Morgunblaðið - 11.12.1960, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 11.12.1960, Blaðsíða 13
Sunnudagur 11. des. 1960 Wn»'’nivnr 4 fííb 13 REYKJAVIKURBREF % Laugard. 10. des. „Fagra land44 Bók Birgis Kjarans, Fagra land, er utn margt merkileg. Hún j er skrifuð af manni, sem flestir hefðu haldið, að ekki hefði mik- inn tíma aflögu til ritstarfa. Hún er óvenjulega vel úr garði gerð að ytra búnaði. Loks er hún svo fjörlega samin og fjallar um svo margbreytileg efni, að jafnvel þeir, sem vanir eru að sækjast eftir öðru lestrarefni en ferða- lýsingum, lesa hana i senn sér til ánægju og fróðleiks. Nokkrir kaflar bókarinnar hafa áður birzt á prenti. Aðrir, þ. á m. sumir hinna beztu, hafa ekki sést fyrr. Birgir Kjaran hefur óvenju glöggt auga fyrir tilbrigðum landslags og náttúru og kann að sesja frá þeim. Hann lætur sér þó ekki nægja þær lýsingar, heldur rifjar upp sagnir og kveð skap; sem tengd eru þeim slóð- um, er hann ferðast um. I>á læt- ur hann sér einnig titt um fólk ið, sem þar býr, og lýsir kjörum ■þess, einkennum og háttum. Frá- sögn hans af bændunum á Narfa eyri á Snæfellsnesi og Stað í Grindavík er ánægjulegur menn ingarspegill íslenzks þjóðlífs- í>ar er haldið uppi hróðri manna, er vera mundi hverri þjóð til sæmdar og við íslendingar höf- um sannarlega ástæðu til að vera stoltir af. Svo mætti lengi telja, þó að hér gefist ekki rúm til. En ekki verður svo frá þessu efni vikið, að ekki sé minnzt hinna mörgu framúrskarandi ljósmynda, er bókina prýða og mjög eru samvaldar efni hennar. AWeiðsla f^árlasfa Fjárlagafrumvarp rikisstjórn- arinnar var samþykkt við 2. umræðu í Sameinuðu Alþingi nú í vikunni. Frumvarp þetta er mjög annars eðlis en lengi tíðk- aðist. Á meðan Eysteinn Jónsson var fjármálaráðherra hafði hann þann hátt á. að frumvarpið væri sem mest villandi fyrir alþingis- menn og þá ekkl síður allan al- menning í landinu. Aðferðin var sú að vantelja tekiur stórlega, svo að fjármála- ráðherra skapaðist möguleiki til þess að hafa mikinn tekjuaf- gang í árslok. Með þvi þóttist fjármálaráðherrann vinna tvennt. Hann hældist óspart um yfir sinni miklu fjármálasnilli, sem átti að vera fólgin í því, að út- koman yrði allt önnur og milljónatugum betri en ráðgert hafði verið. Jafnframt fékk hann gífurlegt fé úr að moða utan fjárlaga. Á þann veg var fjárveit ingavaldið að verulegu leyti dregið úr höndum Alþingis og fengið fjármálaráðherra. Þó að formlegs samþykkis væri að lok- um aflað til ráðstöfunar fjárins, var það með öðrum hætti en vera ber og líklegt er til góðrar fjármálastjórnar. Glöggt dæmi þess lausungarbrags, sem af þessu leiddi, var það, þegar Hannibal Valdimarsson fyrir nokkrum árum tosaði Eysteini Jónssyni til að leiðrétta lekju- áætlun sína um milljónatugi. Hefði þó mátt ætla, að slíkra leiðréttinga væri sízt að vænta frá öðrum eins lausagopa og Hannibal. Heilbrkðara borf Nú er á þessu allur annar háttur. Gunnar Thoroddsen legg- ur megináherzlu á það, að áætl- anir um tekjur og gjöld séu réttar, svo að Alþingi viti, hvað það er að gera, þegar það af- greiðir fjárlög. Þetta er frum- skilyrði heilbrigðrar fjármála- stjórnar, en svo framandi