Morgunblaðið - 15.04.1961, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.04.1961, Blaðsíða 20
20 MORGVNBLAÐIÐ Laugardagur 15. aprfl 1961 DÆTURNAR VITA BETUR SKALDSAGA EFTIR RENÉE SHANN ----------- 30-------------- neinni vissu, hvað gengi að móð- ur sinni, en hinsvegar líti það út fyrir að geta verið alvarlegt. Hún mundi vita nánar um það, þegar pabbi hennar vaeri búinn að tala við lækninn, sem stundaði hana. Því miður væri hann að heiman í bili, en undir eins og hann 'kæmi aftur, ætlaði pabbi hennar að tala við hann. Nigel sagði gremjulega: — Hún hefur valið hentugasta tim- ann til að gera okkur bölvun, verð ég að segja. Sumar mæður hefðu nú beðið með þetta þang- að til dætur þeirra voru forsvar- anlega giftar, og þá fyrst til- kyrmt, að þær gengju með alvar- legan sjúkdóm. Janet stillti sig um að segja, að þetta sama hefði henni nú sjálfri dottið í hug. Hinsvegar játaði hún, að þetta væri til of- mikils ætlazt, að heimta þessa mærgætni af móður henar. Og sjálf óskaði hún síður en svo, að þetta væri staðreynd. Hún hefði áreiðanlega orðið frá sér numin, ef hún hefði sjálf verið langt •burtu vestur í Ameríku og þá frétt, að eitthvað gengi að móður hennar. — Veiztu hvað þetta er, sem að henni gengur? spurði Nigel. — Nei, en eihs og ég sagði þér, þá fæ ég að vita það undir eins og pabbi er búinn að tala við þennan sérfræðing. —Einhverja hugmynd hlýtur þú að hafa um það. Sýnist hún vera mjög veik? Janet játaði, treglega þó, að sjálf hefði hún orðið einskis vör. •Hún virtist uppstökkari en venju lega, en það þurfti ekki að vera neitt að marka. Nigel andvarpaði. Það var eins og allt legðist á eitt að gera þeim erfitt fyrir. Og enda þótt 'hann hefði verið gallharður á því, áður en hann hitti Janet, að láta ekkert standa í vegi þeirra, var því ekki að neita, að þessi síðasta hindrun gat orðið þeim alvarlega erfið. Hann leit á hana og vorkenndi henni kvíðasvip- inn, sem var í augum hennar, og áhyggjumar, sem hún hlaut að faafa, en gerði sér þó Ijóst, að sjálfur hefði hann mátt til að eyða þeim, að minnsta kosti í bili. Það hefði hin ljómandi gleði hennar við að hitta hann áðan gefið honum fullkomlega til kynna. — Þetta er ekki sanngjarnt, sagði hann, eins og ósjálfrátt. — Áttu við alla þessa óvissu? — Vitanlega. Við hittumst og urðum ástfangin. Hversvegna ætt um við þá ekki að hafa leyfi til að gifta okkur eins og frjálsar manneskjur, og vera hamingju- söm? — Þessa hef ég oft spurt sjálfa mig undanfarna daga. — Ef við værum svolítið eigin gjarnari — Það er að segja þú, því að sjálfur er ég það nægilega — þá mundum við gefa fjandann í allt og alla og gifta okkur eins og okkur sýndist. — Mig grunar einhvernveginn, að Cynthia hafi einhverntíma átt við samskonar vandamál að stríða. Já, og hvernig fór svo fyrir henni? Auðvitað hefur hún átt velgengni að fagna á veraldar- vísu. Nógu glæsilegur er starfs- ferill he'nnar. Þú ættir að vita, hvað hún er í miklum metum í París. En ég skal bölva mér upp á, að hún gengur samt með ástar- harm í hjarta. Og líka hitt, að.. Hann steinþagnaði. — Nei.hvert í veinandi, heldurðu ekki að hún komi þarna Ijóslifandi! Þú þarft að halla þér ofurlítið fram til að sjá hana. Hún situr við borðið þarna lengst úti í hominu. Það er einmitt borðið, sem ég var að reyna að ná í sjálfur, af því að það var einna afskekktast. En mér var sagt, að það væri þegar lofað. Líttu þangað og reyndu að sjá, hvaða lukkupanfíll það er, sem hefur náð þvi frá mér. Janet laut fram og gáði að því. Svo leit hún undrunaraugum á Nigel. — Það er pabbi! Guð minn góður, hvað ég hitti naglann á höfuðið, þegar ég sagði þér, að mér sýndist honum lítast svo vel á hana. En ég held bara, að þau séu á einhverri leyniráð- stefnu um það hvernig