Morgunblaðið - 25.01.1961, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 25.01.1961, Blaðsíða 11
MiðviKudagur 25. jan. 1961 MORGVNBLAÐIÐ 11 Framsóknarþingmaður hneykslast á málflutningi stjórnarandstöðunnar „IVÍundu nú að steinhalda þér saman ..." ÓIi sprengair treður Emanúel inn í vínskápinn. (Ámi Tryggvason og Reynir Oddss.) Hversvegna er Pókók farsi? A FUNDI neðri deildar Al- þingis í fyrradag var frumv. ríkisstjórnarinnar um heim- ild stofnlánadeildar sjávarút- vegsins við Landsbanka ís- lands til að opna nýja lána- flokka, enn til 1. umræðu. Gylfi Þ. Gíslason viðskiptamála ráðherra talaði fyrstur og svar- aði ræðum þeirra Eysteins Jóns- sonar og Lúðvíks Jósepssonar sl. föstudag. Sagði hann, að kjarn- inn í ádeilum þeirra hefði verið hinn sami, ekkert nýtt hefði kom ið fram í ræðum þeirra og aðal- uppistaðan hefði verið hin sama og í ræðum stjórnarandstæðinga, ekki aðeins nú síðustu daga eða síðustu vikur, heldur undanfarna mánuði. Hrakti hann síðan enn einu sinni rangfaérslur þeirra í sambandi við greiðsluhalla þjóð- arinnar gagnvart útlöndum. Lagði hann áherzlu á, að þegar heildargreiðsluhallinn væri gerð ur upp stoðaði ekki að taka að- eins greiðsluhallann á vörum og þjónustu, rétt mynd fengist ekki xiema þar væru einnig færðar afborganir af erlendum lánum, sem tekin hefðu verið. Þessi hátt ur væri hvarvetna á hafður, og því til staðfestingar vitnaði ráð- herrann til greinar í tímaritinu „International Financial News Survey" um efnahagslíf Noregs, sem sýndi, að heildargreiðsluhall inn er þar einmitt gerður upp á sama hátt og nú er gert hér. Þá lýsti ráðherrann því ástandi, sem ríkti í lánamálum þjóðarinn- ar um þær mundir, sem vinstri stjórn Alþýðuflokksins, Fram- sóknarflokksins og kommúnista hrökklaðist frá. Sagði hann, að þeim Eysteini Jónssyni og Lúð- víki Jósepssyni væri það jafn- kunnugt og sér, að lánstraust þjóðarinnar hefði verið gjörsam- lega þrotið, og 1958 hefði verið svo komið, að engin e»lend lán voru fáanleg eftir venjulegum leiðum og þau lán, sem þá feng- ust, voru fengin með algjörlega óeðlilegum hætti. Ráðherrann kvað það vissulega rétt, að heildargreiðsluhallinn við útlönd hefði orðið mikill ár- in 1959 og 1960. En það væri mik- 1 GREIN í Morg'unb'l aðinu 19. jan. s.l. varðadi skýrslu Robert L. Davison um hús'byggingamál, eegir svo í undirfyrirsögninni: „Ýmsar leiðir til lækkunar . . 4. Verkfræðingar gætu minnk að magn steinsteypu, sem notuð er í vegigi flestra bygginga um 50% ef góðar aðferðir væru fyr ir hendi í sambandi við gæðaeft irlit steinsteypu og byggingasam þykktir leyfðu þeim að nota hag Ikvæmar lausnir. í tilefni af þessu þykir okkur rétt að koma eftirfarandi á fram færi: Steypustöðin, sem er stærsti framleiðandi á steinsteypu í Reykjavík og nágrenni hefur undanfarin 5 ár haft á hendi Igæðaeftirlit á allri seldri stein- eteypu. Eigin rannsóknanstofa t>úin fullkomnum tækjum, sér Btakilega þjálfuðum starfsmanni, wndir yfirumsjón byggingaverk- fræðings. Við leyfum okkur að fulilyrða að eftirlit þetta stenzt samanburð við það sem bezt ger Ist erlendis. Jafnframt liggur það fyrir að rneð tilkomu eftir- llits þessa sem haft hefur í för íneð sér meiri gæði steinsteypu en áður, er farið að nota hærri epennu í steinsteyptum bygging um, en> áður þekktist. il