Morgunblaðið - 15.04.1961, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.04.1961, Blaðsíða 12
12 MORCVNBLAÐIÐ taugardagur 15. apríl 1961 Utg.: H.f. Arvakur. Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannesserv. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgieiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. I lausasölu kr. 3.00 eintakið. HIN BRÚNA OG HIN RAUÐA HÖND „Og ofbeldishneigðin, sem herjar á þjóðir og lönd, fær hvergi dulizt, hve títt sem hún litum skiptir. — í gær var hún máske brún þessi böðulshönd. sem blóðug og rauð í dag sínu vopni lyftir“. Þannig kvað Tómas Guð- mundsson í hinu mikla kvæði sínu Að Áshildarmýri. Hugsunin bak við þessar ljóðlínur er skýr: Nasisminn og kommúnisminn eru eitt. Það er sama hvort höndin er brún eða rauð. Báðar byggja þessar stefn- ■*r á einræði, skefjalausri foringj adýrkun, alræði ríkis- valdsins yfir einstaklingun- um og afnámi almennra mannréttinda, svo sem prent frelsi, trúfrelsi og funda- frelsi. I þjóðfélagi kommúnism- ans og nasismans er fyrst og fremst litið á einstakl- inginn sem sandkorn, frum- eind fjöldans án persónulegra séreinkenna. Frumskylda hans er að vera þjónn ríkis- valds, sem haldið er uppi með járnaga, leynilögreglu og hervaldi. Allt er þetta nákvæmlega eins hvort heldur er um að ræða þjóðskipulag nasista eða kommúnista. Þannig sannar reynsla heimsins af þessum tveimur einræðissteínum, að þær eru greinar af einum og sama stofni. Hinn sameiginlegi uppruni og eðli nasismans og komm- únismans, varð hinum frjálsa heimi einkar Ijós, þegar þeir Adolf Hitler og Jósef Stalin sömdu um það sumarið 1939, að hið nasistiska Þýzkaland mætti ráðast á Póllland, og hefja þar með heimsstyrjöld, gegn því að Sovét-ríkin hefðu frjálsar hendur til þess að undiroka stóran hluta pólsku þjóðarinnar og smá- ríkin við austanvert Eystra- salt. Það voru þannig komm- úistaleiðtogarnir í Moskvu, sem hjálpuðu Adolf Hitler til þess að hleypa nasistaherjum sínum yfir Evrópu og hleypa öllum heiminum í bál og brand. Þetta eru sögulegar stað- reyndir, sem aldrei verða máðar af spjöldum verald- arsögunnar. Sú staðreynd mun heldur ekki falla í gleymsku, að utanríkisráð- herra Sovét-ríkjanna skálaði í upphafi heimsstyrjaldarinn- ar við von Ribbentrop utan- ríkisráðherra Hitlers, og ósk- aði honum og hinu nasistiska Þýzkalandi innilega sigurs í átökunum við hinar vest- rænu þjóðir. ÞEIR BERA ÁBYRGÐ Á EICHMANN Déttarhöldin yfir Adolf Eichmann, sem nú eru hafin í Jerúsalem, vekja eðlilega heimsathygli. í raun og veru eru þessi réttarhöld einstök í sinni röð. í þeim er einstakur maður dreginn til ábyrgðar fyrir hryllileg morð margra millj. manna. Það kom í hlut Adolf Eich- manns að framkvæma þá brjálæðislegu stefnu Hitlers, að útrýma bæri Gyðingum úr framtíðarríki nasismans. Saga þeirra aðfara er einn svartasti bletturinn, sem um getur á skildi nokkurs stjórn málaflokks. Nasistarnir framkvæmdu þessar gereyðingaraðgerðir gagnvart gyðingum, ekki að- eins í Þýzkalandi, heldur í Póllandi og öðrum þeim lönd um, er þeir brutu undir járn- hæl sinn meðan veldi þeirra stóð sem hæst. En það voru rússnesku kommúnistaleið- togarnir sem hleyptu herskör um Hitlers fyrst á Pólland með samningi þeirra Hitlers og Stalíns. Þar með var heimsstyrjöldin hafin. í Pól- landi hófu nasistar síðan grimmilegar gyðingaofsóknir. Hundruð þúsunda af pólsk- um gyðingum voru líflátnir. Það er af þessu auðsætt, að kommúnistar bera sinn hluta ábyrgðarinnar af glæpa verkum Adolfs Eichmanns. Á það má einnig benda, að hinar stórfelldu „hreins- anir“, sem leiðtogar komm- únista í Rússlandi hafa öðru hvoru framkvæmt, eru mjög í sama stíl og aðfarir nasista gagnvart andstæðingum sín- um. FYRIR 30 ÁRUM ¥ gær voru rétt 30 ár liðin frá því að ríkisstjórn Framóknarflokksins, sem þá fór með völd rauf Alþingi og efndi til nýrra kosninga. ingi meiri orku en öll önn- k ur orkuver landanna