Morgunblaðið - 19.04.1961, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 19.04.1961, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 19. aprTl 1961 MORGl’ NBLAÐIÐ ! 9 // Everyman's Library7' ENN eru þeir allmargir á lífi er fengu sína fyrstu tilsögn í ensku hjá ögmundi Sigurðssyni, og á einn veg mun það vera um þá flesta, að til hans kennslu í. þeirri tungu þykist þeir geta jafnað, en naumast lengra. Ekki fyrir það, að ögmundur væri svo mjög lærður í ensku; það er lítt hugs- andi að svo hafi verið, en um það efni gátum við nemendur hans að sjálfsögðu ekki dæmt, enda reyndi lítt á lærdóminn á okkar þekkingarstigi. Annað skipti nokkru máli: að til dag- legra nota var honum enskan sennilega viðlíka tiltæk sem móðurmálið. Hitt var meginat- riðið að ögmundur, sem var kenn ari af guðs náð, og því snillingur í kennarastólnum, hvað sem hann Ikenndi, elskaði enskuna um fram aðra hluti, og naut sín því allrabezt er hann kenndi hana ,(og þoldi þar líka sízt að frammi staða nemendans væri léleg). Sá sem ekki gat lært ensku hjá hon- um, þeim hinum sama var von- laust að reyna það annarsstaðar. Varla er það hugsanlegt að Ögmundur, fremur en nokkur ennar, hafi gert sér það ljóst að þegar J. M. Dent fyrir réttum hálfum sjötta áratug stofn-aði Everyman’s Library, þá gerðist einn af heimsviðburðunum. Þá var fsland enn svo einangrað frá umheiminum að láta mun nærri að þá kæmi hingað erlendur póst- ur um það bil einu sinni á mán- uði, eða litlu meir, ef tekinn Cr allur árshringurinn. En svo var Ögmundur vakandi á þessu sviði að um fyrirtækið skrifaði hann grein almenningi til leið- ibeiningar einu misseri eftir að því var hleypt af stokkunum, og grein hans varð til þess að Sigfús Eymundsson pantaði nokkur bindi til reynslu. Þau kostuðu 90 aura, og þá keypti ég mína fyrstu bók á ensku — þeg- ar námsbækurnnr eru undan- skildar. f hálfa öld hefi ég hugsað með undrun um þessa árvekni kenn- ara míns. Hún er mér sama undr- unarefnið enn í dag. Fyrir 29 árum kom út handbók um Everyman’s Library, eins og það var þá. Hún er lengi búin að vera ákaflega. torgæt, og að Ejálfsögðu mjög úrelt. Því miklu er safnið nú stærra en það var þá og mjög um það breytt á all- an hátt. Safnið er nú 1000 bindi, og ekki er talið viðráðanlegt að fjölga bindunum. Þau • verða Bldxei fleiri, en að sjálfsögðu munu sum bindin verða lögð niður og önnur koma í þeirra atað; þau fá númer þeirra er úr gengu. Salan eykst stöðugt með hverju árinu, og þessi þúsund bindi eru nú eitt aí heimsveld- unum. Enda þótt það hljómi öf- ugmælum líkast, er það einmitt aukning sölunnar sem ásamt öðru gerir frekari fjölgun bind- ainna óviðráðanlega. Við ofur- litla umhugsun, mun hver maður ekilja þetta, jafnvel þegar honum er sagt að hvert bindi kemur út 6amtímis í London og New York. En hvað er Everyman’s Library? Spurningin mun þykja þarflaus og meira að segja heimskuleg. Því Everyman’s Library þekkir hver sá, er einhverja nasasjón hefir af enskum bókmenntum. Samt