Morgunblaðið - 15.04.1961, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 15.04.1961, Blaðsíða 13
Laugardagur 15. aprQ 1961 MORGZJNBLAÐIÐ 13 Sigur&ur A. Magnússon skrifar frá ísrael Eichmann ætlar aö stökkva hlæjandi í gröfina ÞVl FER fj arri að viðhorf manna í ísrael til réttarhaldanna yfir Adolf Eiehmann séu á einn veg. Að sjálfsögðu líta margir svo á, að rétt hafi verið að draga hann fyrir dóm, ekki aðeins vegna eigin glæpa, heldur einnig til að minna heiminn á það sem gerð ist fyrir einum fimmtán, tuttugu árum, þegar ein af menningar- þjóðum Evrópu umhverfðist í villdýr og aðrar þjóðir voru meira og minna sinnulausar um örlög þeirra milljóna gyðinga sem nazistar voru að uppræta. En í ÍCrael búa líka tugir þús- unda gyðinga sem aldrei höfðu neitt af ofsóknum nazista að segja, gyðingar frá Afríku og ná lægum Austurlöndum. Þeir eiga lítið sameiginlegt með gyðingum frá Evrópu annað en ætternið og hafa af þeim sökum önnur viðhorf til atburðanna í Þýzka- landi. Margir þeirra eru mótfalln ir öllu umstanginu kringum þessi xéttarhöld og telja að rétt hefði verið að fjalla um mál Eichmanns í kyrrþey eða bara láta hann eiga sig. Meðal gyðinga frá Evrópu eru margir sem eiga um sárt að binda, hafa misst ættingja og vini í blóðbaði nazista. Þeim finnst ástæðulaust að ýfa upp gömul sár og vekja til lífs allar þær hörmulegu minningar sem þeir hafa verið að reyna að gleyma á undanförnum 15 árum. Er nauð synlegt að ganga gegnum martröð ina einu sinni enn? spyrja þeir. í þessum sama hópi eru margir sem telja réttarhöldin óþörf, hreina sóun á tíma og peningum. Þeir sem höfðu upp á Eichmann áttu að drepa hann á staðnum.' Með því móti hefði mönnum ver ið hlíft við að rifja upp hörmung ar fortíðarinnar. Þessir menn benda á hliðstætt dæmi frá fyrri árum. Arið 1929 var kósakka- hershöfðinginn Petljura frá Úkra inu skotinn í París af frönskum gyðingi, Schwartzbart, sem hafði orðið vitni að því hvernig Petlj- ura lét drepa hálfa milljón gyð inga í rússnesku borgarastyrjöld inni 1920. Schwartzbart var sýkn aður fyrir frönskum rétti. Til eru og þeir sem óttast að réttarhöldin yfir Eichmann kunni að vekja nýja öldu gyðingahaturs í heiminum og blása lífi í ný- nazismann. Rotturnar fram í dagsljósið. David Ben-Gurion forsætis- ráðherra ísraels vék að nokkrum ofangreindra atriða í blaðaviðtali fyrir síðustu áramót. Hann sagði m.a.: „Þeir sem lifðu af hörmung arnar í Evrópu þekkja þær. Ég veit að frænka mín og tvö börn hennar voru brennd til bana. Fólkið þekkir sannleikann, veit að tugir þúsunda gyðingabarna fórust fyrir hendi nazista. Það má vel vera að menn séu ekki glað ir yfir að þurfa að rifja upp þessa atburði, en þeir hljóta að fagna því að einn af frumkvöðl um glæpanna gegn gyðingum hef ur verið handsamaður af gyðing um og verður dreginn fyrir gyð jngadómstól. Ég trúi bví ekki að nokkur gyðingur í ísrael hafi ekki glaðzt þegar hann heyrði að Eichmann hefði verið fluttur til landsins. Réttarhöldin hafa m.a. þann til gang að fræða yngri kynslóðina í ísrael, sem fæddist eftir hörmung arnar, um það sem raunverulega gerðist. Það er nauðsynlegt að seskan í landinu muni hvað gyð ingar urðu að ganga gegnum. Við viljum að hún viti um hörmu legustu atburði í sögu gyðinga, hörmulegustu atburði í maun- kynssögunni. Það skiptir mig engu máli hvort hún kærir sig um að vita um þá, hún verður að vita um þá. Æskan í ísrael verð ur að læra þá lexíu, að gyðingar eru ekki sauðfé til slátrunar, held ur þjóð, sem getur slegið frá sér — eins og fram kom í frelsis- stríði okkar. Það getur vel verið að réttar höldin