Morgunblaðið - 03.03.1961, Page 3

Morgunblaðið - 03.03.1961, Page 3
Föstudagur 3. marz 1961 MORCVTSPr 4 ÐIÐ 3 F.JÓRIR MENN voru að hengja upp myndir í Bogasal Þjóðminjasafnsins í gær, er blaðamaður Morgunblaðsins leit þangað inn á 7, tímanum í gær. Pastelmyndir Ottós ' .as Gunnlaugssonar voru horfnar af veggjunum og í staðin kom in önnur listaverk — nei, ekki olíumálverk né vatnslitamynd ir, ekki heldur mósaik eða listvefnaður — það voru svart hvítar ljósmyndir límdar á , gabon. Ljósmyndararnir, Rafn *j|gg! Hafnfjörð, Óttar Kjartansson, Guðmundur W. Vilhjálmsson % og Kristinn Sigurjónsson af- , \ hentu blaðamanninum pró- grammið. Framan á því er ljósmynd af sandi. „Okkur fannst sandur tákn rænn fyrir þessa sýningu", sagði einn þeirra. ,,I>að eru mörg form í sandinum“. . Ein af eldri myndum Kristins Sigurjónssonar, sem hann nefnir: Þreyttir vinir. Samspil Ijóss og skugga • Pensill, meitill, ljós- myndavél. í formála prógrammsins er rætt um undratækið, Ijós- myndavélina. Um hana segir: „Ljósmyndavélin var lengst af notuð sem heimildartæki eingöngu og í hrifningu sinni yfir þessu undratæki kom mönhum ekki til hugar að túlka sín persónulegu viðhorf með ljósmyndum. Enn er ljós myndavélin nákvæmasta heimildartækið, en jafnframt er hún nú mörgum það, sem pensillinn er málaranum og meitillinn myndhöggvaranum. í þeim leik hefur ljósmyndin sjálfstætt gildi án tillits til fyrirmyndarinnar. Ljósmynd- arinn er frjáls í þessum leik sínum, í leif sinni að formum og samspili ljóss og skugga. Hann beizlar hina tilbrigða- ríku hreyfingu og uppgötvar í náttúrunni form, sem virð ast allt að því óhlutlæg“. • Sápukúlur, sandur, loft- bólur. „Sýningin er frábrugðin öðrum' Ijósmyndasýningum að því leyti, að þar er enga lands _lagsmynd að fipna“, segir Guðmundur Vilhjálmsson, „heldur ..." „Hvað er nú þetta?" spyrj um við, um leið og við stað næmumst fyrir framan eina myndina. „Sápukúlur". „Nú-já, en þetta?" „Þetta er rönd á ísjaka í Kleifarvatni", segir Rafn Hafnfjörð. ,,Þar hef ég tekið nokkrar myndir. Kornin eru sandur og óhreinindi í jakan- um, og ef til vill eitthvað af rykkornum í filmunni. Hér eru loftbólur í ís og . . . “ — ★ — Og ýmsir smáhlutir í til- verunni, sem við göngum fram hjá á hverjum degi og tökum ekki einu sinni eftir, eru fest ir á filmuna. Steinarnir við Skúlagötu, timburverkið kring um Iðnaðarbankann, strá í Sauðlauksdal, fisktrönur í Örfisey, þvottur á snúru, kola kraninn við höfnina, ryðgað rör, olíubrák, sjór og brim. Og við uppgötvum að þessir hlut ir eru fallegir og gleðja augað. Það prýðir fleira Reykjavík en Esjan. Óttar Kjartansson gekk eitt sinn út að Melshús um á Seltjarnarnesi og hitti þar tvo drengi. Árangurinn varð sex myndir af drengjum í leik í Melshúsi. Þeir horfast í augu, kíkja fyrir horn, fara í rannsóknarferð. Stundum er bara annar í fókus, en það gerir ekkert tiL Hið listræna gildi myndarinnar eykst við það. Rafn nefnir eina af mynd um sínum Vetrarkvíða. Hann segir að myndin sé þrítekin. Fyrst hafi hann tekið mynd af tré, síðan mosa og loks af skýjunum á himninum. • Galdraverk framin í myrkrastofunum. Eftir eina hringferð er blaða manninum boðið sæti í þægi- legum, nýtízkulegum stól, sem stendur, ásamt fleirum, að miðju gólfi. Það eru áhorf endastólarnir. Við spjöllum um sýninguna og drekkum kók. Ljósmyndararnir eru ekki ánægðir með gráa litinn á veggjunum. Þeir hengja Ijósustu mynd- irnar á marglit spjöld og ræða um, hvað fari mezt. Myndirn ar eru festar á tréplötu og eru allar rammalausar. Það kemur í ljós að mennirn ir f jórir eru í litlum ljósmynda klúbb sem hefur starfað um 8 ára skeið. Fundir eru haldnir um það bil tvisvar í mánuði heima hjá Óttari og þar mætir hver með sínar ljósmyndir; stundum er listamönnum boð ið á fund í klúbbnum. Mynd irnar eru skoðaðar frá öllum hliðum, ýmist er þeim hrós að eða þær eru gagnrýndar. Það liggur mikil vinna að baki hverri mynd, stundum þarf að framkalla þær mörg um sinnum, og margvísleg galdraverk eru framin inni í myrkrastofunum. — ★ — Um leið og við kveðjum, biðja þeir okkur um að geta þess, að sýningin verði opin frá 3. til 12. marz. Við lofum því. • Bréfaruslið. Þegar við komum aftur nið ur á