Morgunblaðið - 17.02.1961, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 17.02.1961, Qupperneq 15
Föstudagur 17. febr. 1961 MORGVNBLAÐIÐ 15 Tóhannes Newton Ætla að flugþolið um 50% ÞESS var getið í Mbl. ekki fyrir löngu, að vestur í Banda- ríkjunum væri nú unnið að til- raunum, sem e. t. v. mundu valda stórbyltingru í fluginu. Það eru Northrop-flugvéla- verksmiðjurnar, sem hér eru að verki. Bandaríski fkigher- inn hefur faliizt á að veifa 20 milljónir dollara til þessa verks næstu þrjú árin svo að greinilegt er, að menn binda meira en litlar vonir við já- hreyfist hraðast, en eins og áður greinir, fer hraði skrið- beltanna stöðugt minnkanái eftir því sem fjær dregur. —•— Talað er um tvenns konar skriðbelti, regluleg og óreglu- leg. f þeim reglulegu vex mót- staðan gegn vængnum eftir því sem hraðamunur skriðlag- anna verður meiri. Með síaukn um hraða vaxa skriðlögin, „hlaðast upp“ við fremri brún vængsins og liggja síðan aftur eftir — í straumáttina. Þegar hin reglulegu skrið- belti hafa ngð vissri „þykkt“, verða straumhvörf og skrið- beltin verða óregluleg (sjá meðfylgjandi teikningu). Við þetta vex loftmótstaðan enn. án aukins eldsneytis kvæðan árangur. Nýjungin er fólgin í því að draga úr loftmótstöðunni, sem flugvélarnar verða fyrir, og á þann hátt gera menn sér vonir um að geta aukið flugþol flug- véla til muna miðað við það, sem nú er. f stuttu máli er nýbreytnin sú, að ókyrra loftið umhverfis flugvélina er sogað inn í hana í gegn um örmjóar rifur á vængjum og búki flugvélar- innar. Það, sem hér um ræðir, má skýra á einfaldan hátt: Vængur flugvélarinnar er lag- aður þannig að hann kljúfi loftið. En „loftmassinn", sem snertir vænginn hreyfist með dragist með vængnum. En því f jær sem dregur frá vængnum minnkar hraði loftsins og þar kemur, að áhrifa þessa hlutar, sem fer um loftið, gætir ekki. Þar er loftið kyrrt. — Þetta á vitanlega við um alla hluti, Sem hreyfast í lofti eða legi. honum — í sömu átt. Loftið Loftið, sem hreyfist með vængjunum mætti kalla skrið- belti. Kyrra loftið umhverfis hefur hemjandi áhrif á skrið- beltin og þar af leiðandi á vænginn. Umhverfis vænginn eru mörg skriðbelti, þunn belti. Það, sem næst er vængnum Islendingur vinnur K|á Norlhrop að merku rann- sóknarstarfi Skriðbeltin hemja vænginn enn meira. Þau verða hálf- gerð sogskál á vængnum og til þess að ná meiri hraða verður þar af leiðandi að beita enn meiri orku en skyldi. Þess vegna ynnist mikið, ef hægt væri að fjarlægja óreglulegu skriðbeltin og það er einmitt þetta, sem nú er verið að gera tilraunir með vestra. Tvær aðferðir hafa komið til greina. Önnur er sú að blása óreglulegu skriðbeltun- um frá flugvélinni, hin að soga þau inn í vélina og blása loft- inu síðan út um afturendann. Fyrrnefnda aðferðin hefur ekki gefið góða raun, þar eð sú orka, sem þarf til að blása óreglulega loftið frá flugvéÞ inni, er næstum jafnmikil og sú sem ynnist. Síðari aðferð- Þessar teikningar sýna mun- inn á skriðflötunum umhverf- is flugvélarvæng. Sá efri er á venjulegri flugvél — og þar eru skriðbeltin óregluleg, en sá neðri er með ,sogútbúnað- inum“, sem rætt er um í þess- ari grein — og talinn er lík- Iegur til að valda stórfeldri byltingu í fluginu þegar fram líða stundir. in lofar góðu. Þær tilraunir, sem þegar hafa verið gerðar, hafa leitt í ljós, að á þann hátt er hægt að minnka orku- tapið, sem hin hemjandi áhrif óreglulegu skriðbeltanna valda, um 70—80%, og er orka sú, sem færi til að knýja þenn- an „sogútbúnað" þá meðtalin. Að vísu valda þessi fyrr- greindu hemjandi áhrif á flug vél aðeins 48% af heildarorkú- tapinu sem verður fyrir mót- stöðu loftsins, en samt sem áður yrði hægt að auka flug- þol flugvéla með „sogútbún- aði“ um 45—60%. Við þetta mun ekki fást hraðaaukning að sama skapi, því hæpið er, að sú aukning verði svo um muni. Jafnframt er lögð áherzla á það, að þetta gildi ekki um flugvélar, sem fari hraðar en hljóðið. Þar