sam- « anlagt. i ILLGRESIÐ l Stöðuvatn það er myndaðist ? við stífluna var ætlað til fisk » veiða fyrir íbúana í nágrenn- 1 inu, og var afli sæmilegur í | byrjun. En nú er komið þarna í upp vandamál, sem ekki hafði J verið reiknað með. Vatnagróð- 1 ur, sem nefnist á fagmáli | Salvinia auriculata breiðist i óðfluga um vatnið og veldur 7 bæði fiskveiðum og sigling- I um miklum erfiðleikum. • Þekur þessi gróður sem komið k er um 260 ferkílómetra af yfir 7 borði vatnsins. Fyrst varð vart við Salviinia I auriculata á þessu svæði fyrir 1 tólf árum, en það var ekki i fyrr en stöðuvatnið tók að myndast að menn gerðu sér grein fyrir erfiðleikunum. 111- gresi þetta er þekkt á Ceylon, [ en þangað barst það árið 1939 frá Brasilíu. Á Ceylon hefur 1 jurtin valdið miklu tjóni á 1 rísekrum og áveituskurðum. | Var þetta á sínum tíma mjög umdeild ráðstöfun og álitin jaðra við stjórnarskrárbrot, eins og allt var í pottinn búið. En það sem mestu máli skiptir nú, er þó ekki lög- mæti þessarar ráðstöfunar, heldur ástæður þess að til hennar var gripið. Þær voru tvær. Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðuflokkurinn höfðu komið sér saman um að sam- þykkja ríkisábyrgð fyrir láni til virkjunar Sogsins. Þeir höfðu í öðru lagi ákveðið að beita sér fyrir nokkrum lag- færingum í lýðræðis átt á kjördæmaskipun landsins. Formaður Framsóknar- flokksins kallaði frumvarpið um virkjun Sogsins „sam- særi andstæðinga Framsókn- arflokksins“, og Framsóknar- mönnum tókst að hindra framkvæmd þessa um skeið. En nokkrum árum síðar náði það fram að ganga og nú hafa nær 100 þús. hestöfl verið virkjuð í Sogsfossum. Ný og réttlátari kjördæma skipun hefur einnig verið tek in upp. Frá því að Fram- sóknarflokkurinn rauf Al- þingi árið 1931, til þess að hindra lýðræðislegri skipan þess, hefur kjördæmakipun- inni verið breytt þrisvar. Þannig hefur afturhald Fram sóknarfloklcsins verið brotið á bak aftur í báðum þessum miklu þjóðmálum. Sogið hef- ur verið virkjað og þjóðin fengið nýja og lýðræðislegri kjördæmaskipun. En aftur- hald Framsóknarflokksins er samt við sig. Það hefur að- eins minni völd og áhrif en það hafði fyrir 30 árum. Það gerir gæfumuninn. KARIBASTÍFLAN á landamærum Norður- og Suður-Rhodesiu var opnuð við hátíðlega athöfn hinn 17. maí í fyrra. Stíflan er um 125 metra há og við hana er að myndast stöðu- vatn mikið, sem eftir nokk ur ár mun ná yfir rúmlega 5.000 ferkílómetra. Raf- orkuver er í sambandi við stífluna og framleiðir það nú 600 megavött, en full- búið mun það framleiða 1500 megavött, um helm- Tveir íslendingar hljóta NATO- styrki SAMKVÆMT tilkynningu fasta- fulltrúa íslands hjá Atlantshafs- bandalaginu, hafa tveir íslending ar hlotið styrk bandalagsins til fræðistarfa á þessu ári og fyrri hluta næsta árs. Bjarni Guðmundsson, blaðafuil trúi, hlýtur styrk til þess að vinna MANATEE Siglingar eru mjög erfiðar á Karibavatni, þar sem illgresið er þéttast og fiskveiðar úti- lokaðar. Reynt hefir verið að í útrýma jurtinni eða stöðva út- í breiðslu hennar á allan hátt, en ekkert ráð dugað. Er nú verið að rannnsaka hvort unnt er að vinna úr henni áburð eða nautgripafóður. Einnig er haft í huga að flytja inn vatna spendýr er nefnist manatee ' og er náskylt sækúnni. Skepn ur þessar hafa reynzt vel í bresku Guiana við að halda siglingarleiðum opnum og útrýma vatnagróðri. Etur 1 hvert dýr allt að 50 kílóum ' 1 af vatnagróðri á dag. j að ritgerð um aðdragandann að þátttöku íslands í stofnun Atlants hafsbandalagsins. Valdimar Kristinsson, viðskipta fræðingur, hlýtur styrk til þess •að rannsaka flutninga fjármagns milli aðildarríkja bandalagsins frá ófriðarloikum 1945. Alls bárust ráðuneytinu sex um sóknir um styrki þessa, og voru þær allar sendar aðalskrifstof- •unni í París, en þar valdi sérstök nefnd styrkþega frá öllum aðildaj löndum. * (Frá Utanríkisráðuneytinu).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.