Morgunblaðið - 17.02.1961, Síða 12

Morgunblaðið - 17.02.1961, Síða 12
12 MORGUNBLAÐ1Ð Fðstudagur 17. febr. 1961 X Utg.: H.f. Arvakur, Reykjavlk. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðaistræti 6. Auglýsingar og afgieiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 3.00 eintakið. FRAMLEIÐSLAN ER LIFÆÐIN Tllikill meirihluti þjóðarinn- ar fagnar því áreiðan- lega, að róðrar eru nú al- mennt hafnir eða að hefjast nema í Vestmannaeyjum, þar sem kommúnistar halda athafnalífinu í helgreipum sínum með verkfalli, sem enginn bilbugur virðist enn vera á orðinn. Aldrei verður þjóðinni það Ijósara en einmitt þegar verkföll og vinnudeilur stöðva framleiðslutæki henn- ar, að framleiðslan er lífæð þjóðfélagsins. Þess vegna veltur allt á því að hún sé rekin á heilbrigðum grund- velli og fái. að ganga ótrufl- uð. Höfuðtakmark allra þjóð hollra íslendinga hlýtur að vera það, að framleiðslustörf in gefi sem mestan arð. Lífs- kjör þjóðarinnar eru fyrst og fremst undir því komin, hvernig tekst um rekstur framleiðslutækjanna á hverj- um tíma. Ef framleiðslan er mikil og vaxandi, þýðir það bætt lífskjör, stærri skerf í hlut hvers einstaklings. Ef framleiðslan dregst saman, þýðir það á sama hátt að minna kemur til skiptanna milli einstaklinga þjóðfélags- ins. Niðurstaðan verður allt- af sú sama: Að þjóðin getur ekki eytt meiru en hún afl- ar. Hún verður að miða lífs- kjör sín við arðinn af fram- leiðslutækjum sínum. Það er vegna þessarar grundvallarstaðreyndar, sem öll þjóðin verður nú og jafn- an að sameinast um, að tryggJ3 heilbrigðan rekstur atvinnutækja sinna og vinna að því af hagsýni og skyn- semi að auka arðinn af rekstri þeirra. í því er hin eina raunhæfa kjarabót fólg- in. — HVERJIR BORGA BRÚSANN? Ðússar láta oft liggja að því að þeir hafi á undanförn- um árum lagt fram ríflegan skerf af því fé, sem Samein- uðu þjóðimar hafa varið til fjölþættrar mannúðarstarf- semi og reksturs hinna ýmsu stofnana sinna. Hvað skyldi nú Vera hæft í þeirri staðhæfingu? Samkvæmt upplýsingum, sem nýlega hafa verið birtar um heildarrekstrarkostnað Sameinuðu þjóðanna og stofn ana þeirra á árinu 1960, hef- ur heildarkostnaðurinn á þessu ári orðið tæplega 335 milljónir dollara. Af þessu fé hafa Bandaríkin greitt 146 <s>---------------------- millj. dollara, en Rússar að- eins rúmar 18 millj. dollara. Bandaríkin hafa með öðrum orðum greitt 43,7% af heild- arkostnaði við Sameinuðu þjóðirnar og stofnanir þeirra á árinu 1960 en Rússar að- eins 5,4%. Þetta er þá sannleikurinn í málinu. Ef athugaðir eru einstakir útgjaldaliðir, kem- ur þetta m. a. í ljós: Heild- arfjárframlög til vanþrosk- aðra þjóða á vegum Samein- uðu þjóðanna er rúmlega 71 millj. dollara. Af þeirri fjár- upphæð hafa Bandaríkja- menn greitt rúml. 29 millj. dollara en Rússar 2,3 millj. dollara. Af 38,5 millj. dollara útgjöldum vegna flótta- mannaaðstoðar hafa Banda- ríkin greitt 25,3 millj. doll- ara en Rússar ekki einn ein- asta eyri. Af 9,2 millj. doll- ara til matvæla- og land- búnaðarstofnunarinnar hafa Bandaríkin greitt tæpar 3 millj. dollara en Rússar ekk- ert. Af 25 millj. króna fjár- veitingu vegna barnahjálpar- innar hafa Bandaríkin greitt 12 millj. dollara en Rússar 602 þúsund dollara. Af 48,5 millj. dollara, sem Samein- uðu þjóðirnar vörðu á fyrstu 6 mánuðunum til þess að koma á friði í jKongó, hafa Bandaríkjamenn greitt 19,6 millj. dollara en Rússar ekki einn eyri. Þannig mætti halda lengi áfram að telja. Rússar hafa lagt sáralítið fjármagn fram til þessarar mannúðar- og viðreisnarstarfsemi, sem rek- in hefur verið á undanförn- um árum á vegum Samein- uðu þjóðanna. Sjálfir hafa þeir hins vegar haft í frammi drjúgan áróður um það, hve mikið fé þeir hafi látið af hendi rakna í þessu skyni. HUNGURSNEYÐIN í KÍNA !?■ ínverska kommúnista- *“■ stjórnin hefur sjálf við- urkennt það frammi fyrir öllum heiminum, að hungurs neyð ríki nú í landinu. Telur stjórnin að uppskerubrestur sé aðalorsök þessa hörmulega ástands. Þeir, sem kunnugir eru atvinnuháttum í Kína, telja hinsvegar margir að ein aðalástæðan fyrir stórminnk- aðri kornframleiðslu sé hið kommúníska skipulag, sem þröngvað hefur verið upp á kínverskan landbúnað. Kommúnistastjórnin í Kína hefur lýst því yfir, að árið Eichmann mun ekki neita staðreyndum — E F minn, Eichmann, dæmdur til dauða, mun ég strax áfrýja dómnum, segir þýzki lögfræðingur- inn dr. Robert Servatius, sem hefur tekið að sér að verja manninn með