Morgunblaðið - 11.12.1960, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.12.1960, Blaðsíða 3
«1 Sunnudagur 11. des. 1960 MORGVNBLAÐIÐ 3 Sr. Jón Auðuns, dómprófastur; eremíQ Einn þeirra manna, sem text-1 ar aðventunnar leiða hugi vora að, er spámaðurinn Jeremía. Hann var uppi um það bil sex öldum fyrr en Jésús og einn þróttmesti, sterkasti persónu- leiki Gyðinga fyrr og síðar. En samtíðinni varð erfitt að greina hið mikla, sem með þessum manni bjó. Þó duldist hann ekki. Nafn hans var á hvers manns vörum, enda lifði hann ekki í kyrrð. Um hann stóðu jafnan sormar og stundum stórviðri. ofsóknir að launum. Hann hungraði eftir friði en kaus sér stöðu í miðjum eldi stórrar bar- áttu. Þrumurödd hans þagnaði ekki. Refsivendinum hélt hann vægðarlaust á lofti. Menn hlustuðu, en sáu það um seinan að þeir höfðu þó ekki hlustað. Sárbeittum sannleiks- orðum beindj hann gegn þjóð sinni. Fyrir það var hann of- sóttur sem þjóðníðingur . Arf- sögn segir, að þau laun hafi hann hlotið sannleiksástríðu sinnar og bersögli, að þjóð hans hafi myrt hann. Myndin var tekin við Rán í. gær. Frá vinstri: Sigurður Jónsson, framkvstj., Björn Jónsson, hinn nýi þyriuflugmaður, Agna"- *rr>foeH-Hansen, flugmálastj., og Pétur Sigurðsson, forstjóri landhelgisgæzlunnar. (Ljósm. Mbl. Ol. K. M) Rán hefur flogið 235,000 mílur á 5 árum FLUGBÁTURINN Rán átti í gær fimm ára afmæli í þjón- ustu landhelgisgæzlunnar og ,,hann hefur reynzt mjög vel“, ;agði Pétur Sigurðsson, for- stjóri Gæzlunnar, við þetta tækifæri. „Við erum þess full- vissir, að á þessum árum hef- ur Rán komið í veg fyrir mjög mörg landhelgisbrot og það er einmitt aðaltilgangur starfs okkar — að koma í veg fyrir brot“. * * * Pétur Sigurðsson hafði um hádegisbilið boð 'inni fyrir dómsmólaráðherra, Bjarna Benediktsson, Agnar Koefoed Hansen, flugmálastjóra, ýmsa starfsmenn landhelgisgæzl- unnar og fleiri. „Fyrir þá, sem að þessum málum hafa unnið, er þetta merkisdagur", sagði Pétur —- „Fluggæzlan hefur tekizt vel þessi fyrstu ár, við höfum lært mikið af reynslunni, gert ýmsar endurbætur og teljum okkur standa mun betur að vígi en í upphafi. Ég vil leggja áherzlu á það, að við hefðum ekki náð jafngóðum árangri og raun ber vitni nema vegna þess hve samvinna allra hefur verið góð. Hér hefur ríkt hinn rétti andi samstarfs og skyldu rækni, sem nauðsynlegur er í slíkri þjónustu sem landhelg- isgæzlan er“. * * * Pétur drap á það, að það hefði verið mikið vegna for- göngu þáverandi dómsmála- ráðheri'a, Bjarna Benedikts- sonar, að flugbáturinn var keyptur til þjónustu fyrir land helgisgæzluna. Upprunalega var Rán í eigu bandaríska hersins og var staðsettur á Keflavíkurflugvelli. En á Þor lákshöfn strandaði þessi flug- bátur eitt sinn og tók Flug- málastjórnin þá að sér að bjarga honum — og eignað- ist hann jafnframt. * * * Agnar Koefoed Hansen tók einnig til máls og óskaði land helgisgæzlunni til hamingju með farsæla fluggæzlu. Sagð- ist hann aldrei hafa verið í vafa um það, að flugvél væri Gæzlunni nauðsynleg, engu síður en skipin — og sagði hann, að sér kæmi ekki á óvart þó fluggæzlunni yrði einn góðan veðurdag skipað á bekk með varðskipunum, þáttur flugvélanna yrði ekki talinn síður mikilvægar, enda lægju mörg rök til þess. * * * Pétur greindi þá frá þvi, að á þessum fimm árum hefði Rán flogið 2,200 klst. í gæzlu- flugi og samsvaraði það 235,000 sjómílum. Hún hefði „tekið“ fjóra bi'ezka landhelg isbrjóta, sex belgíska og einn íslenzkan togai'a — auk þess sex litla togbáta. Þar að auki hefði flugvélin veitt mikils- verða aðstoð á margan annan hátt, farið sjúkraflug, nauð- leitarflug, flogið með menn til að eyða tundurduflum, verið í myndatökum og fleira. ítrek- aði Pétur enn, að Rán hefði vafalaust komið í