Morgunblaðið - 11.12.1960, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.12.1960, Blaðsíða 2
2 MORCVWBLAÐttí sunnuaagur n. aes. 1960 Vegna jólaanna hættir Þjóðleikhúsið sýningum i nokkra daga og verður síðasta sýning fyrir jól á Engill horfðu heim í kv. Leikurinn hefur nú verið sýndur 19 sinnum við góða að- sókn og hefur vakið mikla athygli sem vönduð sýning og sterkt og áhrifaríkt efni. — Myndin er af Gunnari Eyjólfs- syni og Jóhönnu Norðfjörð í hlutverkum sínum. Einn sjómanrasamn- ingur gildi um allt land BLAÐINU barst í gær eftirfar- andi frétt frá sjómannasamtök- unum innan Alþýðusambands íslands. í fiskveiðisamningum er gerð ir voru í ársbyrjun 1959, var ákvæði um, að skipuð yrði 6— 10 manna nefnd af samnings- aðilum, til þess að reyna að ná samkomulagi um bátakjara- samninga, þannig að gerður yrði einn samningur fyrir land- ið ailt, en eins og kunnugt er, hafa samningar verið nær því jafn margir og útgerðarstaðir og þá einnig mjög mismunandi. Hin sameiginlega nefnd hefur nú lokið störfum og var undir- ritað 7. des sl. samkomulag það er hér fer á eftir: „Sameiginleg nefnd sjómanna samtakanna innan ASÍ og Lands sambands ísl. útvegsmanna, sem skipuð var samkvæmt ákvörðun 7. gr. fiskverðssamings dags. 3. janúar 1959, hefir í störfum sín- um komizt að eftirfarandi nið- urstöðum: Miklar símaframkvæmdir í Stykkishólmi og Grundarfirði STYKKISHÓLMI, 10. des. — Á vegum Landsima íslarrds er oú unnið að þvi að grafa síma- strengi 1 jöro hér og í Grafamesi. Hófst verk þetta fyrir um mán- uði og mun standa fram yfir jól eða lengur. í Stykkishólmi verð- uu: nú grafið um mest allt kaup- túnið og fjölgar línum til not- enda að mun. Áður en þetta verk hófst var svo áskipað eð ekki var hægt að bæta fleiri símum inn á kerfið, en nokkrar síma- pantanir hafa legið fyrir. Línun- um fjölgar að mun og mun þessi aukning að óbreyttu nægja í Kom með 11 minku AÐSPURÐUR sagði fréttarit-1 ari Mbl. í Stykkishólmi í gær,1 að útlit væri fyrir, að ekki yrðu færri minkar unnir Skógarstrandarhreppi í ár en í fyrra. Fréttaritarinn sagði:i f Skögarstrandarhreppi, í eyjunum og á landi, voru unn in á annað hundrað dýr á sl. ári, en það sem af er þessu ári hafa verið unnin nálægt 100 dýr, flest í haust og vetur gagnstætt því sem verið hef- ur. í vor sem leið var gerð ræki leg leit að minki i hreppnum. En svo lítið urðu menn þá var ir við mink, að talið var að honum hefði að mestu verið útrýmt á þessum slóðum. En með haustinu fór æ meira að bera á dýrinu, og síðan hefir mikill minkur komið úr fjöll- um og víðar að. Oddvitinn a Skógarströnd, Vilhjálmur Ög- mundsson, hefir tjáð mér að ekki séu nema nokkrir daga síðan ein skyttan, Þórður Indriðason, kom með 11 dýr, sem hann hefir unnið í haust Sjálfur kveðst Vilhjálmur hafa allra síðustu daga unnið fjögur dýr. Þá sagði fréttaritarinn að lokum, að annar staðar í sýsl- unni sé mun minna um mink en í fyrra. Síðan byrjað var að eyða minknum hefir dún- tekja aukizt verulega í eyjun- >um, það hafa þeir t. d. sagt .mér i Brokey. 'mörg ár. Jarðgröftur er mjög erf ' iður hér í kauptúninu en það stendur svo að segja allt á klöpp. I hverri götu verður að vinna verkið að mestu leyti með loft- pressum og sprengja skuiðina fyrir jarðstrengina og eru nú tvær pressur í gangi og gera ekki betur en að hafa rétt und- an. Heimar Snæfells verkstjóri hjá Landssímanum hefur yfirstjóm þessa verks með höndum á báð- um stöðum, en nú eft;r helgina koma svo aðrir menn sem tengja notendasímana. 