yfir Eichmann dragi hul una af öðrum nazistum — t.d. sambandinu milli nazista og leið toga Araba. Af því sem við heyr um í útvarpinu frá Egyptalandi reka Egyptar í sumum greinum hreinan nazistaáróður. Egyptar halda því fram að gyðingar — þeir segja venjulega „Zíonistar" en eiga við gyðinga — ráði lög um og lofum í Bandaríkj unum, í Englandi, í Frakklandi, og þess vegna verði að berjast gegn þeim. Ég er í engum vafa um að einræð isstjórnin í Egyptalandi er skól uð af stórum hópi nazista sem þar eru búsettir“. Einn kunningi minn sagði í sambandi við hættuna á nýrri öldu gyðingahaturs: ,„Það er miklu betra að rotturnar komi út úr holum sínum. Þá vitum við a.m.k. hverjar þær eru og hvar við höfum þær.“ ■Jc Fálæti kommúnista. Meðan ég var í Tel-Aviv átti ég tal við hinn kunna blaðamann Nathan Gurdus, sem hefur eytt mörgum árum í Danmörku, talar Dönsku og er mikill aðdáandi Norðurlanda. Hann var góðkunn ingi Guðmundar Kambans. Gurd us kvaðst aldrei geta gleymt því sem Norðurlönd gerðu þegar svartnætti gyðingaofsóknanna lagðist yfir Evrópu. „Norðurlönd voru okkur gyðingum griðarstað ur í heimi sem virtist vera á hraðri leið til sturlunar. Þau voru okkur ljós í svartnættinu“, sagði hann. Talið barst að réttarhöldunum yfir Eichmann, og Gurdus kvað það gleðilegan vott um nýjan anda meðal Þjóðverja hvernig þeir hefðu brugðizt við handtöku og réttarhöldum Eichmanns. Sem dæmi um áhuga þeirra á þessu máli nefndi hann, að við réttar höldin yrðu 60 þýzkir fréttamenn. 50 frá Vestur-Þýzkalandi og 10 frá Austur-Þýzkalandi. „Þér hafið væntanlega veitt því athygli“, sagði hann „hve fálátir kommúnistár hafa verið um þessi réttarhöld. Það á sínar skýr ingar. Mér virðist áhugi Rússa á nazistum takmarkast við landa mæri. Þeir eru Rússum þyrnir í augum í Evrópu en hérna suður frá verða þeir allt í einu mein lausir ef ekki beinlínis gagniegir. Það á eftir að koma fram í réttar höldunum yfir Eichmann, að í Kaíró eru 3i2 háttsettir SS-hers- höfðingjar. Eins og þér vitið var Eichmann aðeins ofursti. Þessir SS-foringjar vinna nú að því með rússneskum sérfræðingum að hervæða Arabíska sambands lýðveldið. Þetta verður Rússum óþægilegur biti og því eðlilegt að þeir hafi lítinn áhuga á réttar höldunum". Gurdus vék að þeirri skoðun ýmissa lögfræðinga að erfitt yrði að sakfella Eichmann, þar eð hann gæti skotið sér bak við þá afsökun, að hann hefði aðeins framkvæmt fyrirskipanir yfirboð ara sinna og ekki átt frumkvæði að tortímingu gyðinga sjálfur. Réttarhöldin munu leiða allt annað í ljós. Saksóknarinn hefur undir höndum bréf sem fóru milii Himmlers og Eichmanns annars vegar og Eichmanns og Hitlers hins vegar. Þegar Himmler sá hvert stefndi í stríðinu varð hami svo hræddur og lagði svo fyrir að tortímingu gyðinga skyldi hætt. Eichmann sætti sig ekki við þetta og skrifaði Hitler bréf þar sem hann kvartaði yfir rag- mennsku Himmlers og kvaðst fús að halda áfram að leysa hið brýna verkefni, sem gekk undir nafninu „endanleg lausn gyðinga vandamálsins“. Hitler brást glað ur við og samþykkti tillögu Eich- manns. -^- „Mun stökkva hlæjandi í gröfina". í réttarhöldunum í Núrnberg bar einn af helztu samstarfsmönn um Eichmanns, Dieter Wisliceny, vitni og lýsti samskiptum sínum við yfirboðara sinn. Wisliceny var Prússi og nazisti og höfuðaðstoðar maður Eichmanns í tortímingar herferðinni á hendur gyðingum í Slóvakíu, Grikklandi og Ung- verjalandi. Wisliceny kvaðst hafa hitt Eichmann síðast í Berlín í febrúarlok 1945. „Hann sagði við mig, að hann mundi svipta sig lífi, ef við yrðum undir í stríð- inu“. Þegar Wisliceny var