Morgunblaðið - 03.03.1961, Side 14

Morgunblaðið - 03.03.1961, Side 14
14 MORCVNBL4Ð1Ð Föstudagur 3. marz 1961 | — Alþingi Frh. af bls, 1 ræðurnar innan Atlantshafsbanda lagsins sumarið 1958 hefðu ekki borið árangur, svo sem kunnugt væri ,enda hefði Alþýðubandalag ið ekki legið á liði sínu til þess að koma í veg fyrir, að tilætlaður árangur næðist. Þá vék utanríkisráðherra nokk uð að þeirri fullyrðingu stjórnar- andstæðinga, að Bretar mundu krefjast framlengingar samnings. ins að þessum 3 árum liðnum. Sagði hann ,að þetta væru alger- lega óréttmætar getsakir. Þar kæmi þrennt til. í fyrsta lagi væri orðalag orðsendingarinnar ótví- rætt, Bretar féllu þar endanlega og óafturkallanlega frá mótmæ'i- um sínum gegn 12 mílna land- helgi okkar. í öðru lagi gæti eng- um dulizt það, sem fylgdist með umsögnum brezkra blaða, að Bret ar geri sér fyllilega grein fyrir því, að um framlengingu samn- ingsins geti ekki orðið að ræða. Og í þriðja lagi hefði ríkisstjórn fslands í höndum yfirlýsingu brezku ríkisstjórnarinnar um, að ekki verði farið fram á framleng- ingu heimildarinnar til þess að veiða innan 12 mílna að loknu þriggja ára tímabilinu. Vegna gagnrýni stjórnarand- stöðunnar á niðurlagsákviði orð sendingarinnar, þ.e. heimild ann arrar hvorrar þjóðarinnar til' þess að skjóta ágreiningi, sem rísa kann vegna síðari útfærslu landhelginnar, til Alþjóðadóms- stólsins, benti utanríkisráðherra á, að Islendingar hefðu tvisvar áður, á báðum Genfarráðstefn- unum, lýst yfir vilja sínum til þess að ágreiningur í þessum efn um yrði borinn undir dómstól. T.d. hefði íslenzka sendinefndin á Genfarráðstefnunni 1958, skv. fyrirmælum ríkisstjórnar Her- manns Jónasonar, borið fram tillögu þess efnis, að þar sem þjóðir byggðu afkomu sína á fisk veiðum meðfram ströndum og nauðsynlegt reyndist að tak- marka afla á hafinu utan lögsögu hlutaðeigandi ríkis, beri þeirri þjóð forgangsréttur til hagnýt- ingar fiskstofnsins á því svæði. Og í tillögunni hefði verið lagt til, að ágreiningur í slíkum mál um yrði lagður undir alþjóðleg an gerðardóm. Þjóðaratkvæðagreiðsla Lúðvík Jósefsson sagði í upp- hafi ræðu sinnar, að ekkert sam- ráð hefði verið haft við Alþingi um lausn málsins, eins og forsæt- isráðherra hefði þó heitið þegar við þingsetningu í haust. Ástæð- an til þess að efni samningsins hefði verið leynt fyrir Alþingi og þjóðinni væri vafalausfr sú, að ekki hefði verið talið þorandi að upplýsa efni hans vegna verkfall- anna, sem staðið hafa yfir að und anförnu. Stjórnin hafi óttast, að upp úr kynni að sjóða, ef þessi svika samningur sæi dagsins Ijós meðan á þeim hefði staðið. — Þá taldi Lúðvík það ekki rétt, að Bretar viðurkenndu 12 mílna iandhelgi við ísland, um það væri ekki eitt orð í sammngnum, „Að falla frá mótmælum" jafngildi engan veginn viðurkenningu. — Þá sé ekki orð að finna um það í samningnum hvað gerist að 3 ár- xim liðnum. Og Bretum sé ekk- ert hægara en að túlka samning- inn svo, að hann bindi þá að- eins í 3 ár, þ. e. a. s. einungis þann tíma, sem þeir fá að skarka éáreittir í íslenzkri landhelgi. Um grunnlínubreytingarnar sagði Lúðvík, að þær væru vissu lega góðar, en við hefðum átt þær allar skv. alþjóðalögum. Látið hefði verið hjá líða 1958 að gera þær