Morgunblaðið - 21.03.1961, Side 8

Morgunblaðið - 21.03.1961, Side 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Þriðiudagur 21. marz 1961 Verzlun óskast Matvöru og/eða kjötverzlun á góðum stað í bænum óskast til leigu. Helzt í fullum gangi. Tilboð sendist á afgreiðslu blaðsins fyrir fimmtu- dagskvöld merkt: „1676“. r Utborganir eru alla virka daga, nema laugardaga, frá kl. 9—12 og 1—3. ÞÓRÐUR SVEINSSON & CO. HF. VERKSMBDJAN VÍFILFELL HF. BAZAR heldur átthagafélag Sléttuhrepps miðvikudaginn 22. marz kl. 2 e.h. í Góðtemplarahúsinu. tírval af góðum og ódýrum munum. NEFNDIN. Vil kaupa góðra 4ra—5 herbergja íbúð, sem mest sér og helzt á hitaveitusvæði. Há útborgun. Upplýsingar í síma 14709 milli kl. 7—9 í kvöld og annað kvöld. Ford 1957 Til sölu er Ford Fairline 500 Victoria árg. 1957. Bíll- inn er sjálfskiptur, tveggja dyra, keyrður tæpl. 40 þús. mílur. Hann hefir alltaf verið í einkaeign og er í I. fl. ásigkomulagi. Góðir greiðsluskilmálar. V A G N I N N HF. Laugavegi 103 — Sími 24033. . • • allir þekkja BAB-0 BAB-0 ræstiduft spegilhreinsar (Jppruni mannlegs máls eftir dr. Alexander Jdhannesson, ein af þremur ársbókum ísl. bókmenntafélagsins RÉTT EFTIR áramótin komu út ársbækur Hins íslenzka bók- menntafélags fyrir árið 1960. Hafa þær nú verið sendar til félagsmanna í Reykjavík og um boðsmanna félagsins út um land. Hið íslenzka bókmenntafélag var stofnað í Kaupmannahöfn árið 1816 og var Rasmus Kristjan Rask einn helzti hvatamaður að stofnun þess. í félaginu eru nú um 1500 manns. Ársbækur félagsins árið 1960 eru 3 og ber fyrst að telja bók- ina Uppruni mannlegs máls eft ir prófessor Alexander Jóhannes son. Hún er 186 bls. í stóru broti og fjallar um helztu kenningar, sem fram hafa komið um það með hverjum hætti tungumál hafa orðið til. Höfundurinn hefur varið miklum tíma í rannsóknir þessa verkefnis s.l. 20 ár og skrif að um það fjölda rita og ritgerða bæði á íslenzku og erlendum mál um. í þessum ritum setur hann fram nýstárlega kenningu um uppruna málsins. Og geta menn fræðst um hana við lestur bókar hans. önnur ársbókin er eftir pró- fessor Ólaf Lárusson og er hún síðasta bókin, sem hann fullgerði. Hún ber nafnið Nöfn íslendinga árið 1703 og er gefin út í flokkn um, Safn til sögu íslands og ís- lenzkra bókmenntá. Er hún töl- fræðilegt yfirlit um mannanöfn á Islandi 1703 og byggð á mann- talinu, sem þá var tekið. í bók inní má sjá tíðni mannanafna á Islandi 1703 og má sjá að á þeim tíma hafa nær eingöngu verið notuð forn íslenzk nöfn ásamt Biblíunöfnum, sem farið er að bera talsvert á, en lítið ber á ónefnum. Skírnir er þriðja ársbókin, er heftið 234 bls. auk skýrslna og reikninga. Halldór Haldórsson er ritstjóri þess. Er þetta 134. árg. Skírnis, en hann er elzta tímarit á Norðurlöndum, sem gefið hefur verið út óslitið síðan það hóf göngu sína. Skírnir er með líku sniði og verið hefur um alllangt skeið. Eru í heftinu margar grein ar um fróðleg efni eftir ýmsa höf unda t.d.: Að gjalda torfalögin, eftir