Morgunblaðið - 21.02.1961, Page 14

Morgunblaðið - 21.02.1961, Page 14
14 MORCV N BL AÐ1Ð Þriðjudagur 21. febrúar 1961 Hallgrímur Þorbergsson Halldórsstöðum Minning í DAG er til moldar borinn að Þverá í Laxárdal í S-Þingeyj- arsýslu Hallgrímur Þorbergs- son, bóndi á Halldórsstöðum frá 1915 til 1959, landskunnur maður. Hallgrímur var fæddur á Helgastöðum í Heykjadal 8. jan. 1880, bróðir Jóns á Laxamýri og Jónasar fyrrv. útvarpsstjóra. Hann stundaði nám við búnaðar gkóíann á Eiðum og útskrifað- ist þaðan 1908. Síðar dvaldi hann um skeið í Noregi og Bret landi og kynnti sér sauðfjár- rækt. Og alla ævi hafði hann logandi áhuga á sauðfjárrækt og vann henni allt það gagn sem hann mátti. Eftir heimkomu frá útlönd- um ferðaðist hann víða um land með styrk frá Búnaðarfé- lagi íslands og kynnti sér sauð- fjárræktina í landinu. Hann beitti sér fyrir margvíslegum umbótum á því sviði, kenndi bændum t. d. að búa til og nota sundker til böðunar, sem áður voru hér óþekkt, einnig að nota nýjar baðlyfjategundir, sem reyndust mjög vel í baráttunni við fjárkláðann. En mesta mál í hans augum, að því er sauð- fjárræktina snerti, voru kynbæt Ur fjársins. Árið 1934 fór hann tu Bretlands á vegum ríkis- stjóinarinnar til að velja og kaupa skozkt holdafé, sem síð- an var flutt inn og blandað inn lendum stofni í tilraunaskyni. Voru þær tilraunir gerðar mjög fyrir áeggjan Hallgríms og Jóns á Laxamýri og var hugmyndin að auka afurðir sauðfjárins með framleiðslu hálfblendinga af skozku og íslenzku fé. Hall- gTÍmi var falin umsjón þessara tilrauna um 2 áratugi. En þær lögðust niður, þegar fjárskipti fóru fram í Þingeyjansýslu vegna mæðiveikinnar. Hallgrímur Þorbergsson var einn af stofnendum Búnaðar- sambands S-Þing og átti sæti í stjórn þess. Hann beitti sér fyrir stofnun búnaðarfélags í sveit sinni, Laxárdal, og var formað- ur þess. Ullar-kembivélar hafði Hallgrímur lengi á heimili sinu, Halldórsstöðum, og kembdi ull fyrir flest heimili í sýslunni og hélt uppi merki tengdaföður síns, Magnúsar Þórarinssonar á Halldórsstöðum, sem var braut ryðjandi í þeirri iðn. Árið 1915 kvæntist Hallgrím- ur eftirlifandi konu sinni Berg- þóru Magnúsdóttur, mikilhæfri konu. Dóttir þeirra Þóra, er gift Valdimar Halldórssyni bifreiða- eftirlitsmanni í Húsavík. Fjöldi Þingeyinga heimsótti Hallgrím á áttræðisafmæli hans 8. jan. í fyrra. Þá var hann glað ur og reifur, beinn og hermann- legur í allri framgöngu, nýkom- inn frá augnlækni í Reykjavík með bætta sjón og lagfærða I heilsu á fleiri vegu. Kom þar glögglega fram hversu hann var vinsæll og mikilsmetinn í hér- aði. Þar var honum sýndur ýmiskonar sómi og þökkuð brautryðj andastörf í félagsmál u og sauðfjárrækt. Fyrir 20 árum varð Hallgrím- ur að láta af búskap nauðugur, viljugur, því árin höfðu þá tek- ið af honum vinnuþrekið. Eftir það voru þau hjónin öðrum þræði í Húsavík hjá dóttur sinni en undu þó helzt ekki annar- staðar en á Halldórsstöðum, a.m.k. ekki á sunnudaginn. Um Hallgrím á Halldórsstöð- um má með sanni segja: Hann var drengur góður. Honum fylgdi ætíð hressandi andblær, hispursleysi og hreinskilni. Fram á seinustu stund gekk hann ætíð teinréttur, en nokk- uð skjálfhentur hin síðustu ár. Hann var vinfastur og þó vin- margur, fylginn sér en þó kreddulaus, menntaður vel í skóla lífsins og fróður um margt, stóð bjargfastur á sinni sann- færingu án ess þó að viðhafa fordóma á skoðunum annara. Áhugi hans var sívökull fyrir heill og velferð héraðs og al- þjóðar. Hann var sístarfandi alla daga. Hann var