þá, vegna þess eins, að Sjálf- stæðisflokkurinn og Alþýðuflokk urinn hefðu ekki viljað fallast á neinar breytingar á þeim. — Það væri mikil blekking að Alþjóða- dómstóllinn gæti fellt dóm um víðáttu landhelgi, því að engin alþjóðleg lög væru til um þetta efni. Úrskurður dómsins gæti því aldrei byggzt á öðru en persónu legum vilja dómaranna eða ríkis stjórna þeirra. — Að lokum krafð ist Lúðvík þjóðaratkvæðis um samkomulagið við Breta, og taldi að lýðræðisást stjórnarflokkanna væri ekki eins mikil og þeir vildu vera láta, ef þeir færðust undan þessari sjálfsögðu kröfu. Bjarni sekur! Hermann Jónasson rakti í upp- hafi ræðu sinnar nokkuð aðdrag- anda útfærslunnar 1958. Lýsti hann því yfir, að það hefðu ver- ið Sjálfstæðismenn, sérstaklega Bjarni Benediktsson, sem köll- uðu brezku herskipin inn í ís- lenzka landhelgi, og raunar hefðu Sjálfstæðismenn alltaf verið ó- heilir í landhelgismálinu. Þeir hefðu svo allt í einu snúist til fylgis við útfærsluna 1958, þegar þeir sáu fram á fall vinstri stjórn arinnar og þarafleiðandi nýjar kosningar. — Fullyrti ræðumað'- ur, að í samkomulaginu fælist ekki nein viðurkenning af hálfu Breta á 12 mílna landhelgi okkar. Það orðalag, að þeir, ,falli frá mótmælum“ sínum væri valið 1 þeim sérstaka tilgangi, að geta síðar sagt að engin viðurkenning liggi fyrir af hálfu Breta á 12 mílna landhelgi íslendinga. — Þá taldi Hermann, að brezku togararnir hefðu aldrei komið inn í landhelgi okkar eftir Genf- arráðstefnuna 1960, ef Bjarni Benediktsson hefði ekki kallað þá þangað með sakaruppgjöfirmi, sem Bretar hefðu tekið sem merki veikleika og undanhalds. Og með ákvæðinu um málskotið til Alþjóðadómstólsins væru ís- lendingar að fá erlendum ríkj- um vald til þess að ákveða rétt okkar til þess að lif a í eigin landi. — Þá tók Hermann undir kröfu Lúðvíks Jósefssonar um þjóðar- atkvæðagreiðslu um samkomu- lagið við Breta. Það væri skylt að skjóta því undir dóm þjóðarinn- ar, enginn þingmaður hefði um- boð sinna kjósenda til þess að samþykkja slíkan samning. Úr kommúnisma í nazisma Ólafur Thors forsætisráðherra tók næstur til máls. í upphafi ræðu sinnar komst hann svo að orði: Á langri þingævi minni hef ég aldrei heyrt illan málstað jafn illa varinn sem stjórnarandstæð-' ingar hafa gert hér í kvöld. — Og þó. Kannske er þetta of harður dómur, þegar á það er litið, að málstaður þeirra er óverjandi, auk þess sem þessir menn finna nú andstöðuna, nepjuna, næða um sig frá nær allri þjóðinni, sem búin er að_ gegnumlýsa þá, og sjá, að þegar fslendingar vinna stóran sigur undir forystu ríkis- stjórnar sinnar, reiðast þeir, en gleðjast ekki. Fyndnastur var Hermann Jónasson, þegar hann sagði: „Nazistinn lofar alveg því gagn stæða, sem hann síðan gerir“. Muna menn eftir því, sem Her mann Jónason lofaði þegar hann myndaði vinstri stjórnina? Muna menn ekki líka eftir því að hann gerði allt það gagn- stæða? Ég skil vel, hvers vegna Her- mann Jónason er nú að reyna að koma á sig nazistastimplinum. Það er til þess að reyna að þvo af sér kommúnistastimpilinn! „Rök stjórnarinnar fyrir ágæti samningsins eru eingöngu þau, að Bretar séu óánægðir", sagði Hermann Jónasson. Ég skal nú sýna sannleíks- gildi þessarar fullyrðingar og bið Lúðvík Jósefsson