Morgunblaðið - 25.01.1961, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.01.1961, Blaðsíða 12
12 MORGVNBLAÐIÐ Miðvilcudagur 25. Jan. 1961 JHwgm!f)f8fr i Utg.: H.f. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalotræti 6. Auglýsingar og afgieiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. FLOTINN ÚR HÖFN CJamkomulag hefur tekizt í deilu útvegsmanna og sjómanna. — ‘Vélbátaflotinn mun hefja vetrarvertíð sína næstu daga. Er vissulega rík ástæða til þess að fagna þeirri staðreynd, að verkfall skyldi aðeins standa fáa daga í nokkrum verstöðvum, en í sumum kom aldrei til þess að verkfall hæfist. Vegna síldveiðanna hér við Suð- vesturland má segja, að í raun og veru hafi tjón orðið mjög lítið af þessari vinnu- stöðvun. Heildarsamningar hafa nú í fyrsta sinn verið gerðir um kjör og skipti á vélbátaflot- anum um land allt. Þegar þetta er ritað hefur sam- komulag þó ekki náðst milli étvegsmanna og sjómanna á .V-estfjörðum, ; Með hinum nýju heildar- $amningum helzt kauptrygg- íag óbreytt frá því sem hún Var. Hlutur hvors aðilans um 3lg, sjómanna og útgerðar- tnanna er nú reiknaður af sama fiskverði, þ.e.a.s. því verði, sem raunverulega fæst fyrir aflann. 1 Er það fyrirkomulag miklu einfaldara og eðlilegra en það, sem áður ríkti. Styrkja- og uppbótakerfið gerði út- reikning fiskverðs oft að flóknu reiknisdæmi, sem erf- itt var að botna í. Nú veit sjómaðurinn hver hlutur hans verður, þegar er hann hefur lagt afla sinn á land. Með þessum nýju samn- ingum verður að vænta að nýr og heilbrigðari grund- völlur hafi verið lagður að samskiptum útvegsmanna og sjómanna í framtíðinni. - Fyrir þróun efnahagsmál- anna í landinu er það svo mjög þýðingarmikið atriði að við þessa samningsgerð hafa ekki verið gerðar neinar teljandi breytingar í hækk- unarátt. Kommúnistum og fylgifiskum þeirra hefur ekki tekizt að koma fram fyrirhuguðum byltingartil- raunum sínum. Fulltrúar út- vegsmanna og sjómanna hafa samið sín í milli á svipuðum grundvelli og áður, um leið og þeir hafa náð heildar- samningum og tekið upp eðlilegra og skynsamlegra fyrirkomulag um skiptingu á heildarverðmæti aflans en áður tíðkaðist. ' <s>- FRAMKVÆMDIR I SVEITUM ¥ Tpplýsingar þær, sem Frið- jón Þórðarson, sýslumað- ur í Dalasýslu, gefur í sam- tali við blaðið í dag, eru hin- ar athyglisverðustu. Rækt- unar- og byggingarfram- kvæmdir í þessu blómlega sveitahéraði sýna sannarlega ekki samdrátt eða kyrrstöðu. Á árinu 1960 voru teknir út 183 hektarar af fullræktuðu landi í Dalasýslu. Var það 12 hekturum meira en árið 1959. Á árinu 1960 voru einnig grafnir í Dalasýslu 300 þús. teningsmetrar af skurðum vegna nýræktar. — Byggingarframkvæmdir voru einnig verulegar. Upplýsingar Friðjóns sýslu manns .um greiðslu tekju- skatts og bætur almanna- trygginga eru ekki síður at- hyglisverðar. Hann skýrir frá því að árið 1959 hafi greiddur tekjuskattur í allri Dalasýslu numið á 5. hundr- að þúsund krónum. Árið 1960 var greiddur tekju- skattur í sýslunni hinsvegar aðeins 58 þús. kr. Þetta sýnir, hvernig stefnu breyting núverandi ríkis- stjórnar í skattamálunum verkar á hag bænda. Hin stórfellda skattalækkun í Dalasýslu hefur auðvitað orð ið bændum til mikilla hags- bóta. En jafnhliða þessari miklu skattalækkun hækka bæt- ur almannatrygginga, sem greiddar eru í Dalasýslu, úr 1 millj. kr. á árinu 1959 upp í 2,2 millj. kr. á árinu 1960. Þegar litið er á þessar staðreyndir um áhrif stjórn- arstefnunnar á hag fólksins í Dalasýslu, verður það ljóst, hvílíkar öfgar og fjarstæður Framsóknarmenn hafa farið með undanfarið, er þeir halda því fram, að stefna ríkisstjórnarinnar. hafi bók- staflega lamað allt framtak í sveitum landsins