Morgunblaðið - 11.12.1960, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.12.1960, Blaðsíða 20
20 MOFCVNBIAÐ1Ð Sunnudagur 11. dee. 1960 sjaldan var opnuð, með tveim legubekkjum úr búð, upp við rykugan arininn og þar var líka brynjan, sem hann hafði verið í sem Riohard III. Það var allt og sumt, að undanteknu herbergi, sem hafði verið lagað til handa mér. — Eg ætla að sýna þér það, sagði hann og leiddi mig inn í lítið, snoturt svefn- herbergi með gulu sirzi á hús- gögnunum. Það hafði sýnilega \ erið veggfóðrað nýlega; hann hafði 'komið fyrir blómum víðs- vegar í þvi og á rúminu var fal- leg sirzábreiða. Eg leit kring um mig. — Þetta er indælt! Indælt! Við stóðum og töluðum saman, þegar hann fölnaði allt í einu upp. Settist svo snögglega niður og andaði eins og hann væri móð ur. — Gengur nokkuð að þér, pabbi? sagði ég, dauðskelfd. Hann veifaði hendi. — Gefðu mér eitthvað að drekka, Treepee. Hann benti fálmandi á’ búrið. Hann gat varla talað. Eg þaut inn í búrið, náði þar í flösku af vermút og hellti í glas handa 'honum. Höndin skalf svo mikið, þegar hann tó'k við því, að ég varð að styðja við hana, svo að hann gæti borið glasið upp að vörunum. Hægt og hægt kom aftur 'lit- ur í andlitið á honum. — Ó- þverra drykkur, sagði hann, og var seinmæltur. — Drekktu aldrei, þó að allir séu að því. Eg varð svo fegin, að ég hefði getað faðmað hann að mér, en ég var feimin við að sýna til- finningasemi. Eg skal gæta hans, lofaði ég sjálfri mér. Hann er éínmana og þarf á dóttur sinni að halda. Mér verður ekki of aukið hérna . . . Hugsa sér að sjá hann svona uppstrokinn og hressan, þegar hann tók á móti mér, og nú allt í einu, gamal- menni . . . Hann hefur orðið að taka á leikaragáfunni sinni, þeg ar hann tók á móti mér. Eftir matinn sagði hann við mig: — Hvað viltu nú gera í kvöld — fyrsta kvöldið þitt í Hollywood? — Mig langar mest til að sjá Lionel frænda. Hugsaðu þér, að ég skuli aldrei hafa séð hann. — Hefurðu aldrei séð hann? Pabbi var hissa. — Við skulum bæta úr því tafarlaust. Um kvöldið fór pabbi með mig út að borða hjá Romanoff. Hár maður, náfölur, kom að borðinu til okkar, með bros, sem ljómaði upp allt andlitið á honum. — Þetta er John Carradine, sagði pabbi, vingjamlega. — Sjaldgæf ur vinur! Carradine kyssti mig á kinnina með nítjándu aldar hofmennsku. — Það gleður mig, að þú skulir vera komin hingað. Jack hefur ekki um annað talað undanfarið. Hann hefur sagt öllum, að hann ætti von á dótt- ur sinni. Pabbi lyfti vinstri augabrún, en sagði ekki neitt. Við fórum svo í gamla bílnum hans Carradine út á búgarðinn hans Lionels frænda. Eg var feimin, og var alls ekki eins og stelpa sem á að hitta hann frænda sinn, heldur eins og ung stúlka, sem á að hitta frægan mann. Eg vissi, að hann var næstum far- lama af liðagigt, og því kom mér það ekkert á óvart, að þama voru tvær konur — mæðgur — sem hugsuðu um hann. — Hr. Barrymore er í rúminu sögðu þær okkur. Við fórum upp á loft, og þar var Lionel frændi umkringdur af koddum í rúm- inu. hann virtist minni vexti en í kvikmyndunum — og eldri. Þegar ég kom í dyrnar, sagði hann, næstum hranalega. — Stattu þarna snöggvast