þau geti hjálpað okkur að ná saman. Hún brosti. — Finnst þér það ekki fallegt af þeim? Hún hlýtur að hafa komið sér í samband við hann. — Og hversvegna skyldi hann ekki eins vel getað hafa átt upp tökin? — Jú, sérðu til, hann hefur ekki séð hana nema rétt í svip. Nei, það verð ég að segja pabba til hróss, að ég held ekki, að hann sé neitt að dingla við aðrar kon- ur. * Nigel langaði mest til að segja, að það mætti nánast heitfi krafta verk, ef svo væri ekki. Hann leit við og horfði aftur á þau. Kannske var þetta rétt hjá Jan- et, að erindi þeirra væri einmitt að reyna að hjálpa þeim út úr .ógöngum þeirra. Samt gat hann nú varla trúað því. Sjaldan hafði hann séð tvær manneskjur svona uppteknar hvora af annarrL Hann leit áftur á Janet og sá, að svipurinn á henni breyttist. Nú var fyrst og fremst hræðsla og kvíði í svipnum. —Hvað er að, elskan? — Ekkert. Að minnsta kosti vona ég, að það verði ekkert. En viltu bara sjá! Mamma er auð- sjáanlega líka boðin hingað, og hún hlýtur að hafa séð þau, ekki síður en við. Þau eru ekki enn búin að koma auga á hana, en það er greinilegt, að hún er á leiðinni til þeirra til að tala við þau. Ég vona bara, að hún fari ekki að gera neitt uppistand! Nigel sá nú móður Janets ryðja sér braut milli þéttskip- aðra borðanna. Guð minn góður, hugsaði hann með sjálfum sér, hún er rétt eins og köttur, sem kemst í dúfnahóp. Og svipurinn á eldri konunni var þannig, að hann þakkaði sínum sælá, að hún skyldi ekki vera á leið að þeirra eigin borði. Ef faðir Janets og Cynthia voru þarna saman að þeirri einu saklausu ástæðu, að þau vildu ræða hagsmunamál hennar, og reyna að finna ein- hverja leið út úr ógöngunum, þá var Margot að minnsta kosti ekki á þeirri skoðun. aÞð var bersýni- legt, að hún var full grunsemd- ' ar og reiði. Hann fór að velta Því fyrir sér, hvað næst mundi gerast og hvort allt mundi fara í háa loft. Margot Wells virtist einmitt vera sú kventegund, sem lætur sig ekki muna um að valda uppþoti á almanna færi. Hann leit kvíðafullur á Janet og ósk- að þess heitast, að hún fengi ekki neina slíka viðbót á raunir sínar, sem voru ærnar fyrir. Cynthia og Philip litu upp bæði í senn, er þau urðu þess vör, að einhver hafði stanzað við borð þeirra. —Halló! sagði Margot. — En gaman og óvænt! Komið þér sæl ar, ungfrú Langland, hvernig líður yður? _ — Ágætlega, þakka yður fyrir. Ég hef verið burtu úr borginni í nokkra daga, en er nú komin aftur og fer svo til Parísar á fimmtudaginn. Philip hafði ýtt stól og bauð Margot sæti. — Nei, þakka þér fyrir, ég ætla að borða með Durrington- hjónunum. Við ætlum á seinni sýningu á eftir. Mér datt bara í hug, að ég þyrfti ofurlítið að tala við ykkur bæði. Mér fannst það ekki rétt að láta ykkur ekki vita að ég hefði séð ykur. Ég vona, að þér skemmtið yður vel ung- frú Langland. — Þakka yður fyrir, það geri ég. —Við höfum verið að tala um Janet, sagði Philip. — Eins og þú veizt, er ungfrú Langland mjög annt um hana. — Já, það er ég líka viss um. Margot stillti sig, en þó með mikl um erfiðsmunum. Hún gat ekki almenilílega ímyndað sér, hvað þarna væri á seyði. Það var ekki að furða þó að Philip væri ekk- ert áfjáður í að segja henni, með hverjum hann ætlaði út að lx>rða. Hún var andvíg Cynthiu Lang- land, en samt gat hún nú varla hugsað sér, að þetta mót þeirra stafaði af því, að hún væri að bera víurnar í mann hennar, eft ir að hafa séð hann einu sinni og það rétt sem snöggvast. Eða var það nú? Einhvernveg- inn sýndist hún ekki vera þess- háttar kona. Hún var einmitt hlé 3) Heyrðu pabbi, nú veit ég hvað við skulum gefa mömmu í afmælis- gjöf! — Svona, svona King litli .... I — Jæja læknir .... skiljið núl tækin yðar eftir og gangið út! McClune, förum við út og skilj- Ég ætla