Morgunblaðið - 13.01.1961, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 13.01.1961, Blaðsíða 23
Föstudagur 13. janúar 1961 MORrrnmr 4 fí I Ð 23 Öryggisráðið rœðir um Kongó NEW York, 2. jan. (NTB/ Reut- er). — öryggisráð SÞ kom sam- an í dag til að ræða Kongómálið, að kröfu sovézka fulltrúans, Zorins, sem var fyrstur á mæl- endaskrá og sakaði Belgi um árás araðgerðir í Kongó, m. a. með því að leyfa sveitum Mobutu her- stjóra í Leopoldville að fara í gegnum verndargæzlusvæði Ruanda-Urundi á dögunum til árásar á Lumumbahermenn í Kivu-héraði. Krafðizt Zorin þcss, að Belgiumenn yrðu svipt- c Inniirði Djúps- i ins nð leggjn ÞÚFUM, N-ís., 11. jan. — Undan farna daga hefir verið nokkuð frost og stilla. Er þá innfjörðum Djúpsins hætt við að leggja. Nú er ís kominn á Mjóafjörð út að Keldu, svo Djúpbáturinn kemst ekkj lengra. Reykjanesskólinn er byrjaður aftur og eru um 70 nemendur I héraðsskólanum og gagnfræða- deildinni. Er hann fullsetinn og varð að vísa mörgum umsóknum frá. — P.P. — Kongö Framh. af bls. 1 við SÞ. Tshombestjórnin sagði í kvöld, að Balubastríðsmenn hefðu náð bænoim Lucna, um 250 km norðvestur af Elisabethville, og misþyrmt Evrópubúum þar. Segir í yfirlýsingunni, að liðs- menn SÞ hafi hindrað aðgerðir Katangahermanna gegn Baluba- mönnum í Luena. f f fréttum frá Leopoldville seg- ir, að Kasavubu hafi tvisvar i dag rætt við Dayal, fulltrúa Hammarskjölds, um ástandið í Katanga — og búizt sé við, að i Hammarskjöld ræði málið við Dayal, en framkvæmdastjórinn kemur við í Leopoldville í kvöld. á leið sinni til Bandaríkjanna frá Suður-Afríku. — Belgla Frh. af bls. 1 af níu héruðum landsins. — Hér uðin tvö, sem verkfallið er enn mjög víðtækt í, eru Liege og Ahinaut, eins og fyxr segir, en þar eru borgirnar Chiarleroi og Mons og kolanámasvæðið Bori- mage — en margir hverfa þó aftur til vinnu sinnar í nokkrum námanna, sagði í skýrslu stjórn arinnar. • „Friðartákn". Hinir daglegu blaðamanna- fundir ríltisstjómarinnar verða nú felldir niður, og er litið á það sem merki þess, að horfur séu á áframhaldandi friðvægn- legri þróun í landinu. Eyskens forsætisráðherra hélt annan fund í dag með foringjum stjórn arflokkanna og jafnaðarmanna — og þykir það einnig tákn I þess, að saman muni draga. — Einn af foringjum jafnaðar- manna lét svo um mælt í gær- kvöldi, að enda þótt flokkur sinn i héldi áfram að berjast gegn spamaðarfrumvarpi stjómarinn- ar á þingi, þyrfti það ekki að ! jafngilda því, að jafnaðrmenn settu þð ófrávíkj anlega skilyrði að fmmvarpið yrði dregið til : baka í heild. Aftur á móti hædd i ist Andre Renard að samkomu- i lagsumleitimum ýmissa jafmað- armannaforingja, í ræðu sem hann hélt í Mons í gær. „Tak- nxark baráttunnar er enn það, að frumvarpið verði dregið til baka“ sagði hann — og hlaut fagnandi undirtektir hinna fjöl mörgu áheyrenda sinna. ir rétti tií vemdargæzlu í Ruanda Urundi, þar sem þeir hefðu með framferði sinu brotið í bága við stofnskrá SÞ. Jafnframt krafðist hann þess, að umrætt svæði fengi sjálfstæði tafarlaust. ★ Gagnrýndi enn Hammarskjöld Zorin lagði ekki fram neina formlega ályktunartililögu í mál- inu, en notaði tækifærið til að gagnrýna Hammarskjöld enn fyr- ir stefnu hans og aðgerðir í Kongó — og fyrir að halda hlífi- skildi yfir Belgum, sem ekki hefðu hlýtt fyrirmælum öryggis ráðsins um að hverfa frá Kongó með allt sitt. Hammarskjöld hafði áður