Morgunblaðið - 21.03.1961, Síða 20

Morgunblaðið - 21.03.1961, Síða 20
20 MORGVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 21. man 1961 DÆTURNAR VITA BETUR ! j SKALDSAGA EFTIR RENEE SHANN j áfram saman. — Reyndu að fá tækifæri til að tala alvarlega við hann, og ef allt er í lagi, þá get- urðu verið einbeitt við mömmu þina. Þá geturðu gert það með góðri samvizku, ef þú bara veizt, að hún þarf engar áhyggjur að hafa út af ákvörðun þinni. Janet sagði efafolandin, að hún viidi miklu heldur tala um þetta við i>afoba sinn en mömmu. — Viltu þá lofa mér að gera bað? — Auðvftað lofa ég því. — I>á skulum við ekki hafa fneiri áhyggjur af þessu í bili. Sjáðu hæðina þarna. Við skulum koma upp á hana og þá skal ég sýna þér uppáhalds útsýnið mitt. Og svo verðum við víst að fara að halda heim aftur. Ég vildi bara óska, að ég þyrfti ekki að flýta mér svona mikið til borg- arinnar aftur. Ég vildi gefa mik- ið til að þurfa ekki að ná í þessa bölvaða flugvél tíl Parísar í kvöld. — Það vildi ég líka óska, að þú þyrftir ekki. Hversvegna þarftu að flýta þér svona mikið? Hann brosti og greip arm hennar/ — Jæja, samt er það betra en að koma alls ekki. Þau voru nú komin upp í hæð- ina og sáu uppáhalds útsýni Nigels. Landið bylgjaðist í græn um ökrum og engjum, svo langt sem augað eygði. Nigel dró hana til sín í grasið, og gleymdi því í bili, að hann var svona mikið að flýta sér. — Ó, Janet, það er svo yndis- legt að vera hérna nxeð þér. Veiztu, að þetta er fyrsti dagur- inn, sem við erum saman heima? — Ja, það veit ég. Hann kyssti hana og þrýsti henni að sér. — Oft er ég búinn að hugsa mér þennan dag, og hlakka til að fara með þig til fjölskvldunnar minnar, og sýna henni þig og vera hreykinn af þér. „Þetta er Janet, stúlkan, sem ég ætla að giftast“, ætlaði ég að segja. Eg sá vel, hvað þau voru hrifin af þér. Þú hefur áreiðaniega gengið í augim á þeim, elskan mín. Hann hló ofurlítinn kuldahlátur. — Ég vildi, að þú gætir sagt það sama um mig og foreldra þína. — Já, en það get ég, sagði Janet. — Að minnsta kosti hvað pabba snertir. En mamma .... ja, hún ér bara ekki við því búin að hitta neinn, sem vill giftast mér og taka mig um leið frá henni. Þetta er alls ekkj af því að hún sé þér neitt andvíg, per- sónulega. Hún andvarpaði. — Ó, Nigel. ég ötfunda þig svo af for- eldrum þínum! Þau eru auðsjá- anlega svo ánægð hvort með annað og eiga hvort annars trún- að. Rífizt þið aldrei? — Jæja, stundum lendir okkur Barböru saman. — Ég vildi að ég hefði átt systkini. Það gerir mér helm- ingi erfiðara fyrir að vera einka barn. Ef við værum fleiri, myndi mamma víst fúslega lofa mér að giftast. • Hann kyssti hana aftur og minnti hana á loforðið, sem hún hafði gefið honum. — >ú talar út um þetta við pabba þinn? — Já, ég held það verði bezta ráðið. Þá fæ ég að vita, hvernig landið liggur. En mundu, að jafn vel það, krefst dálítils hugrekk- is. Þó að mér þyki vænt um hann, þá kem ég mér samt illa að því að spyrja hann, hvort hann muni skilja ef ég fer, sagði ég fer að heiman. — En þú hefur skiljanlega ástæðu til að spyrja. — Ég vona, að honum finnist það. — Ég er viss um, að honum finnst sú ástæða ærin. — Ein ef hann nú segir, að hann muni skilja ef ég fer sagði Janet í örvæntingartón. Æ, elsk- an mín, ég get beinlinis ekki til þess hugsað. Yið skulum heldur bíða og sjá til. Það getur verið, að þessi kvíði minn sé ástæðu- laus. — Það vona ég að hann sé. Hann tók undir höku hennar, svo að hún horfði beint framan í hann. — Við skulum ekki láta hana mömmu þína skilja okkur, elskan min. — Nei, það skal ég ekki gera. Að minnsta kosti .... en auð- yitað verð ég að fúllvissa mig um, að það hafi ekki neinar slæmar afleiðingar, ef ég giftist þér. Hún stökk á fætur og rétti honum hendurnar til þess að reisa hann við. — Æ, elskan mín, við skulum ekki spilla þess ari stund, sem eftir er, með á- hyggjum. Áður