líf 6 milljóna Gyðinga á sam- vizkunni, við réttarhöldin í ísrael í marz. Servatius fer ekki í graf- götur með það hverja leið hann ætli að velja í vörn Eich manns. Hann mun leggja höf- uðáherzlu á það hvort Israei * hafði heimild til að taka Eich- mann fastan í Argentínu og flytja hann til Israels. Yerjandinn segir að Eich- mann muni tjá sig ósekan, en 1959 hafi verið framleidd 270 milljón tonna af korni í Kína. Hafði stjórnin sett sér það mark að árið 1960 yrðu framleidd 297 millj. tonna af korni. Pekingstjórnin hefur játað að því marki hafi ekki verið náð, en hefur ekki gef- ið út nákvæmar tölur um hina raunverulegu fram- leiðslu. Sérfræðingar í Kína- málum í Hong Kong telja hinsvegar, að kornfram- leiðsla ársins 1960 í Kína hafi hrapað niður í 185 millj. tonna. Liggur í augum uppi að slík framleiðslurýrnun hlýtur að hafa örlagaríkar af leiðingar fyrir þjóð, sem lifir í jafn ríkum mæli á korni og raun er á um Kínverja. Það er almenn skoðun þeirra, sem gerzt þekkja til í Kína, að vandræði land- búnaðarins þar hafi fyrir alvöru hafizt á árinu 1958. En á því ári hófst kommún- istastjórnin í Peking handa um að þröngva hinu komm- úníska skipulagi upp á bænd urna og kínverskan landbún- að. Mikill meirihluti bænd- anna var þessu skipulagi and vígur og margt bendir til þess að allt hafi farið í handa skolum um framkvæmd þess. í sambandi við hungurs- neyðina í Kína nú, rifjast það upp, að á fyrstu árum sovétskipulagsins í Rúss- landi, þjarmaði hungursneyð að milljónum Rússa. Fjöldi fólks varð hungurmorða og rússneskur landbúnaður komst á hið mesta niðurlæg- ingarstig. Þannig hefur hið kommúníska skipulag leikið tvær fjölmennustu landbún- aðarþjóðir heimsins, Rússa og Kínverja. Það hefur leitt hungursneyð yfir hundruð milljóna manna. En þetta skipulag vegsama kommún- istar um allan heim, einnig hinir sanntrúuðu Moskvu- dýrkendur hér á íslandi. muni ekki reyna að neita stað í sambandi við rannsókn í reyndum. .ná1! 1 ans“ HEPPILEG LEIB Alþjóðlega kunnur lögfræð- ingur, dr. Robert Kempner, sem þbkktur er frá Niimberg- réttarhöldunum, hefur lýst því yfir að þessi leið Servatius ar sé mjög heppilega valin hjá honum. I Núrnberg gerðu margir nazistaleiðtogarnir þá skyssu að neita öllu, og varð það einungis til þess að sækj- endur áttu -auðveldara með að sanna á þá lygarnar. Servatius var verjandi nokk urra stríðsglæpamannanna 1 Nurnberg og telur Kempner að vörn hans þá hafi verið mjög sterk. En þrátt fyrir það voru margir af skjólstæðing- um hans dæmdir til henging- ar. TVEIR MÁNUÐIR Kempner er í Israel til að ræða við ríkisstjórnina um lög fræðileg atriði í sambandi við Eichmann-málið. En hann var lögfræðilegur ráðunautur þýzku lögreglunnar áður en nazistar komust til valda, og var t. d. í því starfi þegar Adolf Hitler var ákærður fyr- ir uppþot og meinsæri. Ríkissaksóknarinn í Israel, Gideon Hausner, telur að Eich mann-málið muni taka sex vik ur, en Servatius álítur að það geti tekið tvo mánuði. Hann áætlar að unnt verði að yfir- heyra 4—5 vitni á dag, en þar að auki verði óhemju fjöldi af skjölum lagður fram í málinu. „Skjólstæðingur minn hefur skrifað 5000 vélritaðar síður KOSTNAÐUR Servatius hefur enn ekki ákveðið hvaða vitni hann mun % leiða fram. Hann hefur þó sagt að fjölskylda Eichmanns muni tæplega koma til Israels til að vera við réttarhöldin. Fjöl- skylda Eichmanns hefur feng ið nærri 200 þúsund kr. frá bandaríska vikuritinu Life fyr ir birtingarrétt á endurminn- ingum Eichmanns. Af þessari upphæð hefur Servatius feng ið um 150.000,— upp í kostn- að. NAZISTAR AURA SAMAN I Þýzkalandi hafa fyrrver- andi nazistabroddar hafið fjár söfnun í Eichmanns-sjóð. Vest urþýzka lögreglan hefur feng- ið vitneskju um að fyrrver- andi nazistar, sem nú skipa háar stöður í Ruhr-iðnaðinum og í þýzkum fjármálum, hafi lagt fram verulegar fjárhæðir. Talið er að forsprakki nazist- anna sé Hans Ulrich Rudel, sem hlaut æðstu heiðursmerki Þriðja ríkisins, m. a. fyrir að hafa sjálfur skotið niður 253 rússneskar flugvélar í síðustu heimsstyrjöld. En þegar allt kemur til alls geta peningar ekki stöðvað þá keðjuhreyfingu, sem taka Eich manns kom af stað — og sem þegar hefur leitt til töku 10— 15 þýzkra stríðsglæpamanna undanfarið í Þýzkalandi. En allir voru þeir handteknir vegna úpplýsinga sem fengizt höfðu frá Israel í sambandi við málsrannsóknina þar. Dr. Robert Servatius, verjandi Elchmanns.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.