Morgunblaðið - 11.12.1960, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.12.1960, Blaðsíða 10
10 MOFCTH\P,T 4 ÐIÐ Sunnudagur 11. des. 1960 65 ára i dag: Þorvaldur Stephensen OFAN götuna í útlendri borg, ]>ar sem mig hefur nýlega borið að landi, kemur maður, mikjíl að vallarsýn, hár og gildur. Það ber margt nýstárlegt fyrir augu, þegar skyggnzt er upp eftir fram andi borgarstrætum, sem opnast út til þeirra kynjaheima, sem mann grunar að ókennd borg geymi að baki síns undirfurðu- lega yfirbragðs. En maðurinn, sem hér kemur skálmandi, dreg- ur þó að sér alla athygli. Hann fyllir strætið. Hann sópar ósjálf- rátt frá augum áhorfandans bíl- um og sporvögnum og hestum með hlemmstóra hófa. Ekki gerir hann það vegna vaxtar síns, sem þó er töluverður, þvers og langs ummáls. Ekki heldur vegna asa í fasi né neinna sérkennilegra til- burða. Hann gengur háttbundn- um, settum skrefum, þögull, lít- ur hvorki til hægri né vinstri. Hann dregur að sér athygli sakir þess, hvernig hann er og ber sig á götunni. Og víst kenni ég mann inn, hafði séð hann á götum Reykjavíkur, og hver komst hjá því að veita honum athygli þar? Litla Austurstræti fékk alltaf ein hvern blæ af heimsborg, þegar hann bar fyrir augu. Og hann gengur aldrei neina götu eins og aðrir menn. Hver er hann, þessi jaki, rauð hærður, réttnefjaður, mikilúðug- ur, samanrekinn? Aflraunamað- ur? Víkingur frá níundu öld, villt ur inn í þá tuttugustu og búinn upp á hennar vísu. Sæfari frá 15. öld, landkönnuður, garpur í þúsund ævintýrum á fjarlægum höfum og löndum? Enskur lá- varður frá 18. öld. Nei, hann er íslendingur, ótíma bundinn, og þó nútímamaður, klassiskur, íslenzkur höfðingi, sem gæti skipað hvaða stétt ís- lenzka sem vera skal, og væri þó aldrei annað en það, sem hann er: Þorvaldur Stephensen. Nafnið segir til ætternis. Hann er sonur Helgu Þorvaldsdóttur, læknis á ísafirði, Jónssonar, og séra Páls Stephensen í Vatns- firði og Holti í önundarfirði Stef ánssonar Stephensens, prests á sömu stöðum, Péturssonar Step- hensen, prests síðast á Ólafsvöll um,Stefánssonar amtmanns á Hvítárvöllum. Það er sem sagt mikið af bláu blóði í þessum stóra manni. Og hann ber mörg einkenni þess lundarfars og skapgerðar, sem höfðingja prýðir og sæmir hverj- um göfugum manni. Hann er drengskaparmaður mikill, tröll- tryggur, djarfur í framgöngu hvar sem er, sjálfstæður í skoðun um og fer jafnan sína leið eftir því sem honum þykir sjálfum réttast horfa, hvað sem aðrir kunna að gera eða segja. Hann metur gæði þessa heims og er umsýslumaður að eðlisfari, kann vel mannforráðum, mildur á fé og veitull. En það hefur hann lært af Prédikara Saló- mons, sem hann kann utan bók- ar að kalla, eins og margt annað í helgum ritningum, að þau ver- aldargæði, sem flestir sækjast mest eftir, eru ,aumasti hégómi og eftirsókn eftir vindi“. Hann horfir jafrian hátt þar sem hann gengur götu sína, höfði hærri en þorrinn. Hann horfir yfir það, sem er lágt, og gegnum margt, sem virðist hátt í mannlífinu, án alls yfirlætis, en með jafnaðar- geði þess manns, sem hefur farið skyggnum augum um leikborð lífsins, þekkir bæði brögðin og reglurnar í skákinni og metur ekki leikendur alltjent eftir taflstöðu. Hinir mörgu vinir Þorvalds Stephensen óska honum heilla á afmælisdegi. Þeir vita það, að hann ber sig svo sem hann gerir á götu lífsins, að hann er mann- gildismaður. S. Vegg-mosaik Símynstrað, sérstaklega fallegt litaúrval. Takmarkaðar birgðir. Þ. Þorgrímsson & Co. Borgartúni 7 Gólfdúkur linoleum, brezkur, fyrirliggjandi. Takmarkaðar birgðir. Þ. Þorgrímsson & Co. Borgartúni 7 bbbbbbbbbbbbbt'obbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbb Harðplastplötur á eldhúsborð í fjölbreyttu litaúrvali. Simi 55697 ggingavörur h.f. Lougove9 i/ð b b b b b b b b b b b .b Halla og Davíð Þór í góðum félagsskap. „Þrjú vegabréf", ferða- bók Höllu og Hal Linkers KQMIN er út ferðabók, sem er að því leyti sérstæð, að hún fjall ar um ferðir þeirrar konu ís- lenzkrar, sem víðast hefir farið og flest lönd séð, Höllu Guð- mundsdóttir Linker. Hefir hún skráð þessar ferðaminningar með manni sínum( ameríska kvik- myndatökumanninum Hall Linker. Linkers-hjónin hafa