Morgunblaðið - 03.03.1961, Síða 16

Morgunblaðið - 03.03.1961, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 3. marz 1961 HALLÓ! HALLÓ! Kjarakaup á Langholtsvegi Kvenpeysur, Drengjapeysur, Barnapeysur, Golf- treyjur, Sloppar, Kvennaerfatnaður, Barnabolir, Bleyjubuxur, Sokkabuxur, Undirkjólar, Náttkjólar, Herrasokkar, Kvensundbolir, Kvenblóssur, Allskonar metravara og ótal m. fl. AÐEINS NOKKRIR DAGAR EFTIR * titsalan á Langholtsvegi 19 Útgerðarmenn Okkur vantar nú þegar 3 nýlega báta frá 10—14 tonna, þar af einn frambyggðan. Góð útborgun. Örugg trygging. Höfum til sölu m. a. 57 tonna bát með nýrri Búddha dieselvél. Einnig 48 tonna bát með nýrri vél. Leiga kemur til greina. Einnig til sölu tveir 17 tonna bátar og einn 22ja tonna. Allir í góðu standi. Tilbúnir til veiða. Gamla skipasalati Ingólfsstræti 4 — Sími 10309 — Kvikmyndir Framh. af bls. 15. hefur orðið að stunda veika konu sína. Hann verður að hrökklast úr íbúð sinni með hina sjúku konu, en í þeim umsvifum deyr konan. Sandro fyllist nu batri til fyrrverandi vinnuveitanda síns og fer svo að hann ræður hon- um bana. Eftir það leitar hann á náðir læknisins, sem felur hann í híbýlum sínum, enda þótt það varði við lög. Angela kemur nú heim aftur og faðir hennar með henni. Þau komast að því að dr. Valerio hefur skotið skjólshúsi yfir morðingjann og verður þeim þannig um það að þau hverfa á brott fyrir fullt og allt. Lögreglan leitar Sandro’s og finnur hann að lokum, — og þau dr. Valerio og Clara finna líka hvort annað og þá lífshamingju sem þau hafa þráð. Mynd þessi er allefnismikil og vel leikin. Einkum er leikur Georges Marshal’s í hlutverki læknisins athyglisverður og svo er einnig um leik Giani Esposito’s í hlutverki Sandro’s. Einbýlishús steinhús á bezta stað í Vestur bænum til sölu. — Skipti á nýtízku hæð eða hálfu húsi möguleg. Stór lóð, viðbygging þægileg. Tilb. merkt ,,1812“ sendist Mbl. fyrir sunnudags kvöld. Skrifstofusfúlka vön vélritun og skrifstofustörfum óskast SENDISVEINN óskast Heildverzl. Péturs Péturssonar Hafnarstræti 4 — Sími 11219 og 19062 N Ý SENDING Pure-silkikjóEar Síðdegiskjólar [Uar kaðurinn Laugavegi 89. og svo er alltaf hjá okkur Ódýrar crepesokkabuxur 135 — 158 kr. — Ódýrar sængur kr. 225.00. — Ódýrar innkaupatöskur kr. 48.00. — Ódýrir herrafrakkar kr. 275.00. Fáið þið nokkurs staðar betri kjör? Verksmiðjuútsalan Eymundson kjallaranum Austurstræti 18 ' 2 LESBÓK BARNANNA LESBÓK BARNANNA 3 Kisi litli fór a9 heiman og bar aleiguna á bakinu í böggli, sem hann stakk á prikið sitt. Hann ætlaöi að heimsækja einhvern, sem hann þekkti. En hver skyldi það vera? Það sérðu með því að draga strik frá punkti 1—37. Kisi átti erfitt með að rata. Get- ur þú hjálpað honum að finna leiðina, svo að hann villist ekki í völundarhúsinu? þau leiddust víðsvegar um ævintýralandið. Allan daginn léku þau sér sam- an, og þegar kvöldaði, bað stúlkan kóngssoninn að fara. „Má ég þá koma aftur á morgun og leika mér hérna?