Morgunblaðið - 11.12.1960, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.12.1960, Blaðsíða 12
12 MORGVNBLAÐIÐ Sunnudagur 11. des. 1960 Utg.: H.f. Arvakur RevkjavlS. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar= Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arm Öla, sími 33045 Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6 Sími 22180. Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innaniands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. ÓLÁNSMENN A RIÐ 1955 beittu kommún- istar sér fyrir stórfelld- um pólitískum verkföllum á íslandi. Þáverandi ríkisstjórn hafði tekizt að skapa jafn- vægi í íslenzkum efnahags- málum, halda uppi miklum framkvæmdum og þrótt- miklu atvinnulífi og auka traust og álit þjóðarinnar út á við. Kommúnistar töldu þessa Lausbeizlað óargadýr Það hefur verið sagt með sanni, að vinstri stjórnin hafi hleypt- verðbólgunni lausbeizlaðri eins og óarga- dýri á almenning í landinu. Það kom í hlut núverandi ríkisstjórnar að hemja þetta villidýr að nýju, stöðva hina stöðugu verðbólguþróun, við- urkenna þær staðreyndir, sem við blöstu í íslenzku UTAN UR HEIMI áöherrar Kennetíys þroun hina háskasamlegustu. Fylgi þeirra hafði farið þverrandi með þjóðinni við hverjar kosningar. Þeir töldu hina almennu velmegun, sem ríkti meðal þjóðarinnar, erf- iðan þröskuld á vegi niður- rifsiðju þeirra. Árangurinn af hinum póli- tísku verkföllum kommún- ista, sem sumir af leiðtog- um Framsóknarflokksins studdu, varð sá, að kaupgjald hækkaði á árinu 1955 að meðaltali um rúmlega 20%. Þar með var jafnvægisstefn- an brotin niður. Stórfellt kapphlaup hófst milli kaup- gjalds og verðlags og upp úr næstu áramótum varð að gera víðtækar ráðstafanir til þess að tryggja áframhald- andi rekstur atvinnutækj- anna, sem voru nú rekin með verulegum halla. Engin kjarabót Þessi pólitísku verkföll Framsóknarmanna og komm únista árið 1955 voru upp- haf hinnar óheillavænlegu verðbólguskriðu, sem hélt áfram að falla með vaxandi hraða meðan vinstri stjórnin fór með völd í landinu. í upphafi valdaferils síns sýndi vinstri stjórnin þó, að henni var ljóst, hve ábyrgð- arlaus hin pólitísku verkföll höfðu verið veturinn 1955. — Hún hikaði ekki við að taka verulegan hluta þeirrar kaup hækkunar, sem þá hafði ver- ið knúð fram af launþegum aftur. Þar með var það við- urkennt, að í henni hefði engin kjarahót verið fólg- in til handa launþegum í landinu. Síðan brast vinstri stjórn- ína allan kjark og möguleika til þess að hafa taumhald á þeirri verðbólgu, sem flokk- ar hennar höfðu leitt yfir þjóðina. Frumkvöðlar hinna pólitísku verkfalla voru þannig miklir ólánsmenn. Af hinum ábyrgðarlausu ó- lánsverkum þeirra er þjóð- in ennþá að súpa seyðið. — efnahagslífi. En afleiðingar verðbólgustefnu vinstri stjórn arinnar var stórfellt gengis- hrun. íslenzka krónan var margfallin áður en núver- andi ríkisstjórn tók við völd- um, áður en skráningu henn- ar var breytt á pappírnum. Núverandi ríkisstjórn átti ekki um neinn kost annan að velja en að horfast í augu við það sem raunverulega hafði gerzt. Vinstri stjórnin hafði hins vegar alltaf reynt að hliðra sér hjá að horfast í augu við staðreyndirnar. Hún lét sér nægja að leggja stöðugt á nýja skatta og tolla á þjóðina til þess að halda útflutningsframleiðslunni í gangi. í ráðstöfunum hennar fólst engin varanleg lækn- ing á þeim sjúkdómi, sem lamaði þjóðarlíkamann. Þess vegna fór sem fór. Þess vegna varð sú ríkisstjórn vinstri flokkanna, sem svo miklu hafði lofað, undir þeirri verðbólguskriðu, sem komm únistar og Framsóknarmenn höfðu sjálfir hrundið af stað. Á örlagastundu Það sem nú skiptir mestu máli er að þjóðin líti raun- sætt á hag sinn, þjappi sér saman um þá viðreisnar- stefnu, sem núverandi ríkis- stjórn hefur mótað. Því ber ekki að neita að margvís- legir erfiðleikar eru á veg- inum. Aflabrestur og verð- fall á heimsmörkuðum hafa skapað íslenzkri útflutnings- framleiðslu mikil vandkvæði. En