Magnús Má Lárusson, Á aldarafmæli Frödings, eftir Svein Einarsson, 5 ljóð, eftir Einar Ás- mundsson, Lækningagyðjan Eir, eftir Jón Steffensen, Menningar- samband Þjóðverja og íslend- inga, eftir Alexander Jóhannes son, Hugleiðing um íslenzk mannanöfn að gefnu tilefni, eftir Halldór Halldórsson, Séra Ólafur á Söndum ,eftir Sigurjón Einars- gon, Aldarminning Zamenhoffs, eftir Árna Böðvarsson, Samfell- an í Guðmundar sögu dýra, eftir Simpson í þýð. Sölva Eysteinsson ar, Samtíningur eftir Einar Ól. Sveinsson. Með ársbókunum er borið út eitt hefti af annálum frá 1400— 1800, en það tilheyrir bókunum 1961. Þórhallur Vilmundarson annast um útgáfuna. Aðrar árs- bækur 1961 verða bók um Bald- vin Einarsson eftir Nönnu Ólafs- dóttur magister og Skírnir. Þær verða sendar út síðar á árinu. Milljónasii gesturinn í dag í DAG verður seldur milljón- asti aðgöngumiðinn í Þjóðleik- húsinu. Aðgöngumiðasalan verð ur opnuð eins og venjulega kl. 1,15. Aðgöngumiðar verða seld- ir á leikritið Tvö á saltinu, sem verður sýnt nk. fimmtudag og er það 10. sýningin á því leik- riti. Sá, sem hlýtur miða nr. 1.000.000 fær í verðlaun 2 að- göngumiða, er gilda einu sinni á hvert leikrit, sem sýnt verð- ur í Þjóðleikhúsinu á árinu 1961 og kr. 1.000 í peningum. Auk þess verða veitt tvenn aukaverðlaun. Þeir, sem hljóta næsta miða fyrir neðan, eða nr. 999,999 og næsta nr. fyrir ofan, eða nr. 1.000.001, hljóta aukaverðlaun og eru það 2 að. göngumiðar á tvær sýningar í Þjóðleikhúsinu á þessu ári. Myndin er af Guðmundi Stef- ánssyni, fulltrúa, en hann ser um aðgöngumiðasölu í Þjóðleik- húsinu ásamt tveimur stúlkum, Fanneyju Pétursdóttur og Þóru Böðvarsdójttur. Ót'æftir á Siglufirði SIGLUFIRÐI, 18. marz. — Her er nokkuð mikill snjór. Allar "öt. ur eru mokaðar, til að halda þeim bílfærum, því stöðugt vill skafa í bílförin. í morgun hefur þó ekki verið nein hríð. Stöðugar ógæftir eru til sjáv- arins alltaf vindax og hálfkalt, Línubátar og færabátar hafa lengi lítið komizt á sjó. Loðnan er svo mikil að fiskur hefur ekki tekið línu. Togarinn Hafliði losaði 180 lestir af heimamiðum í frystihús, og nokkuð fór í skreið. Togbátur- inn Hafþór losaði hér 30 lestir og Þráinn 25 lestir. — Guðjón. _________I Skolprör greinar, eygjur og 4“ H. Benediktsson hf. Sími 38-300 Speglar Úrval af speglum í mörgum stærðum er nýkomið í verzlunina. GT.F.RSLlPUN & SPEGLAGERP HF. Laugavegi 15. NauBungaruppboB á bifreiðinni G-840 Y.F.A. Horch diesel vörubifreið 3.7 tonn fer fram við lögreglustöðina í Hafnarfirði miðvikudaginn 29. marz n.k. kl. 2 e.h. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Sjómenn — FiskaBgerðarmenn Háseta vantar á netabát frá Vestmannaeyjum. Einnig menn vana fiskaðgerðum. Upplýsingar í síma 50348. Miðhær Fjölmenn félagasamtök óska eftir að kaupa hús eða hluta úr húsi, í eða við Miðbæinn. Þeir, sem áhuga hafa % á að selja slíka eign sendi til boð í pósthólf 1167 fyrir 25. marz n.k. I

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.