að virða það til betri vegar að ég legg ekki á mig að svara honum nema óbeint. — Framhald ræðu forsætisráð herra er á bls. 13. Ótvíræð viðurkenning Gunnar Thoroddsen fjármála- ráðherra sagði m.a.: Nú spyrja menn. Felur sam- komulagið í sér viðurkenningu Breta? Segir ekki aðeins, að þeir falli frá mótmælum sínum? Þetta orðalag vilja sumir túlka þannig, að það sé ekki við urkenning og hafi ekki gildi að lögum sem slík. Ég vil skýra þetta nokkru nánar. Ef aðili í málssókn hefur mót- mælt einhverju atriði og lýsir því síðan yfir, að hann falli frá mótmælum sínum, þá jafngildir það tvímælalaust að lögum viður kenningu hans á því atriði. Og sama gildir að þessu leyti í þjóð arétti. Rússar hafa 12 mílna landhelgi, Bretar hafa mótmælt henni og viðurkenna ekki stærri landhelgi þar en 3 mílur. Árið 1956 gerðu Rússar samning við Breta og veittu þeim heimild til þess að stunda fiskveiðar inn að 3 mílum á tilteknum svæðum. 7n jafnframt tóku Bretar það fram með sérstakri orðsendingu til Rússa, að þeir héldu fast við fyrri mótmæli sín gegn landhelgi þeirra. Hér er þessu á annan veg farið. Hér er skýrt tekið fram, að Bretar falli frá fyrri and- stöðu sinni og mótmælum. Ég ætla, að það verði ekki véfengt með réttu, að þessi yfirlýsing Breta mundi af Sameinuðu þjóð unum og alþjóðadómsstóli metið jafngild viðurkenningu berum orðum. Ræða fjármálaráðherra verður birt í heild síðar. Hespað af í seinni umferð útvarpsum- ræðunnar talaði fyrstur af hálfu Alþýðuflokksins Emil Jónsson sjávarútvegsmálaráðherra. Hann hóf mál sitt með því að svara þeim Lúðvík Jósefssyni og Her- manni Jónassyni. Hann benti á að samstarfsflokkar Alþýðu- flokksins í vinstri stjórninni Al- þýðubandalag og Framsóknar- flokkur, hefðu viljað hespa land helgismálinu af 1958 án nægilegs imdirbúnings. Þá hefði landhelgin verið þre- földuð en ekki viðurkennd af neinum. Síðar benti ráðherrann á, að deilan við Breta hefði verið öllum til tjóns. Það samkomulag, er náðst hefði við Breta væri mjög hag- kvæmt, sagði ráðherrann. Næstur talaði Gylfi Þ. Gísla- son menntamálaráðherra. Kvað hann hér um það að tefla, hvort íslendingar vildu leysa mál sín með samningum eða hvort þeir vildu forsmá starfshætti þeirra, er byggja á grundvelli réttarríkis. Kvað hann Islendinga ekki hika við að velja þann kost að virða lög og gera það eitt, sem rétt væri. Aðrir á eftir Karl Guðjónsson sagði, að þátttaka okkar í Atlantshafs- bandalaginu hefði valdið þvi, að við hefðum ekki getað fært út landhelgi okkar á eðlilegan hátt. Þá ræddi Karl grunnlínubreyt ingar þær, sem fyrirhugaðar væru. Sagði hann síðan, að rétt- indi Breta á svæðinu milli 12 og 6 mílna jafngiltu því, að næstu þrjú ár væri aðeins um að ræða 6 mílna landhelgi frá Suðurlandi austur um til Norð- urlands. Þá kvað Karl óhjá- kvæmilegt, að sömu réttindi væru veitt öðrum þjóðum, er fiskveiðar stunda hér við land. ★ Alþjóðadómstóll sjálfsagður Ólafur Jóhannesson kvað vill andi að bera það samkomulag, sem nú hefði verið gert við Breta saman við tilboð vinstri stjórnarinnar 1958. Það væri ekki á nokkurn hátt sambærilegt að leita viðurkenningar annarra ríkja á reglugerðinni fyrir fram og áður en hún kom til fram- kvæmda, og að slá svo af eins og ríkisstjórnin hefði