Morgunblaðið - 11.12.1960, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.12.1960, Blaðsíða 24
13 DACAR TIL JÓLA 13 DACAR TIL JÓLA 285. tbl. — Sunnudagur 11. desember 1960 Frá síldarlöndun. Stórsíld í Miðnessjó veldur framhaldandi söltun 30 þúsund tunnur haía veiðzt AÐFARANÓTT föstudagsins kom stór og feit sild upp í Miðnes- sjó og komu nokkrir bátar með góðan afla að landi í fyrradag, eins og sagt var frá í blaðinu í gær. Veiddist síldin bæði í hrliig.- nót og reknet. Smásíldin og millisíldin, sem til þessa hefur veiðzt við Reykjanes fékkst ekki í reknet og höfðu því margir rekneta- bátar lagt upp netum sínum, en munu nú væntanlega halda lengur úi — er er stærsti söltunarsamn- ingurinn við Rússland og er þar gert ráð fyrir að helm- ingur síldarinnar sé stórsíld. Á þessu hausti hafa verið saltaðar yfir 30 þúsund tunn- ur af síld hér sunnanlands og var vafamál hvort haegt yrði að halda söltun áfram, ef eingöngu hefði fengizt smá- síld eða millisíld. SANDGERÐISBÁTAR YFIR SÍLDINNI 1 fyrrinótt voru engir bát- ar á sjó, en seint í gaer voru Sandgerðishátar komnir á miðin í Miðnessjó og höfðu þegar orðið varir. Var Guð- björg í þann veginn að SÖLTUN VAR AÐ STÖÐAST Þessi feita og stóra sild auðveldar síldarsaltendum mjög að standa við gerða samninga, ef framhald verð- ur á veiðinni. Sem kunnugt Flytur erindi um SÞ og Kongó I HUGH Williams, yfirmaður' upplýsingaþjónustu Samein- uðu þjóðanna á Norðurlönd- um flytur erindi um Samein- uðu þjóðirnar og Kongómálið á morgun (mánudag) í fyrstu kennslustofu háskólans kl. 8,30 s.d. Verður erindið flutt á ensku og er öllum heimill aðgangur. (Sjá samtai við hann í blaðinu i dag). Yfirlitssýning Svavars Guðna- sonar opnuð í gær YFIRLITSSÝNING sú, sem menntamálaráð gengst fyrir á verkum Svavars Guðnasonar list málara var opnuð í gær kl. 2 e.h. Gylfi Þ. Gíslason mennta- málaráðherra flutti við það tæki- færi stutt ávarp og óskaði lista- manninum til hamingju með sýn inguna. Helgi Sæmundsson for- maður menntamálaráðs lýsti sýn inguna opnaða. Mikill fjöldi boðs gesta var viðstaddur, þeirra á meðal forseti íslands. Um 100 málverk Svavars Guðnssonar eru á þessari sýningu. kasta er síðast fréttist og fleiri bátar sveimuðu yfir síldartorfum. — Veður var sæmilegt á miðunum, að því er fréttaritari biaðsins í Sand gerði tjáði. Rjupur á 75 kr. á Kópaskeri „A&eins" 50 kr. boðnar i stykkið i Skagafirði ALLT ÚTLIT er fyrir að fáir hafi rjúpur í jólamatinn að þessu sinni, þótt hátt verð sé í boði, sagði fréttaritari blaðsins á Húsa- vík í simtali við okkur í gær, en þess eru dæmi, að rjúpur hafi verið seldar á Kópaskeri fyrir 75 krónur stykkið. Undanfarna daga hefur eitthvað verið gengið til rjúpna hér í nágrenni Húsávíkur, en ekkert fengizt. í hretinu um siðustu helgi virtist eitthvað af rjúpum hafa komið niður í fjöll, því dálítil slóð hefur sézt. En um leið og snerist til sunnanáttar og birti, hvarf rjúpan inn til hálendisins. Líklega er veiðin í haust minni en í fyrra. Blaðið átti tal af Þorvaldi Guð- mundssynj forstjóra í Síld og Fisk vegna þessara ummæla fréttaritarans og sagði hann, að lítið væri af rjúpu á markaðin- um. Þar sem hún hefði verið seld í verzlunum, væri verðið yf- irleitt 50 kr., en þess væru dæmi að menn greiddu allt að 70 kr. fyrir hana. Þær spöku hurfu með vori Þá átti Mbl. í gær tal við frétta ritara sinn á Höfðaströnd, Björn í Bæ, og spurði hann frétta af rjúpunni. Björn sagði að óvenju- lega lítið hefði sézt af rjúpu, það sem af væri vetrinum. — Ég held næstum því, sagði hann, að þetta ætli að verða versta rjúpuár, sem komið hefir, a. m. k. man ég ekki eftir að svo lítið væri um rjúpu. — Kvað hann sömu sögu að segja víðast hvar úr Skaga- firði. Björn bætti því við, að skyttur hefðu farið margar árangurslaus ar ferðir í rjúpnaleit, því mikil eftispurn væri eftir þessum ljúf- fenga jólamat, og hefðu kaup- staðabúar jafnvel boðið 50 kr. í Fékk kvartmiiijón og 2 aukavinninga