stjórn- arandstöðunni. að hún á sýnilega erfitt með að átta sig á því. Vegna þeirrar gjörbreytingar, sem er að verða á fjármálum vegna viðreisnarráðstafananna á sl. vetri, er að sjálfsögðu í bili erfiðara en áður að gera sér fyrirfram nákvæma grein fyrir þróuninni. Þeir erfiðleikar hald- ast þangað til búið er að ná jafnvæginu, sem eftir er keppt. Engu að ^íður hefur í megin- atriðum tekizt svo sem að var stefnt. Við afgreiðslu fjárlaga á sl. vetri héldu stjórnarandstæðing- ar því fram, að tekjur væru mjög vantaldar, svo að stórkost- legur afgangur hlyti að verða. í skjóli þessa fullyrtu þeir, að 8% söluskatturinn væri óþarfur, og skrökva því nú, að lofað hafi verið að afnema hann um næstu áramót. Ekkert af þessu fær staðizt. Tekjur og gjöld munu nokkurn veginn standast á í ár. Að vísu hafa orðið breytingar á einstök- um liðum, en ekki svo, að það raski verulega heildarniðurstöðu. Um það verður þess vegna ekki lengur deilt, að þrátt fyrir örð- ugar aðstæður var síðasta fjár lagafrumvarp undirbúið af meira raunsæi og allt öðrum vilja til að láta hið rétta koma fram en um langa hríð tíðkaðist. Falsspámenn Stjórnarandstæðingar hafa og nú snúið við blaðinu. Nú segja þeir, að tekjuáætlun sé of óvar- leg. Því til áherzlu skrökva þeir eins og fyrr segir til um það, að 8% álagið hafi einungis átt að gilda út þetta ár. Það er til- hæfulaust með öllu. Vitanlega hefur ætíð verið ætlazt til þess, að fjárlög yrðu afgreidd tekju- hallalaus, svo veigamikill þáttur sem það er í því að koma efna- hagslífi þjóðarinnar og fjármál- um hennar í rétt horf. Til afsökunar gambri sínu um, að tekjuáætlunin í fjárlögum 1960 væri svo rífleg, að stórfé hlyti að verða afgangs, færa stjórnarandstæðingar nú, að við- reisnarráðstafanirnar hafi reynzt skjótvirkari og leitt til meiri samdráttar en þeir í hrakspám sínum í fyrra hafi gert ráð fyrir. Þá spáðu þeir tafarlausri stöðv- un framkvæmda, stórfelldu at- vinnuleysi þegar í stað og mikl- um innflutningi óþarfa í skjóli eyðslulána, en svo nefndu þeir gjaldeyrisvarasjóðinn, sem aflað var. Ekkert af þessu hefur rætzt. Svo mæla börn sem vilja Framkvæmdir hafa orðið svo miklar, að hvergi hefur skapazt atvinnuleysi þrátt fyrir aflabrest á síldveiðum og hjá togurum hefur atvinna yfirleitt verið góð. Ekkert sýnir betur nauðsyn við- reisnarráðstafananna en þessi staðreynd. Ef framkvæmdir hefðu orðið meiri, mundi stór- lega hafa skort vinnuafl, skapazt hefði kapphlaup um það og fjár- magn. sem ekki var fyrir hendi. Það hefði aftur á móti óhjá- kvæmilega leitt til stóraukinnar verðbólgu og þar með nýs raun- verulegs gengisfalls. Komið hef- ur verið í veg fyrir þetta og þar með miög þokazt til heilbrigðs jafnvægis í fjármálum þjóðar- innar. Engin eyðslulán hafa verið tekin heldur hefur gjaldeyris- varasjóðurinn, sem fenginn var að láni, verið notaður svo sem til stóð, þ.e.a.s. ekki til eyðslu held- ur tryggingar jafnvægi. Stórlega minnkaður innflutningur á há- tollavörum, þ. e. a. s. þeim er hélzt má án vera, hefur að vísu leitt til þess, að tekjur ríkis- sjóðs af þessum vörum urðu minni en allir ráðgerðu í fyrra. Gjaldeyrisstaðan hefur hinsveg- ar batnað að sama skapi og þrátt