Morgunblaðið - 11.12.1960, Blaðsíða 8
8
MORCVISBLAÐIÐ
Sunnudagur 11. des. 1960
Starfsstúlka óskast
Upplýsingar hjá yfirhjúkrunarkonunni.
Sjúkrahúsið SÓLHEIMAR
JEPPI til sölu
Til sölu er Willys-jeppi, frambyggður með palli, model
FC 150 smíðaár 1958, lítið keyrður.
Tækið er til sýnis við Borgartún 7 næstu daga. — Tilb.
sé skilað í bifreiðavörverzl. öxul egi síðar en 15. þ.m.
Afgreiðslumaður
Vánan afgreiðslumann vantar í bílavörubúð sem
fyrst. Tilboð sendist Mbl. merkt: „Afgreiðsla —■_
1353“.
SKRIFBORÐ
með áfastri bókahillu er tilvalin jólagjöf.
Sófaborð, Innskotsborð, Reykborð.
Bólsturgerðin h.f.
Skipholti 19. (Nóatúnsmegin)
Sími 10388.
ATHUGIÐ
að þurrkhettan við hárþurrkuna sparar tíma og erfiði.
Hún verður vinsæl jólagiöf.
Fæst nú á eftirtöldum
Reykjavík
S.Í.S., Austurstræti 10
Heklu, Austurstræti 14
Regnboginn, Bankastræti 7
Véla- og Raftækjasalan
Bankastræti 10
Verzl. Ljós, Laugavegi 20
Verzl. Lampinn, Laugavegi 68
Verzl. Luktin, Njálsgötu 87
Verzl. Helma, Þórsgötu 14
Verzl. Raforka, Vesturgötu 2
Verksm
stöðum:
Vestmannaeyjar
Verzl. Framtíðin
Verzl. Haraldur Eiríksson
Norðfirði
Verzl. Björns Björnssonar hf.
Kf. Fram, Norðfirði
Verzl. Elís Guðnason, Eskif.
Kf. Þingeyinga, Húsavík
Kf. Eyfirðinga, Akureyri
Verzl. Óðinn, Akranesi
Verzl. Böðvar Sveinbjörns-
sonar, ísafirði.
Signa
Ath. Húsmæður — Húsráðendur
★ Sparíð yður erfiðið og' þreytu jólhreingern-
ingarinnar.
★ Munið okkar vinsælu kemisku vélhrein-
gerningu.
★ Engin skemml á húsmunum. Ekki nauðsyn-
legt að taka niður gluggatjöld.
★ Þægilegt, fljótlegt.
★ Enn er hægt að taka pantanir fyrir jól.
★ Kappkostum að veita yður sem bezta þjón-
ustu.
bbbbbbbbbbbbbtbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbb
WESLOCK —, kúluhúnar og
skrár. Einnig margar gerðir af
enskum, þýzkum og ssenskum
skrám og húnum.
Innihurðalamir — útihurða-
lamir.
ggingavörur
h.f.
Siml 35697
Laugaveg 178
b
b
b
b
b
b
b
b
b
b
b
.b
Sérhver þjóð á
framtíð sinni og
íslenzka þjóðin hefur ævinlega
tekið málstað undirokaðra þjóða
Úr ræðu Thor Thors sendiherra um ný-
lendumálin á allsherjarþingi SÞ
THOR THORS, sendiherra, for-
maður íslenzku sendinefndarinn-
ar á allsherjarþingi Sameinuðu
þjóðanna, flutti hinn 5. des. sl.
ræðu á þinginu, þar sem hann
gerði nýlendumálin að umtals-
efni. Flutti sendiherrann þessa
ræðu, sem var hin athyglisverð-
asta, í útvarpið hér heima sl.
fimmtudagskvöld.