Yfirlæknir skipaður LÖGBIRTINGUR skýrir frá því að Snorri Ólafsson læknir, hafi verið skipaður yfirlæknir Krist- nesshælis í Eyjafirði. Snorri læknir hefur gengt þar störfum yfirlæknis um árabil. I GÆR var dregið í 12. flokki happdrættis Háskóla íslands. Voru dregnir út 2630 vinningar að fjárhæð 3.730.000,00 kr. Er þetta langhæsta fjárhæð, sem dregin hefur verið út hjá happ- drætti Háskólans. Stærsti vinningurinn, hálf milljón, kom á hálfmiða, nr. 49045, sem seldir voru í umboði Þóreyjar Bjarnadóttur, Lauga- vegi 66. Þess skal getið, að eig- andi annars hálfmiðans átti löð af miðum og fékk því báða auka- vinningana. Hundrað þúsund króna vinn- ingurinn kom á heilmiða, nr. 38082, sem seldur var í umboði Frímanns Frímannssonar í Hafn arhúsinu. Fimmtíu þúsund komu á 23716, fjórðungsmiða, sem einnig voru seldir hjá Frímanni, og hálfmiða nr. 35287; var annar seldur í Vesturveri, en hinn hjá Valdimar Long, Hafnarfirði. stykkið. Venjulega hefðu skytt- umar fengið í hæsta lagi eina eða tvær rjúpur, en hitt væri þó algengara, að þær kæmu tóm- hentar heim. Þá sagði Björn i Bæ, að sér virtist hegðun rjúpunnar harla einkennileg. Undanfarin vor hefði hún komið í flokkum og verið svo gæf, að hún hafi setzt á húsin, þess hafi jafnvel verið nokkur dæmi í vor, að rjúpurnar hafi leitað inn i bæina. — En svo hurfu þær algerlega. Mér er ekki kunnugt um hvert rjúpan fer, a. m. k. hefir hún ekki í vetur leit- að hælis hjá okkur hér í Skaga. firði Eins og ég sagði áðan, held ég sé minna af henni nú en nokkru sinni áður, sagði Björn að lokum. Sjúmanna- félagið KOSNING heldur áfram il Sjómannafélagi ReykjavíkurJ og í dag verður kosið á skrif- stofu félagsins frá kl. 2—7.1 Framvegis verður kosið dagl lega frá kl. 19—12 og 3—6 á| skrifstofu félagsins. Sjómenn- Listi lýðræðis-J sinna er A-listi. konu í NÓTT gerði maður nokkur árás á konu á Hverfisgötunni. Lamdi maðurinn hana í höfuðið með flözku, en hún hlaut af því slæma skurði og sátu glerbrot í sárun. um. Samkvæmt fregnum frá lög- reglunni mun konan ekki vera höfuðkúpubrotin. Málið er í rann- sókn. Jóla.undur Hvalar HINN ÁRLEGI jólafundur Sjálf- stæðiskvennafélagsins Hvatar, verður í Sjálfstæðishúsinai á mánudagskvöld kl. 8:30. Á fundinum talar próf. Jóhann Hannesson um jólin, frú Guðrún Aradóttir les upp jólaljóð og spil aðir verða jólasöngvar og sung- ið. Á etfir verður kaffidrykkja. Fjallað um óvenjulegar orkulindir á ráð- stefnunni í Róm SVO SEM frá var skýrt í blaðinu í gær, kom fram á fundi með forstöðumanni upplýsingaskrifstofu Samein- uðu þjóðanna á Norðurlönd- um, að einn Islendingur mundi sækja ráðstefnu um nýjar orkulindir, sem haldin verður í Rómaborg dagana 21.—31. ágúst nk. Blaðið hefur nú fengið að vita, að sá er ráðstefnuna sæk- ir, er Sveinn Einarsson, verk- fræðingur, en hann hefur, sem kunnugt er, unnið að áætlun um gufurafstöð í Hveragerði. í símtali við blaðið í gær, sagði Sveinn, að á ráðstefnu þessari yrði reyndar ekki fjall- að um nýjar orkulindir — öllu fremur um óvenjulegar orku- lindir og þá fyrst og fremst um sólarorku, vindorku og jarðhita- orku. Lögð verður megináherzla á umræður um hina raunverulegu hagnýtingu þessara orkulinda og hvernig fenginni reynslu verði miðlað til vanþróaðra landa. — Mönnum, sem starfa við rann- sóknir þeirra víðsvegar í heim- inum, hefur verið boðið að senda inn greinar um þær, og verða umræður á ráðstefnunni síðan byggðar á erindum, sem sérstakir fyrirlesarar semja upp úr þeim greinum. Fjórar eða fimm frá Islandi Sveinn kvaðst ekki vita með vissu, hve margar greinar yrðu sendar frá íslandi, en líklega yrðu þær fjórar eða fimm. Munu þær fjalla um hagnýt- ingu jarðhita hér á landi og jarðeðlisfræðileg atriði varðandi hana, svo og mikilvægi þeirrar hagnýtingar fyrir þjóðarbúskap- inn — í hitaveitum, gróðurhúsa- rekstri og síðar meir væntan- lega til iðnaðar- og reforku- framleiðslu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.