fyrir meiri innflutning til þarf- legra hluta en við var búizt, hef- ur ekki verið gengið á gjaldeyr- isvarasjóðinn nema til að greiða þá hengingarvíxla, sem voru arf leið úr þrotabúi V-stjórnarinnar. Þetta verða allir, sem hlut- laust líta á, að játa. Stjórnar andstæðingar eru þó ekki af baki dottnir og keppast nú við að segja, að atvinnuleysið, sem þeir fullyrtu strax í fyrravor að myndi þá skella á, sé nú alveg á næstu grösum. Sannast þar, að svo mæla börn sem vilja, eins og í því, er þeir dreifa því úr, að ný gengislækkun sé yfirvoí- andi. Öll viðleitni stjórnarinnar miðar þvert á móti að því að tryggja örugga atvinnu og fast gengi. Mikið á unnizt Framsóknarmenn og kommún- istar eru sammála um hrakspár sínar. Engir hafa þó oftar né hávaðasamar en þeir fjölyrt um nauðsyn þess að fólkið hverfi frá óarðbærum framkvæmdum yfir í framleiðsluatvinnuvegina. V- stjórnin hældi sér af því á sínum tíma að hún hefði fengið þessu áorkað. Árangur verka hennar varð hins vegar fyrst og fremst sá, að auka ójafnvægi og hrinda af stað verðbólguöldunni, sem Hermann Jónasson réttilega sagði, að væri skollin yfir, þeg- ar hann flúði af hólmi hinn 4 desember 1958 án þess að leggja nokkrar tillögur um lausn vand- ans fyrir Alþingi. Ef þá hefði ekki verið snúizt til varnar, fyrst með bráðabirgða ráðstöfunum til að forða algjöru öngþveiti og síðar með viðreisn- arráðstöfunum, á sl. vetri, mundi nú allt atvinnulíf þjóðarinnar vera í kaldakoli. Enda var svo komið, að þrátt fyrir gengdar laus erlend lán og ágæt afla brögð á árinu 1958, mátti litlu muna að unnt væri að útvega brýnustu lífsnauðsynjar til lands ins. Óþarfavörur voru látnar sitja fyrir vegna þess, að án hinna háu tolla af þeim varð svikamyllunni ekki haldið við. Þegar á þetta er litið, má segja að á skömmum tima hafi tekizt að vinna þrekvirki. Ósamlyndi illra á meðan andstaðan veitir þeim þó ríka ástæðu til samscarfs. Báðir éru þessir flokkar sundur- grafnir af mismunandi skoðun- um og metnaði manna í milli. Sundrungin er svo mögnuð, að Framsóknarmenn gátu ekki allir verið sammála um helztu flokks tillögur sínar til breytinga á fjárlagafrumvarpinu. Þar skar sá, sem mestur mannsbragur er á, sig úr hópi flokksbræðra sinna, þó að Eysteinn Jónsson krefðist nafnakalls, vafalaust til þess að kúska allan hópinn til fylgdar við sig. Á hinn bóginn er Al- þýðubandalagið svo laust í reip- um, að Finnbogi R. VaJdimars- son lýsti yfir því í umræðum í efri deild fyrir nokkru, að hann væri nánast óflokksbundinn og Alþýðubandalagið væru samtök manna, sem væru ósammála um meginatriði og stefnu 1 stjórn- málum! vma Örðugleikarnir eru enganveg- inn búnir, en þegar er sýnt, að rétt er stefnt. Allur almenning- ur skilur þetta mun betur en ofstopamenn í liði stjórnarand- stöðunnar vilja viðurkenna. Enda kemur í ljós, að þrátt fyrir það .