mótmælt því við belgisku stjórnina, að Mobutu- mönnum skyldi leyfð herferðin gegnum Ruanda-Urundi. — Þá heimtaði Zorin, að SÞ geri ráð- stafanir til að skipa málum í Kongó til samræmis við ályktanir Kasablanka-ráðstefnunnar á dög unum. ★ Fulltrúi Belgiu mótmælti Fulltrúi Belgíu, Walter Lori- dan, andmælti ásökunum Zorins og vísaði til yfirlýsingar stjórn- ar sinnar, sem dreift hafði verið á fundinum, en þar segir m. a., að yfirvöldin í Ruanda-Urundi hafi fengið fyrirmæli um að standa gegn því, að hermenn frá Kongó fari yfir svæðið án leyfis — og leyfi til slíks verði ekki veitt framvegis. Hins vegar hafi ekki verið um annað að ræða en fylgja Mobutumönnum til landa- mæranna á dögunum, eftir að þeir höfðu lent á flugvelli höfuð staðar Ruanda-Urundi — annað hefði getað leitt til alvarlegra árekstra, svo sem ef reynt hefði verið að ofvopna sveitirnar og taka hermennin-';a til fanga. Fundinum var frestað án þess nokkur samþykkt væri gerð. 13 árekstrar í gær í GÆR var mikið um árekstra á götum Reykj-avífcur, 13 árekstr ar voru bókaðir hjá lögreglunni eftir hádegið. Hált var á götunum og dimm viðri og um tima var snjókoma. Var því afleitt færi fyrir bíla. — barnadeild Framh. af bls. 3 á landi mun fyrstur sérfræðingur á barnalækningum, hafa verið dr. Gunnlaugur Claessen, sem var praktiserandi hér í Reykja- vík kringum eða fyrir 1920. Nú eru starfandi hér á landi 8 sér- fræðingar í pediatri eða einn barnalæknir á ca. 22 þús. íbúa. Samt hefur ekki verið byggður hér á landi barnaspítali eða barnadeild fyrr en barnadeild var opnuð við Landsspítalann fyrir nokkrum árum. Blaðamönnum var boðið að skoða deildina og er hún í alla staði hin vistlegasta. Óll rúm á deildinni eru fullskipuð börnum frá fyrsta ári upp í 13 ára. Ber mjög að fagna því að slík deild skuli vera tekin til starfa við spítalann og er hún spor í áttina til þess að unnt verði að hlúa sem bezt að sjúkum börnum. I Svein B. Johansen, deildar- stjóri innan samtafca Aðventista á íslandi, hefir víðsvegar flutt er indi um trúmál og önnur efni, sem snerta nútímann. Hann kom til íslands fyrir þrem árum að lokinni námsdval í Bandaríkj- unum. Síðastliðinn vetur flutti hann erindaflokk i Keflavík. — Mun Svein Johansen flytja röð erinda í Reykjavík og Keflavík í vetur. Munu erindin fjalla um vandamál nútímans séð frá trú arlegu sjónarmiði. Varða þau flutt kl. 17 hvern sunnudag í Aðventkirkjunni í Reykjavík og kl. 20,30 í Tjarnarlundi í Kefla- vífc, einnig á sunnudögum. — Sjá nánar auglýsingar í blöðum. Enn meðvit- undarlaus f GÆRKVÖLDI var gamli mað- urinn, sem slasaðist er bíll ók á hann í Keflavík í fyrrakvöld, enn ókominn til meðvitundar. Skv. upplýsingum sjúkrahúslæknisins er tvísýnt um líf hans. Bifreiðin, sem ók á manninn og skildi hann eftir liggjandi á götunni, er enn ófundinn, þrátt fyrir leit lögreglunnar í Kefla- vík. Hefur ekki hafzt upp á því hver þarna var á ferð. Ekkert flug í GÆR hóf sig engin flugvél til flugs eða lenti á Reykjavíkur- flugvelli. Innanlandsflug lá alveg niðri vegna óhagstæðra flugskil- yrða um allt land. Og eina milli- landaflugvélin, sem var á ferð- inni, lenti á Keflavíkurflugvelli, þar eð vindur stóð illa á braut- ina á Reykjavíkurflugvellinum, — Úr ýmsum áttum Framh. af bls. 12. Frá upphafi til vorra daga. Verki þessu er ætlað að fjalla á sem víðtækastan hátt, um þróunarsögu mannkynsins á sviði menningar