Morgunblaðið - 15.04.1961, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 15.04.1961, Blaðsíða 5
Laugardagur 15. aprfl 1961 MORGVNBLAÐIÐ 5 <*%«■« UM SKEIÐ hefur dvalizt hér á landi í boði Ferðaskrifstofu ríkisins, Jan Herchenröder, þýzkjur blaðamaður og rithöf- undur. Herchenröder hefur á undanförnum árum ferðast mikið um Noröurlönd og kynnt sér málefni þeirra. Hef- ur hann ritað bók um dvöl sína í Svíþjóð og vinnur nú að samningu handbókar fyrir þá, sem vilja ferðast með bifreið- um frá Þýzkalandi til Dan- merkur. Herchenröder er senn á för- um til Þýzkalands og mun þá rita um íslandsferð sína fyrir blöðin Frankfurter Allgem- eine Zeitung, Lúbecker Nach- richten, Herrenjournal í Berl- ín og Stuttgarter Zeitung. f viðtali við Morgunblaðið sagði Herchendröder að til- gangurinn með greinum sín- um sé að hvetja Þjóðverja til íslandsferða — þótt áhugi sé nú reyndar allmikill þegar, sagði hann. En það ætti að verða kostnaðarminna en áð- ur að ferðast um ísland, þar sem meira samræmi er nú milli hins íslenzka og þýzka gjaldmiðils en verið hefur. Óneitanlega hlýtiur gistihúsa skorturinn hér að valda nokkr um vandkvæðum, hélt hann áfram, en hugmynd mín er sú að hvetja fólk til að fara helzt til íslands í júní — eða septem ber, fremur en um hásumar- tímann. Það er hvort sem er ekki beinlínis hægt að mæla með því við menn, að þeir fari hingað til þess að baða sig í sjónum og sóla sig á ströndinni, sagði Herchenröd- er. íslendingar verða að leggja áherzlu á að laða ferðamenn að því sem þeir eiga fegurst — sem er hið sérkennilega landslag og fögur litbrigði náttúrunnar — og vekja áhuga þeirra, sem ánægju hafa af göngtuferðum um fjöll og firn- indi. Herchenröder sagðist hafa komið hingað í boði Ferðaskrif stofunnar, fyrir milligöngu Scandinavisches Verkehrsbur- eau, sem fsland væri aðili að. Hann sagði, að Þjóðverjar hefðu nú um alllangt skeið ferðazt um ftalíu, Frakkland, Spán og fleiri suðlæg lönd, en nú væri áhugi þeirra óðum að beinast í norðurátt. Hefði ferðamannastraumurinn til Norðurlanda vaxið ótrúlega síðustu áarin, og mætti nú bú- ast við að augu þeirra beind- ust í æ ríkari mæli til íslands og Grænlands. Þar sem réttarhöldin í máli Adolfs Eiclimanns eru nú rétt hafin í fsrael leikur okkur for- vitni á að heyra af vörum hins þýzka blaðamanns, hver séu viðbrögð almennings í Þýzka- Iandi við málinu, og hvort það sé ekki mikið rætt. — Vitaskuld get ég ekki fullyrt neitt almennt um það, sagði Herchenröder, en það virðist ekki vera. Eg held helzt að meiri hluti landsmanna líti málið sömu augum og aðra at- hyglisverða heimsviðburði. — Persónulega tel ég vel farið að Eichmann skuli fundinn og leiddur fyrir rétt, enda þótt mér finnist ekki með öllu rétt að ísraelsmenn skyldu flytja hann nauðugan og með Ieynd frá Argentínu. Hefði verið eðlilegast að þeir hefðu skýrt frá því að hann væri fundinn og síðan hefði verið f jallað um mál hans fyrir þýzkum dóm- stóli. En þess ber þá einnig að gæta að dauðarefsing tíðkast ekki í Þýzkalandi og þótt ég sé persónulega andvígur dauða refsingu, tel ég afbrot F.ich- manns þess eðlis, að hann hljóti að fá þann dóm. OFT hefur Jobbi sagt þaö og meiraösegja á prenti, að fáir hlutir í menningarlífi þjóðarinn- ar eru jafnmikilvœgir og