1 Grafarnesi er greftrinum langt komið, en þar eins og hér, hefur frostið tafið framkvæmd- ir. Eru þessar umsvifamikiu simaframkvæmdir mikil bót fyr- ir alla símaþjónustuna hér og í Grafarnesi. í Stykkishólmi var síminn grafinn fyrst í jörð 1945, en hafði þá áður verið lagður á staurum eins og víða annars staðar. Þetta er í fyrsta sinn, sem sími er grafinn í jörð i Grafarnesi. ★ Lítið hefur frétzt um rjúpu hér á Snæfellsnesi í haust og munu skyttur fáar sem engar hafa haft. Sama var og í fyrra Hér um slóðir linnir vart fyrir spurnum um það hvort ekki sé farið að veiða rjúpur, Það er eins og allir viiji þær á jóla boröið. Prestur skipaður á Eskifirði í NÝJUM Lögbirtingi er skýrt frá því að kirkjumálaráðherra hafi sltipað Jón Hnefil Aðal- steinsson cand theol., prest í Eskif j arðarprestakalli. Kanditatinn vérður væntan- lega vígður í Dómkirkjunni á sunnudaginn kemur. Framholdsaðal- fundur LÍÚ AÐALFUNDUR Landssam bands íslenzkra útvegsmanna.i sem frestað var 17. nóvember sl., kemur saman á ný á morg un. Hefst fundurinn kl. fimm' síðdegis í Tjarnarkaffi —J Munu þá nefndir, sem kosnar, voru á fundinum í nóvember, skila álitum. J0 &'<0i010 ''& T0'0 ’0‘*0'0 Jólafundur Húsmœðra- félagsins á þriðjudaginn ÞRIÐJUDAGINN 13. þ.m. heldur Húsmæðrafélag Reykjavíkur hinn árlega jólafund félagsins i Sjálfstæðishúsinu kl. 8,30 síðdeg- is. Á fundinum segir Vilborg Björnsdóttir, húsmæðrakennari, frá ýmsu skemmtilegu um Dagskrá Aljpingis Efri deild: — 1. Atvinna við sigling- ar, frv. —- 1. umr. — 2. Söluskattur, frv. — 2. umr. Ef leyft verður. — 3. Héttindi og skyldur hjóna, frv. — 2. umr. Neðri deild: — 1. Fræðslumyndasafn ríkisins, frv. — Frh. 2. umr. — 2. Varð skip landsins, frv. — 1. umr. Ef deildin leyfir. — 3. Matreiðslumenn á skipum, frv. — 1. umr. — 4. Sjúkrahúsalög, frv. — 1. umr. Ef deildin leyfir. hvernig húsæður geta á einfald- an og um leið hátíðlegan hátt létt sér undirbúning jólanna, svo sem bakstur og mafcartilbúning og ýmiskonar vinnubrögð í sam- bandi við hann. Sýndar verða ódýrar, heima- unnar jólagjafir fyrir börn. Hinn vinsæli forstj. Blóma og ávaxta, Hendrik Berndsen, sýnir blóma skreytingar, séra Jón Thoraren- sen talar um jólin og barnakór syngur. Á fundinum gefst reyk- vískum húsmæðrum kostur á að sjá dúkuð og skreytt borð. í>á verða til sölu nýjar upp- skriftir af hverskyns mat, kökum og ábætisréttum. Allt ann-að fá konur endurgjaldslaust og eru velkomnar á meðian húsrúm leyf- ir. Við athugun á ýmsum gögn- um, sem nefndin hefir viðað að sér, svo sem kjarasamningum velflestra félaga, skiptareikning- um báta fyrir vetrarvertíð 1960 úr verstöðvum sem hér segir: Vestmannaeyjum, Grindavík, Keflavík, Reykjavík, Hafnar- firði, Grafarnesi, Patreksfirði, ísafirði, Akranesi, Neskaupstað, Fáskrúðsfirði og Hornafirði, hefir nefndin komizt að raun um, að þrátt fyrir mjög mis- munandi aðferðir við að finna út kaup sjómanna, starfandi á vélbátum á vetrarvertíð, að litlu munar í útkomu heildartekna miðað við hlutfallstölu hvers manns, hvort heldur sem miðað er við skiptaverðmæti eða heild ar verðmæti (brúttósöluverð) af afla. Telur nefndin því, með hlið- sjón af þessum gögnum, sem liggja hjá sjómannasamtökunum innan ASÍ og Landssambands ísl. útvegsmanna, að ekki sé ástæða til að vera með hina mörgu mismunandi samninga í hinum ýmsu verstöðvum, og leggur til að stefnt verði að því í komandi kjarasamningum, að gerður verði aðeins einn bátakjarasamningur, sem gildi fyrir landið allt. Reykjavík, 7. des. 1960 F. h. L.