Morgunblaðið - 19.01.1961, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 19.01.1961, Qupperneq 3
Fimmtudagur 19. Janúar 1961 MORGVNBLÁÐIÐ 3 sr Skípsmenn á Höfrungi að búa sig undir Iöndun. Ingimundur Ingimundarson, skipstjóri, sést í glugga stýrishússins. Framh. af bls. 1 Verstöðvunum bárust eftirfar- andi fréttir af síldarafla: Yfir 400 tunnur tii Akraness Síldarbátarnir á Akranesi reru ellir í skyndi kl. 1—2 í fyrri- nótt eftir að fregnir bárust af afla Víðis. Fjögur þúsund tunn- ur síldar höfðu borizt á land þar, er fréttaritari blaðsins símaði í gærkvöldi. Aflahæsta skip var Sigurvon með 900 tunnur, annað Sveinn Guðmundsson með 800 tunnur og fengu báðir síldina í einu kasti. Höfrungur I hafði 650 tunnur, Víðir II. hafði landað 650 tunnum og var væntanlegur með 1400 í viðbót, Böðvar 500 tunnur, Sæfari 400. Hafði frézt að Sigurður hefði sprengt nótina með gífurlega miklu síldarmagni í. Reynir, Ver og Olafur Magnús eon tóku hringnæturnar um borð aftur, en þeir voru tilbúnir á línuveiðar á vertíðina. Og höfðu t HÆSTARÉTTI var allan daginn í gær haldið áfram málflutningi varðandi áfrýj- aðan úrskurð undirréttar um að eigi sé ástæða til að leiða fyrir dóm í „morðbréfamál- inu“ svonefnda flciri vitni en þegar hafi fyrir hann kom ið. Fylgdust margir með mál flutningnum, sem hófst á mánudaginn. Eftir að verjancfa sakbornings- ins Magnúsar Guðmundssonar fyrrum lögregluþjóns, Guðlaugi Einarssyni hdl., hafði í gærmorg- un enn verið gefin klukkustund- arfrestur, til að leggja fram ný gögn í málinu, hófst réttarhaldið að nýju kl. 11, með því að for- seti réttarins Gizur Bergsteins- son, tilkynnt málflytjanda, að dómararnir teldu, að sanngjarnt væri, að honum yrði gert að ljúka xnáli sínu á 2 klukkustundum. • Frekarl vltnaleiðslur Hélt Guðlaugur Einarsson síð- an áfram ræðu sinni, sem á mánu dag stóð í um 3% klst., og leit- aðist einkum við að sýna fram á, að sitthvað væri sammerkt með „morðbréfunum“ og „bréfum, sem ungur vistmaður á Kleppi hefði sent ýmsum mönnum, svo og glæpasögur, er birzt hefðu eftir hann í „Vikunni" fyrir um 2 árum. Lýsti hann jafnframt óskum sínum um að geðsjúklingur þessi fleiri bátar hug á að gera það sama í nótt. Síldin má öll heita söltuð eða og nokkuð á fimmta tug lögreglu manna yrðu yfinheyrðir um bféf- in, byssumeðferð lögreglumanna, áfengisneyzlu tiltekinna starfs- manna lögreglunnar o. fl. • Sannanir fram komnar Um kl. 3 í gærdag tók svo full- trúi ákæruvaldsins, Páll S. Páls- son, hrl. til máls og gerði grein fyrir þeim rökum, er hann taldi hníga að því, að frekari vitna- leiðslur væru ástæðulausar og að eins til þess að draga málið á langinn. Sagði hann m. a. að fram hefðu komið sannanir, er hann teldi að ekki yrðu hraktar, um það, að Magnús Guðmunds- son hefði skrifað umrædd bréf. Og að því er snerti bréf hins geð- sjúka, sem fráleitt væri að eigna „morðbréfin" benti hann m. a. á, að rannsókn hefði leitt í Ijós að þau hefðu verið skrifuð á rit- vél hans sjálfs — en „morðbréf- in“ hins vegar ekki. Þessi atriði bæru það með sér, að alls engar líkur væru á því, að við frekari vitnaleiðslur kæmi nokkuð fram, sem úrslitum gæti ráðið um það, hvort hinn ákærði yrði sekur dæmdur eða sýknað- ur. Sama væri að segja um þau atriði önnur, sem óskað væri eft- ir að vitni yrðu innt eftir, enda væru flest þeirra óviðkomandi ákærunni á hendur sakborningi. • Synjað um upplýsingar Ennfremur vakti Páll S. Páls- son athygli á því, að hinn ákærði fryst á Akranesi og var búizt við að þar yrði unnið í alla nótt. hefði sjálfur