en við getum lit- ið við þarftu að ná í þessa flug- vél þina. Móðir Nigels hafði te tilbúið, þegar þau komu heim. öll fjöl- skyldan settist við borðið undir stóra trénu í garðinum, sem breiddi út krónu sína og skýldi þeim fyrir síðdegissólinni. — Hvenær kemurðu næst, Nigel? spurði móðir hans. — Það er ekki alveg víst. 1 næstu viku, etf ég get losnað. Hann brosti og leit á Janet. Það getur orðið jafnvel ennþá styttri viðstaða en núna, svo að það er ekki víst að ég geti einu sinni skroppið hingað. — Það er allt í lagi. Við skul- um fyrirgefa þér það, sagði Barbara. Þau hópuðust samar. við bíl- inn, þegar Nigel og Janet voru að fara af stað. Þau komust ekki eins fljótt af stað og gert hafði verið ráð fyrir. Þau höfðu ætlað að komast það snemma til borg- arinnar, að þau gætu borðað sam an í næði áður en hann færi, klukkan níu. En nú sá Janet sér til leiðinda, að bæði vegna taf- arinnar og mikillar umferðar á vegunum, leið tíminn allt of fljótt, til þess, að úr því gæti orðið. — Vertu sæl, góða mín, sagði frú Derry. — Komdu fljótt til okkar aftur. Og gerðu þér ekki oímiklar áhyggjur út af því ef mamma þín er ykkur eitthvað erfið. Janet kyssti frú Derr, og sagð- ist skyldu reyna. — Það fer allt vel á endanum, sagði faðir Nigels. Og svo kyssti hann hana líka, rétt eins og þau hefðu þekkzt alla sína ævi. Yfir- leitt fannst henni það næstum ótrúlegt, að þetta væri í fyrsta sinn, sem hún hitti þetta fólk. Jafnvel María gamla frænka var eins og gömul vinkona. Sharman kom þjótandi út úr dyrunum og sagðist ekki hafa haft hugmynd um, að þau væri að fara svona fljótt. — Ég hitti þig í Wasbington, Janet, sagði hún og gaf Nigel auga um leið. — Hitti þig í París, NigeL Má ég hringja þig upp og tilkynna, áð ég sé kominh? — Sjálfsagt. Ef ég verð önn- um kafinn, skal ég finna ein- hvem ungan mann handa þér. Hún setti upp vonbrigðasvip. — Nei, það er ekkert gagn í því. Þú verður að koma sjálfur. Og ég sem er búin að fá leyfi hjá Janet. — Gerðu hann ekki alveg vit- lausan, sagði Barbara. — Hann er nú ekki svo dásamlegur. — Það er ekkert að marka þó þér finnist það ekki, sem ert systir hans. — Mikið geta þessar stelpur blaðrað, tautaði Nigel er þau óku af stað. Hann rétti út hönd- ina, til þess að veifa til fjölskyld unnar. um leið og hann beygði út af heimreiðinni. Janet hallaði sér líka út úr glugganum og veif aði. Svo hallaði hún sér aftur í sætið. — Bara að það sé þá eintómt blaður. En ég er nú ekki viss um, að svo sé. — Vitanlega er það ekki ann- að en blaður. Ég hef hitt aðrar eins áður, og þær meina ekkert með þessu. Janet færði sig nær honum. Hann tók vinstri höndina af stýr inu og leitaði að hennar hönd. — Æ, litli bjáninn þinn sagði hann — í annað sinn þann dag. — Það er ekki víst, að það sé eintómt blaður. Hvernig kynn- irðu við það, ef ungur maður færi að setja mér stefnumót, meðan þú ert í París? — Vitanlega væri mér fjanda- lega við það. Ég yrði auðvitað fokvondur. — Já, ætli ekki það. — Heyrðu nú til. Ef þú vilt ekki, að ég fari út með henni, skal ég finna upp á einhverju til að hafa mig afsakaðan, þegar hún hringir til mín. Skáldið og mamma litla 1) Heyrðu, Lotta. Hvar hefurðu 2) Ég? — Ég hef ekki.... 3) ... .látið það neins staðar! látið strokleðrið mitt? — Svo þú náðir í Markús? | fann drenginn í skóginum .... — Herra McClune, hér er um | — Þú lýgur huglausi þorpar- misskilning að ræða .... Ég; inn þinn, og þú veizt það .... Ég hef orðsendinguna þína .... Þú hafðir ekki einu sinni kjark til að skrifa þitt eigið nafn und- ir! Nú hef ég náð þér, og ég ætla að gera úr þér fordæmi .. Lokið hann inni .... Ég sé um hann síðar! Janet þrýsti höndina, sem hélt í hennar. — Nei, þú skalt ekki vera að þv. Þá heldur hún, að ég sé ein- hver dauðans bjáni. — Það er ég lika viss um, að þú ert. Góða min, ég gæti farið út með Sharman, kvöld eftir kvöld, án þess að það breytti