Morgunblaðið - 15.04.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 15.04.1961, Blaðsíða 3
Laugardagur 15. apríl 1961 MORGVNBL AÐIÐ 3 * ásandinum ENIU SINNI var þetta skonn- orta sem var á leið vestur á Isafjörð til að taka þar fisk farm. En hún komst þangað aldrei, því í svartasta skamm degi fyrir rúmlega 40 árum strandaði hún austur á Bakka fjöru í Austur-Landeyjum. Þetta gerðist í desember- má.nuði 1920. Og segir Morg- unblaðið þá frá þessu strandi m. a. á þessa leið: í fyrrakvöld um klukkanr 6 strandaði danska segiskipið Dragör (frá Kaupmannahöfn), Var það á leið frá Kaupmanna höfn til ísafjarðar og hafði engar vörur meðferðis hing- að, en átti að taka fisk til út- flutnings á ísafirði. Skipið er svo hátt uppL í fjörunni að gengið varð út í það þurrum fótum um fjöru. Eru því lítil líkindi til að því verði náð út, þó enn sé það óskemmt að öllu leyti. Skip- verjar voru alls 11, flestir danskir. Síðan kemur lýsingin á skipinu, sem hafði verið fjór- möstruð skonnorta. í henni var 160 hestafla hjáJparvél. Skonnortan var byggð árið 1917 600 tonn að stserð. Þess er getið nokkru eftir strand- ið, eða 21. des, að fram hafi farið uppboð við Dragör á strandstað. Var allt selt fyrir 30—40 þús. krónur, en skipið sjálft keypti Hjörtur A. Fjeld Sted fyrir 6200 krónur. Þá segir blaðið að skipið hafi ver ið fullt orðið af sjó og sandi. Og svona er flakið af Dragör eftir 40 ára stríð á sandinum. Var þessi mynd tekin fyrir nokkru, er skipið komið út i farveg Markar- fljóts, því það breytti sér á síðastliðnu hausti á þessum slóðum. Þegar fljótið tók að grafa undan flakinu hafði það missigið, svo það brotn- aði. Búast má við að það muni ekki taka Markarfljót langan tíma að grafa flakið í hínn fíngerða og kviksand í árós- um sínum. Bandarísk sópran- söngkona syngur hér A ÞRIÐJUDAGS- og miðviku- dagskvöld n.k. efnir Tónlistar- félagið til tónleika í Austurbæj- arbíói fyrir styrktarmeðlimi sína en þar kemur þá fram ung og efnileg bandarísk sópransöng- kona, ungfrú Martina Arroyo, eem á undanförnum þremur ár- um hefur áunnið sér síaukna Ihylli tónlistarunnenda og gagn- rýnenda bæði austan hafs og vest an. Martina Arroyo er nú aðeins 25 ára að aldri, hún er fædd í New Yorkborg og hefur hlotið alla menntun sína þar, aðallega við Hunter College og Hunter College Opera Workshop. Árið 1958, þá aðeins 22 ára, vann hún hin eftirsóttu verðlaun Metró- pólitan óperunnar í New York. Fram að þeim tima hafði hún aðeins sungið á nemendatónleik- um, en skömmu eftir að hún vann þessi verðlaun var hún feng in til þess að syngja aðalhlutverk ið í óperu Pizzettis „Assassinio nella Cattedrale" („Morðið í dómkirkjunni") við frumflutn- ing hennar í Carnegie Hall hinn 17. september árið 1958. Hlaut PRÓFESSOR dr. Franz From frá Háskólanum í Kaupmannahöfn kemur hingað í boði Háskóla ís- lands og flytur tvo fyrirlestra um eálfræðileg efni. Fyrri fyrirlestur sinn flytur próf. From þriðjudag 18. þ.m. kl. 6 e.h. stundvislega í 1. kennslustofu Háskólans. í .erindi þessu fjallar prófessorinn um „Oplevelser af andres handling- er“. (Um skilning mann á at ferli annarra). Síðari fyrirlestur sinn flytur próf. From föstudag 21. þ.m. kl. 6 e.h. stundvíálega einnig í 1. kennslustofu Háskól- hún einróma lof gagnrýnenda fyrir söng sinn í þessu erfiða hlut verki, og síðan hefur tónlistar- ferill hennar