Morgunblaðið - 13.01.1961, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 13.01.1961, Qupperneq 13
Föstudagur 13. janúar 1961 MORGVJSBLAÐÍÐ 13 Island í myndum FALLEG bók, það er ekki of mælt. En áður en ég segi fleira um hana, ætla ég af mestu ná- kvæmni að skrifa upp efnisyfir- litið, sem prentað er á blaðsíðu 103: Bls. 5 Formáli (hann er eftir útgefandann, Ragnar Jónsson, en ekki er þess þó getið í efnisyfirlit- inu). — 9 Alexander Jóhannesson: Skagafjörður — 15 Davíð Stefánsson: 1 haustblíðunni. — 28 Einar Ol. Sveinsson: TJr Mýrdail — 38 Guðbrandur Magnússon Landnám einstaklingsins — 44 Gísli Guðmundsson: A norðurslóðum — 50 Helgi Hjörvar: Grængresi — 59 Jóhann Briem: Þjórsárdalur — 69 Jóhann Gunnar Olafsson Ef að staður finnst um frón — 82 Kristján Karlsson: Mývatnssveit — 87 Páll Isólfsson: Stokkseyri — 95 Sigurður Þórarinsson: Móðan rauða: — 98 Tómas Guðmundsson: Austur við Sog. Nú getið þið talið með mér, — ég fæ ekki út úr þessu nema þrettán höfunda, að höfundi for- málans meðtöldum, en þetta á ég mjög erfitt með að sætta mig við, því að í formálanum standa þessar tvær málsgreinar, meðal annars: „Hér birtist í rituðu máli og myndum fjórtán staðalýsingar — -— „Fjórtán ólíkir einstabling- ar votta fegurð og lífi ólíkra staða ást sína“. Hver er sá fjórtándi, mér er spurn? Tæplega er hægt að afsaka slíka ónákvæmni, sem þarna blas ir við, þó að vafalaust sé ástæð- an fyrir herrni sú, að einn eða tveir greinarhöfundar hafi helzt úr lestinni eftir að formálinn var saminn. Að öðru leyti er margt skynsamlega mælt í fonmálan- um, svo sem: „Dýpsta ást vor á landinu er bundin við ákveðna reiti — —“ „Sá sem ekki ann neinum stað á landinu framar öðrum, ann ekki landinu--------“ ,,Opersónuleg þekking skapar ekki ættjarðarást — —r“ „— — eettjarðarást manna er í innsta eðli sínu einkamál-----“ ,,---- iegurð Islands er sameign allra Jslendinga". En fremur segir for- málahöfundur að þessi bók og aðrar sem á eftir fari (í þessum flokki) eigi að vera vísir að per- sónulegri landafræði. ^ Nokkrar greinar bókarinnar falla alveg í þá umgerð, sem út- gefandi markar höfundunum um efnisval og meðferð, aðrar mið- ur, og tvær þeirra standa að mínu viti algerlega utan við um- gerðina: grein Sigurðar Þórarins sonar og Helga Hjörvars, þó að báðar séu góðar, og grein Hjörvars kannski það snjallasta sem bókin flytur. Skal nú í stuttu máli vikið að hverri grein fyrir sgi. i Skagafjörður eftir Alexander ' JóhannesSon byrjar vel, þar sem Ihöfundur lýsjir ástatrkenndinni til átthaganna almennt og drepur fáum orðum á endurminningar sínar frá Sauðárkróki, og fer með þulustúf, þar sem allir hreppar sýslunn.ar eru taldir. En brátt verður orðaval hástemmt. Það er eins og þetta sé orðið að ræðu, sem flutt er í átthagafélagi Skag- firðinga í Reykjavík. Höfundur flutti á'barnsaldri úr byggðar- iaginu, en kemur þangað næst 28 árum síðar í flugvél. Loftsýn- in yfir héraðið er í brotum, svo sá lesandi sem ekki þekkir Skaga fjörð, verður litlu fróðari um héraðið í heild. Sögufróðleikur- inn í greininni er samtíningur. Þessi leiðinlega prentvilla kemur fyrir í greininni: Sá er missir sjónir á þessu sambandi". Orða- sambandið er:: að missa sjónar á (einhverju) eða svo hefur mér verið kennt. 1 haustblíðunni eftir Davíð skáld frá Fagraskógi er ein af al- beztu greinum bókarinnar. Hún inniheldur í ríkum mæli þá „persónulegu landafræði", sem útgefandinn óskar eftir í formál- anum. Davíð Stefánsson, Fagri- skógur, umhverfi hans og and- blær Eyjafjarðar verða allir eitt í þessari álitsgjörð skáldsins um sjálft sig og átthagana. Rithátt- urinn er hófsamur og fágaður. Sérstaka athygli hljóta að vekja frásagnir skáldsins af bernsku sinni og æsku í leik og starfi þarna á ströndinni nyðra, því að ekkert hefur áður sézt á prenti um það efni, svo ég muni eftir. Úr Mýrdal eftir Einar Ól. Sveinsson er einnig ágæt grein, og fellur vel í umgerðina sem henni er mörkuð: Þetta er ,,per- sónuleg landafræði", þar sem hvoru tveggja eru gerð