Morgunblaðið - 15.04.1961, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 15.04.1961, Blaðsíða 11
Laugardagur 15. apríl 1961 MORCVNBLAÐIÐ 11 því síðan, sem er kallað diplo matísk heimspeki. Það er liollt að fara að gá að sér þegar maður er búinn að brjóta af sér hnýflana, — en þá tekur kannski ekki betra við: maður fer að velta því fyrir sér, hvort ekki sé betra að standa föstum fótum í jötu og muðla eins og hinir, þegar gefið er fram á garðann. En póesían lifir. Þórarinn hafnar stjóri, sá ágæti maður, var dá lítið prósaískur. Við vorum einu sinni samferða heim í bíl, og þá segir hann við mig: Ljóð Einars Benediktssonar eru afsökunarbeiðni fyrir allt, sem hann hefur gert, sagði hann. Þórarinn var verkfræð ingur, það þarf víst ekki að taka fram. Ég sagði auðvitað ekkert, því ég átti ekki bílinn, en bað bílstjórann að stoppa og kvaddi. Svo liðu nokkrir mánuðir. Einn laugardag kall ar Þórarinn á mig inn í skrif- stofu til sín og spyr, hvort ég sé nokkuð vant við látinn. Ekki framar venju, segt ég, svo hann segir: — Þú hefur þá ekkert að gera, og dregur fram dýrar veigar, sem voru vel þegnar, það máttu hafa eft ir mér. Svo var farið að spjaila eins og gengur og ég kasfa fram hendingum eftir Einar Benediktsson, sem vöktu at- hygli hafnarstjórans, og varð til þess að ég byrja að þylja Einræður Starkaðar, sem ég hafði fest mér í minni og kunni utanbókar. Það tók mig 20 mínútur að fara með ljóð ið. Þá segir Þórarinn: Þetta var skemmtilegt. Þórarinn var nefnilega góður drengur. Hann var af Gautlandakyni, íonur Kristjáns Jónssonar há yfirdómara, talaðu vel um hann, og hafði gaman af víni, eins og þú ert víst farinn að halda að ég hafi líka. Eins og andinn ávallt hefnir, segir Nordal. Annars skaltu ekki halda að ég hafi þekkt Einar Benedikts son, þó ég hafi séð hann. Hann bauð sig fram í Snæfellsnes- eýslu á móti Lárusi H. Bjarna syni, og kom hann þá á heimiii foreldra minna og var þar einn dag og tvær nætur. Faðir minn studdi hann vel og drengilega og reið með honum um héruð í heilan mánuð að vinna honum fylgi. Það hafði djúptæk áhrif á mig að sjá hann. Hann var töfrandi. Og lék sér við staðarins börn, eins og þar stendur. Þegar þeir faðir minn komu á Gíslabæ undir Jökli, sjá þeir marga fallega muni, sem börnin á bænum höfðu skorið út í bein. Þetta voru fallegir híutir og Einar glöggur á allt, sem var fagurt og sáði lausum pemng um til drengjanna. Helgi bóndi verður svo hrifinn af þessari stórmennsku frambjóð andans, að hann segir: — Ég er ekki viss um að ég geti koia ið á kjörstað, en skal sjá um að hreppsmenn allir komi og kjósi þig. Einar og faðir minn þóttust hafa gert góð kaup á Gíslabæ. En þess má geta til gamans, að auðvitað kom enginn úr breppnum á kjörstað. Á villugjörnum leiðum lífs- ins tel ég að Einar Benedikts son hafi verið minn leiðsögu- maður. Þú manst eftir kvæð inu hans Gamalt lag. Þar seg- ir hann: Því brauzt ég frá sókn þeirra vinnandi vega á vonlausu klifin, um hrapandi fell. Já, hví reisti hann sér hurð- arás um öxl með því að reyna að segja hið ósegjanlega. Hann komst að því að eilífðin leysir ekki alltaf þá ávísun, sem er gefin út á hana. Draumurinn verður áfram draumur. Það hefur Einar kennt mér. Einu ‘ sinni átti ég stóra drauma. Þeir voru eins og djúp og falleg tjörn, en veruleikinn hefur gárað þessa tjörn, og nú bíð ég þess eins að það lygni, og ég fái einn góðan veðurdag, óvænt, að sjá niður á botn tjarnarinnar. Guðmundur Jakobsson vissi hvaða gátur hann vildi ráða. Ég hef ekki alltaf verið viss um, hvað ég vildi ráða. Mig hefur langað til að ráða einn draum, en ég veit ekki hver hann er, og það verður að bíða betri tíma. Einu sinni hafði ég mitt söngkennarapróf en hvarf frá öllum uppeldislegum skyldum við þjóðfélagið. Samt finnst mér ekki, þegar ég lít yfir far inn veg, að ég hafi horfið burt frá öllum mínum skyldum. Þvert á móti hef ég haft sér stakar mætur á tónlistinni. Við erum 100 ár á eftir nágranna- þjóðum okkar í músikk. Við höfum vanrækt hana. Það kostar margra mán- aða stríð að koma flyglí inn í Ráðherrabústaðinn. Við erum of önnum kafin við að koma í veg fyrir að einhver vaxi okkur upp fyrir höfuð til að geta sinnt því, sem raunverulega skiptir máli. í