kyrr, Diana, ég vil sjá hvaða ættlegg Barrymoranna þú líkist! Eg stanzaði og stóð þarna eins og bjáni, vegna þess að mig langaði til að hlaupa til hans og faðma hann. Og þegar ég svo gerði það, vissi ég alls ekki, hvað ég átti að segja. • Hafði hann tekið á móti okkur rúm- liggjandi, af því að hann vildi ekki láta mig sjá sig í hjólastól. Eg leit í kringum mig í stóra svefnherberginu. Ýmsar af kop- arstungumyndunum hans héngu á veggjimum. Eg sagði: — Eg sá eina koparstungu eftir þig í Metropolitan í New York, Lionel frændi. Má ég líta á þess ar- — Vitanlega, vitanlega, væna mín. Röddin var vingjarnleg. Hann hafði, eins og pabba, lang að til að verða málari, þegar hann var ungur, og hafði verið við listnám í París. Hann elsk- aði tónlist og hafði meira að segja samið eina hljómkviðu. En, eins og pabbi, gat hann ekki gengið í berhögg við óskir fólks ins — svo að hann varð leikari líka. Nú var hann héma, sært ljón, í vörzlu tveggja kvenna. Pabbi hafði sezt á stól til vinstri við rúm Lionels frænda og Carradine hjá honum. Við fengum kampavín. Eg settist hinumegin við pabba og mér leið illa. —• John, þú verður að segja honum Mike það, sagði pabbi. — Lestu upp kvæðið . . . þú veizt. Carradine svelgdist á af hlátri. Hann leit á mig, komst að þeirri niðurstöðu, að ég væri ekki uppnæm fyrir smámunum, og fór svo að lesa kvæðið, sem var dálítið hæpið að siðsemi til, en fyndið, og allir höfðu þeir mjög gaman af því. Það var ó- skaplega langt, og loks sagði pabbi: — Þú ert víst orðinn þreyttur, Mike. — Já, það er ekki laust við það. Hann sneri sér að mér. — Komdu aftur og heimsæktu mig, Diana. Eg vona, að þér gangi vel hérna. Eg vildi að þú værir hjá Metro. Þar höfum við öll verið. — Þeir vildu ekki borga það, sem ég setti upp. Lionel frændi. — Hann brosti. — Ojæja, pen ingarnir eru náttúrlega eftirsótt vara, en það eru til fleiri verð mæti í viðskiptum, sérðu. Þeir væru mér mikils virði, reyndi ég að útskýra. — Það er svo guðdómlegt að hafa eitt hvað sjálfur og þurfa ekki að biðja aðra um allt, sem mann langar í. Eg á við, að ég vil helzt vinna méi inn peningana sjálf og eyða þeim svo eins og ég vil sjálf. Eg fann það sjálf, hvað það var bjánalegt að vera að tala um peninga, þegar við höfðum svo margt annað, sem við gátum talað um . . . Hann vildi vita, hvar ég héldi til, og ég sagði honum það. — Þú ert þá ekki hjá Jack? spurði hann hissa. Pabbi tók fram í. — Það er betra fyrir hana að vera í hótel inu. Hún hefur æfingar á hverj um degi, og ég er þarna lengst uppi í fjöllum. Treepee kann ekki einu sinni að aka enn. Lionel frændi hallaði sér aft ur á koddána og ég kvaddi hann með kossi. — Eg vona, að við sjáumst bráðlega aftur, sagði ég. — Eg ætla að læra á bíl og und ir eins og ég er orðin útlærð, þætti mér gaman að koma í heimsókn til þín aftur. —• Auðvitað. Þú gerir þá boð á undan þér. Hann veifaði hendi til mín þegar við fórum. Pabbi hafði ekið mér aftur í gistihúsið. Eg átti að fara að vinna í bítið morguninn eftir. — Góða nótt, Treepee. Þú ert víst búin að eiga nógu strangan dag. Hann kyssti mig og svo fór hann með Carradine. Fyrsti dagurinn minn í