heimsótt 70 lönd og hefir sonur þeirra Davíð Þór, oftast verið i fylgd með þeim. Segir bókin frá ferð- um þeirra um nokkur þessara landa, til dæmis heimsókn þeirra til Kongó, Pakistan, Japan, Fil- ippseyja, Hong Kong, ísrael, Eng lands, Egyptalands, Sovétríkj- anna, Grikklands, Spánar, Portú gals, Lapplands og margra fleiri að ógleymdu íslandi. Leitast þau við að kynnast hinu sérkennileg- asta í fari allra þjóða. Bókin nefnist Þrjú vegabréf" og prýdd fjölda mynda. Útgef- andi er Bókfellsútgáfan h.f. BÓKAFORLAG Odds Björnsson ar á Akureyri gefur nú út tvær barna- og unglingabækur eftir Ármann Kr. Einarsson. Eru það bækurnar Ljáðu mér vængi og Ævintýri í sveitinni. Sú fyrr- nefnda er áttunda unglingabók- in í bókaflokknum um þau Árna og Rúnu í Hraunkoti. Árna-bækurnar hafa notið mikilla vinsælda, eins og kunn- ugt er. Sérhver Árna-bókanna er sjálfstæð saga, en persónur og að nokkru leyti atburðarás- in, tengja þær þó saman. —• Þessi nýja bók er prýdd fjölda ágætra mynda, sem skýra efnið, og hefir Halldór Pétursson teikn að þær. — Ljáðu mér vængi er 192 bls. Hin bókin, Ævintýri í sveit- inni, er saga fyrir börn á aldr- inum 8—12 ára. Var hún lesin fyrri nokkru sem framhaldssaga í útvarpstíma barnanna á sunnu dögum. Nýstárlegt er það við bók þessa, að myndirnar, sem hana prýða og eru eftir Halldór Pét- ursson, ná yfir heila opnu, en slíkt er alger nýjung í barna- bókum hérlendis. Sá kostur er við teikningar þessar, að börn- in eiga þá betur með að átta sig á efninu og fylgjast með at- burðarásinni. — Bókin er 126 bls. Ármann Kr. Einarsson hefir nú gefið út í allt þrjár skáld- sögur, smásagnasafn og 13 barna- og unglingabækur. Þá hafa 3 bækur verið þýddar eftir hann á norsku og 2 á dönsku. Samkvœmishandbók KOMIN er út samkvæmishand- bók, er nefnist „C kenndir ýmsir sa Eru þar ' úeikir, „Þoi sem hóir hóloi“ Ný bók Helgu Jónasdóttur SVO heitir ný bók sem Leiftur sendi á markaðinn í gær. Eru það bernskuminningar Helgu Jónasardóttur frá Hólabaki og skiptist bókin í Í3 sjálfstæða kafla. Hún er 9 arkir á stærð og prentuð á góan pappír. — Framan á bókinni er litmynd af Vatnsdalshólum eftir Gunnar Rúnar. Mynd höfundar fylgir einnig. Þetta er fyrsta bók Helgu, en áður hefir hún skrifað ýmsar greinar í blöð og tímarit, og er því enginn viðvangingur. töfrabrögð, spáð í spil og drauma ráðningar. í formála að bókinni segir m. a.: „Bæði í Evrópu og Ameríku hefur það orðið æ vinsælla á seinustu árum, þá er fóll: kem- ur saman, að fara í leiki. Það er vonandi að við íslendingar séum ekki eftirbátar nágranna okkar hvað leikgleði snertir, en mun- urinn er sá, að þó aðrar þjóðir eigi handhægar stórar bækur, sem hægt er að sækja í fjölda leikja, er sáralítið til af þeim á íslenzku. — Nú getur staðið svo á, að lítið getur orðið úr skemmt uninni af því enginn í hópnum kann hentuga leiki, eða hefur æfingu i að stjórna þeim. — Úr því er þessari bók ætlað að bæta að nokkru. Reyn. hefur verið að velja sýnishorn af sem flestum tegundum leikja, töfrabrögðum og öðrum gamansömum brell- Tvær bækur eftir r Armann Kr. Einarsson „Nútíminn", nýtt blað, er Stórstúkan gefur út um. Og þar sem flestir hafa á- huga á að skyggnast inn í fram tíðina, er einnig sýnt, hvernig spá má í spil og ráða drauma. — Þessi bók er fyrst og fremst NÝTT blað hóf fyrir nokkru^ göngu sína hér í Reykjavík. Nefn ist það „Nútiminn" og mun koma' út hálfsmánaðarlega. Útgefandi þess er Stórstúka íslands, en rit- stjóri og ábyrgðarmaður er Gunn ar Dal. Á forsíðu blaðsins svara nokkr ir þjóðkunnir menn spurning- unni: Teljið þér að ástandið í áfengismálum þjóðarinnar myndi batna, ef leyfð yrði sala á sterk- um bjór. Aðalritstjórnargreinin nefnist: Skrúfað fyrir kranann. Steingerður Guðmundsdóttir rit- ar leikhúsgagnrýni, sarrital er við Guðmund Jóhannsson um Bláa bandið og AA-samtökin. Síða er fyrir unga fólkið. Þá eru greinar er nefnast. Hvernig er ég við skál , Svarti listinn og Þrjátíu og fimm millión'ino eytt í veizlu- höld. ætluð fullorðnu fólki og ungling um, þó börn ættu einnig að geta haft af henni ánægju". KASSAR — ÖSKJUR BÚÐIRV --------- < Laufásv 4. S 13492 y

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.