sveitarinn- ar sonur og mat landbúnaðinn sem undirstöðu annara atvinnu- greina og þjóðfélagsins sem heildar, án þess þó að gera lítið úr gildi annara starfa og at- vinnugreina, enda helgaði hann sveitinni allt sitt starf. Samferða nenn hans, þingeys'kir bænd- ur og margir fleiri munu minn- ast hans lengi og vel. Sérstaklega vildi ég mega færa honum þakkir dalsins og þeirra, sem þar búa, fyrir ágætt dagsverk og eftirminnilega við kynningu. Hermóður Guðmundsson. t Hugsað til Hallgríms á Halldórsstöðum HANN var varmur og vænn, og satt að segja er ég hissa á sjálf- um mér, að hafa ekki ræktað hann eins og skyldi fyrr en við andlát hans, þennan gamla og glaðværa gæða-gamm Hallgrím húsbónda minn á Halldórsstöðum í Laxárdal í Suður-Þingeyjar- sýslu, sem er borinn til hinztu hvílu í dag. Það er engu líkara en dauðann þurfi á stundum til að vekja okkur til þakklætis- kenndar til gamalla velgjörðar- manna okkar. Ég kom til hans ungur og ó- dæll fyrir þrjátíu árum og dvald- ist hjá honum í þrjú sumur sam- fleytt. Hann er mildasti húsbóndi minn á lífsleiðinni, þar til ég' fékk það erfiða hlutskipti að stjórna sjálfum mér og vera eig- in húsbóndi. Hann fékk það bezta út úr mönnum án áeggjun- ar og án hvatningarorða og eftir- rekstrar. Hann stjómaði með Hallgrímur á Halldórsstöðum. — Teikning eftir Örlyg Sig- i urðsson. mildi, án þess að sýna vígtenn- urnar sí og æ. Bjartur og bergvatnstær var persónuleikinn eins og Laxáin, sem liðast lygn og silfurtær eftir fögrum og vinalegum lyngivöxn- um Laxárdalnum. Mesta vandamál heimsins em mannleg samskipti, sem koma fram í sprengingum á milli yfir- manns og undirmanns, húsbónda og vikapilts, sambýlisfólks og framkvæmdafélaga og manns og konu í hjúskap og milli þjóða í köldu og heitu stríði. Slíkt var aldrei neitt vandamál á þríbýlinu á Halldórsstöðum, þar var gott og göfugt fólk. Lizzý sú skozka söng, Hall- grímur hló hjartanlegar en nokk ur annar íslendingur og Torfi svili hans á þriðja búinu tók öllu með jafnaðargeði. Þar var músík og samhljóman hjartnanna, hinn manngöfgandi söngur, ekki sú æðri tónmennt og list, sem við í barnaskap okkar I héldum að væri manngöfgandi og hélt ekki aftur af tónmenntuð- ustu þjóð heimsins, Þjóðverjum að gera útrýmingu á sambýlis- fólki í þjóðfélaginu að stóriðn- aði. Það var hjartað, sem var sannmenntað á Halldórsstöðum, það sló í réttri hrynjandi. Teorí- an var látin sigla sinn sjó, sem tröllríður listum og lýðræði í dag og allir sungu með sínu nefi og leið vel í viðurvist Hallgríms á Halldórsstöðum þess hjúasæla, hláturmilda, hressilega og höfð- inglega hölds. Ég heyri glaðværan hlátur hans ennþá og finn gæði hans og góðmennsku verma og sterkur persónuleiki hans endurspeglast að einhverju leyti í þeim, sem kynntust honum, hvort sem hann er lífs eða liðinn. Hann ræktaði sjálfan sig í okk- ur þessi merki og mikli ræktunar maður, í okkur sem vorum hon- um samferða á lífsleiðinni. Örlygur Sigurðsson. t f DAG heyrði ég andlátsfregn Haílgríms á Halldórsstöðum, fóstra míns og vinar. Mér er ljóst, að það, sem ég skrifa um slíkan mann, verður meira gert; af góðum vilja en getu, því að örðugt er að lýsa honum á þann veg, að lesendur geti skilið og skynjað hvílíkan ágætismann við áttum þar á meðal okkar. Hallgrímur fæddist 8. janúar árið 1880 að Helgastöðum í Reykjadal, sonur hjónanna Þor. bergs Hallgrímssonar og Þóru Hálfdánardóttur. Á þessum ár- um var Þingeyjarsýsla eins kon- ar Aþena á íslandi. Skáldskapur* félagsmálahreyfingar og hvera konar þjóðfélagsleg