ætla ég að segja það til svars eða skýringar að safn þetta er ekki úrval enskra bókmennta, heldur úrval bókmennta alls heimsins, að fornu og nýju. Þar eru því með bókmenntir Grikkja, Rómverja, Indverja, Kínverja, Persa o. s. frv. Okkar eigin forn- bókmenntir er þar að finna, og eitthvað mundum við eiga þar nýrra ef við hefðum haft mann- dáð og menningu til þess að Ikoma því á framfæri. Og þarna er líka merkilegt og ágætt safn handbóka, en þó aðgreint frá að- elsafninu og ekki tekið með í bindatölu þess. En í áratugi hefir tilfinnanlega vantað lykil að þessu frábæra safni — og sú vöntun hefir verið almenningi til mikils baga. Nú hefir verið úr þessu bætt með handbók sem nefnist: The Reader’s Guide to Everyman’s Library (xxii + 425 bls.) eftir A. J. Hoppé. Mér finnst ég skulda það minningu Ögmundar Sigurðs sonar að segja frá þeirri bók, og hennar vegna skrifa ég grein þessa — í því trausti að einhverj um megi að gagni verða. Bókin hefst á sögu safnsins, eftir E. P. Bozman. Mun enginn notandi bókarinnar hlaupa yfir þá sögu, en þaðan af síður má vanrækja að lesa með athygli formála þann er Hoppé skrifar því hann gerir grein fyrir því, hvernig bókina skuli nota. Er það svo einfalt og auðvelt sem verða má, og þá kemur það í ljós að bókm er miklu meira en lyk- ill að safninu og hefir geysi- mikið notagildi fyrir jafnvel þann, sem ekki á svo mikið sem eitt bindi úr því. Efninu er öllu skipað niður í stafrófsröð, bæði titlum og höf- undanöfnum (en nafngreindir höfundar eru 1260). Og ekki eru bókatitlamir einir látnir duga, heldur eru teknar með í skrána fyrirsagnir kvæða og ritgerða. Þannig er það, að ef einhver vill finna kvæðið Lorelei, en man ekki nafn höfundarins, þá flett- ir hann upp þessu orði og finnur við það „Heine 911“, sem táknar að fletta skuli upp „Heine“ fram ar í stafrófinu en í kvæðasafni hans, bindi 911, er vitanlega kvæðið, og hér er meira en hálf smáleturssíða um efni bindisins með ártölum sem sýna hvenær hvað eina var fyrst birt. Ef ein- hver man ekki eftir hvern kvæð- ið Locksley Hall er, þá flettir hann því upp og er vísað á „Tennyson, vol. i, 44“, og fer síð- an eins bg áður nema hvað bind- in eru nú tvö og efnisyfirlitið nokkuð á aðra síðu. Ef lesarinn vill vita hvort hann geti fræðst nokkuð um Díon harðstjórann í Syrakúsu, flettir hann upp nafn- inu og sér strax dánarár hans (363 f. Kr.), en til frekari fræðslu er honum bent á að fletta upp Plútarch (46—120), Greek bio- grapher and moralist", síðan hvenær rit hans voru þýdd á ensku (1683—’86) og að þau eru í þrem bindum í safninu, 407—9, með forspjalli eftir A. H. Clough (1819—’61). Svo er efnisyfirlit bindanna, hvers um sig. Tilgreind eru fæðingar- og dánarár hvers höfundar (eða þýðara), og aftast í bókinni er skrá yfir safnið í töluröð, en það er mjög til hagræðis við notkun bókarinnar. Ekki getur þetta talist nein lýsing bókarinnar, en gefur þó ofurlitla hugmynd um hana. Hún er hið mesta þarfaþing hverjum fróðleiksfúsum manni, og ég