neitað fyrir rétti, að gefa upplýsi'ngar um mörg þeirra atriða, sem nú væri kraf- izt af hans hálfu að einstakir lög- reglumenn yrðu dregnir fyrir dóm til að bera vitni um. M. a. hefði hann synjað dómara um að skýra frá því, hvernig hann hefði fengið skammbyssu þá, er hann bar í heimildarleysi en fannst hjá honum; og ekki hefði hann heldur orðið við tilmælum um að finna stað ásökunum sín- um á hendur nokkrum starfs- bræðrum sínum um að þeir hefðu verið undir áhrifum áfengis við störf. Þegar sakborningur tregð- aðist þannig við að gefa sjálfur upplýsingar, gæti hann ekki með nokkurri sanngirni átt kröfu á, að dómari krefði aðra aðila sagna um þau, umfram það sem dóm- ari sjálfuf teldi þörf á. ^ \ • Óþarfa töfum forðað Alit undirréttardómarans hefði verið það, að sakarefni yrði ekki upplýst frekar en orðið væri með þeim vitnaleiðslum, sem verjandi færi fram á, og hefði hann því af brýnni nauðsyn, til þess að afstýra óþarfa töfum á afgreiðslu málsins, kveðið upp úrskurð um að frekari vitnaleiðslur skyldu ekki fara fram. — Að síðustu skal þess getið, að lagt var fram í réttinum í gær vottorð, byggt á gjörðabókum lögreglunnar, sem virðist algjörlega hnekkja því, sem haldið hafði verið fram í blöðum að væri „fjarverusönn- un“ Magnúsar Guðmundssonar, nóttina, sem fyrra hótunarbréf- ið var talið ritað. • Lauk um 6 leytið Málflutningi lauk síðan með örstuttum ræðum af beggja hálfu um 6 leytið í gærdag og var mál- ið að því búnu tekið til dóms. Mbl. innti forseta hæstaréttar, Frh. á bls. 23 ><@* Sprengdi í 3000 tunnu kasti Fréttaritari blaðsins í Hafnar- firði sírnaði: Það voru mikil gjeðitíðindi þegar það spurðist snemma í gær morgun að Eldborgin væri á leið hingað með um 600 tunnur af síld sem hún hafði fengið út af Garðskaga, en það er fyrsta síld- in, sem þar veiðist nú á síldar- vertíðinni. I allan gærdag fréttist svo af bátum, sem lent höfðu í mikilli síld á þessum slóðum — en það sem verra var, að nokkrir þeirra höfðu fengið svo stór köst að nætur þeirra bókstaflega tætt- ust í sundur og litlu sem engu var náð. Þannig fór til dæmis fyrir Hugrúnu og Stuðlabergi. Vélbáturinn Auðunn varð einn ig fyrir því óláni að sprengja sína nót, en þó náðust um 1000 tunnur, en a. m. k. 200 tunnur mun hann hafa misst. Kom Auð- unn með síldina hingað í gær- kvöldi og verður henni landað yfir í togarann Röðul, sem siglir með hana á erlendan markað. Hann kom af veiðum í gær með 70—80 tonn af fiski sem landað var, og verður Röðull nú fermd- ur með síld. Þá hafði Eldborgin fengið aftur 800 tunnur í gær og Alfta- nes 450. Síldin, sem veiðist á þessum slóðum, er mjög falleg og stór og að allra dómi sú bezta, er borizt hefir á land hér í vetur. Ut á miðin er ekki nema um 3% klst. stím, og einnig er síldin á hinu ákjósanlegasta dýpi. En það sem veldur því að margir bát- anna rífa svo nætur sínar, er hversu djúpar þær eru. Að því var að sjálfsögðu mikið hagræði þegar bátarnir voru hér um dag- inn vestur undir Jökli, þegar sem dýpst var á síldinni. — G.E. >*« Unnið í frystihúsunum í nótt 1 gærmorgun kom Auður inn til Reykjavíkur með 400 tunnur síldar og fór strax út aftur. Frétt- ist í gærkvöldi að hún væri aft- ur á leiðinni með 1400 tunnur. Guðmundur Þórðarson kom með 1400 tunnur, Hringver 1300, Heiðrún 800, Sæljón 600—700, Ársæll 800—900. Var í nótt ver. ið að skipa síldinni í Þormóð goða, sem á að sigla með 3000 tunnur til Þýzkafands. 