Morgunblaðið - 15.04.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.04.1961, Blaðsíða 2
2 MORGVWBLAÐ1Ð Laugardagur 15. aprfl 1961 Frelsisþráin lyftistöng Koröurianda sagði Gunnar Thoroddsen a Norræna deginum í KaupmannahÖfn Kaupmannahöfn, 14. apríL Einkaskeyti frá Páli JónssynL UM 2000 manns voru saman komnir í ráðhúsinu í Freder- iksberg í gærkvöldi, er Nor- rænn dagur var þar hátíð- legur haldinn. Meðal gesta var forsetafrú Dóra Þór- hallsdóttir, dönsku konungs- hjónin og sendiherrar Norð- urlanda. — Ungar stúlkur í þjóðbúningum stóðu vörð á svölunum hver við fána síns lands. Ávörp fluttu Stæhr Johansen borgarstjóri, formaður Norræna félagsins, Hedegaard banka- stjóri og Hjermind hæstaréttar- lögmaður, sem er formaður fé- lagsdeildar Norræna félagsins í Frederiksberg. Hjermind þakkaði forsetafrú Dóru Þórhallsdóttur fyrir kom- una og minntist nokkuð á komu forsetahjónanna til Frederiks- berg árið 1954. Því næst bauð hann aðalræðumann kvöldsins, Gunnar Thoroddsen fjármála- ráðherra, velkominn og sagði: „Hann er einn þeirra stjóm- málamanna, sem hlustað er á alls staðar á Norðurlöndum“. Ræða fjármálaráðherra í ræðu sinni sagði Gunnar Thoroddsen að varla fynndist þess dæmi í sögu síðari tíma að fimm sjálfstæðar þjóðir hafi getað komið á jafn víðtækri og vinsamlegri samvinnu og er meðal Norðurlandanna. Hér er hvorki um að ræða ofstæki, stjórnmál, hemaðarþörí né vopnabrak. Þessi samvinna er algjörlega byggð upp af frjáls- um vilja. Frelsisþráin hefur ver- ið og er lyftistöng Norðurland- anna og stendur í nánu sam- bandi við vissa metnaðarkennd. Hin rótgróna þörf á framgangi og frelsi hefur birzt í kröfum og baráttu Norðurlandanna fyr- ir sjálfstæði. Sagan sýnir að frá þeirri stundu er löndin höfðu öðlazt sjálfstæði og fullveldi og gátu mætzt á grundvelli jafn- réttis, óx þörfin á náinni sam- vinnu, sem hefur blómgazt og borið aðdáunarverðan ávöxt. Fróðleiksfýsn Samhliða frelsisþránni á Norð urlöndum sjáum við virðingu fyrir rétti meðborgaranna, því í skapgerð Norðurlandabúa er að finna undarlega en ákveðna og trausta blöndu einstaklings- hyggju og félagsanda. 1 huga Norðurlandabúa býr einnig nærri óseðjandi þörf fyrir fræðslu og þekkingu, fróðleiks- fýsn, sem er ein af imdirstöðum lýðræðis og lýðstjómar. ★ Að lokinni ræðu fjármálaráð- herra komu fram ýmsir lista- menn frá Konunglega leikhús- inu í Kaupmannahöfn. Því næst hafði Norræna félagið móttöku fyrir nokkra gesti. Þar lýsti Hedegaard ánægju sinni yfir ræðu Gunnars Thoroddsens og yfir miklum og vaxandi áhuga íslendinga á og þátttöku í nor- rænni samvinnu. Vinsælt leikrit LEIKRIT Gunnars Gunnarsson- ar, Bragðarefirnir, er mjög vin sælt í Finnlandi. Það var leikið í janúar s.L í þætti, sem Finn- arnir kalla ,,Rithöfundur mánað arins“ og fluttur er í finnska út- varpið. En vinsældir leikritsins voru svo miklar, að það var endur- tekið í fiimska útvarpð nú á norr æna daginn. Þess má að lokum geta að leikritið var flutt í danska útvarpið fyrir mörgum árum. Á norræna daginn kom einnig út ný útgáfa á Sögu Borgarætt- arinnar hjá forlagi Werners Söd erströms í Helsingfors. Sagan kom fyrst ú á finnsku fyrir all mörgum árum. Laxveiðimynd STANGVEIÐIFÉLAG Reykja- víkur hefur í dag kl. 3 kvik- myndasýningu fyrir félagsmenn og gesti í Gamla Bíói. Verða þar sýndar myndir vestan frá Ameríku t. d. frá Alaska og Ný- fundnalandL ÞÓR Félag ungra Sjálfstæðis- manna á Akranesi Spilað verð ur Bingó á Hótel Akranesi á sunn-udagskvöldið kl. 8,30 stundvislega. Glæsileg verð- laun og dansað verður til kl. 1. Aðgöngumiðar sel/dir við innganginn sama dag frá kl. 8. Listasafnið opnað aftur l\iyndir eftir 48 ísl. málara LISTASAFN Islands hefur nú verið opnað á ný, en því var lokað í nóvember og hefur verið lokað síðan vegna