Morgunblaðið - 22.03.1961, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 22.03.1961, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐI b Miðvik'udagur 22. marz 1961 JÍ0rípír#Míitfr Utg.: H.f Arvakur. Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Rítstjórn: Aðalotræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 3.00 eintakið. SAKSÓKNARI RÍKISINS A ð frumkvæði Bjarna Bene- diktssonar, dómsmálaráð- herra, hefur nýlega verið lagt fyrir Alþingi frumvarp til laga um breytingu á lög- um um meðferð opinberra mála. — Kjarni frumvarps þessa er sá, að þar er gert ráð fyrir að skipaður verði saksóknari ríkisins, er fari með ákæruvald og að nýskip an verði gerð á embætti sakadómarans í Reykjavík. Um hlutverk saksóknara segir í frumvarpi þessu á þá leið, að hann skuli hafa gæt- ur á afbrotum, sem framin eru, kveða á um rannsókn opinberra mála og hafa á hendi yfirstjórn hennar og eftirlit. Hann höfðar opinber mál og tekur ákvörðun um áfrýjun þeirra. I frumvarpi dómsmálaráð- herra er rakin sága þeirra tillagna, sem fluttar hafa verið á Alþingi á undanförn- um áratugum um nýskipan ákæruvaldsins, allt frá því að Gunnar Thoroddsen flutti frumvarp sitt um opinberan ákæranda árið 1934. Sí&an hefur hver dómsmálaráð- herrann á fætur öðrum sett nefndir til þess að endur- skoða gildandi lög og reglur um réttarfarsmálin. Frum- vörp um meðferð opinberra mála hafa verið lögð fyrir Alþingi og hefur í sumum þeirra verið gert ráð fyrir stofnun opinbers ákæranda eða saksóknara ríkisinss. — Virðast lögfræ&ingar al- mennt vera sammála um það að taka beri ákæruvald- ið úr höndum pólitísks ráð- herra og fá það í hendur ó- hlutdrægum embættismanni. Núverandi dómsmálaráð- herra á þakkir skildar fyrir frumkvæði sitt um þetta mál nú. Hér er um merka réttar- farsbót að ræða, sem raunar hefur dregizt alltof lengi að koma í framkvæmd. En or- sök þess dráttar er fyrst og fremst sú, að menn hafa óttazt þann kostnað, sem leiða mundi af hinu nýja embætti saksóknara ríkisins. En enda þótt eðlilegt sé að horft sé í aukinn kostnað við stofnun nýrra embætta, þá er þó hitt mest um vert, að þjóðin búi við það skipulag í réttarfarsmálum, sem tryggi henni fullkomið réttarör- yggi. Að því marki stefnir fyrrgreint frumvarp og er vonandi að það hljóti fulln- aðarafgreiðslu á þessu þingi. FJÁRHAGSERFIÐ- LEIKAR BÆNDA OG YFIRLÝSING RÍKISSTJÖRN- ARINNAR T útvarpsumræðunum um vantrauststillögu stjórnar- andstöðunnar, ræddi Jónas Pétursson, alþingismaður, nokkuð um þá fjárhagserfið- leika, sem margir bændur ættu við að stríða vegna vax andi verðbólgu og dýrtíðar á undanförnum árum. Kvað hann þessa erfiðleika hafa verið til athugunar og um- ræðu hjá ríkisstjórninni og stuðningsflokkum hennar. — Væri auðsætt að hér væri um vandamál að ræða, sem greiða yrði fram úr með op- inberum aðgerðum. Jónas Pétursson komst síðan að orði á þessa leið: „Þess vegna tel ég rétt að það komi fram, að ríkis- stjómin hefur ákveðið að leita eftir því við banka og sparisjóði að hluta af víxil- skuldum bænda, verði breytt í föst lán til langs tíma með hagkvæmum vaxtakjörum“. Jónas Pétursson flutti þessa yfirlýsingu fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. — Munu margir bændur fagna henni. Má óhikað treysta því að bankar og sparisjóðir muni eftir föngum freista þess að verða við óskum ríkisstjórn- arinnar í þessum efnum. Það væri mjög illa farið, ef ung- ir og efnalitlir bændur, sem staðið hafa í miklum fram- kvæmdum á undanförnum árum yrðu að gefast upp við búrekstur sinn. Af því myndi leiða þverrandi framleiðslu landbúnaðarafurða. STEVENSON FER VEL AF STAÐ ll/|eðal pólitískra fréttarit- 4 ara frá lýðræðisþjóðum, er það almenn skoðun, að hinn nýi formaður banda- rísku sendinefndarinnar á þingi Sameinuðu þjóðanna, hafi farið vel af stað. Adlai Stevenson hefur ennþá einu sinni sýnt það, að hann er Faöir“ flu POLARISFLUGSKEYTIN Krefst eftirlauna eða eldflaugar híi&tæðar v Jafnframt. ^yí sem frá pessu er skyrt 1 fregnum fra þeim, hefðu getað orðið Hamborg, er einnig hermt, að veruleika þegar á árum að maðurinn, sem var helzti heimsstyrjaldarinnar síð- höfundur V. 2-skeytanna, , , hafi krafizt eftirlauna af ari, ef vismdamennirmr í