þótt Tíminn og Þjóðviljinn séu oft þannig skrifaðir, að ekki megi í milli sjá, og bersýnilegt samráð sé haft um fjarstæðurn ar, sem fram er haldið, þá sundr- ast stjórnarandstaðan oftast þeg- ar á reynir. Forsprakkarnir eru sammála um það eitt að reyna að ríða núverandi stjórn niður, hvað sem svo taki við- Um bað vita þeir ekki sitt rjúkandi ráð og eru með öllu ósammála. Mátt hefði t. d. ætla. að eins og á stendur, hefðu þeir getað komið sér saman um sameigin- lega afstöðu við fjárlagaaf- greiðslu. Því fór fjarri, að þeir væru menn til þess. Þar skipt- ust þeir í tvo minnihluta, skrif- uðu hvorir sitt nefndarálit og báru fram sínar breytingartillög- ur hvorir fyrir sig, jafnvei þar sem tillögurnar voru hinar sömu að orðum hvað þá að efni. Sá skrípaleikur á sennilega skýr- ingu sína í þvi, að í þingmanna- liði beggja eru margir, sem ekk- ert vilja við hina hafa saman að sælda. Þess vegna verða þeir að ganga fram í tveimur fylking um, einnig þegar þeir eru sam- mála! Sundurleit hjörð Ekki mundi vel fara, ef þessir herrar ættu að stjóma í sam- einingu, þegar svo illa teksi til Sanngjörn málsmeðferð Ósamlyndi stjórnarandst.æð- inga verður því eftirtektarverð- ara, þegar íhugað er af hvílíkri sanngirni meirihluti fjárveit- inganefndar hélt á málum. Meirihlutinn flutti engar sér- stakar útgjaldatillögur. Allar til- lögur hans voru studdar af fjár- veitinganefnd í heild og fluttar í hennar nafni. Þetta hefði ekki tekizt, nema sérstakri lipurð og hófsemi hefði verið gætt af hálfu meirihlutans. Ótvírætt er, að hvergi hefur verið látið kenna aflsmunar, heldur leitazt við að sætta alla og veita öllum sann- gjarna úrlausn. Minnihlutarnir tveir lögðu raunar fram nokkrar tillögur, en þær voru venjulegar yfir- boðstillögur, annað hvort um að fella niður útgjöld, sem ekki er hægt að komast hjá að svo stöddu, eða verja fé, sem ekki er fyrir hendi. Ef minnihluta- mennirnir hefðu talið, að meiri- hlutinn hefði rangbeitt valdi sínu, mundu þeir vafalaust hafa talið sig neydda til að greiða atkvæði á móti einhverjum út- gjaldatillögum hans. Það gerðu þeir sem sagt ekki. Þetta er öllum meirihluta- mönnum til lofs, en á engan er hallað, þó að sagt sé, að sann- sýni og hófsemi formanns fjár- veitinganefndar, Magnúsar Jóns- sonar, lýsi sér þarna einkar vel. Magnús Jónsson bankastjóri Ekki verður um það deilt, að val Magnúsar Jónssonar í hina nýju bankastjórastöðu við Bún- aðarbankann, hefur tekizt vel. Magnús hefur í öllum störfum sýnt lipurð, góðvild og hófsemi. í langri veru og — hin síðari ár — forystu í fjárveitinganefnd hefur hann sannað, að hann er hagsýnn fjármálamaður. Búnað- arbankanum er nú mikil nauð- syn á slíkum manni. Svo sem til hagar á Islandi er ekki heppilegt, að einn mað- ur sé bankastjóri í svo stórri fjármálastofnun sem Búnaðar- bankanum. Þó að hann vilji vel, þá leggst á hann of mikill þungi frá yfirgangsmönnum í bankaráði og öðrum, sem hönk þykjast eiga upp í bakið á hon- um. Reynslan af Búnaðarbankan- um undanfarin ár sannar þetta ótvírætt. Bankastjórinn þar er mikilhæfur maður.Engu að síður er nú svo komið fyrir bankan- um, að fjárfestingarsjóðir hans eru gjaldþrota. Vafalaust hefur bankastjórinn séð, að hverju stefndi, en hann hefur ekki feng ið að gert fyrir þeim ofjörlum, sem hann átti við að etja og öllu vildu ráða um mál bankans. — Hér er mikið og vandasamt verk, sem vinna þarf. Glögg- skyggni og almenna tiltrú þarf Framh. á bls. 14.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.