gilda allt önnur lögmál. En þessi útbúnaður er hins vegar talinn mjög hejipilegur fyrir „hægfleygar" háloftsvélar, þ. e. þær, sem fljúga rétt undir hljóðhraða. Nú er unnið að fullum krafti að smíði tveggja þrýstilofts- véla með þessum útbúnaði og er þess vænzt, að tilraunir í lofti geti hafizt á næsta ári. Örmjóar rifur eru með stuttu millibili eftir endilöngum vængjum og stéli. Inn um þær er loftið sogað og síðan blásið út úr aftanverðum búk flug- vélarinnar. Búizt er við, að framleiðslu- kostnaður flugvéla með þess- um útbúnaði muni aukast um 10% miðað við það, sem nú er og vélarnar yrðu 6% þyngri — tómar. Viðhald mun Framh. á bls. 17. 4 LESBÓK BARNANNA GRETTISSAGA 113. Kafaði Grettir nú sem fiæst bakkanum, svo að Þór- tr mátti ekki sjá hann, þar til sem hann kom í víkina að baki honum, og gekk þar á land. Við þessu gat Þórir eigi séð. Fann hann eigi, fyrr en Grettir tók hann upp yfir höfuð sér og færði nið- ur svo hart, að saxið hraut úr hendi honum, og fékk Grettir tekið það og hjó þegar höfuð af honum. 114. Á Alþingi frétti Þórir úr Garði dráp Þóris rauð- skeggs. Tók hann þá það til ráðs, að hann reið vestur yfir heiðar inar neðri af þinginu og hafði nær átta tugi manna og ætlaði að taka Gretti af lífi. Grettir hugði jafnan að mannaferðum og var var um sig. Það var einn dag, að hann sá margra manna reið, og stefndi til byggða hans. Hljóp hann þá í hamraskarð eitt. í því kom Þórir að og bað þá að ganga milli bols og höf- uðs á Gretti“. Grettir svarar: „Eigi er sopið kálið, þó að i ausuna sé komið“. 115. Hamraskarðið var mjótt, svo að hann gat vel varið öðrum megin, en það undraðist hann, að aldrei var að baki honum gengið. Féllu |»á menn af Þóri, en sumir urðu sárir. Þá mælti Þórir: „Það hefl •g spurt, að Grettir væri af- bragðsmaður fyrir hreystt sak ir og hugar, en það vissi eg aldrei, að hann væri svo fjöl- kunnugur, sem nú sé eg, því að þar falla hálfu fleiri, sem hann horfir bakinu við“. Biður hann þá frá að hverfa og var svo gert. Hafði Þórir látið átján menn, og þótti þeirra ferð hin sneypilegasta. 116. Grettir veik nú upp í skarðið og fann þar mann mikinn vexti. Hann sat upp við hamarinn og var sár mjög. Grettir spurði hann að nafni, en hann kvaðst Hall- mundur heita, „en það má ég segja þér til kenningar, að þér þótti eg fast taka í taum- ana á Kili um sumarið, er við fundumst. Þeir fóru suður undir Bali- jökul, en þar átti Hallmundur helli stóran. Dvaldist Grettir þar um sumarið. Um haustið fór hann vestur á Mýrar. 5. árg. ★ Ritstjóri: Kristján J. Gunnarsson ★ 17. febr. 1961 Þú getur biíið til skipslíkan Ef þú hefur gaman af skipum og ert svo hepp- inn að eiga heima ná'lægt einhverri höfn, getur þú gert líkön af skipunum, sem þú sérð í höfninni. Líkönin eru búin til úr pappakössum, pappírs- ræmum, venjulegum pappír og límpappír. Lím- pappírinn getið þið keypt í rúllum í næstu ritfanga- búð, hann er brúnn og límborinn á annarri hlið- inni. Pappakassinn þarf að vera aflangur og úr hon- u«i er miðhluti skips- skrokksins gerður. Hinir hlutar skipsins eru svo byggðir við hann. Ur öðrum kassa eru klipptar breiðar pappa- ræmur og úr þeim búinn til fram og afturstafn, með því að líma þær fast ar við hliðarnar (Sjá mynd I). Yfirbygging og brú er búið til úr litl- um öskjum. Möstrin eru gerð með því að rúlla saman papp- írsörk, svo úr henni verði rör. Rörið er límt saman með límpappírnum og möstrunum svo stungið niður í göt, sem gerð eru á yfirbygginguna og þil- farið. Reykháfarnir eru úr karton eða pappírsrörum. Loks er pappir límdur jafnt og fallega yfir allt skipið, svo að öll sam- skeyti hverfi og það verði sterkara. Þegar límið er orðið vel þurrt, er hægt að mála skipið með olíumálningu. Það verður svo sterkt, að það getur jafnvel þolað vatn, ef málningin hefur lokað vel öllum samskeyt um. Margir vilja þó held- ur hafa þau eingöngu til skrauts.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.