spurð ur, hvort Eichmann hefði látið nokkuð uppi um það þá, hve margir gyðingar hefðu verið drepnir, svaraði hann: „Já, hann sagði það á sérstaklega kaldrifj aðan hátt. Hann kvaðst mundu stökkva hlæjandi í gröfina, því það mundi verða sér einstakt á- nægjuefni að hafa fimm milljón mannslíf á samvizkunni“. Þetta eru engar ýkjur. Sé nokk ur einn maður ábyrgur fyrir tor tímingu gyðinga í Evrópu á valda tíma nazista, þá er það Adolf Eichmann. Þrátt fyrir það að hann var aðeins ofursti (Ober- sturmbannfúhrer) í SS-sveitun- um, voru honum fengin í hendur völd sem gerðu hann í rauninni einráðan um örlög allra gyðinga í löndum nazista. „Týndur“ í 15 ár. Þessi valdamikli maður „týndist" í striðslok og fannst ekki aftur fyrr en 15 árum seinna. Leitinni að honum var haldið áfram allan þennan tíma, en hon um tókst að fara huldu höfði með furðulegum hætti. Strax eftir styrjaldarlok lenti hann í stríðs fangabúðum bandamanna í Aust urríki og tók upp falskt nafn, Eckmann. En þegar réttarhöld in í Núrnberg hófust og nafn hans komst á hvers manns varir, varð hann hræddur og flúði fangabúðirnar með hjálp gamalla nazistaforingja. Hann fékk falska pappíra og tók upp nafnið Otto Heninger. Komst hann til Celle í Norður-Þýzkalandi í byrjun marz 1946. Hann hafði meðferðis bréf frá einum með- fanga sínum til bróður hans í Celle, sem var skógarvörður, og útvegaði sá honum vinnu við skógarhögg í nálægu þorpi. Eich mann hafði ekki haft neitt sam band við fjölskyldu sína og ætt ingja sem héldu að hann væri dauður. Þannig liðu þrjú hljóðlát ár. Hann las blöðin og sá að hann var einn þriggja nazistabrodda sem ákafast var leitað, hinir voru Martin Bormann og Heinrich Múller. í árslog 1949 ákvað Eichmann loks að breyta um lifn aðarhætti og reyna að komast EICHMANN í læknisskoðun. burt frá Evrópu. Aðeins með því móti gæti hann gert sér vonir um að hitta aftur konu sína og þrjá syni, sem enn lifðu á.hjálp for- eldra hans og voru búsett í Aust urríki. Arabaríkin og Suður-Ame- ríka voru kostirnir sem við blöstu. Hann gat gert sér vonir um frama og þægilegt líf í Araba ríkjunum, sem höfðu tekið við mörgum nazistaforingjum og gert vel til þeirra, en það var of hættu legt, of nálægt hinu nýja ríki gyðinga. Eichmann tók því þann kost að reyna að komast til Suð ur-Ameríku og lifa það óþekktur. Með hjálp samtaka, sem hjálp uðu nazistum að komast undan og gengu undir hinu villandi nafni ODESSA (í rauninni er nafnið skammstöfun á „Organiz- ation der SS Angehörige") fékk Eichmann falska pappíra undir nafninu Richard Klement. Hjálp legur honum var kaþólskur prest ur í Genoa sem vann í þágu naz ista. Hann sigldi frá Genoa í lok júní 1950 og kom til Argentínu um miðjan júlí. Þar setti hann sig strax í samband við fyrrver andi nazistaforingja sem sáu hon um fyrir atvinnu og hjálpuðu honum til að fá nauðsynlega pappíra. Hann notaði nú nafnið Ricard Klement og þóttist vera kaþólskrar trúar. Hann dró sömu leiðist sjö ár frá aldri sínum. Um þetta leyti skrifaði hann konu sinni bréf, mjög varkárt bréf þar sem hann sagði, að frændinn sem þau hefðu öll hald ið að væri dáinn væri enn á lífi og mundi senda eftir þeim. Hann skrifaði henni annað brésf stuttu síðar og bað hana að fara varlega í sakirnar og hafa biðlund. Hún tók þegar að undirbúa brottförina með mikilli gætni, sótti um vega bréf undir fyrra nafni sínu Veronica Liebel, en synir hennar notuðu ættarnafn föður síns. Það tók tvö ár að koma þessu í kring, og um páskaleytið 1952 tók frú Eichmann sig skyndilega upp, fór til Genoa og sigldi þaðan til Argentínu. Þar tók „frændinn" á