Morgunblaðið - 11.12.1960, Blaðsíða 23
Sunnudagur 11. des. 19GTJ
MORCUNBL AÐ1Ð
23
IShilIings
hækkun
MORGUNBLAÐM) hefur frétt
að nýlega hafi lágmarkseining-
arverð á fiskmjöli verið hækkað
um einn shilling og sé nú orðið
12 shillingar.
Mest allt fiskimjöl, sem nú er
tii í landinu mun nú vera selt,
sama er að segja um síidarmjöls-
birgðir og hafa afskipanir á
þessu mjöli verið miklar undan-
farið og það svo að jafnvel hef-
ur staðið á skipum til flutning
anna.
Sæmilegur afli
HÚSAVÍK, 10. des. — Gæftir til
fiskiróðra frá Húsavík voru stop
ulli í nóvember en í október, en
afli var sæmilegur. Alls stund-
uðu 10 dekkbátar og 10 trillur
róðra. M.s. Katla lestaði hér í
nótt 200 tonn af beinamjöli til
útflutnings. — Fréttaritari.
BORIS Morros, kivkmynda-
framleiðandi, sem var njósn-
ari Sovétríkjanna í Banda-
ríkjunum og gagnnjósnari
Bandaríkjamanna í sovézku
Ieyniþjónustunni fram til 1957
Endurminningar hans eru
nýlega komnar út á íslenzku.
Hrð óhugnalega aflaleysi togaranna;
Tveim lagt
AKRANESI, 10. des. — Þær frétt
ir er að segja af rekstri bæjar-
togaranna, að hann hefur gengið
mjög erfiðlega í langvarandi
fiskileysi. Er nú svo komið, að
togaranum Akurey hefur verið
Háskólafyrir-
lestur um fiski-
málahagfræði
PftóFESSOR Gerhard Gerhard-
sen frá Verzlunarháskóla Nor-
egs í Bergen, sem hér er staddur
lá vegum ríkisstjórnarinnar, mun
flytja fyrirlestur næskomandi
þiðjudag, 13. des., kl. 5.30 e. h. í
I. kennslustofu háskólans. Fyrir-
lesturinn nefnist „Fiskimálahag-
fræði sem námsgreÍH í háskol-
um“. Ölluai er heimill aðgangur.
(Frétt frá Háskóla Islands.)
Ný tillaga Asíu-
og Afríkuríkjanna
um Alsírmálið
FRÁ SÞ, 10. des. — í stjórnmála
nefnd Allsherjarþings Samein-
uðu þjóðanna var Alsírmálið til
umræðu í dag. Þar lögðu fulltrú-
ar 21 Asíu- og Afríkurikis fram
tillögu þess efnis, að SÞ viður-
kenni rétt Alsírbúa sjálfra til að
ákveða framtíð sína með þjóðar-
atkvæðagreiðslu, er fram fari
undir stjórn SÞ.
Ekkert þeirra Afríkuríkja sem
enn eru í franska alrikjasam-
bandinu styðja þessa tillögu.
Tómstunuakvöld
HARNAREIRBI — Stefnlr, félag
ungra Sjálfstæðismanna, byrjar
nú aftur sín vinsælu tómstunda
kvöld, en þau voru haldin nokkr
um sinnum í fyrravetur við mikl
ar vinsældir. Annað kvöld kl.
8,3tt verður fyrsta tómstunda-
kvöidið j Sjálfstæðishúsinu á
þessum vetri. Sýndar verða kvik
myndir, spilað bob, borðtennis
og fleira. Er öllum heimil þátt-
taka.
tif viðbótar
siglt til Reykjavíkur og honum
lagt þar, a.m.k. í bili. Hinn bæj-
artogarinn, Bjarni Ólafsson, ligg
ur nú í skipasmíðastöðinni South
Shield, ný „klassaður“, eins og
það er kallað. Ekki hefur enn
verið hægt að leysa hann út, að
þessari viðgerð lokinni.
STYKKISHÓLhO, 10. des. — Tog
ari kauptúnsins, Þorsteinn
Þorskabítur, kom úr söluferð til
Þýzkalands 1. des. sl. Var honum
þegar eftir komuna hingað lagt.
Er það hið óhugnanlega fiski-
leysi, sem mestu veldur, hvern-
ig komið er. Var togaranum siglt
héðan til Reykjavíkur. í ráði
mun að fram fari viðgerð á tog-
aranum meðan hann liggur þar.
Lúduhátíðin
HIN árlega Lúcíuhátíð íslenzk-
sænska félag'sins verður haldin
Þjóðleikhúskjallaranum þriðju
daginn 13. des. og hefst kl. 8.30
með sameiginlegu borðhaldi. Þar
flytur ræðu um Lúcíu, fil. mag.
Jan Nilsson, nýi sænski sendi-
kennarinn við háskólann hér,
Snæbjörg Snæbjarnardóttir syng
ur sænsk og íslenzk lög við undir
leik Ragnar Björnssonar; Lúcía
og þernur hennar syngja Sancta
Lucia og fleiri Lúcíusöngva, og
að lokum verður stiginn dans.