rangtúlkun áð halda því fram, að hann væri dæmi um stefnu núverandi ríkisstjórnar og fram- kvæmd hennar. í efnahagsmála- frumvarpi ríkisstjórnarinnar í febrúar sl. hefði einmitt verið sagt, að um mikinn halla yrði að ræða 1959—61 vegna hinna miklu afborgana af erlendum lánum, sem tekin voru á árunum 1954— 59. Skýringin á greiðsluhallanum væri fyrst og fremst þessi þunga greiðslubyrði, og það væri að snúa hlutunum alveg við að segja, að þessi halli sé afleiðing af stefnu núverandi ríkisstjórn- ar. Núverandi ríkisstjórn hefði ekki gert neinar ráðstafanir, sem þyngdu greiðslubyrðina, heldur hefði hún séð svo um, að unnt er að standa við þær skuldbind- ingar, sem gengizt var undir 1954—59. Taldi viðskiptamálaráð herra það ekki heiðarlegan mál- flutning, þegar fyrrverandi ráð- herrar úr ríkisstjórn Hermanns Jónassonar standa nú upp og á- telja þá, sem eru að borga þá reikninga, er þeir sjálfir skrifuðu upp á. — En afleiðingin af hinni ábyrgu stefnu ríksstjórnarinnar væri sú, að nú stæðu þjóðinni opnir ýmsir lánamöguleikar, sem lokaðir voru árið 1958 eftir setu vinstri stjórnarinnar. , Eftir ræðu viðskiptamálaráð- herra tók Björn Pálsson til máls. Sagðist hann ekki sjá nokkra ástæðu til að deila á ríkisstjórn- ina fyrir bráðabirgðalögin eða frumvarpið til staðfestingar á þeim. Taldi hann, að stjómarand stæðingar hefðu gert allt of mik- ið af því að bera fram áfiakanir á hendtur ríkisstjórninni án nægi- legs rökstuðnings og án þess að benda á betri úrræði. Allir hlytu t.d. að sjá, að ekki væri hægt að kenna ríkisstjórninni um afla- leysi eða verðfall á erlendum mörkuðum. Ádeilurnar á ríkis- stjórnina hefðu verið allt of á- byrgðarlausar í þessum efnum; og ekkert væri unnið við að við- urkenna ekki það, sem stjórnin gerir vel og láta hana ekki njóta sannmælis. Slík vinnubrögð mætti ekki viðhafa. Lýsti Björn því svo yfir, að hann teldi frum Eftirlit okkar og rannsófcnar- stofa eru opin öllum, og hefði Mr. Davison gert sér það ómak að heimsækja ofckur til athug- unar á gæðaeftirliti, hefði hann getað gengið úr sfcug.ga um hvern ig starfsemin er rekin. Með þökk fyrir birtinguna. Steypustöðin h.f. Félag ungra Sjálf- stæðismanna á Ólafsfirði ÓLAFSFIRÐI, 23. jan. — Fyrir nokkru hélt Garðar, félag ungra Sjálfstæðismanna í Ólafsfirði, aðalfund sinn. Fyrir fundinum lágu venjuleg aðalfundarstörf. í stj órn voru kjörnir Svavar Magnússon, formaður, meðstjóm endur Guðmundur Þór Bene- diktsson og Jón Árnason og í varastjórn Jakób Ágústsson, Halldór Guðmundsson og Ásgeir Ásgeirsson. Á fundinum gengu margir nýir meðlimir í félagið og ríkti mikill áhugi á fundinum varðandi framhald félagsstarf- seminnar í vetur. —. varpið vel gert og viturlegt, það horfði til mikilla bóta, og mundi hann greiða því atkvæði sitt. Þá vék hann að málflutningi viðskiptamálaráðherra, sem hann kvað mjög villandi í ýmsum efn- um, og það jafnvel svo, að 10 ára börn mundu ekki láta blekkj ast af málflutningi hans. Einar Olgeirsson tók næstur til máls. Sagði hann, að hinir nýju lánaflokkar virtust vera mútur ríkisstjórnarinnar til þeirra, sem ráða sjávarútveginum, til þess að þeir efndu til stöðvunar. Þá lýsti Einar því í löngu máli hvernig Reykjavíkurauðvaldið pískaði út gerðarmenn úti á landi til þess að semja ekki við sjómenn, og