þjóð, sem byggir afkomu sína og utanríkisverzlun að mestu á sjávarútvegi getur búizt við að mæta slíkum erfiðleikum. Og slíkir erfið- leikar hafa oft mætt íslenzku þjóðinni. En hún hefur sigr- azt á þeim. Eins mun fara nú, ef þjóðin aðeins hikar ekki á örlagastundu. Hún má ekki láta ólánsmönnunum frá 1955 takast að leiða nýtt hrun yfir sig. JOHN F. Kennedy, hinn ný- kjörni forseti Bandaríkjanna, hef ur þegar útnefnt nokkra ráð- herr'a í væntanlega ríkisstjórn, sem tekur við völdum í Banda- ríkjunum 20. .janúar n. k. En eitt mesta vandamál Kenn- edys er að velja utanríkisróð- herra til að taka við af Herter. Einna mestar líkur eru á að fyr- ir valinu verði J. William Ful- bright öldungardeildarþingmað- ur frá Arkansas, formaður utan ríkismálanefndar öldungadeild- arinnar, sem er þekktur víða um heim vegna námsstyrkja og stúdentaskiptastofnunar, er hann átti frumkvæði að. En ástæðan fyrir því að ákvörðun hefur enn ekki verið tekin varðandi Ful- bright er sú að hann er helzt til hlynntur kynþátta-aðskilnaði. — Kom það meðal annars fram er mest gekk á í Little Rock í heima ríki hans. Gerði Fulbright þá ekkert til að koma í veg fyrir á- rekstra. Annar ,sem kom til greina í embætti utanríkisráðherra, var Robert Lovett, 65 ára oankastjóri frá New York og republikam. Kennedy hefur rætt við Lovett um að taka sæti í væntaulegri ríkisstjórn, annaðhvort sem ut- anríkis- eða varnarmálaráðherra. Að þeim viðræðum sagði Kenn- edy að Lovett hefði dregið sig i hlé frá störfum í þágu ríkisins. En Lovett var varnarmálaráð- herra í forsetatíð Harry Trurn- ans. Einn af ráðgjöfum Kenned- ys lét svo um mælt að hann vildi óska þess að til væru þrír Lovettar, svo unrft yrði að skipa þá fjármála-, varnarmála- og ut- anríkisráðherra. Fimm menn hafa þegar verið skipaðir í ráðherraembætti. l>eir eru: ★ Abraham Alexander Ribicoff, sem verður heilbrigðis- og kennslumálaráðherra. Ribicoff varð einna fyrstur til að styðja Kennedy sem forsetaefni demó- krata. Lét Kennedy þá svo um mælt, að ef hann yrði kosinn, gæti Ribicoff valið sér embætti í rík isstjórninni. Tal ið var að Ribi- coff yrði sak- sóknari ríkisins. En hann taldi ó- heppilegt að kaþ óiskur förseti og saksóknari, sem væri Gyðin ,ur stjórnuðu baráttunni fyrir jafn- rétti kynþáttanna í Bandaríkjun- um. Ribicoff átti sæti í fulltrúa- deild Bandaríkjaþings í fjögur ár, en var árið 1954 kosinn nkis- stjóri Connecticut og hefur gegnt því embætti síðan. Hann er ein- dreginn fylgismaður stefnu Kennedys varðandi ellilaun, sjúkratryggingar o. fl. Ribicoff er fimmtugur. ★ Luther Hartwell Hodges verð- ur verzlunarmálaráðherra. Faðir hans var fátækur smábóndi og kostaði Hodges sig sjálfur til há- skólanáms. Eftir það vann hann í 17 ár við stór- fyrirtækið Mars- hall Fields & Co. og varð varafor- maður í stjórn þess. Árið 1952 bauð hann sig fram og var kos- inn aðstoðar rík- isstjóri Norður- Karolínuríkis. — Tveimur árum síðar lézt William Umstead ríkisstjóri og tók þá Hodges við. Hann hefur unnið sleitulaust að því að auka iðnað í ríkinu, og frá því 1954 hefur fjárfesting aukizt um 1.000 mill- jónir dollára. Hodges er 62 ára. ★ David Elliott Bell verður fjár- hagsmálaráðherra. — Hann er minnst þekktur þeirra er Kenne- dy hefir valið til þessa. Bell er frá Norður-Dakota, en stundaði nám í hagfræði við Pomona háskól- ann í Kaliforníu. Meistaragráðu í hagf ræði t ó k hann við Har- vard háskóla í Boston árið 1941 og stundaði þar k e n n s1u um tíma. — Hann _ , gegndi herþjónustu í þrjú ar i síðustu heimsstyrjöld, en fékk að henni lokinni starf við fjárhags- málaráðuneytið. Eftir að Eisen- hower tók við forsetaembætti, sneri Bell aftur til Harvard og varð jafnframt fjárhagslegur ráðunautur ríkisstjórnar Pakist- an. Bell er 41 ars. ★ Gerhard Mennen Williams verð ur aðstoðarutanríkismálaráð- herra og mun fara með málefni Afríku. Hann hefur verið ríkis- stjóri Michigan í sex kjörtíma- bil, en bauð sig ekki fram aftur að þessu sinni og