Morgunblaðið - 11.12.1960, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 11.12.1960, Blaðsíða 5
Sunnudagur 11. des. 1960 MORGUNBLAÐIÐ 5 I UM daginn kom út skáldsaga eftir tvítuga stúlku. Hún mun vera yagsti kvenmaður í ís- landssö ?unni, sem lagt hefur út í þaí stór- eða smáræði að gefa út frumsamda bók. Okk- ur þótti hlýða að reyna að veiða höfundinn svolítið. ★ — Þú heitir Jóhanna Kristj- jánsdóttir? — Já. — Af hverju ertu þá að kalla þig Hönnu Kristjánsdótt ur, þegar þú gefur út bók? — Vesalings skáldið ræður ekkt öllu. Mundu eftir útgef- endunum! Sumir vildu dul- nefni ,aðrir fullt og rétt nafn. Útkoman varð þessl, — er það ekki kallað að fara bil beggja? — Ha, jú, ég held það. — Góði, reyndu ekki að vera neyðarlegur, þér fer það ekki. — Hvernig datt þér í hug að fara að skrifa bók? Ertu með dillu eða knúði þig þetta fræga innra afl, sem þú varðst að hlýða? — No, so so, sleppum því Iagsi, en satt bezt að segja, þá var eiginmaður minn að skrifa leikrit, og í sumar, þeg- ar hann var að leggja síðustu hönd á verkið, þá var hann tæpast viðmælandi. — Var hann svona asskoti fúll? —Hann vildi auðvitað fá að vera í friði fyrir konu og börn um. — Ertu múltímamma? — Xveggja barna móðir. Tveggja og hálfs árs telpa og tæplega átta mánaða strákur. —Sko ykkur. En heyrðu, hvaða verk var Jökull að leggja þessa siðustu hönd á? — Eeikritið Pókók. — Er það sýningarhæft? — Ef þú og þinir líkar tíma að kaupa miða. — Ég er alltaf blankur. En ég skil ekki samhengið, þurft- ir þú endilega að fara að skrifa, þótt karlinn væri í fýlu? — Já, eitthvað varð ég að gera. — Nú, en börnin? I>ú ert vonandi ekki svo moderne mutter, að þú vanrækir þau? — Láttu ekki svona og skam dig. Heldurðu að mað- ur geti ekki eytt fristundum sinum í það, sem mann lang- ar til? — Jú, því miður. Kom and- inn yfir þig eða hvað? — Æ, ég byrjaði að krota niður, þegar ég var sjö ára. — O, ég skil, — ungt sjeni! — Vertu ekki að stríða mér. Ég tók þetta voða alvarlega, skrifaði mörg kiló af sögum í bláar stilabækur og nú skaltu heyra: Það komu tvær sögur eftir mig í Ljósberan- um og hananú! — Voru það gamaldags dýrasögiir? — Nei, hva, það voru sögur um góðar stúlkur, sem lásu fallegar bænir. — Svo kom ég átta ára í útvarpið og las sögu um gamlan kall með sitt hár. — Þú ert stuttklippt? — Nema hvað. — Nú jæja, hvenær byrjað- ir þú að skrifa söguna? — f vor. Á kvöldin, þeg- ar börnin voru sofnuð. — Var ekki Jökull afbrýði- samur? — Nei, þvert á móti, hann var hrifinn. — Af þér eins og vant er? — Já, og sögunni líka. — Hvernig gátu þessar tvennar hrifningar samrýmzt? — Það varðar þig ekkert um. — Það er talað um það, að þú náir samtalsblæ unga fólks ins vel. Hvar hefurðu lært að koma honum á pappír? — Nú, bara með þvi að um- gangast ungt fólk. — Aldrei heimsækirðu mig. + + 0 0 0 + ,....... Móðirin hefur staðið son sinn að ósannsögli: — Hvernig fer fyrir dregjum, sem segja ósatt? — Þeir komast í bíó fyrir hálft verð. Auðugur maður (sem komizt hafði áfram af eigin rammleik): —- Já, ég byrjaði sem berfættur drengur. Kunningi: — Og ekki fæddist ég heldur með sokka á fótunum. Jón er að segja frá veiðiferS og — Þú ert ekkert ungur. Ég fer á Ellefu. — Ég er ekkert gamall. Einn, sem skrifar um þig, er svo gamall, að hann heldur að ungt fólk noti ekki sögnina „að ræða“. Finnst þér hann ekki gamall? — Dáldið svo, en það er ekki von hann fylgist með. Hann kemur aldrei á Ellefu. Annars er hann ágætur gagn- rýnandi. — Hefurðu lifandi persónur að fordæmum? (Þarna kom ábyrgðarfulli gagnrýnandinn upp í mér). — Engar sérstakar, en kann ske hef ég tekið slatta úr ýmsum kunnugum með í dæm ið. Það verður hver og einn að meta sjálfur. — Ætlarðu að halda áfram að skrifa skáldsögur? — Nei, það held ég ckki. Annars hef