1 gærmorgun kom Jón Garðar tilKeflavíkur með fyrstu síldina, á áttunda hundrað tunnur. í gær kvöldi komu Vestmannaeyjabát- arnir Reynir með 600 og Gjafar 800—900 tunnur og Huginn var á leið inn með 800 tunnur. Tuttugu Keflavíkurbátar voru á sjó með línu og fengu 6—7 tonn. Ætluðu a. m. k. þrír að hætta samstundis á línunni og fara á síld í nótt. Blaðið hafði ennfremur fregn- ir af því að Hringver hefði verið búinn að fá 1250 tunnur síldar í gær, Sigurlaug frá Siglufirði 600 tunnur, Alftanes 450 og Rifs- nes 600. _með Háahnúk að sunnan og Geirmundartind að norðan. Berjadalur fyrir miðju. Ljósmynd: Ólafur Árnason. 5 tíma málflutningur um „Morðbréfamálib" í Hæstarétti í gær STAKSTEINAR Gott dæmi i:m mál- flutning kommúnista Frétt Þjóðviljans um ráðagerS sex lögregluþjóna í Reykjavík um að ráðast á lögreglustjórann og veita honum likamlega hirt. ingu, er gott dæmi um mál- flutning kommúnista. Kommún. istablaðið spinnur upp rosafrétt frá rótum um það að heill hóp- ur lögreglumanna hafi ætlað að ráðast á yfirmann sinn með lík. amlegu ofbeldi .Tilgangurini* með slíkum fréttaburði er auð- vitað sá, sem greinilega kemur fram í fyrrgreindri Þjóðvilja. grein, að hnekkja áliti lögreglu- stjóra og sýna óvinsældir hans innan lögreglunnar. En þessi fréttaburður hefur orðið mikið áfall fyrir kommún- ista sjálfa. Lögreglumenn í Reykjavík hafa einum rómi mót. mælt rógburði Þjóðviljans. Kommúnistablaðið hefur orðið að eta rosafrétt sína gersamlega ofan í sig. Er vissulega tími til þess kominn að það geri fleiri fréttum sínum sömu skil. „Hinn pólítiski blær" í forystugrein Tímans í gær er m. a. komizt þannig að orði um yfirlýisingu þá, sem vinnuveit- endur gáfu á fyrsta samnirrga- fundinum með fulltrúum Dags- brúnar, að á. henni hafi verið „pólitískur hlær“. Málgagn Framsóknarflokksins vítir mjög þennan „pólitíska blæ“. í því samhandi er ekki úr vegi að minna á það, að Framsóknar- mcnn hafa undanfarin ár haft nána samvinnu við kommúnista innan verkalýðshreyfingarinnar. Þar hefur ekki hnifurinn gengið á milli þessara tveggja flokka. Meðan vinstri stjórrrin sat hik- uðu Framsóknarmenn meira að segja ekki við að styðja komm. únista, hvar sem þeir gátu í bar- áttunni gegn Alhýðufl akknum), sem þó átti sæti í stjórn með Framsóknarmönnum. Siðan nú- verandi rikisstjórn var mynduð hefur samvinna Framsóknlai;- manna við konvmúnista innan verkalýðshreyfingarinnar svo orðið ennþá nánari. Þeir hafa beinrlinis komið þar fram eins og einn flokkur. Samvinna vinnuveitenda og verkalýðs f fyrrgreindri forystugrein Tímans í gær er einnig komizt að orði á þessa leið: „í nútíma þjóðfélagi er það höfuðnauðsyn að góð samvinna sé milli vinmuveitenda og verka- lýðs. f þeim anda eiga bæði verkalýðssamtökin og vinnuveit endasamtökin að vinna“. Hvernig skyldi nú Framsókn- arflokkurinn framkvæma þessa etefnuyfirlýsingu höifuðmál- gagns siirs? Þannig, að hann styður höfuð. málsvara stéttarbaráttunnar, kommúnista i einu og öllu. Fram sóknarmenn reyna, ásamt komm únistum, um þessar mundir að spilla öllu samkomulagi milli verkalýðs og vinwuveitenda. Þeir reyna að kynda elda upplausnar og niðurrifs hvar sem þeir mega því við koma. Það er sannarlega ekki mikið að marka yfirlýsing- ar Tímans. Framsóknarflokkur. inn fer ekki mikið eftir þeim. Hann veitir kommúnistum allt það lið, sem hann má til þess að eitra andrúmsloftið milli verka- lýðs og vinnuveitenda. Hann hjálpar þeim til þess að grafa undan efnahagsgrundvelli þjóð- félagsins. Sjálfur hefur Tíminn einnig stutt harðsvíruðustu Moskvu- kommúnista eins og Björn i Iðju í baráttunni gegn lýðræð. issinnum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.