Holly- wood var á enda. Eg hafði loks ins hitt Lionel frænda. Hann hefði getað leikið við mig þegar ég var lítil, en var bara ókunn ungur maður. Og það var hann enn. Blöðin vildu fá að vita, hvers vegna John Barrymore og hin nýfundna dóttir • hans byggju ekki saman. Pabbi gaf þessvegna blöðunum svolátandi greinar- gérð: Mér þykir vænt um, að Diana skuli vera komin hingað. Hún er indælis barn, og verður lík- lega hjá mér um helgar. íbúðin hennar (hér hlógum við í félagi) bíður tilbúin eftir henni, hvenær sem hún þarf á að halda. En hús SHtltvarpiö Sunnudagur 11. desemlser 8.30 Fjörleg músík í morgunsáriö. — 9.00 Fréttir. 9.10 Veðurfregnir. 9.20 Vikan framundan. 9.35 Morguntónleikar: a) Concertino nr. 1 í G-dúr eftir Pergolesi (I Musici leika). b) Italo Tajo syngur aríur eftir Mozart. c) „Minningar frá Flórens'* eftir Tjaikovsky (Strengjasveit Rík isóperunnar í Vín; Henry Swoboda stj.). Skáldið og mamma litla Alltaf kallar pabbi á okkur, þegar hann þarf að leita að einhverju .... .... farðu og athugaðu hvað hann vill núna. Hann bað mig að leita að þér til þess að biðja þig að leita að bók- inni, sem hann var að lesa í gær, en hann er búinn að gleyma hvað hún heitir!! WELL?...VOU, CAN'T VOU GO APTER HIM? ■—‘ GET VOUR FATHER, EVE... WE'RE FLVING BACK AT ONCE SHALL I WAIT, MRS. BLAKELY? 7 rM SORRi! MRS. I BLAKELX I DON'T KNOW WHERE MR. BLAKELV'S FlSHING- tHIS 16 A BIG LAKE/ I'M SORRX VIVIAN „.FATHEW.S OUT FISHING / « I i. ^ið op courbe/... I'LL SIT RIGHT HERE TILL MR. BLAKELY COMES IN, AND THEN WE'LLTAKE OFF/ Náðu 1 föður þinn Eva . . . fljúgum beint heiml Mér þykír það leitt Vivian . . . Pabbi er úti á vatni að veiða! — Nú? . . . Þá getið þér ekki náð í hann? ' — Mér þykir það leitt frú Blakely, ég veit ekki hvar herra Blakely er að veiða . . . Þetta er stórt vatn! — Á ég að bíða frú Blakely? — Auðvitað! Ég ætla að sitja hér þar til herra Blakely kemur að, svo förum við! . 11.00 Messa í Dómkirkjunni (Presturj Séra Jón Auðuns dómprófastur. Organleikari: Dr. Páll Isólfsson). 12.15 Hádegisútvarp. 13.10 Afmæliserindi útvarpsins um náttúru Islands; VII: Jarðvegur* inn (Dr. Björn Jóhannesson). 14.00 Miðdegistónleikar: Frá tónlistar* hátíðinni í Salzburg í ár. a) Cesare Valleti syngur; Taub- mann leikur undir. b) „Hetjulíf" op. 40 eftir Ric- ^ hard Strauss (Fílharmoníska hljómsv. í Berlín; von Karaj* an stjórnar). 15.20 Endurtekið efni: Stefán Jónsson hreppsstjóri í Hlíð í Lóni segir rökkursögu (Aður útv. 22. okt, sl.). 15.45 Kaffitíminn: Þorvaldur Stein* grímsosn og félagar hans leika. — (16.00 Veðurfregnir). 16.15 A bókamarkaðinum (Vilhj. Gíslason útvarpsstjóri). 17.30 Barnatími (Helga og Hulda Val« týsdætur); a) Leikrit: „Verkstæði jólasvein* anna" eftir Thorbjörn Egner. — Leikstjóri: Baldvin Hall- dórsson. (Aður útv. fyrir 2 árum). b) Sagan ..Klifurmúsin og hia dýrin 1 Hálsaskógi"; IV* (Kristín Anna Þórarinsdóttir leikkona). c) Lesið úr nýjum barnabókuiv 18.25 Veðurfregnir, 18.50 Tilkynningar. f 19.30 Fréttir og íþróttaspjall. 20.00 Erindi: Frá Hawaí; síðari hlutf (Birgir Thorlacius ráðuneytis- stjóri). 