Morgunblaðið - 13.01.1961, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 13.01.1961, Qupperneq 8
8 MORGVNBLAÐIÐ Föstudagur 13. janúar 1961 Námsstyrkir fyrir ungl- inga til Bandaríkjanna UNDANFARIN fjögur ár hafa alls 37 íslenzkir framhaldsskóla- nemendur á aldrinum 16 til 18 ára hlotið styrki til náms við bandaríska menntaskóla. Hafa þeir farið til Bandaríkjanna fyrir millig-öngu íslenzk-ameriska fé- lagsins, en það hefur annazt alla fyrirgreiðslu hér heima fyrir stofnun þá, er styrkina veitir, American Field Service. Nú hefur AFS ennþá í hyggju að gefa íslenzkum framhalds- skólanemendum kost á eins árs námsstyrk við bandaríska menntaskóla á skólaárinu 1961 —62. Styrkir þessir nema ókeyp- is skólagjöldum, húsnæði, fæði, sjúkrakostnaði og ferðalögum innan Bandarikjanna. Meðan dvalið er vestra búa nemendurn ir hjá bandarískum fjölskyld- um í námunda við viðkomandi skóla. Ætlazt er til að nemendur greiði sjálfir ferðakostnað frá Is landi til New York og heim aftur. Ennfremur þurfa þeir að sjá sér fyrir einhverjum vasapeningum. Svo sem áður er getið skulu umsækjendur um þessa styrki vera á aldrinum 16 til 18 ára, jafnt piltar sem stúlkur. Þeir þurfa að hafa góða námshæfi- leika, prúða framkomu, vera vel hraustir og geta talað eitthvað í ensku. Umsóknareyðublöð fyrir áður- greinda styrki verða afhent í skrifstofu Islenzk-ameríska fé- lagsins, Hafnarstræti 19, næstu daga frá kl. 5,30 til 6,30. Þurfa þau að hafa borizt þangað aftur eigi síðar en 23. janúar. Heilsuverndar- stöð á Akranesi AKRANESI, 9. janúar: — Heilsu verndarstöð hefur starfsemi sína á Akranesi í þessari viku, en um alilangt skeið hefur verið unnið að undirbúningi þessarar stöðvar hér. Starfsemi stöðvarinnar verður einkum í tveimur þáttum, til að byrja með. Annars vegar mæðra- vernd, en hins vegar berklavarn- ir. / Stjórn Heilsuverndarstöðvar Starfsemi Heilsuverndarstöðv- arinnar verður í Sjúkrahúsi Akraness. — Oddur. ■f Saga vísindaþróunarinn- ■k'"'ar í heiminum segir bæði af sigrum og ósigrum — en á hinum síðari árum og ára- i tugum verður sú saga þó a. m. k. að teljast saga mikilla 1 sigra, fyrst og fremst. — Þrátt fyrir þá sigra alla, býr þó fjöldi fólks í ýmsum hlutum heims enn við hin bág- ustu kjör. Þannig berast nú t. d. stöðugt fréttir frá hinu hrjáða Kongó um að hundruð manna, og þá einkuxn barna, falli þar daglega fyrir hungurvofunni. Einna mest er neyðin í Kasai-fylkinu — og þar er þessi mynd tek- in. Kasavubu, forseti Kongó, heimsótti Kasai fyrir skömmu til þess að kynnast ástandinu þar af eigin raun. — Hér sést hann á tali við einn hinna hungruðu þegna sinna, ungan dreng, sem hungurvofan hefur snert harðri hendi .... HUNGUR nMW1 Skuldabréf Vantar handa kaupendum ríkistryggð útdráttarbréf til 15 ára. FYRIGREIÐSLUSKRIFSTOFAN Fasteigna og verðbréfasala Austurstræti 14. 3. hæð Sími 36633 eftir kl. 5 er heimasími 12469. Allt á sama stað Menn vanir bifreiðaviðgerðum óskast nú þegar á viðgerðarverkstæði og mótorverk- stæði okkar. — Upplýsingar gefur verk- stjórinn, Árni Stefánsson. H.f. Egill Vilhjálmsson Sími 22240 Dansskóli Jóns Valgeirs Nýtt nájnskeið hefst í næstu viku. — Innritun og uppl. í síma 36829 frá kl. 1—4 á morgun laugardag. Einnig fyrir hjónaflokka og væntanlega nemendur í Suður-Amerískum dönsum á sama tíma í síma 19616. — Ath.: Skírteinin verða afhent frá kl. 2—6 mánudaginn 16. jan. í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Nýr bátur til Húsavíkur HÚSAVÍK, 11. jan. — Nýr bát- ur kom tiil Húsavíkur í dag. Er hann 17 tonn, keyptur frá Fá- skrúðsfirði. Báturinn er tiltölu lega nýr og var by-ggður á ísa- firði. Eigendur bátsins eru Kristján Sigurjónsson og synir hans og verður Sigurbjörn Kristjánsson, formaður á honum. Undanfarna daga hefur verið sæmilega góður afli hér miðað við árstíð, eða um 12 skippund í róðri. —Silli. Loftræstiviftur fyrir Samkomuhús Vinnusali