Hér fara á eftir kaflar úr
ræðu Thor Thors. Sendiherr-
ann rakti í upphafi ræðu sinn-
ar sögu nýlenduskipulagsins og
komst síðan að orði á þessa leið:
„íslenzka þjóðin hefur ævin-
lega tekið málstað undirokaðra
þjóða og haldið þá hugsun í
heiðri, að sérhver þjóð eigi, í
kraf ti sj álf sák vörðunarr éttarins,
að ráða sjálf framtíð sinni og
sköpun. Hér hjá Sameinuðu
þjóðunum höfum vér því ávallt
og við öll tækifæri, svo sem til
dæmis í Kýpurmálinu og Alsír-
málinu, greitt atkvæði með
sjálfsákvörðunarrétti hinna
smærri þjóða, án nokkurs til-
lits til þess, hvaða stórveldi
það hefur verið, sem sá ástæðu
til þess, að standa á móti slíkri
frelsis- eða sjálfstæðishreyfingu.
íslenzka þjóðin gat ekki annað
gert; því einnig hún var lengi
undir erlendri stjórn, og kann
því að meta þá blessun og þann
hag, sem sérhver þjóð hefur af
því, að vera sjálf húsbóndi á
sínu heimili og hafa aðstöðu
til þess að nytja náttúruauðæfi
lands síns og sjávar til eflingar
framförum og aukinnar velmeg-
unar fólksins í landinu. Þó að
ísland væri sjálfstætt land í
meira en þrjár aldir, frá 9. og
fram á 13. öld, fékk það ekki
fullveldi á ný fyrr en árið 1918;
en síðan hefur það fengið meira
en fjörutíu ára reynslu af full-
valdri stjórn, þótt hið forna lýð
veldi vort væri ekki endurreist
fyrr en árið 1944. Saga vor er
ólík sögu annarra þjóða, meðal
annars í því, að vér skildum
við sambandsþjóð vora Dani,
með samkomulagi og sem góðir
vinir, svo að vináttutengsl vor
við þá urðu jafnvel enn nánari
og innilegri eftir skilnaðinn.
Mesta áfallið
Segja má, að hallað hafi und-
an fæti fyrir nýlenduveldinu,
og það hægt og hægt verið að
LOFTUR h.f.
LJOSMYNDASTOFAN
Ingólfsstrætj 6.
Pantið tima í sima 1-47-72.
missa fótfestu síðustu tvær ald-
irnar. Mesta áfallið, sem það
hefur orðið fyrir, máske fram
á þennan dag, varð hér, í frels-
isstríði Ameríku, þegar þessi
orð voru skráð í sjálfstæðis-
yfirlýsingunni árið 1776: „Vér,
fulltrúar Bandaríkja Ameríku,
saman komnir á allsherjarþingi,
skjótum því máli voru til hins
Thor Thors
æðsta dómara alls heimsins, um
réttlæti tilgangs vors, og lýs-
um hátíðlega yfir því og gjör-
um kunnugt, í nafni og með
umboði þess góða fólks, sem
byggir þessar nýlendur, að þess-
ar sameinuðu nýlendur eru og
eiga rétt á að vera frjáls og
sjálfstæð ríki“. Um það bil
tveimur árum síðar reit George
Washington, eftir harðvítuga og
sigursæla baráttu fyrir þessu
sjálfstæði, gegn ofureflinu, ein-
um vini sínum þessi hugprúðu
og viturlegu orð: „Ekkert minna
en sjálfstæði dugar, að mínum
dómi. Friður upp á einhverja
aðra skilmála, væri aðeins frið-
ur stríðsins, ef eg mætti svo
að orði komast".
Reynslan af heimsstyrjöld-
unum
Sú reynsla, sem fékkst í tveim
hryllilegustu hildarleikum ver-
aldarsögunnar, opnaði augu
manna um allan heim fyrir því,
hversu samofin eru örlög þjóð-
Barngóð stulka
óskast til heimilisstarfa í sendiráð íslands í
tíonn. — Upplýsingar í síma 1-7486.
PILTAR,
EFÞlÐ EIGIÞ UNNUSTUNA
ÞÁ 'A ÉG HRINOANA /
X/örtó/j
/4j<f/str>xr/ 8 V \Ssz
að ráða
sköpum
anna, og fyrir því réttlætismáli,
að þegar fólk um allan heim
er þvingað til að bera byrðar
mannkynsins og færa fórnir, þá
eigi það líka rétt á að krefjast
jafnréttis og að mega ráða sér
sjálft.
