Morgunblaðið - 21.02.1961, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 21.02.1961, Qupperneq 6
6 MORGZJISBLAÐIÐ Þriðjudagur 21. febrúar 1961 Kristbjörg ag Jón á sviðinu. Þjóðleikhúsið: Tvö á saltinu * Sjónle’ikur / jbrem báttum eftir William G:bson Le ks'jóri: Baldvin Halldórsson ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ frumsýndi sl. föstudagskvöld ofangreindan sjónleik eftir ameríska rithöf- undinn William Gibson, en leikritið nefnist á frummálinu „Two For the Seesaw". Höfund- ur leikritsins er maður á bezta aldri, fæddur 1914 í Bronx- hverfi New York-borgar. Þar ólst hann upp og kynntist af eigin sjón og raun lífi fólksins þar og vandamálum þess, enda ber leikrit þetta glögg merki þeirra kynna. Gibson hefur sam ið nokkur önnur skáldverk, svo sem stutt leikrit í bundnu máli, er nefnist „I Lay in Zion“ og skáldsöguna „The Cobweb“ og auk þess hefur komið út eftir hann kvæðasafn, „Winter Crook“. En ein af skemmtileg- ustu bókum hans er talin „The Seesaw Log“ eða sjóferðarbókin um „Tvö á saltinu", þar sem hann lýsir af frábærri kímni vinnubrögðum leikhússins á Broadway, er tók þetta leikrit hans til sýningar. Verkum Gib- sons var yfirleitt vel tekið, en það var fyrst með leikritinu „Tvö á saltinu“ að hann hlaut almenna viðurkenningu sem snjall leikritahöfundur. Leikrit- ið var frumsýnt í New York í janúarmánuði 1958 og entist leikhúsinu í nærri tvö ár og í desembermánuði sama ár var það frumsýnt í London. Eins og svo margir leikrita- höfundar nú á tímum, fjallar höfundurinn í leikritinu um hin miklu vandamál þeirrar kynslóðar, sem vaxið hefur upp við ógnir siðari heimsstyrjald- ar og eftirköst hennar — ör- yggisleysið og rótleysið, sém hvílir eins og mara á lífi ein- staklinga og þjóða enn í dag. Persónur leiksins eru aðeins tvær, Gittel Mosca, ung dans- mær frá Bronx-hverfi, og Jerry Ryan, lögfræðingur frá Ne- braska. Bæði eru þau bitur, von svikin og einmana. Hann hefur orðið fyrir vonbrigðum í hjóna- bandinu og farið frá konu sinni til New York og verður að sætta sig þar við starf sem ekki er samboðið hæfileikum hans og menntun, og hún finnur ekki fullnægingu í hlutskipti sínu. Þau hafa kynnzt í samkvæmi og laðast hvort að öðru í ein- manaleik sínum. Þau leita styrks og samúðar hvort hjá öðru, en vegna biturleikans og tortryggninnar í sál þeirra, er eins og lífshamingjan hörfi und- an þeim í hvert sinn er þau nálgast hana. Og þannig skilja leiðir þeirra. Það er vandaverk að semja leikrit með aðeins tveimur per- sónum og halda þó athygli áhorfenda í ríkum mæli frá upphafi til leiksloka. Þetta tókst höfundi „Rekkjunnar“ sem hér var sýnd fyrir nokkrum árum með ágætum, og þetta hefur Gibson einnig tekizt afbragðs- vel með leikriti því, sem hér ræðir um. Er leikritið ágætlega samið, af næmum sálrænum skilningi. Það er í eðli sínu harmleikur en þó haglega ívafið góðri kímni. Því hafa sumir amerískir gagnrýnendur nefnt það „Comedy-drama“. Ef eitt- hvað mætti að leikritinu finna þá er það helzt að efnisþráður 2. þáttar er fremur veikur, en hinsvegar er síðasti þáttur leiks- ins afburðavel saminn og áhrifa mikill. Það varðar ekki hvað minnstu um svo fáliðað leikrit sem þetta, að hlutverkin séu í hönd- um mikilhæfra leikenda. Svo var það í New York, þar sem Henry Fonda lék Jerry og Gerry Gedd Gittel. Hún lék einnig hlutverkið í London og fór þar hinn snjalli leikari Pet- er Finch með Rlutverk Jerrys. Einnig hér hefur ágætlega tek- izt um val leikenda, þar sem eru þau Kristbjörg Kjeld og Jón Sigurbjörnsson. Eru þetta mestu og vandasömustu hlut- verkin sem þau hafa fengið til þessa og bæði sýndu þau að þau voru vandanum vaxin. Leikur Kristbjargar var skap- mikill og blæbrigðaríkur og hún túlkaði af næmum skiln- ingi andstæðurnar í fari hinnar ungu stúlku — tilfinningasem- ina undir niðri og biturleikann. Framsögn Kristbjargar var yfir- leitt eðlileg, en stundum kom það fyrir að orðaskil voru svo ógreinileg að illa heyrðist. Hins sama gætti hjá Jóni. Með leik sínum í þessu hlutverki hefur Kristbjörg uppfyllt þau loforð, sem hún gaf með leik sínum í Önnu Frank. Hlutverk Jerry’s