Gripahús o. fl. s HÉÐINN = Vé/averzíun simi £4260) Öryggi á gluggum NOTKUN hverfiglugga hefur aukizt mjög á siðustu árum í Reykjavík og víða úti á landi. Nokkrar gerðir þessara glugga eru þannig, að hægt er að snúa þeim við án nokkurrar fyrirstöðu og hafa menn látið í ljósi áhyggj- ur vegna þessa öryggisleysis, því hætta gæti skapazt af þessu þar sem stálpuð böm eru í heimili. Gissur Símonarson, trésmíða- meistari, hefur komið að máli við blaðið og skýrt frá því, að í trésmiðju hans við Miklatorg væru framleiddir hverfigluggar með öryggisútbúnaði — þannig, að 130 sm. háan glugga er ekki hægt að opna meira en 13 sm. Þetta öryggi er innbyggt í lamir gluggans og þarf sérsfcakan lykil til að taka það af. Lamirnar eru v-þýzkar og mikið notaðar þar í landi, segir Gissur. Málflutninesskrifstofa JÓN N SIGURÐSSON hæstaréttarlögmaður T<augavegi 10. — Sími: 1493^ Lögfræðiskrifstofa (Skipa og bátasala) Laugavegi 19. Tómas Árnason, Vilhjálmur Árnason. — Símar 24635 — 16307 EGGERT CLAESSliN og GUSTAV A. SVEINSSON hæstaréttarlögmen/j. Þórshamri við Templarasund. Keimsla Landspróf: Kenni tungumál, stærðfræði, eðlisfræði og fl. og bý undir stúdentspróf, landspróf, verzlun. arpróf og önnur skólapróf. Dr. Ottó Arnaldur Magnússon (áður Weg), Grettisgötu 44 A, Sírni 15082. Mýsnar átu Tímann — enginn áramóta- fagnaður GJÖGRI, 9. janúar: — Eg veit ekki annað en allir hafi haft gleðileg jól hér í hreppi. Aftur á móti kom fyrir atvik, sem skyggði nokkuð á áramótagleði hjá nokkrum mönnum, sem eru talsvert ráðandi hér í byggðarlaginu. Rétt yrir áramótin átti að taka fram nokkra árganga af Tímanum og send-a til Reykja víkur og láta binda inn. En þá komust menn að þeirri leiðu staðreynd, að mýsnar voru búnar að éta og eyði- leggja Tímann. Fannst þess- um heiðursmönnum það vita á eitthvað illt, og gripu þá leiðindi mikil. Ekki einungis vegna þess, að þeir gætu ekki fengið Tím- ann aftur, því eftir því sem ég bezt veit geta þeir fengið Tímann sl. fimm ár aftur, en þessum miklu Tímamönnum finnst þetta ábyrgðarleysi sitt muni boða mikil móðuharð- indi hjá Framsóknarflokkn- um. Það var því ekki að ástæðulausu, að enginn ára- mótafagnaður var haldinn að þessu sinni í samkomuhúsinu í Trékyllisvík. — Regína. Aðalfundur SjáKstæðisfélags Akureyrar AÐALFUNDUR SjálfstæðisféL Akureyrar var haldinn hér s.L mánudagskvöld. Fyrir fundinum lágu venjuleg aða-lfundai’störf, en að þeim loknum flutti Jónaa G. Rafnar alþingiemaður fróð- legt erindi um stjórnmálaviðhorf ið og tók einkum til umræðu fjármálin. Að erindi Jónasar lokn-u svar aði þingmaðurinn nokkrum fyr- irspurn-um. Fjölmenrii var á fund inum. Stjóm félagsins* skipa nú: Árni Jónsson, tilraunarstjóri, formaður; — meðstjórnendur: Bjarni Sveinsson, Baldvin Ás- geirsson og Jóhannes Kristjána son. — St. E. Sig. TEHERAN, íran, 11. jan, (Reut er) — I gær hófst í Iran kosning 200 þingm-anna neðri deildar þingsins. Síðast var kosið í ágúst mánuði s.-l. en þá bar svo mikið á kosningasvikum að keisarinn fyrirskipaði að nýjar kosningar yrðu látnar fara fram. Saurbæjarkirkja afhent Þjóðminja- safninu AKUREYRI. 11. jan. — Sunnu- daginn 22. j-anúar n.k. mun Saur bæjarkirkja í Saurbæjarhreppi varði afihent Þjóðminjasafninu til varðveizlu. Þetta er önnur af tveimur torfkirkj-um á norð- urlandi, sem enn standa. Sama dag og kirkjan verður afhent Þjóðminjasafninu verður minnzt 100 ára afmælis hexmar. Undan- farin tvö ár hefur staðið yfir gagnger viðgerð á kirkjunni og er hún nú orðin hin visfclegasta, tekur hún 100 mann-s í sætL Kristján Eldj-árn, þjóðminjavörð ur mun veita kirkjunni viðtöku fyrir hönd þjóðminjasafnsins. —Stefán. BONN, 10. jan. (Reuter) — Wil’ly Brandt, borgarstjóri V- Berlínar hefur borið fram þá uppástungu, að hann og Aden- auer, kanzlari, hafi kappræðu- fundi í sjónvarpi fyrir kosning- ar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.