og sett sveitafólkið á vonarvöl. „VIÐREISN" í AUST ÚR-EVRÓPU T sambandi við hinar víð- tæku viðreisnarráðstafan- ir ríkisstjórnarinnar hefur oft verið vitnað til efnahags- málanna í nágrannalöndun- um. í öllum ríkjum Vestur- Evrópu er þessum málum hagað á svipaðan hátt og nú er gert hér, enda hefur efna- *nm Noona Dan er 160 tonna skip og hefur 5 manna áhöfn. — í skipinu verða byggðar full- komnar rannsóknarstofur fyr- ir visindamenn. Danskur leiðangur til Kyrrahafsins hagur þessara þjóða farið hraðbatnandi á undanförnum árum. Hið kommúníska skipulag í Austur-Evrópu gerir að sjálfsögðu erfitt um allan samanburð. Þar virðist til dæmis oft og tíðum furðulítil áherzla lögð á að bæta lífs- kjör almennings. En þessar þjóðir vilja framfarir eins og aðrar og smám saman er eitthvað af kreddubundnum stefnumálum kommúnista látið víkja fyrir þeim vinnu- brögðum, sem gefa bezta raun. Júgóslavar, sem fyrir löngu hafa brotizt undan Moskvuvaldinu, hafa nú tek- ið upp nýja efnahagsmála- stefnu, sem í ýmsu minnir á viðreisnina hér. Tekin hefur verið upp raunhæf gengisskráning og lagt hefur verið niður flókið kerfi upp- bóta og gjalda, sem ríkis- stjórnin notaði til að stjórna utanríkisviðskiptum lands- ins. í Póllandi hefur mikið borið á gagnrýni á efnahags- málunum. Einkum þykir áætlunarbúskapurinn ganga alltof langt. Og hin nánu viðskiptatengsl kommúnista- ríkjanna þykja mönnum nær eingöngu miðast við hags- muni Rússa. Sjálfir Rússarnir hafa ný- lega gert ýmsar ráðstafanir, sem eru í anda „viðreisnar“. Fyrst og fremst var hinu ó- eðlilega gengi rúblunnar breytt og það lækkað um 50%. Auk þess voru gerðar ýmsar ráðstafanir x verð- lagsmálum. Mun þetta leiða til skynsamlegra mats innan- lands á ýmsum verðmætum og auðvelda ’ samanburð á framleiðsluvörum Rússa og annarra þjóða á heimsmark- aðnum. Þegar hugsað er til þess- ara breytinga vaknar sú spurning hvort stjórnarand- staðan á íslandi sé ekki kom in út af línunni? HINN 1. apríl n. k. leggur danskur vísindaleiðangur af stað til rannsókna á ýmsum kóraleyjum á svæðinu milli Ástralíu og Indlands. Munu leiðangurs menn kanna dýralíf og gróður á mörgum eyjum, þar sem engir vísinda- menn hafa áður komið. Talið er sennilegt að þarna finnist nýjar fugla- og dýrategundir, áður óþekkt ar, sem fluttar verða á söfn í Danmörku. inni og skiptast fjórtán vís- indamenn á við rapnsóknar- störfin. Aldrei verða þeir þó fleiri í einu en sjö. Fyrst verður haldið til Port Dar- win í Ástralíu. Þaðan verða svo kannaðar nokkrar eyjar fyrir norðan Ástralíu. Næst verður haldið til Sulueyjanna við Nýju Guineu og áfram til Bismark og Salomonseyj- anna. ☆ ☆ 18 MANAÐA FERÐ Knud Lauritzen, forstjóri útgerðarfélagsins J. Lauritzen hefur lánað leiðangrinum end urgjaldslaust 160 tonna skip, Noona Dan, með fimm manna áhöfn. Er nú verið að búa skipið undir ferðina, ganga frá íbúðum fyrir vís- indamennina og rannsóknar- stofum auk frystigeymslu fyr ir sýnishorn þau er safnað verður. Noona Dan leiðangurinn verður átján mánuði í ferð- SÉRSTÆTT DÝRALÍF Á öllum þessum eyjum er sérstætt dýralíf, sem ekki er til annars staðar. Reynt verð ur að komast að því hvaðan þessar dýrategundir eru ætt- aðar, og verður aðalverkefni leiðangursins að safna sýnis- hornum. Noona Dan hefur undan- farin þrjú ár verið við Græn land með landmælingamenn, aðallega á svæðinu nálægt Meistaravík. Að þessu sinni verður skipinu siglt yfir At- lantshafið, gegnum Panama- skurðinn og til Ástralíu, en heim verður farið um Súez- skurðinn og er leiðin sem skipið siglir alls um 30 þús. sjómílur. Nokkrir leiðángurSÍn’ehn við landabréf af Kýrraháfseyjttm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.