gerir ítrustu kröfur til leikendans og Jón Sigurbjörnsson bregzt þar ekki. Leikur hans er heilsteyptur og öruggur, og ber það með sér að hann skilur þessa vonsviknu persónu til hlítar. Hefur Jón unnið hér verulegan leiksigur. Baldvin Halldórsson hefur með ágætri og öruggri leik- stjórn sinni átt ekki hvað minnstan þátt að því hversu vel hefur tekizt um þessa sýn- ingu. Baldvin hefur sett nokkur leikrit á svið áður af smekkvisi og glöggum skilningi á viðfangs efnunum. Er hann nú tvímæla- laust einn af beztu leikstjórum okkar. Leiktjöldin hefur • Gunnar Bjarnason gert. Gunnar er smekkvís og hugkvæmur leik- tjaldamálari, enda falla þessi leiktjöld hans ágætlega við leik- inn. Indriði Þorstelnsson heiur þýtt leikritið á fjörugt og lif- andi máL Leikhúsgestir tóku Jeiknum með miklum fögnuði og hylltu ákaft leikstjóra og leikendur að leikslokum. Hér fór saman ágætt leikhús- verk og prýðilegur leikur, enda ekki vafi á því að sýning þessi verður mikið sótt. Sigurður Grímsson. Jón Sigurbjörnsson ♦ Einn pakki á da^ Víða um lönd er nú haflu geysivíðtæk herferð gegn reykingum og eru þess dæmi, að læknar, krabbameinsfélög og bindindisfélög hafi tekið höndum saman um áróðursher ferð „gegn sígarettum og krabbameini". Enginn vafi þykir lengur leika á því, að reykingar eigi drjúgan þátt í síhækkandi dánartölu af völd um krabbameins. Þorri reyk- ingarmanna skellir skollaeyr- um við öllum aðvörunum og reykir pakka á dag eins og áður. Þó hef ég frétt um all marga, sem lagt hafa frá sér sígarettuna, bæði vegna krabbameinshættunnar - og eins vegna þess, hve dýrt er að reykja. Hjón, sem reyktu hvort um sig pakka á dag hættu fyrir skemmstu, og lögðu „sígarettupeningana“ í sjóð regluíega á hverjum degi. Á dögunum keyptu þau •sjiSr nýtt sófasett í stofuna fyrir „sígarettusjóðinn“. • Til að „halda línunni“ Unga stúlku kannast ég við, sem reykti hálfan pakka á dag. Hún hætti, en í þess ,stað límdi hún á hverjum morgni 10 krónu seðil innan á hurðina í klæðaskápnum. En þegar hún va búin að þekja hurðina með peninga- seðlum var hana farið að langa svo í sígarettu að hún stóðst ekki lengur mátið og síðan fækkaði á hurðinni um einn seðil á dag. Þannig tekst sumum þetta, en aðra skortir sjálfsafneitun. — Margir tala um að þeir fitni, ef þeir hætta — og þeir hin. ir sömu hugga sig þá við að það sé nauðsynlegt að reykja til að „halda línunni”. Þetta er líka ágæt afsökun, þegar eiginkonan er að fjasa yfir sí íullum öskubökkum. • Meiri fræðsla æskiieg Hvað sem þessu líður þá eru reykingar unglinga samt alvarlegastar. Það er orðin algeng sjón að sjá börn á fermingaraldri eða því sem næst með sígarettu á götum og gatnamótum. Þetta á m.a. rætur sínar að rekja til þess að foreldrar láta börn sín rr>, Æv/ hafa of mikið fé milll hand- anna og svo mætti gjarnan gera meira af því í skólum landsins að fræða æskulýð- inn um þær skaðlegu afleið- ingar, sem reykingar geta haft. Það væri ekki fráleitt, að læknar, kennarar og krabbameinsfélagið hefðu nánari samvinnu um þessi mál en verið hefur. • „Hundrað kall“ Þegar minnzt er á ungling- ana og fjármálin kemur mér til hugar það, sem kunningjakona mín sagði mér á dögunum. Hún á þrjú börn í skóla, það elzta 12 ára: „Ég læt þau aldrei hafa eyðslupeninga“ sagði hún. „Þetta veldur oft leiðindum því flestir skólafélaganna hafa peninga með sér í skól- ann, þetta 10,20,30 krónur — allt upp í 100 krónur — til þess að kaupa sælgæti og gosdrykki í frímínútum. Á öskudaginn fór ég með börn in á skíði og í Skíðaskálanum hitti elzta dóttirin skólafé- laga sína. Ég heyrði að ein stúlkan sagði við aðra: Hefur þú einhverja peninga? Já, smárusl, svaraði hún. Hva mikið spurði hin. Hundrað kall, var svarið“. Og kunningjakonan hélt áfram: „Það er ekki vegna þess, að foreldrarnir séu svo efnaðir að börnin hafa full- ar hendur fjár — að því er virðist. Foreldrar þorra þeirra barna, sem ég þekki til, er daglaunafólk. j^n börnin biðja um aur og þau fá hann. Eftir mínum kokxa- bókum er þetta ekki góð upp eldisaðferð — og væri ekki þó ég væri vel efnuð“. sagði frúin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.