Morgunblaðið - 08.03.1961, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.03.1961, Blaðsíða 12
12 MORGVNBLAÐ1B Miðvik'udagur 8. marz 1961 Utg.: H.f Arvakur. Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalatræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. SIÐASTA HÁLMSTRÁIÐ FOKIÐ CÍÐASTA hálmstrá stjórn- arandstöðunnar í baráttu hennar gegn lausn fiskveiði- deilunnar við Breta er nú fokið út í veður og vind. Flokkar hennar, Framsóknar- menn og kommúnistar, hafa undanfarið haldið því. fram, að enda þótt Bretar hafi hyit ið því með samkomulaginu við íslenzku ríkisstjórnina að falla frá mótmælum sínum gegn 12 mílna fiskveiðitak- mörkunum, þá hafi það alls ekki í för með sér viðurkenn ingu þeirra á þessum fisk- veiðitakmörkunum í framtíð- inni. Bjarni Benediktsson, dóms- málaráðherra, las á Alþingi í fyrrakvöld upp álitsgerð frá lagadeild Háskóla íslands um þetta atriði. Er þar tekinn af allur vafi í þessum efnum. Auðvitað var þó ekki um neinn vafa að ræða í hugum allra þeirra manna, sem vildu á annað borð skilja samkomulagið um lausn fisk- veiðideilunnar. Með því var frá upphafi ljóst, að Bretar viðurkenndu á skýlausan hátt 12 mílna fiskveiðitakmörkin. En vegna vefenginga stjórn- arandstöðunnar er mjög gagn legt að dómsmálaráðherra skyldi leita álits lagadeildar Háskólans um þetta atriði. En í því segir m.a., að þeg- ar réttarágreiningur sé milli tveggja aðila og annar hefur andmælt skilningi hins eða aðgerðum, en lýsir síðan yfir því fyrirvaralaust, að hann falli frá andmælum sínum, sé það skýrt svo samkvæmt almennum lagasjónarmiðum, að með því skuldbindi sá að- ili sig til að hverfa endan- lega frá andmælum sínum og tjói ekki að hafa þau uppi síðar. Gegnir þessu eigi síð- ur í milliríkjaviðskiptum, segir lagadeild Háskólans. Ef greint orðalag verður þáttur í samningi milli brezku og íslenzku ríkisstjórnanna „telj um við því að samningurinn feli í sér skuldbindingu fyrir brezka ríkið, um að virða framvegis 12 mílna fiskveiði- lögsögu umhverfis Island, ef fiskveiðideilan verður leyst með þessum hætti“. Undir þessa álitsgerð rita prófessorar lagadeildar Há- skólans, þeir Theodór B. Lín- dal, Árrtiann Snævarr og Magnús Þ. Torfason. Ólafur Jóhannesson prófessor óskaði ekki að taka þátt í meðferð málsins í lagadeildinni með því að hann á sæti á Alþingi. Fróð«legt verður að sjá, hvort Framsóknarmenn og kommúnistar halda áfram að berja höfðinu við steininn og halda því fram, að í sam- komulaginu felist ekki full viðurkenning á 12 mílna fiskveiðitakmörkunum. HIN HEILBRIGÐA DÓMGREIND SIGRAR TVTIÐURRIFSBANDALAGIÐ ■^ — Framsóknarmenn og kommúnistar — hafa undan- farið verið á mikilli gandreið um híð íslenzka þjóðfélag. Áróður þeirra hefur allur beinzt að því að sanna al- menningi, og þá fyrst og fremst verkalýðnum til lands og sjávar, að núver- andi ríkisstjórn ætti þá ósk heitasta að gera lífskjör hans sem hörmulegust, og að sú stefna, sem stjórnin fylgdi hefði leitt hrun og eyðilegg- ingu yfir þjóðina. Jafnframt hafa þessir bandamenn hald- ið því fram, að með lausn fiskveiðideilunnar við Breta væri ríkisstjórnin að fórna rétti íslands um aldur og ævi. En staðreyndirnar sýna, að þessi taumlausi áróður stjórn arandstöðunnar hefur ekki haft mikil áhrif. Hann hef- ur ekki sigrazt á heilbrigðri dómgreind almennings í land inu. í verkalýðsfélögunum hafa kommúnistar og Fram- sóknarm. farið hverja hrak- förina á fætur annarri. Síð- asta dæmi þess er kosningin í Iðju. Þar vinna lýðræðis- sinnar og stuðningsmenn nú- verandi ríkisstjórnar einn mesta sigur sem þeir hafa unnið fyrr og síðar í nokkru verkalýðsfélagi í landinu. Svipuð saga gerist svo gagnvart lausn fiskveiðideil- unnar. Samtök sjómanna og útvegsmanna um land allt lýsa yfir stuðningi sínum við stefnu ríkisstjórnarinnar í málinu. Framsóknarmenn og kommúnistar verða allsstað- ar undir þar sem stjórnar- sinnar