Morgunblaðið - 22.03.1961, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.03.1961, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 22. raarz 1961 MORCVNbLAÐIÐ n Ásgrímur f. 1. maí 1877 — d. 6. marz 1961 í DAG er borinn til grafar á Sauðárkróki, einn af elstu borg- urum Sauðárkróksbæjar Ásgrím- ur Einarsson fyrrverandi bóndi og skipstjóri. Ásgrímur var fædd- ur á Illugastöðum í Flókadal 1. maí 1877, voru foreldrar hans Einar bóndi á Illugastöðum o. v. Ásgrímssonar bónda Mannskaða- ihóli; Hallssonar bónda í Geld- ingaholti Ásgrímssonar, Hólaráðs- manns d. 1795, er þetta Skag- firsk bændaætt, mann fram af manni. Föðurbróðir Einars var meðal annara Jón prófastur Hallsson í Glaumbæ. Móðir Ás- gríms og fyrri kona Einars var Kristbjörg Jónsdóttir systir hins kunna bónda og útgerðarmanns, Jónasar Jónssonar á Látrum við Eyjafjörð. Kristbjörg andaðist frá mörgum ungum börnum 13. febrúar 1879 var Ásgrímur þá aðeins tveggja ára. Eftir lát Kristbjargar brá Einar faðir hans 'búi. Fóru eldri börnin til ætt- manna hans og vina, en yngstu börnin fylgdu föður sínum sem fór í húsmennsku í Málmey. Þá bjuggu í Málmey Sölvi Sigurðs- son og kona hans Herdís Bjama- dóttir, sem síðar bjuggu lengi á Yztáhóli í Sléttuhlíð og síðast í Lónkoti í sömu sveit, sem þá var talsverð útgerðarstöð. Þessi hjón tóku Ásgrim til fósturs og ólu hann upp. Herdís andaðist 1916, en Sölvi varð gamall maður, tók Ásgrímur hann til sín og var hann hjá honum til æfiloka. Ás- grímur ólst því upp jöfnum höndum við landbúnað og sjó- sókn eins og þá tíðkaðist í út- sveitum Skagafjarðar. Rúmlega •tvífugur að aldri fór hann í IStýrimannaskólann í Reykjavík og útskrifaðist þaðán vorið 1903. — Eftir að Ásgrimur hafði lokið námi við Stýrimannaskólann fór hann í siglingar, og sigldi með enskum skipum um hrið, en hvarf bvo heim til æskustöðvanna. Þegar heim kom tók hann við skipstjóm á hákarlaskipum og stundaði hákarla- og þorskveið- ar. Var hann lengi á skipum Helga Hafliðasonar á Siglufirði o. fl. Árið 1909 kvæntist Ásgrímur frænd'konu sinni, ágætri konu Stefaníu dóttir Guðmundar oddvita í Ási í Hegranesi Ólafs- sonar alþm. í Ási Sigurðssonar og konu hans Jóhönnu Einars- dóttur. Reistu þau bú vorið eftir ó Ystahóli í Sléttuhlíð og bjuggu þar til 1913, svo á hálfum Ási 1913—1924 og á Reykjum á Reykjaströnd 1924—1931, er þau fluttu til Sauðárkróks og bjuggu þar til æfiloka. Þó Ásgrímur gerðist bóndi og hefði, er á leið all gott bú, breytti hann lítið háttum sínum, var skipstjóri eða stýrimaður yfir vertíðir, og sigldi milli landa ef svo bar undir. Síðast sigldi hann milli landa sem stýrimaður í síðari heiimsstyrjöldinni. Sjór- inn var Ásgrími oft gjöfull, en harin heimti líka skatt af honum og konu haa.s eins og fleirum, er þau mistu Þórhall, ungan son sinn árið 1925 í fiskiróðri frá Reykjum, er bátnum hvolfdi þar í brimlendingu. Rétt er að geta þess að vafa Einarsson lítið hefði þessi fjarver(á Ás- gríms frá heimilinu valdið því að búreksturinn hefði orðið út- undan, ef hann og kona hans hefðu ekki verið svo lánsöm að hafa sem heimilismann mikinn hluta búskapartíma síns, ágætan mann Pétur Jónasson, síðar hreppstjóra á Sauðárkróki, sem var þeirra önnur hönd við