veg fyrir mörg landhelgisbrot — og það væri mikilvægast. Flugvélin gerði ekki boð á undan sér, hún kæmi eins og elding úr heiðskíru lofti. * * * Loks afhenti Sigurður Jóns son, framkvæmdastjóri, hin- um nýja þyrluflugmanni land- helgisgæzlunnar flugskírteini. sitt, fyrsta skírteinið, se"m gef- ið er út fyrir íslending, sem lært hefur þyriustjórn. Skipherra á Rán er nú Lárus Þorsteinsson. Guðjón Jónsson er flugstjóri, Helgi Hallvarðsson, stýrimaður og Gunnar Loftsson, vélstjóri. — Hefur fluggæzlan komið sér vel fyrir í einu flugskýlanna á Reykjavíkurflugvelli, hefur þar eigin verkstæði og allt það, sem þarf til viðhalds flugvélinni. Oss ætti ekki að furða það, að samtíðin átti erfitt með að átta sig Jeremía. Oss liggja hliðstæð dæmi nær. Ritsnillingurinn Sturla Þórðarson nafngreinir fjölda lítt merkra manna, eða ómerkra með öllu, hann tilgrein- ir með hinni mestu nákvæmni fjölda lítilsverðra atburða, „en það glopraðist rétt af tilviljun úr fjöður hans, að Snori'i Sturlu- son hafi sett saman sögubækur, án þess að honum þyki umtals- vert hverjar þær hafi verið“ (S. Nordal). Á auðsöfnun Snorra, valdabaráttu hans, gengi hans í höllum norskra höfðingja, varð samtíð hans starsýnt. Gildi þeirra bóka, sem hann reit, virðast sái'- fáir hafa skilið, þó hafa þær bor- ið hróður hans og ættlands hans víðar en nokkrar aðrar bækur, sem íslenzkir menn hafa skráð. Vér þui’fum oft að komast í nokkra fjarlægð frá mikilmenn- unum, til þess að meta þau. Þeir, sem samtíðin dýrkar, gleymast sumir fljótt, en aðrii', sem að litlu voru hafðir hljóta sumir verð- skuldaða vegsemd löngu, iöngu síðar. Að þessu er um mikilmennm líkt og hin stóru fjöll. Til þess að fá rétta hugmynd um þau, þurfum vér að sjá þau úr fjar- lægð. Svo er oft, ekki alltaf en oft, um fjöllin í mannlifinu furstana i ríki andans. Hleypi- dómar samtíðar, lítilsigld sjónar- mið, þx-öngsýn togstreita og öf- und glepja mörgum sýn, svo að hið stóra með samtiðarmönnum verður erfitt að gi'eina. Jeremía spámanni var byi'ðin þung, en hann bar hana með trúmennsku til dauða. Utan við sjálfan sig, eða innra í djúpum spámannssálar sinnar heyrði hann guðsröddina, sem bauð honum að boða þjóðinni óheillir og refsidóma fyrir breytni henn- ar. Þann boðskap flutti hann af- dráttarlaust og hlaut hatur og Eftir dauðann fékk þessi stór- brótni sannleiksvottur eftir- minnilega uppreisn. Þá var fjall- ið stóra komið í þá fjarlægð, að tign þess sást. Þjóðin, sém hafði ofsótt hann og myrt, tók að dá hann um fram flesta menn aðra. í bókmenntum Gyðinga á öldinni fyrir Krist eru sögur af því, að eftir píslarvættisdauðann hafi Jeremía þrásinnis vitrazt mönn- um. Gyðingar tóku að trúa því þá, en enn væri þessi mikli sann leiksvottur þjóð sinni hollur og trúr, að þrátt fyrir það, hvernig hún tók hohum, héldi hann áfram að vaka yfir málum hennar. Þó er stórkostlegasta dæmi þess, hvert álit Gyðingar höfðu síðar á Jeremía spámanni þetta: Þegar Kristur var kominn, menn hoi-fðu undrun lostnir á stór- merkin, sem hann vann, og hlustuðu höggdofa á orð hans, trúðu margir Gyðingar því, að hér væri Jeremía spámaður end- urborinn. Gat þjóðin hans, nær sex öld- um eftir að hún ofsótti hann og myrti, veitt honum aðra upp- reisn meii'i en þessa? Píslax'vottunum hefur mörgum verið veitt verðug uppreisn síð- ar. Engum eins og Jeremía spá- manni. Á þennan mann minnir kirkj- an á aðventunni, þegar hún boð- ar komu Krists. Og þá hugsum vér um fyrirrennarana fleiri, mennina, sem greiddu Kristi yeg og innsigluðu sannleiksþjónust- una með blóði sínu og píslar- vættisdauða. Þeir voru til þess sendir, að ryðja veginn. Og þó varð honum vegurinn nógu sár og grýttur, og nógu hörð sú hvíla, sem veik- byggðum líkama hans var búia á dýrastallinum