ekki í alvöru að gefa I | Þegar hann er kominn niður, | um Úlf eftir einan með barninu! þér sprautu! dræg, fannst Margot, og það svo, að það gat hæglega fælt aðdáend ur hennar frá henni. Kannske var skýring Philips sannleikanum samkvæm? En þó svo væri, jók það ekkert velvilja hennar í garð þessarar konu. Og henni var ekk ert um áhrifin, sem hún virtist hafa á Janet. — Jæja, ég vil ekki trufla, sagði hún. — Ég hef verið að hafa auga með ykkur stundar- korn. Hvað sem þið kunnið að hafa verið að ræða, virðist það að minnsta kosti áríðandi, þvi að sjaldan hef ég séð tvær mann eskjur svo uppteknar hvora afi annarri. Janet ætti að taka sér það til inntekta. En ef þið eruð að finna upp einhverjar brellur til þess að koma henni til að gift ast Nigel, án alls tillits til þess, sem það kann að kosta mig, þá get ég frætt ykkur á því, að þið eruð að eyða tímanum til ónýtis. — Ég býst ekki við, að hún þurfi neina hvatningu, sagði Philip þurrlega. — Jæja, hún þarfnast að minnsta kosti fullvissu um, að það geri mér ekkert mein. Og þá fullvissu er ekki mjög líklegt, að hún öðlist. En við skulumi annars ekki fara að ræða það hér, eða hvað. Auk þess þarf ég að flýta mér. Verið þér sælar, ungfrú Langland! Janet verður mjög önnum kafin þessa tvo daga. Ég hef falið henni hin og þessi erindi að reka. Þér afsakið ef ég segi yður, að hún muni ekki hafa tíma til að hitta yður. Og mér þætti vænt um, að þér færuð heldur ekki að hringja til hennar. j ■—Nei, heyrðu nú, Margot.. Andlitið á Margot var orðið eldrautt. — Það er allt í lagi, Philip. Ég er viss um, að við ungfrú Lang- land skiljum hvor aðra fullkomn lega. Philip lét fallast þungt niður i stólinn, þegar Margot var farin. Aldrei hafði hann orðið svona reiður. Oft hafið hann á undan- fönrum tuttugu árum hryllt við mannasiðaskorti Margots, og þvl hvernig hún hélt sýningu á sér á almannafæri. En þetta upp- þot hennar var að minnsta kosti alveg ófyrirgefanlegt. • • — Cynthia mín.. ég veit varla, hvað ég á að segja. Nema þetta .. að nú skilurðu kannske, hvers- vegna mér kemur ekki saman við hana. Cynthia leit á hann, hugsandi. — Það gæti nú alltaf hugsazt, að það væri nú ekki allt henni að kenna. j — Hvað áttu við með því? — Er ekki líklegt, að hún sé veik? Varstu ekki að segja, að hún hefði farið til einhvers sér- fræðings? — Jú. Hún fór á mánudaginii var, eins og ég sagði þér. Og þegar ég er búinn að tala við manninn, veit ég væntanlega meira um þetta, en eins og er, veit ég eki hvað ég á að halda. Þetta er ekki annað en einhverj- ar lauslegar dylgjur hjá hennl um að eitthvað sé að henni — SHÍItvarpiö Laugardagur 15. apríl. 8:00 Morgunútvarp (Bæn. 8:05 Morj unleikfimi. — 8:15 Tónleikar. — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tónleikar. — 10:10 Veðurfregnir). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar 12:21 Fréttir og tilkynningar). 12:50 Oskalög sjúklinga (Bryndís Sigw urjónsdóttir). 14:30 Laugardagslögin. (15:00 Fréttlr)* 15:20 Skákþáttur (Guðmundur Ain- laugsson). 16:05 Bridgeþáttur (Stefán Guðjohn- sen). 16:30 Danskennsla (Heiðar Astvalds- son danskennari). 17:00 Lög unga fólksins (Guðrún As- mundsdóttir). 18:00 Útvarpssaga barnanna: „Petrg litla'* eftir Gunvor Fossum; VIIL (Sigurður Gunnarsson kennari). 18:30 Tómstundaþáttur barna og ungl inga (Jón Pálsson). 18:50 Tilkynningar. — 19:20 Veðurfr. 19:30 Fréttir. \ 20:00 Nafnkunnir söngvarar frá gam- alli tíð (Guðmundur Jónsson kynnir). 20:40 Leikrit: „Fabian opnar hliðin** eftir Valentin Chorell, í þýðingu Bjarna Ðenediktssonar frá Hof- teigi. — Leikstjóri Gísli Halldóra son. 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:103 Danslög. — 24:00 Dagskrárlolfc

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.