Morgunblaðið - 21.03.1961, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.03.1961, Blaðsíða 1
24 siður > Fullkomin ratsjá gerði staðsetningu mögulega Fyrsti brezki togarinn tekinn eftir viöurkenningu á 12 milunum FYRSTI brezk! togarinn, sem tekinn er eftir að Bretar við- urkenndu 12 míiia fiskveiðí- takmörk við landið, var tek- inn síðdegis á sunnudaginn suður við Eldey. Það var Þór undir skipstjórn Þórarins Björnssonar skipherra, sem tók togarann. Þegar hann sá fyrst til skipsins í radar varð skipsins, var hann inn á lok- uðu svæði á Eldeyjarbanka, en var kominn á opið svæði er Þór stöðvaði togarann. Hann heitir Othello og er frá Hull. (Á bls. 3 er nánar sagt frá töku skipsins). Hér á eftir er það rakið, sem fram kom við réttarhöldin í gær- dag, í sakadómi Reykjavíkur, en Valdimar Stefánssson akadómari, fjallaði um mál hins unga skipstjóra brezka togarans. • Réttarhöldin Klukkan rúmlega tvö var rétt- ur settur. Meðdómendur Valdi- mars sakadómara voru þeir Pét- ur Björnsson skipstjóri og Jónas Jónasson skipstjóri. Meðal ann- arra, er mættir voru í réttinum voru þeir Brian Holt brezkur ræðismaður, Geir Zoega fulltrúi eigenda togarans, Hellyers- bræðra, sem margir eldri Hafn- firðingar og fleiri kannast við. Talsmaður skipstjórans var Gísli ísleifsson hdl. Túlkur dó'mara var Snæbjörn Jónsson dó'mtúlk- ur. Var tilkynning um það gefin út frá landhelgisgæslunni í gær: VARÐSKIPIÐ sá togarann fyrst í radar kl. 16,42 í gær, og var hann þá á veiðum um 7,5 sjómíl- ur innan fiskveiðitakmarkanna. Var honum gefið merki um að stöðva, fyrst með flaggi, síðan með tveim lausum skotum, og loks var kallað á hann í talstöð. Kl. 17,10 var komið að togaranum þar sem hann var að hífa inn vörpuna rúmar 6 sjóm. innan tak markanna. Voru þar sett út tvö dufl og nokkru síðar fór II. stýri- maður varðskipsins, ásamt tveim ur hásetum, yfir í togarann á gúmmíbát. Var veður þá orðið mjög slæmt og þótti ekki ráðlegt að skipstjóri togarans kæmi til viðræðna yfir í varðskipið. Var gúmmíbáturinn þá tekinn um borð í togarann og voru hinir 3 skipverjar ÞÓRS þar um borð þangað til komið var til Reykja- víkur. Síðar barzt beiðni frá brezka herskipinu PUMA um að skipin biðu á staðnum þar til það kæmi og gæti kynnt sér málavexti. Varð varðskipið við þeirri beiðni, en þegar leð á kvöldið og veður fór versnandi, fyrsta duflið týnt (það hvarf strax) og annað dufl- ið komið á rek, þá var herskip- inu tilkynnt að tiigangslaust myndi að bíða lengur og því haldið til Reykjavíkur. Var kl. þá 23,27. Kl. 0440 komu skipin svo á ytri höfnina í Reykjavík. Að vanda kom Þórarinn skip- herra vel og virðulega fyrir í dómnum. Það var ekki hægt að sjá, að hann væri búinn að vaka samfleytt í nær 40 klufcku- stundir. Nokkrum spurning- um var beint til skipherrans, sem hann svaraði greiðlega t. d. varðandi ratsjá* Þórs. Hún er af Spetrry-gerð upplýsti skipherra Framh. á bls. 23. Þriðji maður í Peugeot- múlinu BANDARÍSKA vikuritið Time skýrir frá því, að óvænt- ir atburðir eigi eftir að gerast í sambandi við mál barnaræn- ingjanna frönsku. Það greinir frá því að undarlegt þyki, að Peugeot-fjölskyldan hafi dval- izt í sama fjallabænum og barnaræningjarnir. Síðan bætir hlaðið þeim upp lýsingum við, að fulltrúi frönsku lögreglunnar hafi lýst því yfir að „þriðji maðurinn" muni bráðlega verða afhjúpað ur