upp- byggilegir í alla staði og dans- lagákeppnir. •— Sömuleiðis kvusskyns dansmenning. Ber því að þakka háttvirtu Ríkisútvarpi fyrir þá drjúgu menn- ingarviöleitni, sem það sýnir meö því aö láta sérmenntaðan dansara telja uppað þremur í útvarpið ööru hverju og vœla soltiö á milli. I.oftleiðir h.f.: Snorri Sturluson er væntanlegur frá Hamborg, Khöfn og Gautaborg kl. 22. Fer til New Vork kl. 23,30. Eimskipafélag íslands h.f.: Brúarfoss fór frá Vestm.eyjum í gær til Keíla víkur og þaSan annað kvöld til New York. Dettifoss er á leið til Hamborgar. Fjallfoss fór frá Keflavík í gær til Hafnarfjarðar og Rvíkur. Goðafoss er í Rvík. Gullfoss kom Khafnar 14. apríl Lagarfoss fór frá Fatreksfirði i gær til Vestfjarðar- og Faxaflóahafna. — Reykjafoss fer frá Rotterdam I dag til Antwerpen. Selfoss er á leið til Rvíkur Tröllafoss fer frá Reykjavík í kvöld til Akureyrar og Siglufjarðar. Tungu foss er á leið til Gautaborgar og Rvik. Eimskipafélag Reykjavíkur h.f.: — Katla er I Sölvesborg. Askja lestar á Breiðaf j arðarhöf num. Þóað úngskáldunum þyki það ekki samboöiö viröingu (!) sinni aö yrkja danslagatexta, er Jobbi aíveg brandsjúr á þvi, að bœöi Fjórtándi September, Þrítugasti og fyssti mæ og hvað þeir nú heita allir mánaöardagarnir hafa unniö þarfara verk í þágu menningarinnar og þá einkum œsku- lýösmenningarinnar heldur en jafnvel Herra Hoffmann, og er þá langt til jafnað. Nú hefur Doktor Þrítugasti og fyssti mæ sent mér prýðilegan texta, sem ég vona að mússíkantar vorir semji angurblíöa dansmelódíu við í snarheitum, — ef þeir finna þá ekki eitthvert gamalt lag, sem má nota. Minnstakosti mætti reyna að finna einhverja parta úr gömlum lögum til að flýta fyrir innspírasjóninni, ef hún er eitthvaö döpur. Og þá kemur textinu og mundi sœma hvaöa Doktori sem væri: V O R 1 B O R G I N N I . (Stóru stafirnir eiga aö tákna, aö það á að œpa upp nábbniö) Vorið er komiö, og gæjarnir góna girugum freðsjónum skvísurnar á, syngur i öllu, og senn kemur Jóna svifandi i vœkántnum erlendis frá. Nú tekur hýrna um herbergiö hér, hreiörar sig Jóna í fanginu á mér! „—- Malbikið glottiÐ og glampaÐ á okkuÐ —“, gulbröndótt emjar í portinu fress, röddin er mikil, en raunáleg nokkuð rétt eins og mússík frá Svavari Gesss. Jöklar h.f.í Langjökull er á leið tíl Rvíkur. Vatnajökull er í Grimsby. Skipadeild S.Í.S.: Hvassafell er á Reyðarfirði, fer þaðan í dag til Rrem en. Arnarfell fer í dag frá Rotterdam áleiðis til Austfjarða. Jökulfell er væntanlegt til Tönsberg á morgun. Dísarfell er á leið til Austfjarða. Litla fell er á leið til Rvíkur. Helgaíell er á leið til Rvíkur. Hamrafell kemur til Amuay á morgun frá Rvík. Söfnin Listasafn íslands er opið sunnudaga, þriðjudaga, fimmtudaga og laugardaga kl. 1,30—4 e.h. Asgrimssafn, Bergstaðastræti 74 er opið þriðjud., fimmtud. og sunnudaga frá kl. 1,30—4 e.h. Þjóðminjasafnið er opið sunnud., þriðjud., fimmtud. og laugard. frá kl. 1,30—4 eh. Minjasafn Reykjavíkurbæjar, Skúla túni 2, opið daglega frá kl. 2—4 e.h. nema mánudaga. Bókasafn Dagsbrúnar, Freyjugötu 27, opið föstud. 8—10 e.h., laugard. og sunnud. 4—7 eh. Bæjarbókasafn Reykjavfkur sími: 12308 — Aðalsafnið, Þingþoltsstræti 29a Útlán: Opið 2—10, nema laugard. 2—7 og sunnud. 5—7 Lesstofa: Opin 10—10 nema laugard. 