Áskriftarlistar liggja frammi í
Bókaverzlun Eymundssonar.
Hættir
haustróðrum
STYKKISHÓLMI, 10. des. — í
dag hefur verið mikil rigning um
allan Breiðafjörð. Að undan-
förnu hefur verið frost og mik-
ill klaki kominn í jörðu. Ekki
hefur snjóað neitt að fáði í
haust, eða svo að samgöngur hafi
tafizt Bátarnir eru almennt hætt
ir haustróðrum og afli mjög rýr.
Tveir bátar hafa þó róið frá
Grundarfirði fram á þennan dag,
eins í Ólafsvík, en aflinn ekki
farið yfir 4 tonn í róðri. Trillur
róa hér enn og voru seinast á
sjó í gær og afli í meðallagi.
Rómaborg, 10. des. (Reuter)
SAMBAND ítalskra blaðamanna
hefur tilkynnt, að fréttamenn
muni gera 48 klst. varkfall í
næstu viku til stuðnings kröfum
sínum um hærri laun og bætt
vinnuskilyrði. Náist engin árang-
ur af því verkfalli mun samband
ið beita sér fyrir öðru er lengur
standi.
Uppreisnarmenn fá
hæli á Spáni
— sem pólitískir ílóttamenn
MADRID, 10. des. (Reuter). —
Þremur af leiðtogum uppreisnar
innar í Alsír í janúar sl. hefir
verið veitt hæli á Spáni sem póli
tískum flóttamönnum. Hér er um
að ræða þá Jean-Marie Demarq-
uet, Jean-Jacques Susini og Marc
el Ronda — en þeir voru allir
ákærðir við réttarhöldin gegn
uppreisnarmönnum í París. Tókst
þeim fyrir nokkrum dögum að
laumast til Spánar, svo og einum
höfuðleiðtoganum, Pierre Laga-
illarde.
★
Það var Demarquet, sem skýrði
frá þessu í dag, en hann dvelst
nú í gistihúsi í Barcelona, ásamt
félögum sínum, Susini og Ronda.
— Kvað hann þá alfrjálsa ferða
sinna, en segja mætti, að þeir
væru undir lögregluvernd. Hygð
ust þeir halda til Madrid á.morg-
un. Hann kvaðst vonast til að
hitta Lagaillarde — en sagði ekk
ert um það, hvort hann væri í
Madrid Fréttir hafa hins vegar
borizt um það.
Þrátt fyrir ummæli Demarqu-
— Alsir
Framh. af bls. 1
★ Betra skipulag
Um eða yfir 10 þús. manns
tóku þált í uppþotunum í Al-
geirsborg. Vörpuðu þeir heima-
tilbúnum sprengjum, svonefnd-
um ,MoIotov-kokteilum‘, að bryn
vörðum bifreiðum lögreglunnar,
sem komu á vettvang til að
dreifa uppþotsmönnum og brjóta
niður götuvígi, sem þeir voru
að reisa — en lýðurinn æpti:
„Búdapest — Búdapest!" —
Greinilegt var, að óeirðarmenn
voru enn ágengari og hatramm-
ari í mótmæium sínum gegn de
Gaulle en í gssr. Viríúst þeir nú
vera undir styrkari stjórn en þá
qg mun meira bar þar á vel
fullorðnum mönnum en áður. -—
Samtök heegri manna dreifðu
í dag flugritum, þar sem skorað
var á *alla Frakka að halda á-
fram allsherjarverkfallinu á
morgun, en það hefir verið nær
algert í þeirra röðum í gær og
dag. Kváðust samtökín vera að
„mótmæla dvöl de Gaulles í
Alsír“ með verkfallinu. —
Hundrað lögreglumanna voru í
dag flutt frá Frakklandi til Alsír
til þess að aðstoða við að halda
óróaseggjum þar í skefjum. Ó-
kunnur fjöldi uppþotsmanna og
lögreglu hefir særzt meira ogl
minna í átökunum í dag.
★ í heimabæ LagaiIIards
í dag heimsótti de Gaulle bæ-
ina Blida, skammt frá Algeirs-
borg, og Cherchell, sem einnig
er þar skammt frá. Blida er
heimabær uppreisnarforingjans
Lagaillards, sem leynist nú á
Spáni. Um 3000 uppþotsmenn
söfnuðust saman í Blida, en lög-
reglu tókst fljótlega að dreifa
þeim, og dró ekki til nemna al-
varlegra atburða. Svipað gerðist
í Cherchell — og á báðum stöð-
um lét de Gaulle setn hann
heyrið ekki æsingahróp og ó-
kvæðisorð mannfjöldans.
