Morgunblaðið - 14.03.1961, Síða 24

Morgunblaðið - 14.03.1961, Síða 24
íþróttir Sjá bls. 22 Rœða Ólafs Thors Sjá bls. 13. 60. tbl. — þriðjudagur 14. marz 1961 Byggö upp sex „feröa- mannasvæði" segir franskur ferðamálasérfræðingux FBANSKI ferðamálasérfræðing- urinn, Georges LeBrec, sem hér var á íerð í fyrra til að kynna sér ferðamálin, hefur nú skilað áliti sínu og tillögum. Stjórn Ferða málafélags Keykjavíkur hafði tal af blaðamönnum í gær og kynnti þeim niðurstöður hins franska sérfræðings. ★ LeBrec gerir tillögur um að megin áhherzla verði lögð á að „byggja" upp sex svæði á land inu til móttöku erlendra íerða- manna. Á öllum stöðunum telur hann hótelrými mjög ófullnægj andi svo og annan aðbúnað, m.a. aðstæður til íþróttaiðkana og stuttra ferðalaga — og segir hann óhyggilegt að auglýsa land ið of mikið sem ferðamannaland á meðan við getum ekki tekið við nema mjög takmörkúðum fjölda útlendinga. „Ferðamannasvæðin", sem franski sérfræðingurinn leggur áherzlu á, eru: Reykjavík og ná- grenni, Þingvellir og Hveragerði, Vestmannaeyjar, Búðir á Snæ- fellsnesi, Mývatn og nágrenni — og loks miðhálendið, sunnan Hofs jökuis og milli Vatnajökuls og Langjökuls. í Reykjavík eru nú t.d. 320 gistirúm, en LeBrec telur 600 algert lágmark. Á Þingvöllum vill hann reisa gistihús með 40 rúmum, í Hveragerði annað með 20 rúmum, í Vestmannaeyjum þriðja með 50 rúmum, við Mý- vatn það fjórða með 50 rúmum og á Búðum það fimmta með 30 rúmum. Auk þess ber brýna nauðsyn til að á öllum stöðunum verði gerðar ráðstafanir til að ferðamönnum verði unnt að fá leigða báta til veiðiferða, á sjó og á vötnum, aðstaða bætt til golf-iðkana og annars slíks — og smáflugvellir verði gerðir að Búðum, við Mývatn og á hálend inu. En þetta eiga aðeins að verða byrjunarframkvæmdir. ★ Gisli Sigurbjörnsson, formað- ur Ferðamálafélagsins, hafði orð fyrir stjórnarmönnum og sagði, að niðurstaða hins franska sér- fræðings yrði kynnt öllum helztu áhrifamönnum á þessu sviði og kvað hann stjórnina mundu beita sér fyrir því að unnið yrði skipu lega að því að framkvæma — helzt sém mest af því, sem Frakkinn hefur lagt til að gert yrði. Sagðist Gísli binda vonir við, að tillagan um ferðamálaráð næði fram að ganga svo að hægt yri að vinna skipulega og mark- visst að uppbyggingu þessa nýja atvinnuvegs. — Þá sagði Gísli, að von væri á frægum þýzkum kvikmyndatökumanni, sem væri sérfræðingur í töku lanokynning armynda. ★ Einn stjórnarmanna, Njáll Símonarson, sagði, að allar helztu ferðaskrifstofur í Evrópu væri nú búnar að taka ísland inn í ferðaáætlanir sínar og árangur inn væri þegar ljós. Miklu meira væri um farmiðapantanir með skipum og flugvélum en nokkru sinni fyrr, gististaðir við Mý- vatn væru t.d. nær þegar upppant aðir fyrir sumarið, mest fyrir er lenda ferðamenn — og vafalaust mundum við ekki getað annað öllum þeim fyrirspurnum, sem berast mundu fyrir vorið. 