nokkrum sköpuðum nl-ut okkar í millá. Hún er bara allt annað en ég gengst fyrir. Og jafnvel þött hún væri það — þá er ég nú einu sinni skotinn í þér. Engin önnur stúika í heiminum gæti haft minnsta aðdráttarafl fyrir mig. Hún brosti: — Ó, þú ert svo indæll! — Það er þá ákveðið. Hann leit á klukkuna í bílnum. Viltu bara sjá, hvað klukkan er orðiri. Svona líður tíminn altaf, þegar ég er með þér. Það var ekki nema hálftími upp á að hlaupa, þegar þau sHÍItvarpiö Þriðjudagu-r 21. marz 8.00 Morgunútv. — Bæn. Morgunleik- fimi: Valdimar Örnólfsson, leik- fimikennari og Magnús Péturs- son píanóleikari. — 8.15 Tón- leikar. — 8.30 Fréttir. — 8.35 Tón leikar. — 9.10 Veðurfregnir. — 9.20 Tónleikar. — 12.00 Hádegisútvarp. • (12.25 Fréttir og tilkynningar). 13.15 Þáttur bændavikunnar: Leiðbein- ingarþjónusta fyrir landbúnað- inn, — umræður undir stjórn Lárusar Jónssonar. Þátttakendur: Agnar Guðnason, Halldór Páls- son, Jón Eiríksson og Þórólfur Guðjónsson. 14.15 „Við vinnuna": Tónleikar. 14.40 „Við, sem heima sitjum" (Dagrún Krist j ánsdóttir). 14.15 Tónleikar: „Við vinnuna". 15.00 Miðdegisútvarp (Fréttir. — 15.05 Tónleikar. — 16.00 Fréttir, veð- urfr. og tilk. — 16.05 Tónleikar). 18.00 Tónlistartími barnanna (Jón G. Þórarinsson). 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Þingfréttir. — Tónleikar. 19.00 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 Neistar úr sögu þjóðhátlðarára- tugsins; III. erindi: Aðdragandi „fimm ára stríðsins" (Lúðvík Kristjánsson rithöf.). 20.25 „Carmen": Svítur nr. 1 og 2 eft- ir Bizet (Lamoureux hljómsveitin leikur; Antal Dorati stjórnar). 20.55 Haddir skálda: Úr verkum Hall- dórs Stefánssonar. — Flytjendur: Helga Valtýsdóttir og Róberts Arnfinnsson. 21.40 Ungir tónlistarmenn: Sigurður Örn Steingrímsson fiðluleikari og Kristinn Gestsson píanóleikari flytja tvö nútímatónverk. a) Fantasía fyrir fiðlu og píanó op. 47 eftir Arnold Schönberg. b) Sónata fyrir píanó eftir Igor Stravinsky. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Passíusálmar (41). 22.20 Um fiskinn (Stefán Jónsson). 22.40 Lög úr óperunni „Porgy og Bsss'* eftir George Gershwin (Rise Stev ens, Robert Merrill og Robert Shaw kórinn syngja'; RCA-Victor hljómsveitin leikur. Stjórnandi: Robert Russell Bennett). 23.10 Dagskrárlok. Miðvikudagur 22. marz 8.00 Morgunútvarp (Bæn — 8.05 Morg unleikfimi — 8.15 Tónleikar — 8.30 Fréttir — 8.35 Tónleikar — 9.10 Veðurfregnir — 9.20 Tónleik- ar — 10.00 Veðurfregnir. 12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12.25 Fréttir og tilkynningar). 13.15 Þáttur bændavikunnar: Sauðfjár rækt, — umræður undir stjórn Lárusar Jónssonar. Þátttakendur Gunnar Guðbjartsson, Halldór Pálsson, Hjalti Gestsson, Jón Gíslason og Jónas Pétursson. 14.15 „Við vinnuna": Tónleikar. 15.00 Miðdegisútvarp: Fréttir. — 15.05 Tónleikar. — 16.00 Fréttir og til- kynningar — 16.05 Tónleikar. 18.00 Útvarpssaga bamanna: „Petrai litla" eftir Gunvor Fossum; I. (Sigurður Gunnarsson kennarl þýðir og les). 18.25 Veöurfregnir. 18.30 Þingfréttir. — Tónleikar. 19.00 Tilkynningar. 20.00 Framhaldsleikrit: „tTr sögu For- syteættarinnar" eftir John Gals- worthy og Muriel Levy; fimmtl ^ kafli þriðju bókar: „Til leigu". Þýðandi: Andrés Björnsson. — Leikstjóri: Indriði Waage. Leik- endur: Valur Gíslason, Þorsteinn Ö. Stephensen, Helgi Skúlason, Margrét Guðmundsdóttir, Guð- björg Þorbjarnardóttir, Jón Aðila. Hildur Kalman, Rúrik Haralds- son, Baldvin Halldórsson og Helga Löve. 20.45 Föstumessa í útvarpssal (PrestuF Séra Sigurður Pálsson). 21.30 „Saga mín", æviminningar Pad erewskys; VI. (Árni Gunnarsson fil. kand.). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Passíusálmar (42). 22.20 Erindi: Um björgunarstörf á Norður-Atlantshafi (Jónas Guð- mundsson stýrimaður). 22.45 Djassþáttur (Jón Múli Árnason), 23.15 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.