10—7 og sunnud. 2—7. Útibúið Hólmgarði 34: Opið alla virka daga 5—7. Útibúið Hafsvallagötu 16: Opið all« virka daga frá 17.30—19.30. Tæknibókasafn IMSÍ í Iðnskólahús- inu Skólavörðutorgi er opið virka daga frá kl. 13—19, nema laugardaga kl. 1.30—4 e.h. Doktor Þrítugasti og fyssti mæ. Ftð þennan ágæta texta hefur Jobbi sosum eingu að bæta nema þvi, aö miöbikiö á kvœöinu meö malbikinu og gœsa- löpponum (einsog viö kölluöum það á Króknum) og eöon- um er aXveg gasálega sniöug uppfynding, sem mœtti kannski veröa atómskáldum til fyrirmyndar. Það sem er gagnlegast af öllu, sem mennirnir sækjast eftir, er að gera eitthvað öðrum til góðs. — Bailey. Höfuðgallin er að hafa galla án þess að reyna að bæta úr þeim. Konfucius Hvít kisa með grábröndótt skott, bletti á bakinu og höfðinu hefur tapast. Sími 23669. Óska eftir konu til húsverka. Frítt húsnæði og fæði. Engin börn. Uppl. í síma 16626. Garðeigendur Kúamykja til sölu og af- greiðslu nú þegar. Sími 14770. Ung hjón sem bæði vinna úti óska eftir 1—2ja herb. íbúð strax. Uppl. í síma 351&5. Veðskuldabréf Til sölu vel fasteignatryggð bréf um kr. 100,000,—. Tilb sendist Mbl. merkt „Hag- kvæm viðskipti — 1034“ Píanó Notað píanó til sölu, ódýrt. Sími 34614. Til leigu ný íbúð við Kleppsveg 4— 5 herb., leigð strax. Nöfn og uppl. um fjölskyldu ástæður sendis Mbl. merkt 1900. Stúlka vön afgreiðslu óskar eftir innanbúðarstörfum eða annari atvinnu um 1. maí. Sími 34145. Stór ísskápur og búðarvog má vera not- að, óskast til kaups. Uppl. í kvöld frá kl. 8—10. Sími 37206. Timbur 5—600 fet af 2x4 óskast. Notað og ódýrt Sími 10615. Sumarbústaður Sumarbústaður við Þing- vallavatn til sölu. Veiði- leyfi fylgir. Tilb. sendist á afgr. Mbl. fyrir 20. þ.m. merkt: „B. J. — 1026“. Hjón með 3ja ára telpu óska eft- ir 2ja—3ja herb. íbúð '1. eða 14. maí. Uppl. í síma 24070. Geymslubraggi 50—100 ferm. eða góður skúr óskast til leigu eða kaups. Uppl. í síma 34576. íbúð óskast 2—3 herb. óskast til leigu. Uppl. 1 síma 19095. Hafnarfjörður Til leigu ný risíbúð 2 herb. og eldhús fyrir barnlaust fólk. Tilb. merkt „Sólrík" sendist í pósthólf 706 Hafnarfirði. Félag íslenzkra stórkaupmanna Aðalfundur félagsins verður haldinn í Þjóðlélkhúskjallaram.m á morgun laugardaginn 15. apríl og hefst fundurinn með borðhaldi kl. 21,15. Dagskrá fundarins verður: 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt félagslögum_ 2. Lagabreytingar. 3. Önnur mál. Félagsmenn eru vinsamlegast beðnir um að tilkynna þátttöku sína í skrifstofu félagsins í dag í síma 15407 og 19813. STJÓRNIN. Félagsvist og Bingó Síðasta spilakvöld með Bingó og dansi verður í kvöld, laugardag kl. 8,30 e.h. í Tjarnarcafé (uppi). Hver hreppir verðlaunin. — Verðmæti ca. kr. 1.500 fyrir flesta slagi á vetrinum. Fjölmennið og takið gesti með. Verkstjóraféiag Reykjavíkur. MÁLIÐ EKKI ÚTVEGGI áður en VATNVERJA-SILCONE er borið á. Hafið samband við SILICONE SÉRFRÆÐING okkar, sem veitir yður allar nánari uppl. um notkun efnisins endurgjaldslaust og án skuldbindinga. Skrifið eða hringið í síma 35-6-36. Verksmiðjan KlSILL, Pósthólf 335 Reykjavík. ATHUGIB að borið saman - '3 útbreiðslu er langtum ódýrara að auglýsa í Morgunblaðinu, en öðrum blöðum. —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.