mæta þeim. Þessi þróun málanna er vissulega gleðilegt tímanna tákn. íslenzkur almenningur Þeir slást á mánudag geldur lausung við lygi upp- lausnaraflanna. Heilbrigð dómgreind fólksins ræður af- stöGu þess til vandamálanna. ÓÁNÆGJA BRETA t ÖRVÆNTINGU r»inni hef- ur Tíminn gripið til þess að halda því fram, að það hlakki í Bretum yfir þeirri undanlátssemi íslendinga sem komi fram í samkomu- laginu um lausn fiskveiðideil unnar. v Hér hefur farið enn sem fyrr, að Tímanum hefur orð- ið villugjarnt á braut sann- leikans. Öllum sem til þekkja ber saman um það, að í öll- um brezkum blöðum og með J al brezkra útgerðarmanna og, sjómanna, ríki megn óánægja með samkomulagið og að al- mennt sé talið, að íslending- ar hafi unnið mikinn sigur í málinu. Þessi skoðun kom greini- lega fram í fréttaþætti sem fréttamaður útvarpsins, séra Emil Björnsson flutti í ríkis- i^tvarpið sl. laugardagskvöld. Var það birt hér í blaðinu í gær með leyfi fréttastjóra út- varpsins. f útvarpsþætti sín- um komst Emil Björnsson m. a. að orði á þessa leið: „Eg hef séð blaðagreinar j um samkomulagið í 30—40 brezkum blöðum, öllum helztu blöðum Lundúnaborg- ar, Edinborgar, togaraútgerð- arbæjanna og blöðum fleiri borga. Og jafnframt hef ég hlýtt á umræður í brezka þinginu út af samkomulag- inu. Og hér í Bretlandi eru ekki skiptar skoðanir um þetta samkomulag. Það er i enginn ánægður með það fyr- ir Bretlands hönd, og margir sáróánægðir og vonsviknir. Þetta fer ekkert eftir stjóm- málaskoðunum manna hér, að því er virðist, sum stjórn arblöðin eru sízt mildari í garð stjórnarinnar í þessu máli en blöð stjórnarandstöð- unnar. Og jafnvel í þinginu hafa heyrzt raddir úr hópi stuðningsmanna stjórnarinn- ar, sem gagnrýna samkomu- lagið og lýsa vonbrigðum“. Þetta voru ummæli frétta- ritara útvarpsins í London um afstöðu manna þar í landi til samkomulagsins við íslendinga. NÆSTKOMANDI mánu- dag fer enn fram einvígi þeirra Floyd Pattersons og Ingemar Johanssons um heimsmeistaratitilinn í hnefaleik í þungavigt. — Þetta er þriðja einvígi þeirra. í hinu fyrsta sigr- aði Johansson, en síðast sigraði Patterson. Báðir meistararnir æfa nú eftir beztu getu og hafa þeir ráðið sér ráðgjafa til að fylgjast með síðasta sprett inn. Floyd hefur fengið Joe Louis fyrrverandi heimsmeistara sér til að- stoðar, en Ingo Max Schmeling, sem einnig er fyrrverandi heimsmeistari. æfingum, og virðast þeir ekki eiga sjö dagana sæla. EKKERT SÆL.DARLÍF Einn helzti frömuður hnefa- leikaíþróttarinnar í Florida, Angelo Dundee, hefur lýst heimsókn sinni í æfingastöð Ingos. Segist hann aldrei hafa vitað til þess að boxari hefði jafn marga hnefaleikara til að æfa með og þarna voru. En þeir entust lítið. Fyrst var Joe Esperti fluttur í sjúkrahús eft- ir slæmt högg á auga. Tony Laquatra fékk glóðarauga og varð að hætta. Billy Stephan barðist við meistarann, en lenti öðru hvoru í vegi fyrir hægri hendi hans og féll í hvert sinn. Áður hafði honum verið þannig lýst að hann væri eini hnefaleikarinn sem hefði fjögur augu, tvö brún og tvö blá. ★ Keppnin á mánudaginn fer fram í Convention Hall 1 Miami Beach, Florida. SAGAN ENDURTEKUR SIG í>að er sögulegt við þessa tvo ráðgjafa að þeir eru gaml- ir kunningjar. Árið 1936 sló Max Joe niður í tóiftu lotu en er þeir mættust aftur árið 1938 sló Joe Max niður í fyrstu lotu. Voru þeirra S'amskipti því svipuð keppnum Floyds og Ingos. Nokkuð hefur verið skrifað í blöð vestan hafs að Xngo tæki ekki æfingarnar nógu alvarlega, og er áber- andi hve mikið hefur verið gert til að bæla niður öll slík skrif. Það er til dæmis algjör- lega bannað að senda út mynd ir frá æfingastöðinni í Palm Beaeh í Florida sem sýna Ingo með unnustu sinni Birgit Lundgren. Hins vegar er mik- ið sent út af fréttum um þá . . . og þjálfarl hans, menn, sem Ingó slæst við_ á Max Schmeling

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.