sýninga á veg um Menntamálaráðs. Asókn að safninu þá rúma 10 /5 hnútar I %ttSVSOhnútor H SnjHoma • OH 17 Shúrír R Þrumur Vtral! KuUatki,I Hitaskii H, Hai Lægðarmiðjan er skammt frá Suðurströnd landsins, enda er NA-átt og snjókoma um allt land að heita má. Þó er frostlaust og slydda eða rigning í Skaftafellssýslum. Norðanlands er 1—3 st. frost á láglendi og hríðarveður. lægðin þokast austur eftir og má búast við norðlægri átt og fremur köldu veðri hér á landi næstu daga. Snjókoma hefur verið býsna mikil víða á Suðurlandi. Á Hellu á Rang- árvöllum var 24 cm. jafnfall- inn snjór á föstudagsmorgun. Veðurapáin kl. 10 í gær- kvöldi: SV-land til Breiðafjarðar og miðin: Hvass norðan og víða lítils háttar snjókoma í nótt, lægir og léttir til á morg un. Vestfirðir til NA-lands og miðin: Norðan stormur í nótt en fer heldur lygnandi á morg un, snjókoma. Austfirðir og miðin: Breyti- leg átt í nótt, en norðvestan stinningskaldi á morgun, úr- komulítið. SA-land og miðin: Allhvass NA og síðar norðan, léttir til. mánuði, sem það var opið 1960, var góð, eða 11420 gestir. Á ár- inu voru keyptar 37 myndir til safnsins. Dr. Selma Jónsdóttir, listfræð- ingur, Gunnlaugur Scheving, listmálari, og Svavar Guðnason, listmálari, sáu um uppsetningu þeirra mynda, sem nú eru til sýnis, en meðal þeirra eru 35, sem ekki hafa verið sýndar áð- ur. — Nú eru til sýnis í safninu myndir eftir 48 innlenda lista- menn, sá elzti er Þórarinn B. Þorláksson (1867—1924), en sá yngsti Hafsteinn Austmann (f. 1934). Myndimum er þannig raðað að yngstu málararnir eru fremst, en þeir elztu innst. í tveimur hliðarsölum eru myndir eftir erlenda málara og eru flestar þeirra gjafir til safns ins. í öðru þessara herbergja eru eingöngu myndir eftir Ed- ward Munch. 1 einum hliðarsal eru eingöngu myndir úr safni Markúsar Ivarssonar. Um safntíma ,er getið í Dag- bókinni. 10,000 íbúar í Krúsjeíf MOSKVU, 14. apríl (NTB/Reut- er) — Kolanámubærinn Novo- georgievsk hefur nú hlotið nýtt nafn. Heitir bærinn héðan í frá Krúsjeff. í Krúsjeff eru 10.000 íbúar og liggur bærinn um 200 kíló- metrum fyrir suðaustan Kiev. Skipstjórinn hlaút 230 þús. kr. sekt Gat ekki séð strondina ur ratsja sinni eins og hann hafði haldið fram GILBERT Casson skipstjóri á brezka togaranum Kingston Andalusit var í gær dæmdur í 230 þúsund króna sekt fyrir land helgisbrot. Afli að verðmæti 87 þús. kr. og veiðarfæri að verð- mæti 90 þús. kr. voru gerð upp- tæk Togarinn lagði úr höfn um kl. 4 síðdegis og hafði skipstjórinn þá áfrýjað málinu til Hæstarétt- ar og umboðsmaður togarans sett 600 þús. kir. tryggingu fyrir greiðslu sektar og verðmætis hins upptekna. Af forsendum dómsins er það ljóst, að tvær staðarákvarðanir úr gæzluflugvélinni Rán teknar í ratsjá með skömmu miliibili voru taldar sanna sök skipstjór- ans, að hann hefði verið rúmar fjórar sjómílur fyrir innan sex- mílna mörkin út af Selvogi, en að þeim mörkum mega brezkir tog- arar veiða á þessu svæði. Ósýnilegt i 26% mílna fjarlægð Hinsvegar var ekki hægt að byggja á þeirri staðhæfingu skip stjórans, að hann hefði séð í rat- sjá togarans, að hann hefði ver- ið 26% mílu frá ströndinni. Töldu tveir dómkvaddir siglingafræð- ingar, að skipstjóri hefði ekki gdtað séð hina lágu strönd í ratsjá sinni í svo mikilli fjar- lægð, einfaldlega vegna þess að bunga hafsins skyggir þar á. Þeir töldu að ströndin yrði aðeins séð úr 11% mílu fjarlægð frá togar- anum. Ekki réttlæti m Fréttamaður Mbl. hitti skip- stjórann snöggvast að máli. — Kom dómurinn yður á óvart? — Nei, ég vissi þetta fyrirfram, mér skilst að við séum alltaf dæmdir, hvort sem við erum sek. ir eða saklausir. Hér ræður ekki réttlæti. — Eruð þér þá reiður yfir dómnum. — Nei, ég er ekkert reiður. En mér finnst bara að íslending- ar ættu að setja