“ sourði hann. „Þú mátt koma einu sinni enn“, sagði huldu- stúlkan, „og þá skal ég gefa þér gjöf. Komdu aft- ur á morgun“. Um leið var hún horfin. Kóiigssonurinn heyrði að kallað var á hann ofan frá höllinni, og hann flýtti sér heim. Daginn eftir laumaðist hann aftur inn í skóginn og hljóp I sprettinum yfir brúna fögru, sem lá yfir í ævintýraland. Stúlkan beið eftir honum og þau léku sér saman. Áður en hann vissi af var dagur- inn liðinn og að kvöldi kominn. „Nú ætla ég að færa þér gjöfina, sem ég lofaði þér“, sagði stúlkan. „En ég vil miklu heldur eiga þig fyrir vinstúlku áfram, en að þú gefir mér einhverja gjöf“ sagði kóngssonurinn. „Ég má ekki hitta þig aftur", svaraði stúlkan, „mér er ekki leyft að leika mér framar við þig, af því að þú ert mennsk- ur drengur. En sjáðu til! Þennan fána ætla ég að gefa þér“. Hún rétti hon- um undurfagran fána, sem var ofinn úr silki og gullþráðum. „Þegar þú sveiflar þessum fána yfir höfði þér, og óskar þér einhvers, mun óskin ræt- ast. Þrisvar sinnum munt þú geta fengið ósk þína uppfyllta, en eftir það mun fáninn missa mátt sinn“. Og huldustúlkan tyllti sér á tá og kyssti kóngssoninn á kinnina, um leið og hún hvarf eins og skuggi á milli trjánna. Lengi stóð kóngssonur- inn í sömu sporum og horfði á fánann. Svo þrýsti hann honum að brjósti sér og fór með hann heim í höllina, þar sem hann hengdi fánann upp á vegg í hallarsaln- um. Meira J. F. COOPER 17. Fálkaauga og hinir tveir vinir hans köfuðu niður eftir fljótinu í von um að komast óséðir fram hjá óvinunum, til þess að koma boðum til föður stúlknanna. „Heyward, Córa, Alica og Davíð söngvari voru eftir í hellinum. Heyward faldi inngang inn með því að leggja yf- ir hann greinar og lauf — og settist síðan fyrir fram an göngin inn í innra her bergið og beið þess sem verða vildi með skamm- byssu sína eina að vopni. Þegar Davíð raknaði úr rotinu, fór hann strax að hugsa um að taka lagið og ekki leið á löngu, þar Ráðningar á gátum 1. Erigan; 2. gluggarúð- an; 3. fimm fingur; 4. gkugginn þinn. til hann hóf upp hinn feg- ursta morgunsöng. Árnið urinn yfirgnæfði hann, svo að ekki var nein hætta á, að indíánarnir myndu renna á hljóðið. Drykklöng stund leið án þess að nokkuð gerðist. 18. Heyward var næst- um farinn að láta sér detta í hug, að indíánarn- ir hefðu hörfað frá, þeg- ar hann heyrði, að þeir ráku upp villt stríðsösk- ur. Hann vissi þegar, að þeir voru komnir til eyj arinnar og að þeir myndu hafa fundið riff- il Fálkans. Nú tóku þeir að leita að Fálkaauga sjálfum, —. brátt höfðu þeir fundið innganginn í hellinn og stór hópur óð þangað inn. Andartaki síðar voru þau öll umkringd og hendur þeirra bundnar á bak aft- ur. Þau voru fangar indí- ánanna. Höfðingi húronanna hafði sem betur fór fulla stjórn á mönnum sínum. Þegar einn þeirra tók að rífa í gullsnúrurnar á einkennisbúningi Hey- wards, fékk hann strax stranga áminningu. í miðjum hópi indíán- anna stóð Magúa — öðru nafni Bragðanefur, — og horfði með kuldalegu háðsbrosi á fangan^, þeg- ar þeir voru dregnir út úr hellinum af blóðþyrstum og sigri hrósandi rauð- skinnum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.