Morgunblaðið - 15.04.1961, Blaðsíða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 15. aprfl 1961
100 manna sveit syngur á 35 ára
afmœli Karlakórs Reykjavíkur
KARLAKÓR Reykjavíkur
efnir til 5 söngskemmtana í
Austurbsejarbíó fyrir styrktar
meðlimi sína og verða þær
haldnar dagana 25. til 29.
apríl n. k. að báðum dögum
meðtöldum.
Á þessu ári varð Karlakór
Reykjavíkur 35 ára. í tilefni
afmælisins syngja með kórn-
um, að þessu sinni, eldri kór
félagar um 60 talsins nokkur
lög, svo þarna kemur fram
um 100 manna kór. Ennfrem-
ur eru líkur fyrir því, að
Stefán íslandi, óperusöngvari,
sem er gamall kórfélagi,
verði einsöngvari kórsins á-
samt óperusöngvurunum Guð
mundi Jónssyni og Guðmundi
minni hin. glæsilega söngför
Karlakórs Reykjavíkur til
Bandaríkjanna og Canada á
s. L hausti. í sambandi við
þá ferð söng kórinn 13 lög
inn á „Long playing“ plötu
fyrir hljómplötufyrirtækið
Finnbjörn Hermanns-
son verzl.m.-Minning
GAMALL og tryggur vinur og
samstarfsmaður er horfinn úr
hópnum, Finnbjörn Hermannsson
verzlunarmaður á ísafirði. Hann
andaðist 7. apríl í sjúkrahúsi
ísafjarðar og verður til moldar
borinn í dag.
Finnbjörn Hermannsson var
fæddur að Læk í Aðalvík 20. júní
árið 1878. Var hann því nær 83
ára er hann lézt. Foreldrar hans
voru Hermann Sigurðsson bóndi
og Guðrún Finnbjarnardóttir
kona hans. Ólst hann upp hjá
fOreldrum sínum og stundaði öll
algeng störf.
Árið 1896 fluttist hann til
Hestejrar og vann þar hjá úti-
búi Ásgeirsverzlunar til_ ársins
1902. Þá fluttist hann til ísafjarð
ar og starfaði hjá Ásgeirsverzl-
un þar til ársins 1918. Þegar
fyrirtækið var selt það ár gerð-
ist hann verzlunarstjóri hjá
Hinum Sameinuðu íslenzku
Verzlunum á Hesteyri. Starfaði
hann þar til ársins 1922. Þá
fluttist hann að nýju til ísafjarð
ar og átti þar síðan heimili til
dauðadags. Vann hann þar ýmis
konar skrifstofu- og verzlunar
störf.
Finnbjörn kvæntist Elísabetu
Guðnýju Jóelsdóttir frá Vals-
hamri á Mýrum, ágætri konu.
Guðjónssyni.
Söngstjóri kórsins verður að
venju Sigurður Þórðarson,
tónskáld, sem stjórnað hefur
Karlakór Reykjavíkur öll
þessi ár, að einu ári undan-
skildu.
Undirleik annast okkar vel-
þekkti Fritz Weisshappel.
Ennþá er öllum í fersku
—
Monitor í New York. Plata
þessi líkaði það vel, að nú
hefur kómum borizt tilboð
um að syngja 15—20 lög til
viðbótar hjá áðurnefndu fyr-
irtæki. Monitor hefur fengið
umboð, til að selja plöturnar
um allan heim.
Á myndinni hér að ofan
sjást 80 kórfélagar.
sem lifir mann sinn. Áttu þau
fimm börn og eru fjögur þeirra á
lífi, Margrét gift Kristjáni
Tryggvasyni klæðskerameistara
á ísafirði, Sigurður múrarameist
ari í Reykjavík, kvæntur Vil-
helmínu Vilhjálmsdóttur, Jón
Hjörtur prentari í Reykjavík,
kvæntur Jensínu Sveinsdóttur
og Árni viðskiptafræðingur í
Reykjavík kvæntur Guðrúnu
Gestsdóttur.
Finnbjörn Hermannsson var
vel greindur maður og frábærlega
samvizkusamur og nákvæmur í
öllum sínum störfum. Vildi hann
í engu vamm sitt vita. Ég kynnt-
ist honum fyrst að ráði eftir að
ég tók við ristjórn Vesturlands.
Þá var Finnbjörn um árabil af-
greiðslumaður blaðsins. Kom ég
oft á heimili þeirra Elísabetar og
Finnbjarnar og átti þar hlýju og
gestrisni að fagna.
Fnnbjörn var söngmaður góður
og tók mikinn þátt í tónlistarlífi
bæjarins, ásamt börnum sínum,
sem eru ágætt söngfólk. Annars
var hann fremur fáskiptinn í dag
fari én naut þess að gleðjast í
góðum vinahóp.
Þessi heiðursmaður er nú horf-
inn. Vinir hans þakka honum
samfylgdina um leið og þeir
votta ættingjum hans og venzla-
fólki innilega samúð við fráfall
hans. Eftir lifir minning um mæt
an mann og traustan borgara.