upp einhver merki á ströndinni svo hægt sé að átta sig, á því hvar maður er staddur. Þarna þar sem ég var handtekinn er maður svo langt frá ströndinni, að það er mjög erfitt að átta sig á því og forðast að fara inn fyrir. Bezt væri ef Decca miðunarkerfið væri tekið upp og fleiri miðunarstöðvar og að gagnL Missir réttindi í þrjá mánuði — Þurfið þér sjálfur að borga sektina? — Nei, eigendur togarans gera það líklega. — Hvaða áhrif hefur dómur- inn þá fyrir yður persónulega? — Skipstjórnarréttindin verða tekin af mér í þrjá mánuði, þó ekki fyrr en hæstaréttardómur Ný verzlun opnar í Aðalstræti 9 í DAG opnar ný búð í Aðalstræti 9, þar sem áður voru seld teppi. Búðin sem opnar ber heitið „Teddýbúðin“ og selur eingöngu fatnað á börn og unglinga. Verzl- unin hefur aðallega á boðstól- um vörur frá Barnafatagerðinni, en þær vörur hafa áunnið sér vinsældir fyrir gott snið og vand- aðan frágang. Verzlunarstjóri í hinni nýju búð er Soffía Jóhanns dóttir en eigendur Ásbjörn Björnsson og Þórhallur Arason. hefur verið kveðinn upp. Það er örðugt fyrir mig, missi launin og ég er orðinn 46 ára. Og ef maður er kominn yfir fertugt, þá liggja skipstjórastöðurnar ekki lausar fyrir. — Gagarin Framh. af bls. 1 Moskvubúa voru saman komnir til að hylla Gagarin. Þegar hann kom til torgsins var sleppt upp þúsundum af blöðrum, allsstað- ar blöktu fánar og þarna voru gríðarstórar myndir af geimfar- anum og fyrirmönnum SovétríkJ anna. Aldrei fyrr hefur íbúum Moskvu gefizt kostur á að taka þátt í annarri eins móttöku. Gagarin tók sér stöðu á þaki grafhýsis Lenins og stóð þar milli Krúsjeffs forsætisráðherra og Breznevs, forseta Sovétríkj- anna. Kolumbus Eftir að þjóðsöngurinn hafði verið leikinn, hélt Krúsjeff ræðu af þaki grafhýsisins. — Beindi hann orðum sínum til sovétþjóðarinnar og allra þjóða heims og kvaðst vera bæði hreykinn og glaður. Geimskip, byggt í Sovétríkjunum með sovézkan geimfara um borð, hafi farið út í geiminn í 500 km hæð. Það fór umhverfis jörðu og lenti aftur á fyrirfram ákveðnum stað í Sovétríkjunum. Gagarin höfuðsmaður varð fyrsti maðurinn til að fara umhverfis jörðina í geimskipi, sagði Krús- jeff og líkti afreki Gagarins við það er Kolumbus fann Ameriku. Óskaði Krúsjeff Gagarin til ham ingju með afrekið. Gagarin heiðraður Gagarin flutti stutt ávarp og þakkaði kommúnistaflokknum og ríkisstjóminni fyrir að hafa fengið það þýðingarmikla verk- efni að fara þessa fyrstu geim- ferð. Sagði Gagarin að meðan á ferðinni stóð hafi hann oft huga að til flokksins, landsins og þjóðarinnar. Lauk Gagarin máli sínu með að þakka Krúsjeff per- sónulega og að skýra frá þvl að hann hefði tileinkað væntan- legu flokksþingi kommúnista- flokksins árangur fararinnar. Gagarin var sæmdur ýmsum æðstu heiðursmerkjum og nafn- bótum Sovétríkjanna. Har.n hlaut nafnbótina „Hetja Sovét- rikjanna", Leninorðuna, nýja nafnbót, „Geimflugmaður Sovét- ríkjanna“ og nafnbótina „Heið- ursíþróttameistari'*. — Ákveðið hefur verið að reisa af honum styttu úr kopar í Moskvu. Samkvæmt öllum fyrri frétt- um átti Gagarin að hafa lent geimskipi síirö í Sovétrikjunum, en nú hefur verið frá því skýrt að hann hafi komið til jarðar I fallhlif — og að sögn rússneskra blaða Ienti hann standandi I báða fætur án þess að hrasa. — Lenti hann á nýplægðum akri, en ekki er sagt hvar. Það var starfsstúlka á samyrkjubúi, sem fyrst kom auga á geimfarann. Sá hún hann svifa til jarðar og varð óttaslegin, en þegar hún komst að því að hann værl Rússi bauð hún hann velkom- inn og óskaði honum tíl ham- ingju. Starfsfólk samyrkjubús- ins hefur ákveðið að reisa minnisvarða þar sem Gagarin kom til jarðar. Athöfninni á Rauðatorginu var sjónvarpað víða um Evrópu, m.a. til Bretlands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.