70 togarar við landið BLAÐINU barst i gær þessi frétt frá íslenzku Landhelgisgæzlunni: Vegna fyrirspurna um hve margir togarar muni vera hér við !and sem stendur, getUr Land- helgisgæzlan gefið eftirfarandi upplýsingar. Fyrir Vesturlandi frá Reykja- nesi að Horni voru nú um helg- ina alls 15 brezkir togarar að veiðum utan 12 sjómílna takmark anna, 2 á ferð og einn á svæðinu milli 6 og 12 sjómílna. Fyrir Norðurlandi, frá Horni að Langanesi, voru 16 brezkir og íslenzkir togarar að veiðum, allir utan 12 sjóm. markanna og 3 á ferð. Fyrir Austurlandi, frá Langa- nesi að Ingólfshöfða, voru 10 brezkir togarar að veiðum utan 12 og 8 milji 6 og 12 sjómílna markanna. Auk þess var þar einn á ferð. Fyrir Suðurlandi, frá Ingólfs- höfða að Reykjanesi, voru 6 brezk ir og 1 íslenzkur togari að veið- um á milli 6 og 12 sjómílna mark- anna djúpt á Selvogsbanka, 2 þýzkir á ferð og 2 óþekktir lengra úti. Auk þess voru þar nokkrir belgiskir togarar innan nýju tak Rosatíð í Ólafsvík Ólafsvík, 13. marz HÉR hefur verið rosatíðarfar að undanförnu og snarpir stormar blásið af vestri og suðvestri. Mjög erfitt hefur verið að vitja um r.etin, enda liggja þau djúpt úti. Afli hefur verið lélegur. — H.G. markanna, en utan þeirra gömlu. Stöðvaði varðskipið Þór tvo þeirra og skýrði þeim frá hinum nýju reglum. Annar þeirra nam ekki staðar fyrr en varðskipið gaf stöðvunarnxerki með skotum. Samtals voru því nú um helg- ina um 70 togarar á grunnslóðum hér við land þar af rúmlega 50 brezkir en hinir íslenzkir, belg- iskir og þýzkir. Forseti Islands, herra Ásgeir Ásgeirsson, leggur hornstein Bændahallarinnar. (Ljósm. vig.) Árangtóus tilraun til lífsbjargar Ellefu ára íslenzk telpa lézt á leið í sjúkrahús í Amsterdam Lækningaheimili fyrir taugaveikluð bösrn BARNAVERNDARFÉLAG Reykjavíkur hefur stofnað sjóð með 100 þús. kr. framlagi til þess að reisa lækningaheimili handa taugaveikluðum börnum. Sjóðurinn heitir Heimilissjóður taugaveiklaðra barna, og hefur forseti íslands nýiega staðfest skipulagsskrá hans. Á stjórnarfundi Barnaverndar félags Reykjavíkur sl. laugardag afhenti gjaldkeri félagsins, frú Lára Sigurbjörnsdóttir, stjórn sjóðsins kr. 100 þús. stofnfram- lag. í skipulagsskrá segir m.a.: „Markmið sjóðsins er það að hrinda í framkvæmd byggingu Dvalarheimilis handa taugaveikl uðum börnum, sem njóta sér- fræðilegrar meðferðar og þarfn ast í því sambandi slíkrar dvalar um skeið“. Ennfremur segir, að sjóðinn skuli efla með fjárframlögum Barnaverndunarfélags Reykja- víkur og annarra félaga, sem kynnu að vilja styrkja hann, og með gjöfum og áheitum einstakl inga. Hinum nýstofnaða sjóði hefur þegar borizt rausnarleg gjöf Kristjáns Jóhanns Kristjánsson- ar, forstj. Sendi hann sjóðnum kr. 5 þús. jafnskjótt og hann heyrði getið um stofnun hans. Stjórn Heimilissjóðs taugaveikl aðra barna þakkar Kristjáni þennan drengilega stuðning. Gjöfum einstaklinga og fyrir- tækja verður veitt móttaka hjá biskupsritara, í skrifstofu bisk- ups, Arnarhvoli. Stjórn sjóðsins skipa. Jónas B. Jónsson, fræðslustjóri, Ingólfur Ástmarsson, biskupsritari, Sigur jón Björnssonar, forstöðumanns Geðverndardeildar Heilsuvernd- arstöðvar Reykjavíkur og dr. Matthías Jónasson, formaður Barnaverndarfélags Reykjavíkur. — Fimmti stjórnarmaðurinn hef ur ekki enn verið skipaður. Einkaskeyti til Mbl. frá Kaupmannahöfn 13. marz f SÍMSKEYTl frá Amsterdam er skýrt frá því, að sl. laugardag hafi harmi þrungin móðir haldið til Reykjavíkur frá Amsterdam, eftir árangurslausa tilraun til að bjarga lífi 11 ára dóttur sinnar, Jónu Arnórsdóttur. Telpan var lífshættulega veik og það eina, sem hefði getað orð- ið henni til bjargar, var að gang ast undir heilaskurð, sem ekki var unnt að gera á íslandi. Ákveðið var að senda hana flugleiðis