ritstjórnarskrifstofurnar, varð okkur litið á ruslakörf una af tilviljun. Handritapapp ír, kuðluð bréf og pokar, dag blöð og tímarit gægðust upp úr gulri tágarkörfunni og mynduðu skemmtilega turna, gjótur og gjár. Við höfðum aldrei veitt því athyglj fyrr, að bréfarusl getur verið fal- legt. _ Hg. Ríkið kaupir togara á nauðungaruppboði Ljósmynd eftir Guðmund Vilhjálmsson. Upphaflega var hún tekin af trönum úti í Örfirisey, en þegar hún kom út úr myrkrastofunni, hafði hún fengið þetta form. HAFNARFIBÐI — Togarinn Keilir, sem keyptur var frá Þýzka landi fyrir um tveimur árum, var seldur á opinberu uppboði, sem fram fór um borð í honum í dag við Nýju bryggjuna. Hefir togarinn legið bundinn hér um nokkurt skeið. Bæjarfógetinn, Björn Svein- björnsson, lýsti því við upphaf uppboðsins að hér væri um nauð ungaruppboð að ræða eftir kröfu Fjármálaráðuneytisins. Átti rík issjóður veð í skipinu að upp hæð 6 millj. kr. Lýstar sjóveðs- kröfur námu um 1,5 millj. kr. Sigurður Ólafsson hrl., fulltrúi í Fjármálaráðuneytinu, bauð í skipið 1.5 millj. kr. Nokkru lægra boð hafði komið fram frá Líf- eyrissjóði sjómanna. Togarinn Keilir, sem er rúm lega 600 tonna skip, var eign hlutafélagsins Ásfjalls hér í bæn um. STAKSIEIKAR Sjómenn sammála Ályktanir um stuðning vM samkomulagið í landhelgisdeit- unni hafa borizt frá sjómanna- félögum og útvegsmannasam- tökum og nú síðast fm Far- manna- og fiskimannasambandl Islands, sem eru heildarsamtök yfirmanna á flotanum um land allt. Farmanna- og fiskimanna- samband íslands skorar á AI- þingi að samþykkja þingsálykt- unartillöguna um lausn fisk- veiðideUunnar eins og öll önn- ur samtök útvegsmanna ag sjómanna. Þegar hliðsjón er höfð af frétt unum um þá ánægju, sem sam- komulagið vekur um allt land, verður beinlínis broslegt að líta á síður Tímans, sem hefur tek- ið það ómak af kommúnistum að hafa forystuna í upphrópiun- um um svik og landráð á kommúnistíska visu. Lög og réttur f viðtali því, sem Morgun- blaðið átti við Eirík Kristófersson skipherra, segir hann í fáum og skýrum orðum það, sem megin þorri þjóðarinnar hugsar. Hann segir um það ákvæði samkomu- lagsins, að við séum reiðubúnir að sæta í framtíðinni úrskurði al- þjóðadómstólsins. „Ég sé ekkert athugavert við það ákvæði. ÖIl réttarríki gang- ast undir svipaðar skuldbinding ar. Mér finnst sjálfsagður hlut- ur að við reynum ekki að sker- ast úr leik, þegar halda á uppi lögum og reglum í heiminum. Eða til hvers erum við að undir- skrifa alla þessa sáttmála þess efnis að við viljum hlýta al- þjóðalögum? Auðvitað hefðum við ekki víkkað út landhelgina 1952 og 1958, ef við hefðum ekki talið okkur styðjast við aljþjóðalög. Mannkostir einstaklinga eru m. a. fólgnir í því, að þeir krefjast þess sama af sjálfum sér og þeir krefjast af öðrum. Skyldi ekki sama gilda um mannkosti þjóða?" Já, það er enginn vafi á því að íslenzka þjóðin sem heild hefur til að bera þá mannkosti, sem Eiríkur Kristófersson tal- ar um. Því miður er þó nokkur hluti þjóðarinnar, sem öðru vísi hugsar. Við vissum að kommúnistar mundu ekki hafa þessa mannkosti til að bera, en hitt er meira hryggðarefni að foringjar lýðræðisflokks skuli vera sýnu hatrammari í kröfum um það, að íslendingar virði hvorki lög né rétt. Dá gömlu grunnlínurnar Tíminn hefur síðustu dagana tvívegis birt mynd af gömlu landhelgislínunnf, væntanlega til að undirstrika, að blaðið sé mótfallið því að við fáum hina stórmiklu viðbót við landhelgi okkar. Er þetta líka í fullu sam- ræmi við það, að Framsóknar- menn hafa á Alþingi krafizt þess að gamla friðunarlínan yrði lögfest en hún er nú aðeins ákveðin með reglugerð. Loks hafa þessir herrar svo lýst því yfir, að okkur hafi allt frá 1958 verið heimilt að færa út grunn- línurnar. Sjálfir voru þeir þá í stjórn og færðu fiskveiðitak- mörkin út í 12 mílur án þess að rétta grunnlínurnar. Nú segja Þeir, að þennan rétt höfhim við altaf átt, en þeir hafi bara ekki viljað, að fslendingar hagnýttn hann. Má raunar segja, að það sé í samræmi við stefnu þeirra nú því að enn þann dag í dag krefjast þeir að við lögbindum gömlu grunnlínumar og birt* myndir til að árétta þann vilja sinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.