Morgunblaðið - 25.01.1961, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.01.1961, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ Miðvik'udagur 25. ian. 1961 Fyrírliggjandi: Suðusköft — Brennarar — Hitarar Mælar — Spýssar — Slöngur Allir varahlutir og logsuðuvír Fjölbreytt úrval. G. Þorsteánsson & Johnsson H.f. Grjótagötu 7 — Sími 24250 TIL SÖLIJ fokhelt raðhús í Silfurtúni. Byggt eftir nýustu tízku Nánari upplýsingar gefur: Málflutningsskrifstofa Einars B. Guðmundssonar, Guðlaugs Þorlákssonar, Guðmundar Péturssonar, Aðalstræti 6 símar 1-2002, 1-3202, 1-3602. Afvinna Óskum að ráða nokkra bifvélavirkja. Bifreiðaverkstœðið ÞÓRSHAMAR hf. Akureyri — Sími 1353 — Verkstjóri í kjóla — í pils MARKADURINi Hafnarstræti 11 1 U H H $ 6 Ul frá SáEdarutvesisnefnd ATHUGASEMD frá Síldarútvegs nefnd vegna nokkurra atriði í grein Haraldar Böðvarssonar í Morgunblaðinu 11. þ.m. undir fyrirsögninni „Sveltur sitjandi kráka eri fljúgandi fær“. 1 einum greinarkaflanum und- ir fyrirsögninni Saltsíldarmat o. fl. ræðir greinarhöfundur um söltunarbyrjun norðanlands sl. sumar og viðskipti sín við nefnd- ina í því sambandi. Þar sem hér er að ýmsu leyti rangt með farið og vafasamar á- lyktanir dregnar í öðrum atrið- um, vill nefndin leyfa sér að óska eftir því að heiðrað blað yðar birti eftirfarandi: 1. Það er ekki rétt hjá Har- aldi Böðvarssyni að síld sú, sem um ræðir hafi verið söltuð í banni Síldarútcvegsnefndar. Síldarsölt- un var leyfð 27. júní. Sú síld, sem um ræðir, var söltuð 7. júlí. Eng- in sild var söltuð á stöð Harald- ar Böðvarssonar fyrr en 3. júlí. Eftir að söltun er leyfð ber hver söltunarstöð ábyrgð á sinni síld, sem afhendist fullverkuð upp í gerða samninga, og fer þá um hæfni hennar eftir mati kaup- anda og/eða Síldarmats ríkisins. Ef umrædd síld hefði að áliti Har aldar Böðvarssonar verið hæf til afhendingar upp í samninga var því ekkert um annað að gera en bíða átekta um afhendingu síld- arinnar þegar hún var fullverk- uð. II. Fyrir nefndina hafði aldrei verið lögð nein gögn um það, að kaupandi væri að síldinni í Dan- mörku og þar af leiðandi aldrei minnzt á verðið. Umræddar 20 tunnur, sem er óvenjulega stórt sýnishorn, áttu að sendast án verðs í umboðssölu. Um af- greiðslu þessa máls er rétt að vísa til bókunar nefndarinnar, sem er svo: A 31. fundur Arið 1960, föstudaginn 8. júlí, hélt Síldarútvegsnefnd fund á skrifstofu sinni á Siglufirði. Mættir voru undirritaðir nefnd armenn ásamt framkv.stjóra Jóni Stefánssyni. 3. Framkv.stj. Jón Stefánsson skýrði frá, að í morgun hefði Gunnar Flóvenz framkv.stj. SHd- arútvegsnefndar í Reykjavík hringt til sín og tjáð sér, að Har- aldur Böðvarsson ósltaði eftir þvl að flytja út 20 tunnur af norð- lenzkri saltsíld sem söltuð var 7, þ.m. af m/s Böðvar AK. Væri síldin blönduð, og hefði Gísli Vil- hjálmsson óskað eftir, að síldin yrði send til Poul Hansen, Kaup. mannahöfn. Nefndinni hefir eng- in beiðni borizt um kaup á síld frá P. Hansen og sér sér ekki fært í byrjun vertíðar að leyfa ein- staklingum útflutning á síld. Auk þess er talið, að hér sé um mjög blandaða (smáa og stóra) síld að ræða, sem geti orðið til tjóns fyrir gæðaálit norðlenzkrar lands saltaðrar síldar að senda til út- landa. Samþykkt með öllum atkvæð- um. Fleira ekki gert — Fundi slitið. Erlendur Þorsteinsson Jón L. Þórðarson, Björn Kristjánsson Guðmundur Jörundssoa Gunnar Jóhannsson Nefndinni er óskiljanlegt hvað Haraldur Böðvarsson á við, er hann segir að svar nefndarinnar hafi verið „nei og aftur nei“. Fyrir fund nefndarinnar hefur þetta ekki komið nema í þetta eina skipti. Um sendingu síldar- innar suður og þóf í því sambandi er rétt að benda á, að síldin er söltuð 7. júlí, því slegin til strax og send suður og sótt um leyfi daginn eftir. Umræddar 20 tunn- ur voru síðan, að því er frkv.stj, Jón Stefánsson upplýsir, samkv. sérstakri beiðni Gísla Vilhjálms- sonar sendar norður og seldar umbjóðanda hans í Svíþjóð, og. var þá að engu getið tilboðsins frá Danmörku. II. Söltunarbyrjun norðan- lands: Nefndinni hefur af ýmsum að- ilum verið legið á hálsi fyrir það að hún leyfði ekki söltun fyrr á Norðurlandi sl. sumar. Hafa í þvl sambandi verið nefndar hinar fá- ránlegustu tölur um það sera hægt hefði verið að salta ef byrj. að hefði verið fyrr. Auðvitað hef- ur síldarhungrið á Norður. löndum sl. haust ýtt undir hug- myndarflug manna í þessum efn- um. Nefndinrii finnst því rétt að gefnu tilefni í greín Haraldar Böðvarssonar, að geta nokkurra staðreynda í þessu máli: Fyrsta síldin veiddist 17. júnf og var talað um að hún væri stór og með talsverðri átu. Síldarútvegsnefnd fékk þá þeg ar einn af elztu og reyndustu starfsmönnum Síldarmatsins til þess að fylgjast með gæðum síld arinnar og fitumæla ef tir því sem við yrði komið. Jafnframt hafði nefndin daglegt samband við ýmsa reynda síldarmenn á Siglu- firði um gæði síldarinnar. Hinn 22. júní var fitumagn síld ar, sem veiddist við Kolbeinsey, taiið samkvæmt einni „fitumæl- Framh. á bls. 17. Mjég vanur löglræ.ingur með öllum réttindum, óskar eftir atvinnu hluta úr degi, eftir samkomulagi. Þeir, sem hefðu áhuga á að sinna þessu leggi nöfn sín ásamt símanúmeri til afgr. Mbl. merkt. „Afkastamaður — 1366“, fyrir þann 30. þ.m. Bifvélavirki óskast Þarf að geta tekið að sér verkstjórn. — Tilboð merkt „Framtíð — 1119“^ Sendist afgr. Mbl. fyrir föstu- dagskvöld. AlSt á sama stað Hjóibarlar og slöngur 560 x 13 590 x 13 640x13 670 x 13 520 x 14 560 x 14 500 x 15 550x15 560x15 600x15 640 x 15 650 x 15 670x15 700 x 15 710x15 760x15 500 x 16 525x16 550x16 600 x 16 650x16 900 x 16 165x400 550x17 650x20 750 x 20 825 x 20 900 x 20 1000 x 20 1100x20 Ir'l! Vilhjáimsson hf. Laugavegi 118 — Sími 22240

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.