S. Bj.
Foss
lífsins
Mynd þessi birtist í nýjasta
hefti „World Health“ sem er
tímarit alþjóða heilbrigðis-
má.Iastofnunarinnar í Genf.
Hefti þetta er helgað slysa-
Ferðo/é/og/ð rdð-
ger/r um 100 ferðir
FERÐAÁÆTLUN Ferðafélags Is
lands fyrir sumarið er komin út
og eru ráðgerðar um 100 ferðir
á komandi sumri. Auk föstu
helgarferðanna til Kerlingar-
fjalla, Þórsmerkur og Land-
mannalauga, sem verið hafa
uhdanfarin sumur, verður nú
gerð tilraun til að fara fjórar
helgarferðir austur í Þjórsárdal
og í Húsafellsskóg, í júlímánuði.
Helgarf erðir eru yf irleitt 1 Vz
dags ferðir, nema um verzlun-
armannahelgi, þá 2Vz dags ferð-
ir. —
Lengri sumarleyfisferðir taka
frá 4 upp í 14 daga, og hefjast
þær 24. júní með ferð um
Breiðafjarðareyjar, Barðaströnd
og Látrabjarg, og með Drang-
eyjarferð. 1. júlí verður farið á
Snæfellsnes og í Dalasýslu. Þá
hefst einnig 14 daga ferð um
Norður- og Austurland. Er það
ný leið í áætlun félagsins og
lengsta og fjölbreyttasta ferðin.
í júlímánuði verða farnar ferðir
um Síðu og Lómagnúp, ferð um
Kjalvegssvæðið og 9 daga Vest-
urlandsferð, ferð í Herðubreið-
arlindir, Fjallabaksleiðarferð og
ferð um Miðlandsöræfin. — I
ágústmánuði eru ráðgerðar ferð-
ir á Austurlandsöræfin, um Kjal
veg og Kúluheiði og um Fjalla-
baksleið syðri, önnur ferð f
Herðubreiðarlindir, og ferð til
Veiðivatna. Og auk þess eru
þrjár ódagsettar sumarleyfis-
ferðir, austur í Hornafjörð og
Öræfi, norður á Hornstrandir
og gönguferð úr Jökulfjörðum
og til Vestmannaeyja.
Af öðrum helgarferðum, sem
Ferðafélagið ráðgerir 'í sumar,
auk þeirra sem áður hafa ver-
ið nefndar, eru Skarðsheiðarför,
gönguför á Esju, skíða- og
gönguferð um Henglafjöll,
Reykjanesferð, gönguferð í Rauf
arhólshelli, gönguferð á Keili og
Trölladyngju, Krísuvíkurferð,
ferð suður með sjó, gönguferð
um Brennisteinsfjöll, gönguferð
á Vífilsfell, ferðir í Brúarár-
skörð og á Eyjafjallajökul,
gönguferð á Skjaldbreið, Heklu-
ferð, ferð á Eiríksjökul, að
Hagavatni, inn á Fjallabaksveg
syðri, um sögustaði Njálu, göngu
ferð á Baulu, ferð í Eyjafjöll og
Dyrhólaey, 'ferð í Hrafntinnu-
sker, ferðir í Grashaga, 1
Þjórsárdal, í Hítardal og síðast
verður ferð á Hlöðufell 2. sept.
Næsta ferð er Skarðsheiðar-
förin, 16. apríl.
vörnum almennt og fyrstu
hjálp á slysstað. í lesmáli með
myndirmi segir að ameríski
Rauði krossinn mæli með
biástursaðferðinni við lífgun
kafnaðra, vegna þeirra kosta,
sem hún hefi fram yfir eldri
aðferðir.
Lífgun með blástursaðferð-
inni hefur þegar átt sér stað
hér á landi siðan kennsla á
henni hófst hér fyrir tveim
árum síðan; fyrst í Hjúkrun-
arkvennaskóla fslands og síð
an á ýmsum námskeiðum
fyrir almenning. Eitt slíkt
námskeið, fyrir almenning,
hefst hér í Reykjavík næstk.
mánudag í Heilsuverndarstöð
inni, á vegum Rauða kross ís-
lands. Það félag hefur nýlega
keypt ameríska kvikmynd um
blástursaðferðina og einnig
líkan til að kenna á. í nýjust
ustu útg. bókarinmar „Hjálp í
viðlögum“ er kafli með mynd
um um þessa nýju lífgunar-
aðferð og verður sú bók notuð
á námskeiðinu. Kennt verður
annað hvert kvöld, kl. 5.30
(tími einkum fyrir húsmæð-
ur) og kl 8 e.h. Væntanlegir
þátttakendur geta tilk. þátt-
töku sina í sima Rauða kross-
ins, sem býður almenningi
þessa kennslu ókeypis, en
væntir þess að sem flestir þátt
takenda gerist félagar í
Reykjavíkurdeild Rauða kross
ins. Kennslu » námskeiðinu
annast Jón Oddgeir Jónsson.