Morgunblaðið - 15.04.1961, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 15.04.1961, Blaðsíða 15
Laugardagur 15. apríl 1961 MORGVNBLAÐID 15 Hvað sparar tóbaks og ríkið á sameiningu áfengisverzlunar A SlfíASTA Alþingi náðist sam komulag um að sameina Tóbaks og Áfengisverzlun rikisins. Æski legra hefði verið ef ríkisstjórnin hefði getað komið sér saman um að fækka einkasölum og leggja alveg niður t.d. Tóbakseinka- söluna. Þá hefði sést svart á hvítu hvað hefði sparazt, en á fjárlögum fyrir árið 1961 er laun og annar reksrarkostnaður Tó- bakseinkasölunnar áætlaður kr. 5.205.251,00. Ekkert hefi ég séð birt með þessari nýju ráðtöfun en á nefndum fjárlögum er laun og annar rekstrarkostaður beggja einkasalanna áætlaður kr. 17.470.911,00 svo að af nokkru er að taka. Ég Vil nú benda á einn lið sem mér finnst að megi stórlega lækka eða jafnvel afnema alveg og það er hið mikla og dýra dreifingarkerfi, sem Tóbakseinka salan hefur komið upp. Það hljóta allir að sjá, að framleiðendur og innflytjendur, sem þurfa að halda uppi dreif- ingakerfi á sínum varningi geti dreift tóbakinu ódýrara heldur en einkasala með eina vörutegund. Það er sóun á fé almennings að senda til kaup- andans 3 tonna bíl með 1 kg af neftóbaki eða 1 kassa af smávindlum, eins og einkásalan verður þráfaldlega að gera. Eftir sameiningu einkasalanna hefi ég hugsað þetta í stórum dráttum þannig: Skrifstofan tek- ur á móti pöntunum frá inn- flytjendum og sendir þær til viðkomandi aðila, sem eiga að afgreiða þær, hún sér og um að merki þau, sem verksmiðjurnar eiga að setja á umbúðimar hverju sinni séu rétt o. s. frv. og hefur yfirumsjón með öll- um tóbaksinnflutningi til lands ins. Innflytjandinn sæi síðan um tollafgreiðslu og dreifingu. Hagnaðinn, sem ríkið tekur af tóbakinu, sem er í sjálfu sér tollur til ríkisins, greiði inn- flytjandinn hlutfallslega af hverri sendingu um leið og var- an er skoðuð og tollafgreidd hjá tollstjóra. Bretoi í Evrópu- murkoðinn ÞÝZKA stórblaðið Die Welt, segir að sterkur orðrómur gangi um það í hópi „diplo- mata“ í Briissel, að brezka stjórnin hafi tekið ákvörðun um inngöngu Bretlands í Evrópnimarkaðinn. Segir blað- ið að ráðherrar í brezku stjórn inni hafi greitt leynilega at- kvæði um þetta áður en Mac- millan fór til Bandaríkjanna, og hafi mikill meirihluti verið með slíkri tillögu. Die Welt ritar og forustu- grein um málið og telur að löndin sex í Evrópumarkaðn- um muni fagna inngöngu Bret lands í samtökin. Ríkisstjórnin, eða verðlags- stjóri í hennar umboði, getur svo ákveðið hámarksverð á tó- bakinu til neytendanna og um leið hyað innflytjandinn og smá salinn á að fá fyrir dreifinguna, á svipaðan hátt og nú er gert. Neftóbaksgerðin gæti að sjálf- sögðu starfað áfram sem sér- stök stofnun og gæti Áfengis- verzlunin dreift því um leið og hún dreifir nú sínum frægu bök unardropum og kannski fleiru eða boðið dreifinguna út með tilliti til þess hvað hún hefur kostað ríkissjóðinn undanfarið, og það hygg ég að yrði ódýrast fyrir þjóðarbúið. Með þökk fyrir birtinguna. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson. Slæmar samgöngur við Neskaupstað NESKAUPSTAÐ, 13. april. — I allan gærdag og í dag hefur verið hér norðaustan hríðarveð- ur. Mikill snjór hefur bætzt við þann, sem fyrir var. Minnka því líkur á því, að Oddsskarð verði rutt að svo stöddu. Áætlað var að ýta skarðið strax eftir páska, en veðráttan hefur enn komið í veg fyrir, að það ýrði gert. Bíða bæjarbúar orðið með óþreyju eftir opnun skarðsins, ekki sízt vegna þess, að samgöngur hingað á sjó hafa verið með fádæmum slærnar i vetur. — S. L. Á fimmtudagsmorgun komu Rvíkurbátarnir Heiðrún og Guð- mundur Þórðarson i höfn með um 1100 tunnur af síld hvor um sig. 1 gær var verið að skipa þessari síld um borð í tog- arinn Úranus, sem á að sigla með hana til Þýzkalands. Utan á Uranusi liggur brezki togarinn Kingston Andalusite. Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.) LESBÓK BARNANNA CRETTISSACA 145. Hana fann þar tvcggja manna bein og bar þau í belg einn. Leitaði hann þá ur hellinum og lagðist til fest- arinnar og hristi hana og ætl aði, að prestur myndi þar vera, en er hann vissi, að prestur var hcim farinn, varð hann að handstyrkja sig upp festina, og komst hann svo upp á bjargið. Fór hann þá heim til Eyjardalsár og kom í forkirkju belginum þeim, sem beinin voru I. Prestur jarðaði þau í kirkjugarði. Grettir duldist á Sandhaug um um veturinn, en varð þá brott að leita. 146. Grettir beiddi þá Guð- mund ríka ásjár. Guðmundur mælti: „Ey sú liggur á Skaga firði, er heitir Drangey. Hún er svo gott vígi, að hvergi má komast upp á hana, nema stigar séu við látnir. Gætir þú þangað komizt, þá veit ég eigi þess manns von, er þig sækl þangað með vopnum eða vél um, ef þú gætir vel stigans**. „Reynt skal þetta vera*% segir Grettir, „en svo gerist ég myrkfælinn, að ég má ekkl einn vera“. Guðmundur mælti: „Trú Þú samt engum svo vel, að þú trú ir eigi bezt sjálfum þér“. 147. Grettir hélt nú tU Bjargs. Móðir hans fagnaði honum vel og þau Illugi bæði. Gerðust þá svo mikii brögð að myrk fælni hans, að hann kvaðst ekki lengur vinna það sér til lífs að vera einn saman. Grettir sagði móður sinni, hvað Guðmundur hinn ríki hafði ráðið honum. Kvaðst hann vilja komast í Drangey, ef hann fengl einhvern dyggð armann að vera hjá sér. Illugi bróðir hans var þá fimmtán ára gamall og allra manna gervilegastur. Hann mælti: „Eg mun fara með þér bróðir“. 148. Ásdís lelddi þ& frá garði. „Nú farið þið, synir mínir tveir**, sagði hún „og má enginn renna undan því, sem honum er skapað. Látið nú eitt yfir ykkur ganga. Vopn bitnir munuð þið verða, en undarlega hafa mér draumar gengið. Gætið ykkar vel við gerningum. Fátt er rammara, en forneskjan“. Þá mælti Grettir: „Grát þú eigi, móðir, það skal sagt, að þú liafir sonu átt, en eigi dætur, ef við erum með vopn um sóttir, og lif vel og heil. 5. árg. ★ Ritstjóri: Kristján J. Gunnarsson ★ 15. aprfl 1961 ANDARDIMGIIMIM sem hélt hann gæti allt HNOÐRI litli hafði varla stungið nefinu út um skurnina, fyrr en hann fór að stæra sig. Það var varla að hann léti svo lít ið að bjóða andamömmu og andapabba góðan dag- inn, áður en hann reigsaði út á hlaðið og var með nefið niðri í öllu. „Hvað heitir þú?“ spurði hænuungi, sem aldrei hafði séð andarunga fyrr. „Ég er Hnoðri, andar- ungi,“ sagði Hnoðri og reigði sig. „Ég er önd og get synt yfir tjörnina. Ég get staðið á höfði, ef ég vil, og ég get allt.“ „Þvílíkt og annað eins!“ sagði hænuunginn og var ■alveg dolfallinn. Hann flýtti sér að se'gja hinum ungunum fréttirnar og þeir komu varla upp nokkru tísti. „Komdu hingað“, hróp- aði andamamma. „Þú verður að vera í skjóli mínu, þangað til þú ert fær um að sjá um þig sjálfur “ „Ég get vel séð um mig sjálfur“, gaggaði Hnoðri. „Ég er önd og ég get allt. Ég get drepið ljón með einu vængjahöggi. Og ég get spilað á flautu um leið og ég stjórna heilum anda kór. Nú ætla ég að fara burt og skoða mig um í heiminum.“ Og þar með var Hnoðri þotinn, áður en mamma hans gat stöðvað hann. „Hvert ertu að fara?“ kallaði lítill grís innan úr stíunni. „Ég ætla að skoða mig um í heiminum,“ svaraði Hnoðri. ' Wm. wmk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.