tel að hún ætti að vera í hverju því safni er tekur til enskra bóka, og alyeg að sjálfsögðu í hand- bókasafni hvers skóla. Sn. J. Eitt af vinsælustu hressingarhælum Danmerkur Cl. Skovridergaard SILKEBORG — SIMI (0681) 514-515 Hressingarhæliö er fyrir sjúklinga með ýmiss konar taugaveiklun, hjarta- og æða sjúkdóma, gigt og til hressingar — (ekki berkla). — Megrun undir læknls hendi. Læknir: Ib Kristiansen. Opið allt árið Biðjið um skrá Takið flugvél til Kaupmannahafnar og næturbátinn frá Kaupmh. til Aarhus. Brottför frá Kbh. kl. 23,30. Komið til Aarhus kl. 7. Aætlun arbíll frá Aarhus til Silkeborg. Brottför kl. 7,40. Komið til Silke- borg kl. 8,45 CEBO Nýkomið tékknezkir strigaskór uppreimaðir með lausu innleggi. Barnaskór Nr. IOV2—IV2 Unglingaskór Nr. 2—5V2 Karlmannaskór Nr. 6—11 „CEBO“ strigaskórnir eru heimsþekktir fyrir vandaðan frágang og góða endingu. o skódeiid Skólavörðustíg 12 — Sími 12723 Þríhjól — Krakkahjól með hjálparhjólum og stærri gerðir ÖRNINN Spítalastíg 8 — Sími 14661 LögtaksúrskurÖur Samkvæmt kröifu sveíitarstjórans í Miðneshreppi urskurðast hér með lögtök fyrir ógreiddum útsvör- um, fasteignaskatti, vatnsskatti og holræsagjöldum til sveitarsjóðs Miðneshrepps, gjaldföllnum á árinu 1960 eða eldri auk dráttarvaxta og lögtakskostnaðar. Lögtök verða framkvæmd fyrir gjöldum þessum að átta dögum liðnum frá birtingu úrskurðar þessa, verði eigi gerð skil fyrir þann tíma. Sýslumaðurinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu 11. apríl 1961 V erzl un arhúsnœ&i á Njálsgötu 86 (áður húsgagnaverzlunin Búslóð), er til sölu og laust nú þegar. Húsnæðið er solubúð, 2 skrifstofur og 2 geymsluherbergi í kjallar. Stærð ca. 95. ferm. — Upplýsingar í síma 19342 kl. 6—S á kvöldin. Ríkisjar&irnar Borgarliolt, Biskupstungnahreppi, Árnessýslu. Indriðakot, Vestur-Eyjarfjallahreppi, Rangár- vallasýslu. Höfði, Fljótshlíðarhreppi, Rangárvallasýslu, eru lausar til ábúðar í næstu fardögum. — Upplýs- ingar gefa hreppstjórar í viðkomandi hreppum og jarðeignadeild ríkisins, Ingólfsstræti 5. Vz húseign í Vesturbænum efri hæð og helmingur af risíbúð er til sölu. Húsið er á góðum stað með sérstaklega vel ræktuðum, fögrum garði. Einnig er möguleiki að rísíbúðin selj- ist sérstaklega. Báðar íbúðirnar eru 3ja herb., ásamt eldhúsi og baði, sameiginlegu þvottahúsi, sér geymsl um í kjallara. ÞORVALDUR ARI ARASON, hdl. Lögmannsskrifstofa, Skipholti 5 Sími 17451. I&na&arhúsnœ&i Óska eftir að taka á leigu 80—90 ferm. húsnæði fyrir þrifalegan iðnað í eða nálægt miðbænum fyrir 14. maí. Má vera fleiri samliggjandi herb. Verður að vera á jarðhæð. Tilboð merkt: Nr.—1906“, leggist inn á afgr. Mbl. fyrir 23. þ.m. Einbýlishús í Hofnarfirði Til sölu, nýtt 5 herb. 115 ferm. einnar hæðar hús á Hvaleyrarholti. Húsið stendur á glæsilegum útsýnisstað með fram Reykjanesbraut. Laust með mánaðar fyrirvara ÁRNI GUNNLAUGSSON, hdl., Austurgötu 10, Hafnarfirði sími 50764 kl. 10—12 og 5—7.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.