músikk eru miklir möguleik- ar. Hún leysir úir læðingi, það sem er gott og fagurt. En okkur vantar leiðsögn. Ef ég skrepp til Kaupmanna hafnar fer ég með Gullfossi, af því ég veit að á honum er góður skipstjóri. En mér dytti ekki í hug að fara með skipi, sem hefur klæðskera fyrir skipstjóra. Og nú skaltu vara þig og fara vel með þetta, góði vinur. Ég er pedagóg. Ég hef verið í Salzburg, borg Mozarts. Þar spila þeir músikk frá morgni til kvölds. Þá var mér hugsað heim. Og hvað sá ég: Trípolibíó í öllu sínu veldi! Frelsi er réttur og mögu leiki til að breyta verandi astandi, segir Burckhardt. Við eigum að nota okkur þetta frelsi. Við eigum ekki að veia hræddir við það. Sá, sem hefur eitthvað fram að færa, brýtur sér braut, segir Maeter linck, og bann verður að gera ráð fyrir að þúsund menn standi vörð um það gamla. Við eigum að fara til útlanda og sækja okkur kúltur, velja hann sjálfir, láta ekki skammta okkur hann. Kynn- ast heiminum, af eigin reynd. En við eigum ekki að miklast af því. Ég hef haldið tækifæris ræðu, án þess að víkja að því einu orði að ég væri nýkominn frá París. Samt var ég ódrukk inn, eins og ég er oft. Maður verður að skyrpa úr klaufun um, eins og þú veizt. Ég er vanur því úr æsku, að kún- um sé hleypt út á vorin. En við höfum ekki enn skilið að það þarf að hleypa fleiru út en kúnum. — Jæja, Helgi minn og hvernig líkar þér nú að vera orðinn sjötugur? — Fyrir 18 árum var Páll Þorbergsson, vinur minn, fimmtugur. Hann er tengdason ur sr. Árna Þórarinssonar. Þá var mikil veizla. Við Kristján Einarsson skiptum þannig með okkur verkum að ég minntist afmælisbarnsins, en hann frú arinnar. Við Páll höfðum hitzt í hjásetum á sumrin inni á fjalli, þar sem heitir Slörku- flói. Ég talaði um Slörkuflóa ( lífsins. Að ræðu minni lokinni brýtur sr. Árni Þórarinsson sér braut gegnum mannþröngina og gengur til mín með þessum orðum: „Sakir mælsku þinnar vil ég krýr-a þig til erkibisk- ups á íslandi“. Kominn á áttræðisaldur segi ég aðeins þetta að lok- um: Það er ekki sama hver krýnir. —M. ‘ Reglusama fjölskyldu vantar 3ja—4ra herb. íbúð í Keflavík eða Njarðvíkum. Þarf ekki að vera laus til búð ar strax. Tilb. merkt „Sjómað ur 333, 1029“ óskast sent Mbl. fyrir 21. þ.m. KONA um fertugt, vill taka að sér að sjá um heimili fyxir einhleyp- an mann, eða mann með 1—2 börn. Aðeins gott heimili kem ur til greina. Tilb. skilist til Mbl. fyrir þriðjudagskvöld n.k. merkt „Maí—1961“ 1030 Vorlaukar (hnýði)" Anemónur Begoníur Dahlím Gladíólur Liljur Bóndarósir Ranúnclur Fjölbreytt litaúrval Gróðrastöðin við Miklatorg. . Símar 22-8-22 og 1-97-7S Leiguflug Tek að mér allskonar leiguflug með farþega og vörur. Hefi til umráða 1. flokks flugvél af gerðinni Cessna-180. Upplýsingar í síma 13316 eða á skrif- stofu minni á Reykjavíkurflugvelli. Sveinn Eiríksson, flugmaður Leiguskip óskast Vita og hafnarmálaskrifstofan óskar eftir að taka skip á leigu næstu máfiuði til að annast vöruflutn- inga vegna vitanna og til annara þjónustu fyrir vita og hafnarmálin. Tilboð óskast send vita og hafnar- málaskrifstofunni fyrir næstu mánaðamót, þar sem tiigreint er nafn skipsins, stærð þess og annað, sem máli skiptir. VITA OG HAFNARMÁLASTJÓRNIN. Til sölu að Sólheimum 27, byggingasamvinnufélagið Fram- tak.. Ein: 4ra herb. íbúð á n. hæð 102 ferm. Ein: 3ja herb. íbúð á m. hæð 84 ferm. Félagsmenn njóta forkaupsréttar. Upplýsingar í síma 35240 og 37415. f'" ''' Pólskur raftækjaiðnaður hefir á boðstólum — Þrífasa A.C. og D.C. vélar — Orkuspenna, greinispenna, stillispenna ©g logsuðuspenna — Há- og lágspennta rafgíra — Raforkubúnað fyrir námur — Rafbræðsluofna af ýmsum gerðum og þurrkofna — Rafhlöðu-vöruvagna og vagna með gaffallyftum —- Rafmagns- og rafeinda mælitæki og kWh-mæla — Fjarskifta- og útvarpsbúnað — Ljósatæki allskonar fyrir verksmiðjur og heimili — Jarðstrengi og leiðsluvír — Rafhlöður allskonar — Raf- og eimorkuver fyrir verksmiðjur og orkustöðvar — Miðstöðvarkatla aðar vörur — hóflegt verð — fljót afgreiðsla H öékW’* Einkaútflytjendur POLISH FOREIGN TRADE AGENCY For Electrical Equipment Warszawa 2 Czackiego 15—17 Pólland Simskeyti: ELEKTRIM, WARSZAWA P.O. Box 254

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.