20.25 Hljómsveit Ríkisútvarpsins leik-1 ur. Stjórnandi: Bohdan Wodic* ko. a) „Tónagaman" eftir Mozart. b) Lítil svíta eftir Debussy. v 20.55 „Leiftur frá horfinni öld" — sam felld dagskrá um séra Jón Stein- grímsson, tekin saman af Jónl R. Hjálmarssyni skólastjóra og l>órði Tómassynj safnverði. Flytj endur auk þeirra: Dr. Kristjáa Eldjárn og Baldur Pálmason. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.Q5 Danslög: Heiðar Astvaldsson ve| ur lögin. 23.30 Dagskrárlok. Mánudagur 12. desember 8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. —? 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tón- leikar. — 8,30 Fréttir. — 8.40 Tónleikar. — 9.10 Veðurfregnir* — 9.20 Tónleikar). 12.00 Hádegisútvarp. (12,25 Fréttir og tilkynningar). 13.15 Búnaðarþáttur: Gísli Kristjána* son ritstjóri heimsækir mjólkur fræðing, sem gerzt hefur bóndif 13.30 „Við vinnuna": Tónleikar. 15.00—16.30 Miðdegisútvarp. — (15.00 Fréttir. — 16.00 Fréttir og veður* fregnir). 18.00 Fyrir unga hlustendur: „Forspil", bernskuminningar listakonunnar Eileen Joyce; VIII. (Rannveig Löve). 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Þingfréttir. — Tónleikar. 18.40 Tilkynningar. 19.30 Fréttiif. 20.00 Um daginn og veginn (Andréi Kristjánsson ritstjóri). 20.20 Einsöngur: X>óra Matthíasson syngur lög eftir Hándel, Durante, Torelli, Gounod og Debussy; Jór unn Viðar leikur á píanó. 20.40 Ur heimi myndlistarinnar (Hjör*. leifur Sigurðsson listmálari). 21.00 Tónleikar: Fiðlusónata nr. 1 í f- moll op. 80 eftir Prokofiev. Dav- id Oistrakh leikur á fiðlu og Vladimir Yampelsky á píanó. fil. kand.). 21.30 Utvarpssagan: „Læknirinn Lúk- as“ eftir Taylor Caldwell; XVI. (Ragnheiður Hafstein þýðir og les). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Hljómplötusafnið (Gunnar Guð- mundsson). 23.00 Dagskrárlok. Þriðjudagur 13. desember 8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Morgunleikfiml. — 8.15 Tón- leikar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tónleikar. — 9.10 Veðurfregnir. — 9.20 Tónleikar). 12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir og tilkynningar). 13.00 „Við vinnuna": Tónleikar. 14.40 „Við, sem heima sitjum" (Svava Jakobsdóttir B.A.). 15.00—16.30 Miðdegisútvarp. — (15.00 Fréttir. — 16.00 Fréttir og veður- fregnir). 18.00 Tónlistartími bamanna (Jón G* Þórarinsson). 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Þingfréttir. — Tórileikar. 18.50 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 Daglegt ’mál (Oskar Halidórsson cand. mag.) 20.05 Erindi: Um Bertel Gunnlögsen (Birgir Kjaran alþingismaður). 20.30 Tónleikar: Roma, — balletttón- list eftir Bizet. Hljómsveit Borg- arballettsins í New York leikur, Leon Barzin stjórnar. 20.55 Upplestur og einsöngur: Bassa- söngvarinn Fjcdor Sjaljapin syng ur, og Guðmundur Jónsson les úr endurminningum hans. 21.25 Hugleiðingar: „Hér fljúga engin fiðrildi (Einar Pálsson). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 A vettvangi dómsmála (Hákon 22.30 Tónleikar: Kór og hljómsveit Guðmundsson hæstaréttarritari), Rauða hersins leikur og syngur. Alexandrov stjórnar. J 23.00 Dagskrárlok. a

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.