sagði að ríkisstjórnin væri eins og þumalfingurinn á þeirri járn- krumlu, sem stóratvinnurekend- ur krepptu nú utan um smáút- gerðarmenn og sjómenn. Hafði Einar talað í a. m. k. þrjá stundarfjórðunga, þegar umræð- unni var frestað og hafði hann þá ekki enn lokið máli sínu. -------------------------------- UNDANFARNA daga hefir mátt lesa í blöðunum að leikrit Jökuls Jakobssonar, Pókók, væri farsi. Sjálfur veit ég ekki íyllilega hvað átt er við með orðinu, nema hvað sumsstaðar má skilja af samhenginu að það tákni gam- anleik án tilrauna að höfða til æðri skynfæra mannskepnunn- ar, og ekki gætt boðskap af einu eða öðru tagi. Leikritið hefir nú verið flutt þrisvar við mikla aðsókn og hrifningu, og hefir sá sem þess- ar línur skrifar verið tvívegis viðstaddur flutning þess, og horf- ið enn einu sinni úr gömlu Iðnó að leikslokum, þakklátur og nokkurri lífsreynslu ríkari. Ymsir þættir leiksins eru vit- anlega gaman eitt, þó það gaman sé oft nokkuð grátt. Allt mjög ýkt, eins og tíðkast í gamanleikj- um, sviðið morandi af skringi- legum týpum, sem ekki verða oft beinlínis á vegi manns í bænum okkar, vesalingum, örþreyttum af ofnautnum eða skorti, slæp- ingjum, sem mistekizt hefir að finna verkefni við sitt hæfi, og lent á Litlahrauni, í hálfgerðum misgripum, og átt þar beztu daga ævinnar, lífsþreyttum konum og geðstirðum, sem þó hafa minni hæfileika en hið sterka kyn til að láta með öllu bugast undan þunga lífsfargsins, ög svo fólki, sem er ákveðið í að bjarga sér hverju sem tautar og helzt heim- inum líka, í framhjáleiðinni. Leikurinn er næsta lærdóms- ríkur á marga lund, víða vel skrifaður, samtöl og tilsvör hitt- in, að vísu nokkuð gróf eins og lífið og manneðlið að tjaldabaki, með köflum kannske óþarflega hrjúft og ódulbúið, en höfuð- kostur þess er, að því lýkur ekki með öllu er staðið er upp af bekkj unum, eins og tíðast er um svo- kallaða gamanleiki. Þó aðalpersóna sögunnar, Jón Bramlan, leikinn af logandi fjöri og eftirminnilegri reisn, af Þ. O. Steph. og öli sprengur, sem höfundur og leikari (Arni Tryggvason) keppast um að blása svo upp að hann kemur sjaldan niður á jörð, en stendur þar ör- uggum fótum er svo ber við, séu mikinn hluta sýningarinnar á sviðinu, annar eða báðir, eru það þó fremur aðrar persónur, sem fylgja leikhúsgestum heim og jnn í svefninn, enda frá hendi skáldsins höfuðtúlkendur þess, sem fyrir því vakir. Iða Brá, er einkadóttir Jóns Bramlan táp- mikil að upplagi en gjörspilt af eftirlæti, og Elín Tyrfingsdóttir, bóndadóttir að norðan,. komin á mölina í leit að lífsreynslu og eiginmanni. Eg verð að biðja höfundinn afsökunar ef mér missýnist um það hvað hann er að fara, en mér finnst þessi leik- ur vera mjög athyglisverð tii- raun til að draga upp hrollvekj- andi myndir af þeim harmleik, sem menning nútímans og ríg- bundin skólakerfi, neyða mikinn hluta ungu kynslóðarinnar að gerast þátttakendur í. Æskufólk Vesturlanda skortir fæst mennt- un eða lífsþægindi, heldui eitt- hvað, sem vert er að lifa fyrir, örfandi verkefni, sem gera lífið þess virði ac lifa því. Hin dap- urlega sjóndeyfð margra á fegurð lífsins og fjölbreytilega mögu- leika þess, stafar af andlegri þreytu. Eldri kynslóðin réttir fólki steina fyrir brauð; veitir því meiningarlaus þægindi í stað baráttu fyrir