nú gert, þegar reglugerðin er búin að vera í gildi í nær 3 ár. Allur slíkur samanburður væri fjarstæður og fjarrijöllu lagi. Út yfir tæki þó, að ríkisstjórnin skuli semja svo um við Breta, að hún muni ekki færa landhelgina út, án þess að hafa áður tilkynnt brezku stjórn inni þá fyrirætlun sína. Vegna þess að stjórnarþingmennirnir og stjórnarblöðin hefðu vitnað mik ið í ummæli sín á Alþingi í nóv ember s.l., þegar hann sagði, að hvert eitt spor í landhelgismál inu ætti að vera þannig undirbú ið, að við værum við því búnir að leggja það undir lausn alþjóða dómsstóls, sagðist Ólafur vilja leggja áherzlu á, að hann hviki ekki frá þessari skoðun sinni í einu eða neinu. Hins vegar væri það skoðun sín, að við ættum ekki að semja um það við eina Þjóð að leggja ágreining okkar við hana undir Alþjóðadómsstól inn. — Þá taldi Ólafur Jóhannes son 6 mánaða tilkynningará- kvæðið sérstaklega varhugavert, þar sem með því væri opnað fyr ir samningaviðræður við Breta hverju sinni. Að lokum sagði hann svo, að hér væri um hrein an nauðungarsamning að ræða og að friðurinn við Breta væri of dýru verði keyptur. Alþjóðadómstóll varhugaverður Þórarinn Þórarinsson sagði, að Haag-dómsstóllin hefði ekki unn ið sér tiltrú smáþjóða, og því væri sérstaklega varhugavert fyr ir okkur íslendinga að binda okk ur þannig við úrskurð hans, eins og gert væri í samningum við Breta. Hann kvað okkur hafa afsalað okkur réttinum til þess að færa landhelgina út einhlíða. Sagði hann, að enga samninga hefði þurft til að fá leiðréttingu grunn lína. Hér væri um að ræða þjónustu afstöðu við Breta og Bandaríkja menn og að með þessum samningi hefði skeð einn hörmulegasti at burður íslands-sögunnar. Grunnlínubreytingin hefur úrslitaþýðingu Bjarni Benediktsson, dómsmála, ráðherra, var síðasti ræðumaður kvöldsins. Hann sagði m.a.: Um þriðja meginefni ályktunar innar leiðir það af því, sem þegar hefur verið frá skýrt, að fiskveiði lögsagan verður hvergi minni en 12 mílur umhverfis landið. En vegna hinna nýju grunnlína, sem í öðrum lið orðsendingar utanrík. isráðherra íslands er áskilið, að Bretar viðurkenni, verður fisk- veiðilandhelgin nú þegar 5065 ferkm. stærri en hún var, þegar samþykktin 5. maí 1959 var gerð. Með hinum nýju grunnlínum fást færð inn fyrir íslenzka fiskveiði- lögsögu sum allra þýðingarmestu fiskimið við fslandsstrendur. Um úrslitaþýðingu þeirrar ákvörðun- ar verður ekki deilt. Stjórnarandstæðingar halda því raunar fram ,að þennan rétt hefð um við getað tekið okkur — hefð um getað tekið okkur — hvenær sem okkur þóknaðist. Lúðvík Jósefsson sagði, að við ættum þennan rétt. En af hverju gaf * — Ur ýmsum áttum Framh. af bls. 12. þessum tíma og breytt áætl- uiiinni. Fylgzt er með Venusskip- inu frá „geimradíómiðstöð- inni“, segir blaðið. Þetta er 1 fyrsta skipti sem þessi mið- stöð er nefnd á nafn og gef- ur blaðið engar frekari upp- lýsingar um hana. En til mið stöðvarinnar streyma skýrsl- ur frá skipunum og fjölda hlustunarstöðva á jörðu. VENUSSKIPIÐ Venusskipið er sívalningur og utan á honum tveir geym ar með vísindatækjum og kemískum rafhlöðum. Utan á skipinu er mikið af mæli- tækjum, sólrafhlöðum og sigl- ingatækjum. Á skipinu eru fjögur loftnet. Sívalningur- inn sjálfur er 