I þessa átt hafði straumur tím
ans stefnt, og þegar sáttmáli
Sameinuðu þjóðanna var gjörð-
ur 1 San Francisco 1945, var
þróunin komin á það stig, að
þjóðirnar þráðu og heimtuðu al-
menn mannréttindi öllum til
handa. Frjálslyndar hugsjónir
skipuðu öndvegi og voru skráð-
ar í sáttmálann.
45 lönd öðlast sjálfstæði
Við skulum sem snöggvast hug
leiða hvað gerzt hefur í heim-
inum síðan hinar víðfrægu
stefnu-yfirlýsingar í stofnskrá
Sameinuðu þjóðanna voru gerð-
ar 1945. Það hlýtur að vera öll-
um unnendum frelsis og sjálf-
stæðis fagnaðarefni, að síðan
1945 hafa meir en 45 lönd öðl-
azt sjálfstæði, þar á meðal þjóð-
ir eins og Indland, Pakistan,
Ceylon og Burma, sem til sam.
ans hafa meir en 450 milljónir
íbúa. Auk þess hafa meir en
175 milljónir manna sem bjuggu
í nýlendum, 1 gæzluverndarlönd
um og öðrum löndum, sem ekki
höfðu sjálfstjórn, öðlazt fullt
frelsi. Þessi gífurlegu skref
fram á við hafa verið stigin
á síðustu 15 árum. Við höfum
á þessu allsherjarþingi séð 17
nýjar þjóðir koma fram á sviðið
og verða fullgildir og óháðir
meðlimir þessarar stofnunar, og
hefur það fengið oss öllum mik-
illar gleði og vakið vonir um
framtíðina.
Þegar við nefnum þessar töl-
ur, þá gleymum því ekki, að
vér erum ekki að tala um mann
talsskýrslur, heldur um mann-
legar verur, hugi og sálir ein-
staklinga, sem hafa hlotið gjöf
frelsisins og þess vegna sjá lífið
í bjartara ljósi en nokkru sinni
fyrr.
En þrátt fyrir það eru enn
100 milljónir manna, í ýmsum
meginlöndum heims, undir
stjórn útlenclra, fjarlægra ríkja,
sagði Thor Thors.
Thor Thors ræddi síðan þær
tillögur og yfirlýsingar, sem
liggja fyrir allsherjarþinginu
um afnám alls nýlenduskipu-
lags. Komst hann síðar að orði
á þessa leið:
„íslenzka sendinefndin fagnar
þessari yfirlýsingu um frelsi, og
vér erum þakklátir þjóðum Asíu
og Afríku, sem á raunhæfan
hátt hafa tekið forystuna til að
gjöra þá hugsjón að veruleika,
til að flytja boðun og ljós ham-
ingjusams þjóðlífs og bættrar
framtíðar öllum þeim þjóðum,
sem nú eru kúgaðar eða óánægð
ar, hvar sem er í heiminum.
Vér treystum þvi, að þessi yfir-
lýsing um frelsi verði einlæg-
lega og af öllum hug styrkt,
ekki aðeins í orði heldur og í
verki af öllum þjóðum heims,
og alveg sér í lagi af þeim
þjóðum, sem enn hafa yfirráð
yfir öðrum þjóðum víðs vegar
um heim. Vér erum þeirrar
skoðunar, að þessi yfirlýsing
um frelsi eigi ekki aðeins við
um þær þjóðir, sem nú í dag
lúta enn stjórn annarra þjóða,
heldur sé það krafan að allar
þjóðir, bomar og óbomar, megi
njóta fullkomins frjálsræðis, án
óeðlilegrar og óæskilegrar jhlut-
unar frá nokkurri annarri þjóð.
Vér óskum þess, að kyndill
frelsisins megi birtast og ljóma
með öllum þjóðum heims. En
gleymum eigi því, hæstvirtir
fundarmenn, að háleitar hugs-
anir og háfleyg orð og mikil
loforð, eru til lítils gagns, ef
þeim fylgir ekki sönn og ei«"
læg framkvæmd “