móti henni og sonum hennar og kom þeim fyrir í húsi sínu. Frú Eichmann sagði kunningjum sín um, að hún væri orðin þreytt á ekkjustandinu og hefði því gifzt herra Klement í kyrrþey. Árið 1955 fæddist þeim sonur sem nefndur var Ricardo Francisco Klement, en eldri synirnir gengu áfram undir nafninu Eichmann. f maí 1960 höfðu þrír ungir fsraelsmenn loks upp á Adolf Eichmann og fluttu hann með sér til ísraels. Samkvæmt skriflegri yfirlýsingu hans sjálfs fór hann til ísraels af frjálsum vilja, án þvingana eða hótana. Hann kvaðst vera orðinn þreyttur á flóttanum og vilja sálarró. -^- „Ég ét það sem mér er fært*. Síðan Eichmann kom til ísraels hefur hann verið yfir- heyrður daglega, og nemur skýrsla hans nú 4000 vélrituðum blaðsíðum. Auk þess hefur ísra elsstjórn komizt >fir gnægS skjala og annarra gagna, sem mimu verða mikilsverð í réttar- höldunum. Fátt er vitað um daglegt líf Eichmanns í fangelsinu, en það er haft eftir góðum heimildum, að enn loði SS-hugarfarið við hann. Hvenær sem yfirmenn úr her eða lögreglu, þó það séu ekki nema liðþjálfar, koma inn í klefa hans, heilsar hann að hermanna sið. Hann fær venjulega í morgun verð þrjár brauðsneiðar, smjör- líki, ávaxtamauk, kaffi mjólk og sykur, sem hinn venjulegi morg unverður fanga. Einu sinni at- vikaðist það svo að honum voru færðar sex brauðsneiðar og át hann þær allar. Þegar fangaverð irnir buðust til að færa honum framvegis sex brauðsneiðar, sagði hann: „Nei, takk, mér er nóg að fá þrjár en þegar mér eru færðar sex, þá ét ég þær allar“. -^- Sérstök lög heimila dauða- refsingu. Líflátsdómur yfir Eichmann er sennilega óhjákvæmilegur. ísraelsþing samþykkti sérstök lög fyrir ellefu árum um hegningu nazista og samverkamanna þeirra þar sem dauðadómur er heimilað ur. í hinum almennu hegningar lögum landsins er dauðarefsing ekki leyfað. Þegar Ben-Gurion var spin-ður hvort hann væri hlyntur dauðadómum, svaraði hann: „Yfirleitt er ég mótfallinn dauðarefsingu. Eins og allir gyð ingar trúi ég á helgi mannlegs lífs. Og mér er ljóst að þegar dauðarefsingu er beitt getur allt af verið hætta á réttarmorði. Hins vegar held ég að dauðarefe ing sé nauðsynleg í löndum þar sem mikið er um morð, svo að glæpamennirnir hafi eitthvað að óttast og saklausir borgarar finni til meira öryggis. Á stríðstímum er líka nauðsynlegt að beita dauðarefsingu fyrir landráð. Annars er mér í sannleika alveg sama hvaða dóm Eichmann hlýt ur. Aðeins sú staðreynd að hann verði dæmdur í ríki gyðinga er mikilvæg". Aðalíondur Flug- málafélags íslands AÐALFUNDUR Flugmálafélags íslands var haldinn 12. apríl í Tjarnarkaffi. Þetta var 25. aðalfundur félags ins, ef stofrtfundur er talinn með, og verður félagið 25 ára 25. ágúst nk. Á fundinum mættu nokkrir stofnfélagar. svo sem Hákon Guð mundsson, hæstaréttarritari, Jón Eyþórsson, veðurfræðingur, og Guðbrandur Magnússon, fyrrv. forstjóri. Á fundinum gengu í félagið 38 nýir félagar, og hafa þá gengið í félagið á síðasta starfsári 124 nýir félagar. Formaður var endurkjörinn Baldvin Jónsson, hæstaréttarlög- maður, en úr stjórn át-tu að ganga Ásbjöm Magnússon, aug- lýsingastjóri, og Björn Pálsson, flugmaður, og voru þeir báðir endurkjörnir. í stað Páls Mel- steðs, sem lézt á árinu, var kjör- inn Hafsteinn Guðmundsson, prentsmið j ust jóri. í varastjóm voru kjörnir þeir Björn Jónsson, Úlfar Þórðarson og Leifur Magnússon. Endur- skoðendur voru kjörnir Gunnar Jónasson og Sigurður Jónsson. Fjörugar umræður voru á fund inum, er lauk með sameiginlegri kaffidrykkju og kvikmyndasýn- ingu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.