æðri munaði; gling- ur en ekki listir, úrtölur þegar allt veltur á baráttukjarki og lifandi trú. Elín Tyrfingsdóttir er fulltrúi hins rómahtíska sakleysis (hefir þó sofið í hlöðu og ekið í Rússa- jeppa). Hún á jörð, fugla og blóm, og þráir að komast sem fyrst heim aftur í sveitasæluna. En hún vill þá menntast fyrst, kynnast lífinu og lokkandi spill- ingunni á mölinni, sem á sér leyndardómsfullar freistingar, sem sveitin hennar þekkir ekki nema í blöðunum. Og hún leit- ar einmitt að eiginmanni á þess- um slóðum. Hér er vissulega harla áleitið umhugsunarefni fyrir menningarforustu strjál- býlisins. Er þá ekki lengur nóg að eiga jarðarskika og kvenmann, eins og skáld liðinnar kynslóðar kenndi okkur í æsku? Þarf nú orðið að krydda gjafir skaparans syndsamlegum mannaverkum á borð við listir, svo lífið haldi á fram að endurnýjast? Guðrún Stephensen leikur Eiínu Tyrfingsdóttur, og gerir hvorttveggja í senn, sýna hið kátbroslega í fari þessarar ein- földu sveitastúlku og minna þó áhorfandann allhrottalega á þá staðreynd að jörð, fuglar og blóm eru varla nema hálf lífshamingj- an, jafnvel vitgrannur glæpamað ur getur skyggt á þessa dýrð fyp- ir saklausri sveitapíu. Iða Brá er eftirlætisbarn og lífið borið inn til hennar á guR- diski. Hún hefir aldrei reynt aö berjast til sigurs eða bíða ósig- ur. Sigurinn er henni ávallt tryggður, hvort sem hún kýs sér að verða bara fegurðardrottning eða glæpadrottning. Hún hefir skilið að betra er illt að gera en ekki neitt, er köld og ósveigjan- leg, en úrræðalaus er á reynir Sökum andlegs aflleysis, afleiS- ing skorts á lífsreynslu er veit- ir hyggindi sem í hag koma og þokka sem laðar að lífsnautnina. Þó má sjá lífsmark með sam- vizkunni er hún afþakkar meS fyrirlitningarsvip fimm hundruð þúsundin hans pabba síns. Þegar Iða Brá birtist á sviðinu er sem hvellur dissonans skeri eyrun. Mig minnlr að einhversstaðar standi á prenti að ekkert sé aS marka þennan kvenmann, hann sé bara amerískur en ekfci okkar, — virðist ekki hafa komið auga á það að við lifum einmitt inn í miðri Ameríku. Hér túlkar Kristín Anna hlutverkið sem hina fullkomnu andstæðu Elínar Tyrfingsdóttur, með eldsnöggum tilbúnum hreyfingum, kaldrifj- uð, markviss og ekkert elsku mamma ef einhverju þarf að ná, sem ekki liggur á lausu. Og fyrst við nefndum útlönd má það gjarnan koma fram hér að auð- velt var að gleyma því and- spænis Kristínu Örinu að við vær um staddir í gömlu Iðnó, en ekki sunnar í álfunni. Listafólk okk- ar á öllum sviðum er sem óðast að leggja niður þann óvana að sætta sig við að vera huldufólk norður undir pól. Þið eruð hluti af heiminum — munum það ölk Þó leikritið Pókók hefði vissu- lega þurft að fara enn eina ferð gegnum hreínsunareld höfundar síns, og geti raunar vel gert það ennþá, er að minnsta kosti með öllu ástæðulaust að kalla það farsa í einhverri niðrandi merk- ingu. Þetta er mjög glæsilegt byrjendaverk í leikritun. Hin skemmtilega tónlist er leikin var milii atriða var mik- ilsverður þáttur í leiknum, og leiktjöldin þóttu mér framúrskar andi, Leikstjórinn hefir tek- izt á hendur mikið og erfitt verk og að langflestu leyti leyst það frábærlega vel af hendi. Bagnar Jónsson Aihugasemd varðandi gœoaeftirlit á steinsteypu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.