2,03 metrar á lengd og 1,05 metrar í þver- mál. Vegur hann 643,5 kíló. Meðal mælitækja í skipinu eru geislunarmælar, segul- mælar og geimagnamælár. hann þá Bretum þessa ómetan- legu gjöf með reglugerð sinnl 1958? Tal Lúðvíks og Hermanns um sína eigin vanrækslu afsakar sízt atferli þeirra. Með skrafi sínu nú kveða stjórnarandstæðingar upp harðasta áfellisdóm yfir gerð um vinstri stjórnarinnar, sem nokkur hefur upp kveðið fyrr eða síðar, þ.e. að þeir hafi gefið Bret- um ómetanlega eign fslendinga. Lúðvík Jósefsson og félagi hans Hermann Jónasson létu línurnar, sem settar voru með reglugerð- inni 19. marz 1952 standa óbreytt- ar 1958. Ef þeir töldu íslendinga eiga rétt til annars og meira, hvers vegna beittu þeir þeim rétti þá ekki 1958, þegar þeim bar réttur og skylda til að gæta hagsmuna íslands? Trúi því ein- hver annar en sá, sem þessa menn þekkir, að þeir hafi gert það ai undanlátssemi og tillitssemi við okkur Sjálfstæðismenn. Um þetta hljóta þeir að vera krafðir svara nú og síðar, og þá einnig um hitt, hvers vegna þeir í október 1960 lögðu fram á Al- þingi frumvarp um að lögfesta þessar gömlu grunnlínur frá 1952. Óumbreytanleiki þeirra var svo ríkur í huga þeirra, allt fram á síðustu daga, að jafnvel hinn 13, febrúar sl. lögðu þeir til í nefnd- aráliti um lögfestingarfrumvarp ið, að frumvarpið yrið samþykkt óbreytt og þar með hagga í engu þeim gömlu grunnlínum, sem þeir treystust ekki til að breyta 1958, heldur vildu þeir enn lög- festa þær um óákveðna framtíð, fyrirvaralaust. Áþessu athæfi er engin skýr- ing önnur en sú, .að þeir hafi talið breytingu grunnlínanna svo vafasama, að ekki væri á hana hættandi. Því augljósara er, hversu mikla þýðingu það hefur, að Bretland, sem ætíð hefur stað ið fastast gegn stækkun fiskveiði landhelgi okkar, skuli nú fallast á þessar þýðingarmiklu breyt* ingar. Ræðla Bjarna Benedktssonar verður annars birt í heild í blað- inu síðar. Samkomur Hafnarf jörður Á samkomu kristniboðsvikunn ar í kvöld kl. 8,30 í húsi K.F.U.M. og K. talar Katrín Guðlaugsdótt ir. Allir velkomnir. Hjálpræðisherinn í kvöld kl. 21: Samkoma i Stjörnubíói. Cand theol. Erling Moe og Thorvald Fröytland tala og syngja. Mikill söngur og hljóð færasláttur. Skrúðganga frá Lækjartorgi að Stjörnubíói kl, 20.30. Laugardaginn kl. 20,30: — Kveðjusamkoma fyrir Moe og Fröytland í Fríkirkjunni. Keflavík Ytri og Innri-Njarðvík „Kristur dó fyrir okkur —- vígði okkur veginn til Guðs“, Velkomin á samkomur í Tjarnar lundi (í þessari viku) í kvöld Ytri-Njarðvík mánudagskv., og Innri-Njarðvík þriðjudagskv. kl, 8.30. Frá Guðspekifélaginu Dögunarfundur í kvöld kl. 8,30 Sigvaldi Hjálmarsson flytur er- indi: „Þekktu sjálfan þig“. Kaffi í fundarlok F élagslíi Framarar Áríðandi æfing verður fyrir meistaraflokk, 1. og 2. fl. í kvöld kl. 7 á Melavellinum. Knattspyrnunefndin Handknattleiksdeild Vals Mfl. 1. og 2. fl. karla. Áríðandl fundur í kvöld kl. 8 að Hlíðar enda. Mætið allir stundvíslega. Stjórnin Skíðaferðir um helgina Laugardag kl. 2 og kl. 6 —» Sunnudagsmorgun kl. 9 og kl. 1. Afgreiðsla hjá B.S.R. Skíða- menn athugið! Stefán Kristjáns- son æfir með skíðamönnum á sunnudag við KR-skálann í Skála felli.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.