í þessu máli. Sagði lögreglu foringinn, að þegar þriðji mað urinn kæmi fram myndi verða litið á það, sem alþjóðar hneyksli. Verwoerd fagnað sem sigurvegara Þórarinn Björnsson, skip- herra á Þór, tók á sunnudag fyrsta brezka togarann að ó- löglegum veiðum eftir að Bret ar viðurkenndu 12 mílna mörk in. Myndina tók Ól. K. M. af Þórarni um borð í Þór, en hann kom til Reykjavíkur með togarann í gær. Togarinn, Othello frá Hull, liggur ut- an á Þór í Reykjavíkurhöfn, sést í baksýn. Þórarinn Bjömsson skipherra é Þór lagði fram skýrsiu, þar sem hann gerði grein fyrir að- draganda þess að togarinn var tekinn, og sjálfri handtökunni. Mesti afli á einum degi Bolungarvík, 20. marz. f KVoLI) kom mb. Einar Hálfdánsson, skipstjóri Hálf- dán Einarsson, sem stundar netaveiðar, hingað til Bolung- arvíkur með 40 tonn af góðum fiski. í fyrradag var hann með 24 tonn. Það er einsdæmi að einn bátur landi svo miklum afla á Vestfjörðum á einum og sama degi. — Togarinn Pétur Halldórsson landaði einnig í dag 40 tonnum. Þó er ólga í Suður-Afriku með handtókum og óeirðum Johannesburg, 20. marz. JRenter). — „ÉG GERÐI það sem guð bauð mér“, sagði dr. Ver- woerd forsætisráðherra við heimkomuna til Suður-Af- ríku í dag. Yfir 50 þúsund manns söfn uðust saman úti á flugvelli Jóhannesarborgar til að fagna Verwoerd og þakka honum skelegga framgöngu á ráðstefnu Samveldislandanna í London. Snemma um morguninn, aðeins nokkrum klukkustund um fyrir komu Verwoerds fór lögregla heim til nokk- urra helztu leiðtoga svert- ingja í landinu. Voru þeir handteknir og færðir í fang- elsi sakaðir um að vilja koma af stað óeirðum í landinu. Og rétt í sama mund og flugvél Verwoerds snerti flugbrautina, brutust all al- varlegar óeirðir út í miðhluta Jóhannesarborgar. Börðust hvítir og svartir. Urmul lög- reglumanna bar að og bældu þeir rósturnar niður með kylfubarsmíð, og handtóku allmarga óeirðamenn. Spenna og óværð er í allri Suður-Afríku og eykur það ekki sízt á ólguna, að í nótt er eitt ár liðið frá hinni ægilegu skothríð lögreglunn- ar á svertingja í Sharpeville, en þá féllu 69 svertingjar. Hátíðleg móttaka Fylgismenn Verwoerds fögn- uðu honum ákaflega við mót- tökuna á flugvellinum. Þeir æptu fagnaðaróp, klöppuðu sam an lófum, sungu þjóðsöng Suður Afríku og sálma. Var móttöku- athöfnin hátíðleg með trúarleg- Poriugaiar LISSABON, 20. marz. (Reuter). — Portugalska stjórnin hefur ákveðið að hefja í skyndi her- flutninga með flugvélum til hý- lendunnar Angólu í suðurhluta Afríku. Hlutverk herliðsins er að bæla niður skæruliðahernað sem brotizt hefur út í norður- hluta nýlendunnar meðfram landamærum Kongó. Portúgalska fréttastofan Lusi- um blæ og hafði hátölurum ver ið komið fyrir til þess að mót- tökuræður heyrðust. Einn af flokksfélögum Ver- woerds sagði m.a.: — Verwoerd er ekki aðeins leiðtogi hvítra manna í Suður-Afríku, heldur hvitra manna um gervallan heim. Á stórt leturband sem Framh. á bls. 23. ilytja her tania, segir að skæruliðahernað- urinn sé mjög alvarlegur. Hafi skæruliðar farið rænandi og brennandi um héruð og hafi flótta fólk komið til höfuðborgar nýlendunnar Lúanda. Hermdar- verk skæruliðanna beinast að hvítum mönnum og segir frétta stofan að hvítir íbúar þorpa í norðurhluta Angóla hafi verið stráfelldir. Framh. á bls. 23. »

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.