★ Húsleit og handtökur
Lögreglan í París og fleiri
borgum Frakklands hefir í dag
gert húsleit á heimilum öfga-
fullra hægrimanna, sem kunn-
ir eru að andstöðu við stjórnina
— og hafa margir verið hand-
tcknir og verða leiddir til yfir-
heyrslu. — Þá hefir lögreglan í
París gert ýmsar varúðarráðstaf-
anir vegna hins ótrygga ástands,
sem nú ríkir i sambandi við AI
sírheimsókn forsetans. Hefir
verið settur öflugur vörður um
ýmsar stjórnarbyggingar, eink-
um við bústað forsætisráðherr-
i ans og við innanríkisráðuneytið.
ets, er talið, að þeir félagarnir
séu undir mjög ströngu lögreglti
eftirliti — og í rauninni alls ekki
frjálsir ferða sinna, eins og hann
sagði.
Stöðuveitingar
pósts og síma
MBL. hefur borizt fréttatilkynn-
ing frá póst- og símamálastjórn-
inni þar sem segir að Páll Dan-
íelsson, viðskiptafræðingur, hafi
verið skipaður forstöðumaður
hagdeildar pósts og síma frá 1.
janúar n.k.
Ennfremur, að Sveinn Þórðar-
son, viðskiptafræðingur, hafi ver
ið skipaður aðalendurskoðandi
pósts og síma frá sama tíma.
Mótmælaganga
BERGEN, 10. des. — (NTB): —
Ritari samtakanna „Norsk Verne
samband" hefur skýrt svo frá, að
mótmælaganga gegn atómvopn-
um sé fyrirhuguð í sumar. Geng
ið verður frá London til Moskvu
og er ætlað áð gangan muni taka
sex mánuði. Lagt verður af
stað einhverntíma í apríl.
Flokkoglíma
Reykjavíkur
1960
FLOKKAGLÍMA Reykjavíkur
1960 verður háð í íþróttahúsinu
að Hálogalandi í dag, sunnudag,
og hefst kl. 4 síðdegis.
Mikil þátttaka er í mótinu að
þessu sinni 22 þátttakendur eru
skráðir til keppni, 11 frá Glírau-
félaginu Ármanni og 11 frá
Ungmennafélagi Reykjavíkur. —
Meðal þátttakenda í I. þyngdar-
flokki er Ármann Lárusson
glímukappi fslands og Ármenn-
ingarnir Kristmundur Guðmunds
son, Ólafur Guðlaugsson og
Sveinn Guðmundsson. í II.
þyngdarflokki keppa meðal ann-
arra Trausti Ólafsson Á og Hil-
mar Bjarnason UMFR. Þá verð-
ur keppt í tveim aldursflokkum
drengja og eru samtals 10 þátt-
takendur í þeim. Eins og sjá má
af ofanskráðu taka allir beztu
glímumenn landsins þátt í mót-
inu, og má því búast við spenn
andi keppni.
Karl Kristjánsson alþingis-
maður setur mótið og afhendir
verðlaun. Glimustjóri er Gunn-
laugur J. Briem og yfirdómari
Ingimundur Guðmundsson. —
Glímudeild Ármanns sér um
mótið.
Schannong’s minnisvurðar
(ðster Farimagsgade 42,
Kþbenhavn 0.
Hjartanlega þakka ég þeim vinum og venzlamönnum,
sem með heimsóknum, gjöfum og skeytum glöddu mig
á sextugsafmæli mínu. — Guð blessi ykkur öll.
Steinunn Bjarnadóttir, Arnkötlustöðum.
Hjartanlega þökk til allra sem glöddu mig á 75 ára af-
mæli mínu 5. desember með heimsóknum, gjöfum og
skeytum. --— Guð blessi ykkur.
Sigurfinnur Hallvarðsson, Kársnesbraut 42.
Þakka innilega öllum þeim, sem á einn, eða annan hátt
sýndu mér hlýju og vinarþel á 80 ára afmæli mínu 4.
Kjartan Ólafsson
Móðir okkar,
MATTHILDUR JÓNSDÓTTIR
frá Þorpum,
andaðist á Elliheimilinu Grund 9. þessa mánaðar.
Börnin.
Eiginkona mín og móðir okkar,
GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR,
frá Sómastaðagerði, Reyðarfirði,
andaðisl að heimili sínu, Dunhaga 11, 8. desember. —
Jarðarförin fer fram frá Neskirkju þriðjudaginn 13. des.
kl. 13,30. — Blóm vinsamlega afþökkuð. —
Oddur Bjarnason,
Sigríður Oddsdóttir, Pálina Oddsdóttir.
Jarðarför móður minnar
JÓNlNU GUÐRÚNAR JÓNSDÖTTUR
Hlöðutúni,
fer fram frá Stafholtskirkju miðvikudaginn 14. des. kl. 2.
Guðmundur Brynjólfsson.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við jarðarför
móður okkar, tengdamóður, ömmu, systur og tengda-
dóttur.
MARlU MAGNÚSDÓTTUR
Börn, tengd&börn, barnabörn
systkini og tengdamóðir.
Þökkum innilega auðsýnda vináttu og samúð við andlát
og jarðarför móður minnar, tengdamóður og ömmu
ÖNNU SIGFÚSDÓTTUR
Ingi Jónsson, Mín Guðmundsdóttir og börn.