góð skil: lýsingu staðhátta, eins og þeir blása við fyrir aílra augum, og á hinn bóginn, hvernig Mýrdal- urinn speglast í sál og sinni höfundarins, sem er þar borinn og barn fæddur. Með öðrum orð- um: hér lýsir staðháttum, útliti þeirra og eðli, heimamaður sam- gróinn átthögunum, eða að minnsta kosti með rætur sínar djúpt í þeim. En stemmningin um döggina og sólskinsdagana og sumarvinda í grasi gæti átt við um ungan svein í hverri sveit landsins — að þetta sama hafi einnig hann skynjað. Ekki er þetta galli á grein Einars Olafs, heldur hreinn kostur, sem vekja mun endurhljóm í margri sál. Landnám einstaklingsins eftir Guðbrand Magnússon er lipur og þokkafull lýsing á landslagi Eyjafjallasveitar, en allt er þar séð með gestauga, og vantar því í slétt mál höfundar hinn inm fjálga tón upprunans, þennan lág væra og brjóstlæga, eins og gras- ið sjálft mæli á tungu moldarinn- ar sem það er vaxið úr. Á norðurslóðum eftir Gísla Guðmundsson er átthagaóður höfundar um Norður-Þingeyjar- sýslu — kjördæmi sitt — ofinn saman úr landslagslýsingu, sögu héraðsins, skáldskap þess og fram tíðarvonum. Bregður í lok grein- arinnar fyrir kosningaloforði: að næsta stórvirkjun fallvatns skuli verða virkjun Dettifoss. Annars er greinin rituð í þægilegum tón og af ósvikinni átthagatryggð, en efnið er allt of umfangsmikið til þess að höfundi takist að vinna úr því heillegt verk á tæpum fjórum blaðsíðum. Grængresi eftir Helga Hjörvar. Aður er vikið að þessari ritsmíð, sem er snilldarverk, þar sem strengir máls og stíls eru knúð- ir til fegurstu hljóma í lofsöng um hið græna gras íslenzkrar frjómoldar og döggina sem sval- ar því og sólin sem vermir það, og um það hvernig náttúran vinn ur sitt sköpunarstarf í bjartri fegurð á hásumartíð. En ekki er þessi fallegi þáttur ritaður fyrir þessa bók upphaflega, því að höf- undurinn flutti hann í útvarp fyrir nokkrum árum, og er mér það minnisstætt. Þjórsárdalur. Ríki hinna dauðu eftir Jóhann Briem er mér að öllu leyti þóknanleg ritsmíð. Hér er landslagi og sögu Þjórsársdals ofið saman í einfalt, en snoturt smáverk, skreytt með skugga. blómum munnmæla og þjóð- sagna. Höfundur fer með mann í gönguferð um dalinn og teikn- ar mynstrið jafnharðan með fá- um en skýrum dráttum. Sonur dalsins er hann ekki beinlínisj en vissulega nákominn ættingi. Ef að staður finnst um frón eftirJóhann Gunnar Ólafsson. Hér er lýst Isafjarðardjúpi og „Björlingarnir” BJÖRLINGARNIR sænsku hafa löngum verið söngmetm miklir. Þeirra frægastur var Jussi Björling, tenórsöngvar- inn mikli, sem lézt á sl. ári, eins og menn minnast. Faðir hans, David Björling, var einnig mjög kunmir tenór, söng um tíma við Metropoli- tan-óperuna og myndaði kvartett ásamt sonum sínum, Jussi, Karl og Olle — en sá. kvartett hlaut mikla xrægð, einkum vegna söngferðar um Bandaríkin, þegar Jussi var 10—12 ára. — Og sönghefðinr í ættinni virðist engan veg- inn liðin undir lok, því að son ur Jussis, Rolf Björling virð- ist nú á góðri leið að geta sér orð sem tenórsöngvari. —★—• Á dögunum söng hann í fyrsta skipti í danska útvarp- ið og sjónvarpið. Það var á vissan hátt merkisdagur í lífi hins unga söngvara, þegar hann kom í skrifstofur danska útvarpsins. Þá fékk hann að skoða plötusafn út- varpsins -— og fann þar hljóm plötu eftir föður sinn, þá einu, sem hann vantaði í einkasafn sitt, til þess að hann ætti all- ar þær hljómplötur, sem Jussi söng inn á um ævina. • Tvö dægurlöð Hér var um að ræða tvö dægurlög — nokkuð sérstæð á sinn hátt — frá því á ár- unum milli heimsstyrjaid- anna. Með lögum þessum hafa brúðkaup tvegeja sænskra prinsessa markað spor í dægurlagamúsíkkina, því að umrædd lög eru sam- in í tilefni af brúðkaupi Ást- riðar prinsessu og Leopold fyrrum Belgíukonungs — og í tilefni trúlofunar Ingiríðar prinsessu og Friðrik krón- prins í Danmörku, nú Dana- konungs. — Þegar Jussi Björling söng þessa „slagara" inn á plötu, var hann ekki enn orðinn sá frægi Jussi sem við minnumst í dag. —★— Rolf Björling hefir leitað