verið samfeld sig- urganga. Undanfarið hefur ungfrú Arr- oyo sungið við Metropólitan óper una og er yngsti söngvarinn við þá frægu óperu. Kom hún 'fram á sviðinu í Metropólitan í síðasta sinn á þessum vetri rétt áður en hún lagði upp í ferð sína hingað, en þetta er upphafið að þriðju tónlistarferð söngkonunnar til Evrópu. A tónleikunum n.k. þriðjudags og miðvikudagskvöld syngur ung frú Arroyo m. a. söngva eftir þá Stradella, Gluck, Hándel, R. Strauss, Rodrigo og Obradors. Tónlistarfélagið hefur beðið um að það verði sérstaklega tek- ið fram að smámistök áttu sér stað að þessu sinni við útsend- ingu aðgöngumiða til styrktar- meðlima félagsins. Þeir sem veníulega hafa fengið aðgöngu- miða að fyrri tónleikunum, fengu þá nú senda að þeim síðari, en þeir sem venjulega fá miða að síðafi tónleikunum fengu þá nú senda að þeim fyrri. ans. Efni þess erindis er: „Hvor er vi henne?“ (Hvar erum við stödd). Próf. From er fremur ungur maður; doktorsritgerð sína varði hann við Hafnarháskóla 1953, og vakti hún þegar mjög mikla at hygli. Prófessorinn má tvímæla- laust tlejast meðal hinna helztu sálfræðinga á Norðurlöndum, en er auk þess vinsæll útvarpsfyrir- .lesari og hefir sérstaklega Ijósa framsetningu. Öllum er heimill aðgangur að fyrirlestrum þessum, meðan hús rúm leyfir. Martina Arroyo HÚSAVÍK, 13. apríl. — 1 vetur hefur verið svo snjólétt hér um slóðir, að greiðfært hefur verið bílum um allar sveitir, en nú með vordögunum hefur breyting á orðið, og það, sem af er þess- um mánuði, hefur verið mesta vetrarharka; sett niður töluverð- an snjó og vegi gert illfæra. Áætlunarbíllinn frá Húsavík til Akureyrar lagði af stað héðan kl. 8 í gærmorgun og gekk sæmi- lega inn eftir, en var þó ekki þangað kominn fyrr en kl. 3, en er venjulega kominn þangað fyr- ir hádegí. Blindhríð Kl. 4 lagði bíllinn af stað aftur heim á leið og gekk ferðin ílla. Þegar bíllinn var kominn að Veisuseli, brast á blindstórhríð, en frá þeim bæ og að Hálsi voru aðaltálmanirnar vegna snjóa. Bílstjórinn, Aðalsteinn Guð- mundsson, hafði fengið sér til aðstoðar stóran trukkbíl, sem draga átti hann yfir verstu torfærurnar, en framdrif hans Leigja bíla án bílstjóra STOFNAÐ hefur verið hér í bæn um nýtt fyrirtæki, sem leigir út -bila án bílstjóra. Nefnist það Farkostur hf. og er í Blönduhlíð 1. Eigendur þess hafa kynnt sér starfsemi slíkra fyrirtækja er- lendis, og mun það verða rekið með líku sniði og þar tíðkast. Notaðir verða nýir Volkswagen bílar af árgerð 1961. Erlendis er það mjög komið í tízku, að feðamenn, sem ekið geta sjálfir, taki bíla á leigu og eru í nágrannalöndunum mörg fyrirtæki, sem hafa þessa þjón- ustu með höndum. Hefur Far- kostur h.f. þegar sent út upplýs- ingabækling til erlendra aðila víðs vegar um heim og fengið hvarvetna góðar undirtektir. Eru pantanir fyrir sumarið þegar farnar að berast. Bílar verða að sjálfsögðu einnig leigðir íslend- ingum. brotnaði eftir skamma ferð. Samt var reynt að halda áfram, þannig, að trukkbíllinn ók á undan, en áætlunarbíllinn reyndi að haída á eftir í slóðina. Ferð þessi gekk mjög seint og stirð- lega, og eftir 8 tíma akstur frá Akureyri voru þeir aðeins komn ir að Sólvangi, sem er nýbíli hjá Hallgilsstöðum. Beiðzt gistingar Þá voru enn eftir miklar tor- færur og þær verstu, svo að bíl- stjórinn ákvað að beiðast gist- ingar á bænum. Var það auðsótt, og