umbrot settu mjög svip sinn á sýsluna eins og sagan greinir frá. Hjónin á Helga stöðum áttu hvorki stórt bú né mikil efni, en þau eignuðust þrjá syni. Þjóðin öll þekkir þessa menn og hefur notið starfa þeirra og mannkosta á mörgum sviðum, þeir eru Þorbergssynirn ir, Hallgrímur á Halldórsstöðum, Jón á Laxamýri og Jónas, fyrr- verandi útvarpsstjóri. Hvernig má það vera, að þrir piltar frá fátæku heimili í fátæku héraði komizt allir í fremstu röð ágætis Framh. á bls. 17. VETTVANGUR Framh. af bls. 13. upp á veggina, því rifin og ó- hrein bókakápa I sjónarhæð upp á vegg, er álíka augnayndi á þeim stað, og öskubakki eða næt- urgagn. Hér hentar annað betur að gleðja augað, mynd, málverk eða veggteppi. íslendingar eiga í svipinn nokkra úr hópi mestu listmálara Evrópu, en ekki er vitað að nema fá verk íslenzkra arkitekta hafi enn vakið verulega athygli er- lendis, eða meðal erlendra ferða- manna, er skil kunna á þeirri listgrein. Varla þarf að færa að því rök á íslandi, að það séy hverjum manni hollt og nauðsynlegt að lesa góðar bækur, jafnvel sama nauðsyn hinum æðri líffærum og öðrum er þörf matar og drykkjar. En myndi ekki gilda eitthvað svipað um aðrar list- greinar, tónlist og myndlist t. d. Allvel er nú fyrir því séð að fólk eigi þess kost að kaupa og fá lánaðar bækur. Tónlist er flutt hér að jafnaði opinberlega og engum ókleift að sækja tónleika. Og svo er blessað útvarpið. Myndlistin hefir hér nokkra sér stöðu, bæði vegna þess að hún er hlédrægari en aðrar listir og erf- iðara að festa hana í minni. Hana þarf að hafa fyrir augum, helzt lengi, og er það ein skýr- ingin á því að íslendingar kaupa flestum þjóðum meira af mál- verkum til að prýða og göfga heimili sín, eins og þeir eru öðr- um þjóðum meiri bókamenn. Væri því ekkert eðlilegra en að arkitektar okkar hefðu þetta efst í huga er þeir gera handa þeim hús. En reynslan er víða mjög á annan veg og verri. Engum blandast heldur hug- ur um það hlutverk arkitekta að leiðbeina skjólstæðingum sínum, hjálpa þeim til að finna sig sjálfa inni í eigin húsi. í stað þess að gera heimilin þannig að þau þjóni sínum herrúm og þeim arfi sem mikilverðastur er með þjóðinni, fylla þeir tíðum stofurnar tízku- tildri, eins og tjaldað væri til einnar nætur, glæða veggi gervi- lömpum og ýmiskonar' hillum eða skrautviði, sem engum til- gangi þjónar og fljótlega særa augað, og gera aðra að mestu úr gleri en loka síðan fyrir með ó- skiljanlegum rimlum að safna ryki, eða dregin fyrir þá tjöld jafnt á degi sem nótt. Nýjasta nýtt að sýna hugul- semi gagnvart því fólki, sem al- ið er upp við að horfa á mál- verk, er furðulegt sambland af bókaskápum og ruslageymslum upp um alla veggi, og augsýni- lega tíðum ekkert um það spurt hvort viðkomandi eigi bók, eða hafi í hyggju að eignast hana í náinni framtíð. Það skiptir held- ur ekki máli, því þessi gemo- metrísku hólf eru veggskreyting- ar í sjálfu sér og má eins nota fyrir annað, vasa eða glerkrús t d. og i neyð fyrir meinlausa mynd, sem ekki gerist of per- sónuleg í þessu skoplega brúðu- leikhúsi. önnur hólf eiga bein- línis að vera tóm, því veggur- inn bak við krefst þess líka að fá að halda á sér sýningu. Fyrir nokkru kom ég inn á eitt þjóðkunnugt heimili í einu af úthverfum bæjarins, þar sem myndlist er mjög í hávegum höfð, og áður blöstu við gesti gegnt inngangi, fögur og áhrifa- mikil listaverk á veggjum. Hér hafði verið framinn kaldrifjaður yfirgangur, búið að breyta ævin- týraveggnum ógleymanlega í eitthvað er helzt minnti mig á nýtízku