stjórn búsins. Konu sína misti Ásgrímur 8. júlí 1944, var það mikið áfall fyrir hann. Eftir það bjó hann með tveim börnum sínum til æfiloka. Sökum fjarveru frá heimili sínu oft um lengri tíma komst Ásgrímur hjá ýmsum trúnaðar- störfum, þó sat hann um hríð í hreppsnefnd, Skarðshrepps, var hafnsögumaður á Sauðárkróki nokkur ár og átti lengi sæti í sjó- dómi. Ásgrímur var all stór vexti og hinn vaskasti maður í hverri raun. Hann var ágætur sund- maður, bjargaði það að minsta kosti tvívegis lífi hans, við Vest- mannaeyjar og síðar hjá Reykj- um, er sonur hans drukknaði, synti þá með hann að landi, en brimið sleit hann úr höndum hans. Hann var drengur góður, hóf- samur gleðimaður og prúðmenni sem ekki mátti vamm sitt vita. Hann var öllum þeim kær sem þékktu hann bezt. — Ásgrímur og Stefanía áttu 5 börn, þessi náðu fullorðins aldri: Einar lögrrfgluþjónn í Reykjavík kvæntur Sigríði Gísladóttur, Bjöm, sjómaður, Sauðárkróki og Jóhanna, bæði ógift, héldu heimili með föður sínum. J. Sig. Sjálfstæbiskvennafélagið Hvöt heldur fund annað kvöld (fimmtudag) kl. 8,30 í Sjálfstæðishúsinu. D a g s k r á : 1. Frú Auður Auðuns alþingismaður segir þingfréttir 2. Skemmtiatriði 3. Kaffidrykkja Allar Sjálfstæðiskonur velkomnar meðan húsrúm leyfir. Stjórnin Stúlka óskast Stúlku vantar strax í verksmiðju okkar ekki yngri en 20 ára. — Upplýsingar hjá verkstjóranum Laugavegi 16, 1. hæð, — Upplýsingar ekki veittar í síma. Efnagerð Reykjavíkur Veitingahús Óskum eftir að taka á leigu eða veita forstöðu veitingahúsi eða félagsheimili. — Margt annað kem- ur til greina. — Höfum verið við veitingahússrekst- ur í mörg ár. Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir 1. apríl merkt: „Veitingar — 1686“. Eignarlóð á mjög góðum stað á Seltjarnarnesi til sölu. Skipti á góðum bíl koma til greina. Tilboð leggist inn á afgr. Mbl. fyrir laugardag merkt: „Eignarlóð — 1827“. TIL SÖLU fokhelt hús við Safamýri. 2 hæðir og kjallari. 5 herb. á hæð, 150 ferm. 3 herb. í kjallara. Selst I heilu lagi Náuari upplýsingar gefa malflutningsskrifstofa Einars B. Guðmundssonar, Guðlaugs Þorlákssonar, Guðmundar Péturssonar, Aðalstræti 6 símar 1-2002, 1-3202, 1-3602. TEAK útihurðir útbúnar fyrir tvöfalt gler Stærð 90x200 cm. Verð kr. 6.900.00 Hjálmar Þorsteinsson & Co. h.f. Klapparstíg 28 — Sími 11956 Atvinna tvær stúlkur óskast strax í kjöt- og nýlenduvöru- verzlun. — Gott kaup. — Góður vinnutími. Upplýsingar í síma 22947. Fiat station 1100 Óska eftir að kaupa Fiat station 1100, árgang 1958 eða yngri. Útborgun kr. 50 þúsund. Öruggar cifborg- anir. — Upplýsingar í síma 15123 í dag. íbúð íslenzk fjölskylda búsett í New York óskar eftir 4ra til 5 herb. íbúð með húsgögnum til leigu máin- uðina júlí og ágúst n.k. — Nánari upplýsingar í síma 24655. Skrifsfofustúlka óskast. — Umsóknir ásamt upplýsingum um fyrri störf, óskast send afgr. Mbl. merkt: „Vélritun — 1682“. Atvinna Vanar saumastúlkur óskast. Einnig stúlkur í frágang Fatagerðin BURKNI Laugavegi 178 — Sími 37880 Hessian Höfum fyrirliggjandi fiskumbúðarstriga, bindigarn og saumgarn Ólafur Gíslason & Co. h.f. Hafnarstræti 10—12 — Sími 18370 Létt rennur GfteSoó

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.