Í.Ú. Margeir Jónsson Þorvaldur Ólafsson Kristinn Pálsson Ágúst Flygenring Júlíus Þórðarson. F .h. Sjómannasamtakanna innan A. S. 1. Tryggvi Helgason Sigfinnur Karlsson Jón Sigurðsson ' Ólafur Björnsson Sigurður Kristjánsson Gísli Þ. Sigurðsson.“ Að loknu starfi hinnar sam- eiginlegu nefndar, héií nefnd- arhluti sjómannasamtakanna fundi og vann að þvi að gera drög að frumvarpi að heildar- samningi, sem gerður verði í því formi, að sjómenn hafi ákveðinn hundraðshluta af heildaraflaverði, frítt fæði, ákveðna þóknun mánaðarlega vegna sjófataslits og mánaðar- lega hlutatryggingu. Er með þessu stefnt að því, að horfið sé frá, að sjómenn taki þátt í útgerðarkostnaði skips, eins og verið hefur víða og einnig að því stefnt, að sjómönn um sé reiknað sama verð fyrir hluti sína og útgerðarmenn fá á hverjum tíma. Samningsfrumvarp þetta hef- ur nú verið sent öllum samnings aðildarfélögum innan Alþýðu- sambandsins, til athugunar og umsagnar, og leggur nefndin áherzlu á að svör félaganna ber- ist það fljótt, að samningsvið- ræður við L.Í.'Ú. geti hafizt ekki siðar en 16.—18. þ. m. Þá er vitað að L.Í.Ú. heldur framhaldsaðalfund sinn á morg- un, þann 12. þ. m., og að áherzla er á það lögð af hálfu útgerðarmanna, að samningsvið- ræður byrji sem allra fyrst. Ákveðið er, að af hálfu sjó- mannasamtakanna verði 10 manna nefnd, er fari með samn- ingsviðræður og verði nefndin skipuð sem hér segir: Einn fulltrúi frá Alþýðusam- bandi íslands, þrír fyrir Sjó- mannasamband íslands, einn fyr ir Breiðafjarðarfélögin, einn fyr- ir Alþýðusamband Vestfjarða, einn fyrir Alþýðusamband Norð urlands, einn fyrir Alþýðusam- band Austurlands og tveir fyrir félögin í Vestmannaeyjum. Úrslit að Hálogalandi í KVÖLD fara fram að Háloga- landi úrslit í Reykjavíkurmót- inu í handknattleik. Fara þar fram þrir leikir — allt meistara- flokksleikir og er ekki að efa að úrslitanna í m.fl. karla er beðið með mikilli eftirvæntingu. Fyrsti leikurinn er milli KR og Ármanns i mfl. kvenna. KR hefur þegar tryggt sigur sin«. Hafa þær 3 efcjg íimfram Ár- ínann svo að úrslit þessa leiks breyta engu um úrslit. Hitt er víst að KR stúlkurnar munu hafa fullan hug á að vinna — og jafnvíst er að Ármannsstúlk- urnar mundu hafa gaman af því ef þær ynnu Rcykjavíkurmeist. arana í þessum leik. Þá mætast Þróttur og Ármann í m.fl. karla og loks ÍR og Fram í úrslitaleik Hvorugt liðanna hef ur tapað leik en markahluttfall Fram er heldur hagstæðara, svo að jafntefli nægir Fram til sig- us. En jafntefli eru ólíklegustu úrslitin. Spurningin er aðeins hvort félagið hreppir titilinn eft irsótta. NA /5 hnútar \ / S V 50 hnútor K Snfókoma * 06 i \f S/eúrír K Þrumur -X KMoM ZS Hitotki! H Hmt L£jLrngtm SKILIN sem sjást á kortinu fyrir SV land, bárust inn yfir landið um átta-leytið í gær- morgun, en lægðín SV í hafi fylgdi hratt á eftir. Var búizt við að hún færi yfir í dag og síðan mundi kólna með SV- átt. Klukkan 8 í gærmorgun var hlýjast á Dalatanga, 8 stig. Veðurútlit: Sv-land til Vest- fjarða, SV-mið til Vestfj.miða, vaxandi suðaustanátt, hvass- viðri og rigning f nótt, en suð- vestan stinningskaldi og skúr- ir eða slydda á morgun. N- land til Austfj. N-mið til NA- miða: Sunnan stinningskaldi og léttskýjað 1 kvöld, en all- hvass sunnan og skýjað með morgninum, léttir til aftur á morgun. SA-land, Austfj.mið og SA-mið: Sunnan átt, hvasst ínótt Og rigning.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.