kindarétt — og myndirn- ar dásamlegu horfnar. Engum kemur til hugar að hægt sé að verða skáld með því að ganga í skóla, heyja sér úr lífinu feitt söguefni og sturta svo í sig glasi af vítamínpillum að frjóvga andann. Skáldagáfan er Guðs gjöf, og verður ekki keypt neinu verði. En hún er heldur ekki einhlít til að skapa mikið listaverk. Þar verður fleira að koma til. Mikill lista-maður hefir kjark til að brjótast alveg hik- laust fram fyrir skjöldu í lífs- stríði fólksins, ganga ef þörf kref ur, í berhögg við almenningsálit, kröfur hnignandi valdastétta, jafnt og sniðugra tízkukónga eða ævintýrasjúkra byltingaseggja. En umfram allt á hann ást til lífs- ins og brennandi þörf fyrir að láta gott af sér leiða. Það þarf engum að vera neitt undrunarefni, þó sú þjóð, sem mikinn hluta ævinnar er lokuð innan húsveggja, láti sér meira annt um það en annað, að eiga öruggt þak yfir höfuðið. Það hef- ir líka alla tíð verið hennar draumur og vandamál í senn að koma yfir sig húsi. Við saman- burð á verðlagi hér almennt og í nágrannalöndunum, kemur í ljós, að vöruverð er ekki ósvipað sam- anborið við kaupgetu, en það kostar hvergi jafnmikið að koma yfir sig húsi, eða taka það á leigu. Þessi eini liður, og sá sem skiptir okkur öll mestu máli, hefir sett hér allt efnahagslíf úr eðlileg- um skorðum, og auðséð er hverj- ir eiga höfuðsökina. Hér að framan hefir aðallega verið rætt um ýmislegar barna- legar tilraunir arkitekta. En það er líka oft æði freistandi, er maður sér tilgerðina í mörgum íslenzkum húsum, að láta sér detta í hug, að þar sé það oft haft fremur í huga að fullnægja ábyrgðarlausum peningamönn. um, sem óttast það mest að rugl. ast saman við annað fólk, af því þeir eiga ekki sjálfir neitt það í fórum sínum er hefur þá yfir meðalmennskuna, en að gera vönduð og ódýr hús handa því fólki, er þráir að lifa sjálfstæðu lífi án allrar sýndarmennsku. Það er kannske engin ástæða eða nauðsyn að hús geti staðið í heila öld eða lengur en fáir mun svo efnum búnir hér um slóðir, né heldur svo svartsýnir að þeir ætli ekki húsi sínu að standa að minnsta kosti aldarfjórðung. Af því leiðir að óeðlilegt er að koma þar fyrir svo tímabundnum tízku hlutum, að flýja verði húsið eins og undan eldsvoða, ef nýjar þak- rennur eða bílskúrshurðir koma á markað. Og þetta gildir ekki síður um húsið hið innra. Arki* tektar verða að læra að leiða saman til sætis í sama húsi gaml. an og nýjan tíma, og leyfa hvor* tveggju að lifa saman í sátt og samlyndi. Byggingarlistin er sú listgrein, sem mest áhrif hefir á fólkið í hverju landi. Það er því rnikil ábyrgð sem á þeim mönnum hvíl! ir, er búa því það umhverfi sem það lifir og hrærist í nauðugt viljugt, mestan hluta ævinnar. Hér á landi hafa þeir haft svo að segja frjálsar hendur að byggja handa okkur heila höfuðborg, og einir allra listamanna með öllu óáreittir af gagnrýnendum. Sam* tímis því að einn umkomulaus sveitapiltur, er gerist svo djarf. ur að láta prenta eftir sig kvæðia kon, eða segja fram eina setn« ingu á leiksviði er rassskeltur op inberlega, heyrist varla á það minnzt, þó ein menntaðasta stétt landsins og þýðingarmesta, horfi upp á það með sælubros á vör að hluti verka hennar hrynji yf. ir hana eins og spilaborg, jafn« ótt og þau eru formuð, og það séu þeir, sem sökum hugsjóna- leysis og skorts á hugrekki, bera að drjúgum hluta ábyrgðina á því að þjóðin er að sökkva í fen illlæknandi verðbólgu og efna- hagslegs önrrþveitis. Ragnar Jónsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.