til Kaupmannahafnar, en svartaþoka olli því, að flug- vélin varð að halda beint til Amsterdam. Líðan Jónu litlu versnaði á leiðinni, enda þótt íslenzkur læknir, sem var með í förinni, gerði með aðstoð flug- íreyjunnar, allt sem unnt var til að bjargar. Jóna lézt í sjúkra- bifreið á leið frá flugvellinum í Amsterdam til sjúkrahúss. f tilefni þessa fréttaskeytis átti Mbl. tal af Sigurði Magnússyni fulltrúa hjá Loftleiðum. Upplýsti hann að mæðgurnar hefðu flogið roeð Loftleiðavél — Leifi Eiríks- syni, en vísaði síðan til flugfreyj- unnar Stefaníu Guðmundsdótt- ur, er var með í ferðinni. Stefanía tjáði Mbl. að telpan hefði verið mjög veik og læknir- inn, Björn Júlíusson, sem með var, ekki fengið rönd við reist. Leifur Eiríksson var á áætlunar- ferð til Glasgow og London og var ákveðið að þær mæðgurnar færu þangað beint til Kaup- mannahafnar. En svartaþoka varnaði lendingu í London. Þá var ákveðið að halda beint til Kaupmannahafnar, en þar var einnig þoka og ógerlegt að lenda. Varð því ekki annað úrkosta en halda til Amsterdam. Foreldrar Jónu litlu eru Mál- fríður Halldórsdóttir og Arnór Stígsson, ísafirði. Áfram streym- ir endalaust á ísafirði ÍSAFIRÐl, 13. marz. — Ekk- ert hefur enn upplýstst um það, hvar auðlind sú er stað- sett, sem fleytir peningaseðl- um um skolpræsi og í sjó fram. Hefur rannsókn málsins ekki leitt neitt í Ijós, sem veitt gæti visbendingu um auðsupp- sprettu þessa. Eitthvað virðist vera farið að ganga á sjóðinn, en þó voru seðlar enn að skol- ast fram í gærdag og í morgun. Lögreglan mun nú taka mest af seðlunum í sína vörzlu. — Guðjón. Sjúkraflug AKRANESI, 13. marz. 1 gær lenti sjúkraflugvél Bjöms Páls- sonar hér inni á Langasandi. Flutti hún Guðmund Stefánsson, roskinn mann, norðan frá Hvammstanga, og var hann lagður inn 1 sjúkrahúsið hér. Flugvélin staldraði við í 15 mín, Það var nærri háflæði, og þótti vel af sér vikið hjá flu-gmannin um, er hann hóf sig á loft á 20 metra tilhlaupi og sveif út í heið loftin blá. — Oddur. Allir vegir fætir í gær nema um Hoitavörðuheiði og Bröttubrekku „HOLTAVÖRÐUHEIÐI er nú að- alhöfuðverkur okkar“, sagði Snæ björn Jónasson, verkfræðingur hjá vegamálastjóra, þegar Mbl. spurði hann og Kristján Guð- mundsson um ástand vega úti um land. Sagði hann heiðina vera ákaflega ógreiðfæra og færi hún heldur versnandi. Hún var lokuð í gær en ætlunin er að reyna að opna hana í dag. Það getur þó brugðið til beggja vona, eftir því hvernig tíðin verður. Aðrir farartálmar eru ekki á leiðinni norður í land. Á Hval- fjarðarveginum er dálítið krap, en hann ætti að vera fær öllum bifreiðum. Sæmileg færð er upp um Borgarfjörð. Sama er að segja um vegi norðanlands, t. d. myndi Öxnadalsheiði vera sæmilega auð veld yfirferðar. Hins vegar var Brattabrekka á leiðinni vestur í Dali ófær, en í dag stendur til að ryðja hana. Hellisheiði er alveg sæmilega fær og vegir austur um sveitir og upp um Árnessýslu færir. Veg- ir í nágrenni Reykjavíkur eru allir færir. Þó er vegurinn austur, Þingvallaheiði dálítið varasamur, sérstaklega nálægt vegamótununu við gamla Þingvallaveginn og á háheiðinni. Hafa myndazt þar geilar í brautina, en umferð á að vera öllum fær. Sama er una Krýsuvíkurveginn, að hann er nokkuð varhugaverður á köílum vegna geilamyndunar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.