að þessari hljómpiötu um tíu ára skeið, í Bandaríkjunum, Kanada og Evrópu. Nú gerir hann sér yonir um að geta komizt að samningum við danska útvarpið. Hefir hann falað greinda hljómplötu og boðið í staðinn segulbands- halda áfram að syngja Rolf Björling fékk að skoða plötusafn danska út- varpsins — og fann þar plötuna, sem hann vantaði til þess að eiga allar hljóm plötur föður síns. — Nú er að vita, hvort xitvarpið tel- ur sig geta séð af þessari plötu við hann . . . upptöku af óperunni Faust eftir Gounod í Metropolitan- óperunni, þar sem faðir hans syngur aðalhlutverkið — en engin plötuupptaka er til af þeirri óperu með Jussi Björling. Þetta tilboð er nú í athugun hjá útvarpinu — en sumir gera jafnvel ráð fyrir, að fyrrgreind plata verði færð Rolf Björling að gjöf, þegar hann kemur aítur til Hafnar, í ágúst n.k. • Eigin verðleikar Rolf er að vonum mikill að- dáandi föður síns, sem hann telur einhvern alfremsta ten- ór, sem uppi hefir verið. En á hinn bóginn þykir honum miður, að hann skuli sífelit vera borinn saman við Jussi, þegar hann hefur upp raust sína. — Ég er auðvitað stoltur af því að bera nafn föður míns, segir hann, — en ég vil þó helzt láta dæma mig að eigin verðleikum, en ekki sem son Jussi Björlings. Nú vildi svo til, að dansk- ir útvarps- og sjónvarpsnot- endur kynntust Rolf Björling fyrst í sama lagi og faðir hans söng fyrst allra inn á hljómplötu — „För dig All- en“ (Hið bandaríska „For You Alone“). Rolf varð fár við, þegar hann heyrði um þetta, og sagði: — Ef ég hefði vitað þetta, hefði ég látið lagið eiga sig — það veit hamingjan! • Að syngja og syngja Rolf þykir oft erfitt að þurfa að rísa undir hinni grónu sönghefð Björling- fjölskyldunnar. — Föðurafi hans, David Björling, söng einnig við Metropolitan, eins og fyrr segir. En reyndar hefur Rolf líka spjarað sig þar, á sinn hátt. Hann er sem stendur við framhalds- nám í Svíþjóð — á styrk frá Metropolitan. Hann tók fyrir nokkru þátt í söng- keppni á vegum hinnar frægu óperu. Þátttakendur voru um 2.000 — og hann var talinn í hópi 15 hinna umhverfi þess. Greinin er nokkx uð löng og yfirferð mikil. Ferða-i gleði, kappsemi og fróðleikur I skín út úr frásögninni, sem er fremur skemmtileg, þó hún sé ekki listræn. Sannleikurinn er sá að hún ber um of keim ai örnefnaskrá sums staðar eða ár- bók ferðafélags. Og svo er heil- mikill samtíningur úr bókmennt- um og sögu þjóðarinnar. Höfund- ur er alinn upp á Suðurlandi, en gerist embættismaður vestra og festir tryggð við þær byggðir, svo að nú tekur hann jafnvel vestfirzkuna fram yfir sunnlenzk una, að því er hann segir, en ekki gætir þess þó í rithætti hans. Mývatnssveit eftir Kristján Karlsson. Þessi grein er ekki samboðin Mývatnssveitinni. Hún er hér séð með auga aðkomu- Framh. á bls. 15 Rolf Björling: fyrir þig“ . . . „Aðeins beztu. Og nú getur hann, hvenær sem er, snúið aftur til Metropolitan, og sungið þar til reynslu með það fyr- ir augum að fá samning hjá óperunni. — En ég hyggst ekki nota mér þann möguleika, segir Rolf. — Ég ætla bara að syngja og syngja og reyna að afla mér þeirrar þjálfun- ar, sem ég get — í þeirri von, að ég verði með tíman- um svo fær, að Metropolitan komi til mín og geri mér til- boð. • Fjórði ættliðurinn Jussi Björling gafst aldrei tóm til að hlusta ó son sinn syngja. En hann lifði þó það að vita þrjú börn sín hefja söngnám — yngri soninn Lars-OIof og dótturina Ann Charlotte, auk Rolfs. — Og nú segir Rolf, að hann og bróðir hans, ásamt föður- bræðrunum Karl og Olle, hafi í hyggju að stofna nýj- an Björling-kvartett. Hinir tveir síðarnefndu voru einn- ig í hinum fyrsta Björling- kvartett, sem áður var nefndur. Og Rolf virðist hafa tryggt það, að fjórði Björling-ætt- liðurinn haldi við sönghefð- inni í ættinni. Hann er kvæntur bandarískri konu Jean, og þau hafa eignazt einn son, Raymond, sem nú er 4% árs gamall. — Hann hefur a. m. k. sér staklega næmt taktskyn nú þegar, segir hinn stolti faðir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.