og vísinda, allt frá upphafi vega og fram á okkar daga — eða nánar til- tekið, þar til um fjórðungur er af tuttugustu öldinni. — Ekki er enn ljóst, hve verkið skipt- ist í mörg bindi, en handrit hvers bindis verður lagt fyr- ir allar þátttökuþjóðir í UN- ESCO til athugunar áður en það verður gefið út. ★ Útgefendur í Bretland eru George Allen and Unwin í Lundúnum, en Harper and Brothers í New York gefa rit ið út vestanhafs. — Talið er, að fyrsta bindið muni kosta sem svarar 250—260 krónur í íslenzkum peningum. Hjartanlega þökkum við öllum ættingjum og öðrum vinum, sem glöddu okkur með nærveru sinni^ gjöfum og heillaskeytum á gullbrúðkaupsdegi okkar 29. fyrra mán. Guð blessi ykkur öll. Þorkelína og Finnbogi, Tjarnarkoti Lmilega þakka ég öllum þeim, er auðsýndu mér vin- semd á níræðis afmæli mínu. Vigfús Gunnarsson, Flögu Það tilkynnist vinum og vandamönnum að maðurinn minn og faðir okkar CARL AI.FRF.D NIELSEN verkstjóri, Bárugötu 18 andaðist síðdegis á miðvikudag Guðrún Nielsen og böm Móðir okkar ÞJÓÐBJÖRG JÓNSDÓTTIR Hrauni, Kringlumýrarvegi, andaðist í St. Jósepsspítala, miðvikudag. 11. þ.m. Guðmundur Sigurþórsson, Jón Sigurþórsson Móðir okkar, tengdamóðir og amma KRISTÍN HJÁLMARSDÓTTIR Bólstaðarhlíð 13, verður jarðsungin í dag .föstudaginn 13. janúar kl. 2,30 frá Dómkirkjunni. Jarðað verður frá Gamla kirkjugarð- inum. Þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á Kristniboöið í Konsó. Minningarspjöldin fást á Þórs- götu 4. Ásta Hansdóttir, Hans P. Christiansen, Guðríður Hansdóttir, Júlíus Jónsson, Óskar Hansson, Ingibjörg Guðmundsdóttir, Jón Hansson og barnabörn. Konan mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma KRISTlN VILHJÁLMSDÓTTIR frá Blómsturvöllum, Eyrarbakka verður jarðsett frá Eeyrarbakkakirkju laugardaginn 14. janúar. — Athöfnin hefst kl. 1,30 frá heimili sonar hennar, Vatnagarði, Eyrarbakka. Þorbjörn Guðmundsson, börn, tengdaböra, barnabörn Þökkum auðsýnda samúð og hluttekningu við fráfall og jarðarför, JÓNS ÞORFINSSONAR Freyjugötu 5, Sauðárkróki Guð blessi ykkur öll. Guðrún Árnadóttir og börn Þökkum auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför föður okkar, tengdaföður og afa, KRISTMUNDAR GUÐMUNDSSONAR prentara Sigríður Kjartansdóttir, Björa Kristmundsson Þóra Viktorsdóttir Ulafar Kristmuudsson 5 og barnaböm Hjartans þakkir færum við öllum, fjær og nær er sýndu okkur samúð og vinarhug við fráfall og jarðarför eigin- manns míns, föður okkar bróður, tengdaföður og afa, G. SIGURÐAR JÓHANNESSONAR húsvarðar Sér í lagi viljum við þakka læknum og hjúkrunarkon- um Hvítabandsins fyrir frábæra hjúkrun og hjartahlýju er honum var sýnd í langri og erfiðri sjúkdómslegu. Skólastjóra og kennurum Gagnfræðaskólans þökkum við einnig samúð og hlýhug. Guð blessi ykkur öll Kristín Jónsdóttir, Guðrún Ebeneserdóttir Ingimar Jóhannesson, Jóhannes S. Sigurðsson, Halldóra Ólafsdóttir, Ingimar Sigurðsson, Hulda Alexandersdóttir Sigurður Sigurðsson, Ása Leósdóttir, Þórketill Sigurðsson og barnabörn Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför ERNZT CHR. WENDEL Fyrir hönd systkina. Andrés Wendel Þökkum innilega öllum þeim, er sýndu okkur samúð og vináttu vegna andláts og jarðarfarar mannsins míns, föður okkar, tengdaföður og afa, GUÐJÓNS JÓNSSONAR Grettisgötu 31. Fyrir hönd vandamanna. Kristín Jónsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.