vestur-þýzka ríkinu, er nemi eldflaugatilraunastöð Þjóð 630 mörkum á mánuði (um verja í Peenemúnde hefðu 6 ^ús. ísl. kr.). Hér er „ ... . c. , um að ræða fyrrverandi yf- fengið leyfi til að halda jrmann hins þýzk-banda- áfram að vinna að full- ríska eldflaugasérfræðings, komnun V. 2-flugskeyt- Wernhers von Braun, hinn .... . . „66 ára gamla Rudolf Nebel anna af fullum krafti, með sem fyrir rétti - MUnchen það fyrir augum, að unnt krefst einnig hárrar greiðslu yrði að skjóta þeim frá af vestur-þýzka ríkinu (rúm- i o. .. lega 500 þús. ísl. kr.) í eitt kafbatum, neðansiavar. . .. , . .... * ... . ’ J skipti fyrir oll, með tilvisun j-fi1 Isga þeirra, er fjalla um bótaskyldu hins opinbera gagnvart fórnarlömbum naz- ismans. Nebel hefir lýst því yfir í réttinum, að þýzki herinn hafi keypt einkaleyfi hans á V. 2 árið 1937 og boðið hon- um skilyrði til að starfa áfram að rannsóknum sínum á þessu sviði. Nokkru síðar var hann hins vegar tekinn fastur af nazistum, sem töldu, að hann væri af Gyð- ingaættum, — en það var reyndar á misskilningi byggt. V. 2-flugskeytin, eitt ógur, legasta vopn styrjaldarinnar, voru síðar notuð við merki legar tilraunm í Eystrasalti ekki aðeins gáfaður og bráð- snjall ræðumaður, heldur kænn og laginn stjórnmála- maður. Þann stutta tíma, sem hann hefur verið aðal- fulltrúi lands síns á hinu mikla þjóðanna þingi, hefur það komið í hlut hans að heyja harðar snerrur við Valerian Zorin, aðalfulltrúa Rússa og taka afstöðu til margra mjög vandasamra og þýðingarmikilla mála. Stev- enson hefur í engu slakað til fyrir Rússum, en hann hefur þrátt fyrir það ekki bakað sér fjandskap þeirra. Rússar fara alltaf eins langt og þeir geta komizt. En þeir kunna að meta har&skeytta og snjalla andstæðinga. Margt þykir benda til þess að málflutningur Stevensons og framkoma hans hafi fall- ið hinum nýju Afríkuríkjum mjög vel í geð. Hin hiklausa andstaða hans gegn leifum nýlenduskiplagsins hefur eytt þeirri tortryggni, sem svertingjaþjóðir Afríku hafa alið í brjósti sér gagnvart Bandaríkjamönnum. —• Hann hefur einnig lagt sig fram um það, að hafa náið sam- band og samráð við þessar þjóðir, sem nú geta haft ör- lagarík áhrif á gang heims- málanna á þingi Sameinuðu þjóðanna. Hinn lýðræðissinnaði heim ur hafði brýna þörf fyrir dugmikla og hæfa forystu á Allsherjarþinginu. Allt bend ir til þess að með for- mennsku Adlai Stevensons í bandarísku sendinefndinni hafi slík forysta verið tryggð. árið 1942, við eyjuna Use- dom. Þar reyndu menn að gera það, sem bandarískum vísindamönnum hefur nú tekizt með Polaris-flug- skeytunum. — Við fyrstu til raunirnar voru notaðar litlar eldflaugar af svonefndri Ne- belwerfer-gerð, sem Rudolf Nebel hafði fundið upp þeg- ar fyrir valdatöku nazista í Þýzkalandi, og höfðu hlotið nafn hans. Við þessar til- Þjóðverjinn Nebel, einn aðalhöfundur V. 2-flugskeyt- anna, sem voru að nokkru fyrir- mynd bandarísku Polaris-eldflaug- anna, krefst eftirlauna af vestur-þýzka ríkinu. V. 2 — fyrirennari hinna miklu eldflauga austurs og vesturs . . . raunir tókst að skjóta frá kafbáti 20 slikum flugskeyt- um — úr kafi — að marki, sem var í þriggja kílómetra fjarlægð. Skotið frá kafbátum Þetta má heita merkilegur árangur — fyrir nær 20 ár- um. En, hvernig, sem á því hefur staðið, fylgdu Þjóð- verjar þessu ekki eftir, held- ur tóku þeir upp tilraunir með V. 2-flugskeyti í sama tilgangi, en á öðrum grund- velli. Þeim var ekki skotið frá kafbátunum sjálfum og ekki stefnt að því að skjóta þeim úr kafi, heldur höfðu tilraunakafbátarnir meðferðis heljarmikla „pramma" — og í þeim voru flugskeytin og allur útbúnaður til þess að skjóta þeim. Eftir að kafbát- urinn kom upp á yfirborðið, setti hann út „prammann" og eldflaugunum var skotið. — Tilraunir þessar virtust ætla að bera góðan árangur, en skyndilega komu í ljós gallar á flugskeytunum, og var þá áætlunum þessum frestað og þær ekki teknar upp aftur fyrir alvöru fyrr en undir árslok 1944. — En styrjöld- inni lauk, áður en þessar til- raunir báru þann árangur, að Þjóðverjar gætu beitt þessu leynivopni sinu í hemaðin- um. Þessar áætlanir vöktu mikla athygli sérfræðinga Framh. á bls. 23.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.