í Betlehem. „Dagsbrím“ opnar bókasaín 1 GÆR var opnað að Freyjugötu 27 Bókasafn Verkamannafélags- ins Dagsbrúnar, en það er bóka- safn Héðins Valdimarssonar, sem ekkja hans, frú Guðrún Pálsdótt- ir gaf félaginu á fimmtíu ára af- mæli þess 1956. Safnið er minn- ingargjöf um Héðin Valdimars- són. Frú Guðrún Pálsdóttir var við- stödd opnun safnsins, einnig voru viðstaddir nokki'ir gestir, þar á meðal menntamálai'áðherra. Er gestir höfðu verið boðnir vel- komnir, tók Eðvard Sigurðsson til máls. Hann sagði meðal ann- ars, að þegar félagið hefði tekið við safninu, hefði það ekki átt kost á hentugu húsnæði og bók- unum hefði verið pakkað niður til geymslu. Er múi’arar og raf- virkjar keyptu húsið Freyjugötu 27 og gerðu það að félagsheimili sínu, buðu þeir Dagsbrún hús- næði undir safnið. Var strax hafist handa um inn- réttingu og var henni að mestu leyti lokið 1959. í september það ár var Geir Jónasson fenginn til að setja safnið upp og vann hann að því í frístundum sínum mest- an hluta vetrar, kann stjórnin honum beztu þakkir fyrir starf hans í þágu safnsins. Einnig þakk ar hún öðrum er aðstoðað hafa við að koma safninu upp og að lokum frú Guðrúnu Pálsdóttir fyrir hennar höfðinglegu gjöf. 3415 bækur Síðan tók Geir Jónasson til máls. Gat hann þess að safnið samanstæði af 3415 bókum um ýmisleg efni. 2653 þeirra eru úr safni Héðins Valdimarssonar, 600 bækur hafa félaginu verið gefnar af öðrum aðilum og keypt hafa verið 162 bindi. Einnig gat hann þess, að safnið yrði ekki til út- láns neroa í lestrars-al þess og eru þar sæti fyrir 8 manns, en hægt að fjölga þeim upp í tólf. Safnið mun verða opið 7—8 mánuði á ári. Á föstudögum frá kl. 8—10 e.h. og á laugardögum og sunnu- dögum frá kl. 4—7. e.h Er Geir Jónasson hafði lokið máli sínu var gestum boðið að skoða safnið og er því haganlega fyrir komið. Málverkasýning á Siglufirði SIGLUFIRÐI, 9. des. — Ragnar Páll Einarsson, listmálari,' opn- aði hér málverkasýningu í dag á Hótel Hölil. Sýnir hann þar 35 vatnslitamyndir og tvö olíumál- verk. Motívin eru öll héðan frá Siglufirði eða úr nágrenni byggð arlagsins og myndirnar flestar gerðar á þessu ári. Heildarsvipur sýningarinnar er í senn fagur og glæsilegur. Margt manna sótti sýninguna í dag og hafa nokkr ar myndir selst. Sýningin verð- ur opin næstu daga. —Stefán. Ævisaga Jóns Guð- mundssonar ritstjóra KOMIN er út ævisaga, eða „þætt- ir úr ævisögu“ Jóns Guðmunds- sonar alþingismanns og ritstjóra, ski’áð af Einari Laxness, stud. mag. ísafoldarprentsmiðja h.f. gefur bókina út í samvinnu við Sögufélagið. Jón Guðmundsson var í fylk- ingarbrjósti á 19. öldinni, sem er eitt merkasta tímabil í sögu ís- lenzku þjóðai'innar og tók mik- inn og virkan þátt í sjálfstæðis- baráttunni. Hann var náinn sam- starfsmaður Jóns Sigurðssonar og hefur Jón ritstjóri tjáð af- stöðu sína til nafna sins Sigurðs- sonar með þessum eftirminnilegu orðum: „í okkar samvinnu hef ég verið skuggi þinn og tek mér til æru, ef sagan getur sett mig svo hátt“. Bókin skiptist í tólf meginkafla 1 og nefnast þeir: Forspjall, Ævi- ferill til ársins 1848, Ár fyrir- heita og frelsisvona, Þjóðfundur- inn 1851, Brostnar vonir, Þjóð- ólfur — ,,blað lýðsins", Þjóðmála barátta, utan þings og innan, 1852—’57, Fjársýkin geisar, Milli- bilsár, 1860—’65, Stjórnmálaskrif og flokkadrættir, Deilur um fjár hagsmál, Endalok þingmennsku, Lokaferill á tíroabili valdboða og viðnáms, í Reykjavík og Fjöl- skyldan í Aðalstræti 6. í eftirmála segir höfundur bók arinnar m. a.: ,,Von mín ei; þó, að rit þetta megi færa okkur eitt- hvað nær því að meta að verð- leikum hlutdeild Jóns Guðmunds sonar í íslenzkri þjóðarsögu á 19. öld“. Bókin er prýdd fjölda mynda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.