ég ekkert hugsað um það, en ég er sennilega ekki eins frjó og Guðrún frá Lundi. — Er það ekki satt, að þú sért yngsta skáldkona, sem fram hefur komið á ísa köldu láði? — Á prenti held ég. — Hvernig er að eiga skáld fyrir mann? Er hann ekki allt af að pumpa þig og notar það svo í sögmnum? Er það ekki óttalegt frat? — Ne-hei, karl minn. Mér hefði aldrei dotfið í hug að byrja á þessu, ef Jökull hefði ekki verið rithöfundur. — Ekki þekktir þú hann sjö ára. — Nei, en ég meina að gefa út. — Ef þú hefur ekki lifandi fyrirmyndir, hvaðan þekkir þú persónurnar þá svona lygi lega vel? — Eigin fantasíur. — Er ekki erfitt að eiga viðtal við blaðamann? — Ákaflega. — Af hverju? — Þú ert svo leiðinlegur, og þó, þeir eru flestir verri á Ellefu. — Er það nú orðbragð. En segðu mér eitt: Eru svona kerlingar til eins og móðir Þorkels í sögunni? — Já, það úir og grúir af þeim. — Oj bara. Er það satt, að bókin gangi vel út? — Hún ryðst út. — Ég er ekki hissa á því. Jæja, bless. — Bless. kemur með tvær fílstennur. — Þennan fíl skaut ég á nátt- fötunum. — Hvernig í ósköpunum hefur hann komizt í þau. ÁHEIT og GJAFIR Gjöf til Þingvallaklrkju. — Hjónin Aslaug og Helgi Sivertsen hafa gefið Þingvallakirkju vandaðan silfurkaleik, ásamt tólf samstæðum sérbikurum. Hef ég veitt þessum gripum viðtöku og vil hér með fyrir hönd kirkjunnar þakka gefendum þessa fögru gjöf. Heykjavík, 7. des. 19S0. . Sigurbjörn Einarsson. Ég vildi feginn verða að ljósum degl, en vera stundum myrk og þögul nótt, þá væri ég leiðarljós á þinum vegi, þig lyki‘ ég faðmi þá þú svæfir rótt. Svo undur dauðtrúr ég þér skyldi reynast, og o‘ní gröf ég með þér færi seinast. Páll Ólafsson: Ég vildi feginn — Gefin voru saman í hjónaband í gær af síra Jóni Thorarensen, Sæunn Eiríksdóttir, skrifsto^ji- stúlka, Stýrimannastíg 15 og Leifur Vilhelmsson, símvirki, Mávahlíð 21. Heimili ungu hjón- anna er að Stýrimannastíg 15. í dag verða gefin samah í hjónaband í New Jersey, ungfrú Sesselja Erla Jóhannsdóttir og Roger Thoresen. — Heimilisfang þeirra er 64 Troll Lane, Lake Telemark, New Jersey. Nýlega voru gefin saman í Bandaríkjunum, ungfrú Jónína Þórisdóttir Long og Rayan Mar- cov Heimili þeirra er, 1825 Ann st., Dubugue, Iowa, ÚSA. r'ZCuvL, 2HII3 OHH ■SENDIBILASTQÐIN I r A T H U G I Ð að borið saman við útbreiðslu er langtum ódýraru að auglýsa í Morgunblaðinu en í öðrum blöðum. — Flugfarmiði til sölu er flugfarmiði Rvík —Kaupm.höfn—Rvik. — Fæst með afslætti Uppl. í síma 23020. Kjólföt smooking ofl. til sölu. — Tækifærisverð. Uppl. í sím um 17245 og 13376 Skemmtikvöld í Góðtemplarahúsinu í kvöld kl. 8,30. Sextett Berta Möller spilar. Berti og Gissur syngja. U.T.-deildin G E F N Drengjavesti (soðin ull) á 2ja—14 ára. — Litegta. Verð kr. 195,00 til 245,00. — Gamalt verð. (Smásala) Laugavegi 81. Knattspyrnufélagið VÍKIINiGIJR Aðalfundur félagsins verður haldinn í dag kl. 2 e.h. í félagsheimilinu. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Lagabreytingar 3. Önnur mál Stjórnin. Konur í Styrktarfélagi vangefinna halda jólabazar í Hagaskólanum við Hagatorg (sunnan Neskirkju) í dag, 11. des. — Bazarinn hefst kl. 3 e.h. — Þar verða til sölu fjölmargir munir hentugir til jólagjafa. — Borðskreytingar, jólakörfur, sætindi, laufabrauð, leikföng og margs konar varningur annar. Allt sem inn kemur rennur til dagheimilis í Reykja- vík fyrir vangefin börn. Sýnishorn muna sem seldir verða á bazarnum eru til sýnis um helgina í glugga verzlunarinnar Hlín, Skólavörðustíg 18. — Styrktarfélag vangefinna. Níðsterkt Gulnar ekki Þornar á ör- skammri stund PLASTLAKK Beykiparkett Eikarparkett Korkparkett Linoleum-gólfdúk Hvers konar vegg- og loftklæðingu EGILL m\W Klapparstíg 26 Sími 14310.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.