öllum veittur hinn bezti beini, þótt rúm væru ekki fyrir alla og fimm karlar yrðu að sofa á gólfi. í morgun var svo fengin jarð- ýta til að hjálpa bílnum áfram að Hálsi, en þaðan var greiðfært að Köldukinn, en fremst í Kinn- inni var allþung færð. Þó bætti úr, að mjólkurbíll hafði farið þar um áður í morgun. Til Húsa- víkur var komið klukkan að verða þrjú. Háskólafyrirlestrar um sálfrœðileg efni Erfitt ferðalag STAKSTEiIHAR Andstæðingar kommúnistaþjónkunar Morgunblaðinu er kunnugt um, að fjöldi Framsóknarmanna var eindregið samþykkur lausn landhelgisdeilunnar, og andvíg- ur hinni óábyrgu afstöðu flokks- forystunnar. Er það ekki sízt úti um land, sem Framsóknar- mönnum ofbýður kommúnista- þjónkun leiðtoga sinna. Raunar mátti líka glöggt greina þreng- ingar ýmissa þingmanna Fram- sóknarflokksins við afgrciðslu málsins. Þó að flokksböndin héldu, þá var augljóst að þar breyttu menn þvert um hug sinn. Auðvitað verður því ekki neitað að kommúnistaþjónkun Framsóknarflokksins mun rýra fylgi hans og þá um leið styrkja stjórnarflokkana, ekki sízt Sjálf stæðisflokkinn. Samt sem áður hlýtur slík afstaða lýðræðis- flokks að vera öllum góðum mönnum mikið áhyggjuefni. Of seint Enginn efi er á því, að and- staðan gegn kommúnistaþjónk- uninni fer vaxandi í Framsókn- arflokknum. Gallinn er hara sá að það getur orðið um seinan að hefjast handa fyrir þá, sem í einlægni vilja gera flokkinn að sterku lýðræðislegu afli. Þótt hinar kommúnistisku undirróð- ursaðferðir ættu að vera al- þekktar, þá er því ekki að Ieyna að það hefur fleiri hent en lýð- ræðislega sinnaða Framsóknar- menn að láta leika sig grátt. Við þekkjum dæmin úr leppríkjun- um, þar sem kommúnistaflokk- arnir voru smáir minni hluta flokkar, en tókst að smeygja flugumönnum sínum inn í lýð- ræðisflokka, veikja þá innan frá og laða til samstarfs við sig með alkunnum ógnarafleiðingum. Hliðstæð dæmi eru af öðrum einræðisöflum, valdatöku þýzku nasistanna. Hafa komizt langt Flugumenn kommúnista hafa komizt furðulega Iangt í Fram- sóknarflokknum. Sá flokkur á allra íslenzkra stjórnmálaflokka erfiðast með að vera í stjórnar- andstöðu vegna eðlis síns. Flokk urinn er hugsjónasnauður orð- inn, samvinnustefnan var hon- um áður mikill styrkur, en mis- notkunin á samvinnufélögunum er nú orðin Framsóknarmönn- um fjötur um fót. Flokksforingj- arnir telja því nauðsynlegt að halda í sérréttindaaðstöðu og sitja við kjötkatlana, svo þeir geti haldið flokksmönnunuin við efnið með því að útbýta gæð- um á kostnað ríkisins. Erind- rekum heimskommúnismans hef ur tekizt að fá þá til óþjóð- hollrar stjórnarandstöðu, þar sem þeir telja pólitískt líf sitt háð því að kollvarpa ríkisstjórn- inni og komast sjálfir í ráð- herrastóla. Það er svo saga út af fyrir sig, að óðagotið hefur verið svo gegnsætt, að það hefur bein- línis valdið því að viðreisnar- stjórnin hefur stöðugt styrkzt i sessi. Bardagaaðferðirnar hafa sjálfar dæmt flokkinn úr leik. Vissulega er það nauðsynlegt í sérhverju lýðræðisþjóðfélagi að hafa heilbrigða stjórnarandstöðu. Þess vegna er það mjög tryggi- legt, að Framóknarflokkurinn skuli hafa brugðizt því hlut- verki sínu, og ekki búa yfir nægilegu þreki til að geta um eins eða tveggja kjörtímabila skeið gætt hinnar lýðræðislegu skyldu heilbrigðrar stjórnarand- stöðu. *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.