lætur af því em- bætti 1. janúar n.k. í Bandaríkj- unum g e n g u r hann undir nafn inu „ S o a p ý “ Williams, og staf ar það af því að hann er einn að- aleigandi fyrir- 21. umferð ensku deildarkeppninnar fór fram í gær og urðu úrslit leikj- anna þessi: 1. deild Arsenal — Bolton 5:1 Birmingham — Everton 2:4 Burnley Leieester 3:2 Cardiff — Chelsea 2:1 Fulham — Manchester U 4:4 Manchester City — Wolverhampton 2:4 Newcastle — West. Ham. 5:5 N. Forest — Aston Villa 2:0 Preston — Tottenham 0:1 Sheffield W. — Blackburn 5:4 W.B.A. — Blackpool 3:1 2. deild Brighton — Sunderland 1:2 Bristol Hovers — Stoke 1:0 Derby — Sheffield U. 2:0 Ipswich — Plymouth 3:1 Leeds — Portsmouth 0:0 Leyton Orient — Charlton 1:1 Liverpool — Swansea 4:0 Middlesbrough — Huddersfield 2:1 Rotherham — Luton 5:2 Scunthorpe — Norwich 2:1 Southampton — Lincoln 2:3 Að 21. umferð lokinni er staðan þessi: 1. deild (efstu og neðstu liðin) Jólavarningur til Meistaravíkur Sólfaxi fór í gærmorgun síð- ustu ferð sína fyrir jól til Meist aravíkur á Grænlandi. Var flug- vélin hlaðin jólavarningi, svo sem ávöxtum og öðru slíku. Einn ig hafði hún meðferðis 3 metra hátt jólatré, sem er gjöf til íbúa Meistaravíkur frá Flugfélagi ís- lands. Hefur flugfélagið sent þeim slíka jólagjöf með síðustu ferðinni fyrir jól undanfarin ár. Með flugvélinni voru og níu far- þegar, en til baka mun hún flytja 30 farþega, sem ætla að vera komnir heim fyrir jól tækis þess er framleiðir Mennen raksápur og snyrtivörur m.m. Williams er lögfræðingur að mennt og stundaði nám við Princeton háskóla og lagadeild Michiganháskóla. Hann hefur lengi barizt fyrir rétti blökku- manna, en hefur lítil afskipti haft af utanríkismálum. Hann hefur þó kynnt sér nokkuð mál Afríkuþjóða og ferðaðist um mörg ríki Afríki" -*”rir tveim ár- um. Williams er -*'J ára. ★ m Stewart Udall verður innan- ríkismálaráðherra. Hann hefur verið þingmaður Arizonaríkis í fulltrúa deild Bandaríkjaþings frá því árið 1954 og fengið þ a ð orð á sig að vera frjálslynd- ur í skoðunum. Udall er fylgj- andi þjóðnýtingu orkuvera og verndun náttúruauð linda lándsins, og hefur sýnt mál- efnum Indíána sérstakan skilnig. ★ Dean Acheson, sem var utan- ríkisráðherra 1949—53, er nú tal inn líklegastur til að verða sendi herra Bandaríkjanna hjá Atlants hafsbandalaginu. Robert Kennedy, bróðir forset- ans, sem hafði umsjón með kosn- ingabaráttunni, er talinn líkleg- ur saksóknari ríkisins og George McGovern, fulltrúadeildarþing. maður frá Suður-Dakota, einna líklegastur sem landbúnaðarmáia ráðherra. Tottenhani 21 . 18 2 1 68:25 38 Evertan 21 13 4 4 54:33 30 Wolverhampton 21 13 4 4 55:40 30 Sheffield W. 20 12 4 4 37:24 28 Burnley 20 13 1 6 58:37 27 N. Forest 21 5 4 12 30:46 14 Bolton 20 5 3 12 28:43 13 Preston 20 5 3 12 21:38 13 Blackpool 20 4 3 13 33:46 n 2. deild (efstu og neðstu liðin) Sheffield U. 22 15 1 6 42:26 31 Liverpool 20 12 4 4 43:25 28 Ipswich 21 12 3 6 46:28 27 Norwich 21 10 6 5 35:25 26 Brighton 21 6 4 11 33:43 16 Lincoln 21 6 4 11 29:40 14 Huddersfield 20 5 4 11 29:40 14 Swansea 20 4 5 11 26:43 13 George Eastham lék sinn fyrsta leik með Arsenal i gær. Atti hann nokkuS góðan leik og skoraði tvö mörk. -- Tottenham átti lélegan leik gegn Prest on og var sigur þeirra ekki sanngjarn. Alian setti eina markið í leiknum, en miðvörðurinn Norman átti góðan leik. Stiórnmálasam- j band með Ceylon og A-Þýzkalandi CCOLOMBO, Ceylon, 9. des. -- Reuter. — Felix R. Dias Band- aranaike, embættismaður í ut- anríkis- og landvarnaráðuneyt- inu tjáði fulltrúadeild þingsins í dag, að stjórn Ceylon hefði I athugun að taka upp stjórnmála samband við Austur-Þýzkaland. Kvað hann ekkert því til fyrir- stöðu, að Ceylon kæmist að sam komulagi við A.-Þýzkaland, ekki aðeins um viðskiptaleg efni, held ur einnig með tilliti til þess að fá tæknilega aðstoð og ýmiss konar aðra hjálp til þess að' hraða iðnþróun á Ceylon. Enska knaiispyrnan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.