gær, hélt hann úr landi, ásamt nokkrum ráðherra sinna —• og kom öllum á óvart til höfuðborgar Kam- fcodíu í gærkvöldi. Það var tilkynnt síödegis í dag, að herstjórnarnefnd sex manna hefði tekið við völdum af ríkisstjórn Souvanna Pho- uma. ie „ÞJÓÐARNEFND“ SKIPUÐ Vientiane-útvarpið sagði í dag, að forsætisráðherrann hefði áður en.hann hélt á brott, feng- ið hernum í hendur öll völd „vegna vandræðaástandsins í landinu“. Einnig var sú fullyrð- ing höfð eftir Kong Lae, að ekki muni „koma til neinna bardaga“. Flestum virðist þó allt benda til þess, að upp úr sjóði fyrr en varir. * ArAs yfirvofandi? í dag hermdu fréttir, 'að Pho- umi Nosavan hefði um 2000 manna lið skammt austur af Vientiane, og aðrar liðssveitir hans stefndu til borgarinnar frá konungsborgipni Luang Prabang í norðurhluta landsins og frá Xiengkhouang í norð-austurhlut- anum. — Búast nú flestir við því, að Kong Lae muni freista þess að gera árás á liðssveitir Nosavans, áður en þær hafa haft tóm til að búa fyllilega um sig við borgina — og muni hann njóta stuðnings skæruliða Pathet Laos, sem hafi komið allfjör- mennir til borgarinnar eftir að Kong tók þar völdin. ic BORGARASTYRJÖLD — KLOFNINGUR Lítur nú helzt út fyrir, að varla sé nema um tvo kosti að ræða í Laos. Ástandið er þann- ig, að hvenær sem er virðist geta brotizt út blóðug borgara- styrjöld, sem breiðzt geti út um meginhluta landsins. Á hinu leitinu er sá möguleiki, að hægri menn stofni ríkisstjórn í suður- hluta landsins, en því yrði efa- lítið svarað með myndun ann- arrar stjórnar af hálfu Pathet Lao-flokksins í norðurhluta La- os, .þar sem þessi kommúniska hreyfing hefur allmikil ítök. — Þar með væri Laos klofið í tvo hluta — og ekki sýnt, hvernig gengi að sameina þá á ný. Ka eru Íói? iFYRSTA spurning sem lögð ler fyrir krakkana um þessar Imundir er hvort þau séu ekki ífarin að hlakka til jólanna. |Það þýðir víst lítið að spyrja iþessa anga að því. Þeir mundu |bara segja; — Ka eru lól? Aftur á móti vita þeir vell Ihvað skriðdeild er, þó súl ispurning gæti vel flækzt fyrirl fsumu fullorðna fólkinu. Þaði íer skriðdeildin á nýja barna- íheimilinu í Hagaborg, þar sem| Iþeir eru geymdir á hverjuml Idegi, meöan mamma er aðg |vinna. Það er ekki von að þetta| Jlieiðursfólk í skriðdeildinnif ímuni mikið eftir jólaljósun- Jum og jólagjöfunum, því suml Jvoru rétt að koma í heiminnl lí fyrra á jólunum og þau elztul Ivarla orðin ársgömul. Þaul Ihalda þá ajn.k. ekki að jólini Iséu bara dagurinn þegar allirf Jgefa þeim gjafir og troða Iþau sælgætL Vaxandi deirðir í Alsír „Budapest" hrópaði æstur múgurinn, þegar brynvarðir bílar brutu götuvígin Algeirsborg og París, 10. des. — (Reuter) — í DAG urðu enn svæsnari óeirðir en í gær í tveim helztu borgum Alsír, Algeirs- borg og Oran — og einnig <•.>* <*■* 0- 0 0 0 0 :0 0 * 0 0'«í>- Rafvirkjar áhrifum á Kúbu Rússa HAVANA, Kúbu, 10. des — 1 gærkvöldi fóm um eitt þúsund rafvirkjar hópgöngu í Havana í mótmælaskyni við sívaxandi yf- Irráð Rússa í landinu. Hópuðust þeir frammi fyrir bústað forset- ans og hrópuðu: Kúba, — já, Rússland — nei. Þeir héldu hróp um sínum áfram þar til forsetinn kom út og bauð nokkrum for- ystumönnum rafvirkjasamtak- anna að koma inn til sín til við- ræðna. Dreifðist þá hópurinn. Þetta eru fyrstu skipulögðu mótmælaaðgerðir sem verkalýðs menn á Kúbu efna til síðan í fyrra, er kommúnistar náðu mótmæla völdum í stéttarsambandi véla- manna þar. Þá berast fregnir um að her- menn Castros eigi nú í höggi við flokk andstæðinga stjórnarinnar í sveitahéraði einu, og sé þess vænzt að Castro grípi til rót- tækra aðgerða gegn flokknum. Útvarpið í Havana skýrði svo frá í dag, að foringjar uppreisnar flokksins hafi verið vegnir í bar dögum. kom til uppþota og átaka í Orleansville. — Þar lenti frönskum landnemum, sem hrópuðu „skjótum de Gaulle“, saman við Serki á aðalgötu bæjarins, skömmu áður en forsetinn var væntanlegur þangað. Lögreglunni tókst að stöðva bardagann, en átök blossuðu sífellt upp að nýju á hliðargötum. í Oran tókust sömu aðilar einnig hastar- lega á, og beið 15 ára gam- all Serki bana, en annar, full orðinn, særðist alvarlega. — Harður bardagi tókst með lögreglu og um 5.000 upp- hlaupsmönnum, sem héldu til hinnar svonefndu „Sum- arhallar“ við Algeirsborg, í þeirri trú, að de Gaulle væri væntanlegur þangað. Tókst lögreglunni með naumindum að stöðva gönguna og dreifa mannf jöldanum. Frh. á bls. 23 Herlið Indó- nesíu burt úr Kongó ‘JAKARTA, Indónesíu, 10. des, (Reuter). — Utanríkisráð- herra Indónesíu lýsti því yfir í dag, að hersveitir landsins, sem eru á vegum Sameinuðu þjóðanna i Kongó, myndu kall aðar heim. Yrði fulltrúa Indó nesíu hjá SÞ falið að ganga frá þessu formlega. Sagði ráðherrann í þessu sambandi, að stjórn sín vildi ekki til þess vita, að „indónes ískar hersveitir séu notaðar til að koma aftur á nýlendu skipulagi í Kongó“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.