Morgunblaðið - 19.04.1961, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.04.1961, Blaðsíða 1
24 siður Í8. árgangfur 87. tbl. — Miðvikudagur 19. apríl 1961 Prentsmiðja Morgunblaðsina Uppreisnarmenn 50 km. frá Havana? Rússneskir skriðdrekar teknir I notkun Castro lætur taka sam- særismenn af lifi • Þótt tveir sólarhringar séu liðnir frá landgöngu inn rásarhers á Kúbu eru fréttir af uppreisninni enn mjög óljósar og mótsagnakenndar. iVirðist allt í hinni mestu tví- sýnu hvernig atburðum þess um lyktar. Enn er ekkert símasamband við eyna og Havana útvarpið birtir eng- ar fréttir aðeins áskoranir til þjóðarinnar um að sýna stillingu og berjast gegn innrásarliðinu. Það er helzt að fréttastofur reyni að gera sér grein fyrir ástand- ínu á eynni með því að hlusta á raddir í her og lög- reglusenditækjum og af til- kynningum frá hyltingarráði Kúbumanna á Flórida. • Af heimildum þessum virðist mega ráða, að upp- reisnarmenn sæki fram til höfuðborgarinnar Havana frá lendingarstaðnum á vestur- enda Kúbu og séu nú aðeins í 50 km fjarlægð frá borg- inni. • Hinsvegar virðist upp- reisnarmönnum hafa gengið verr um miðbik eyjarinnar hjá bæjunum Trinidad og Camaguay. Segir stjórn bylt ingarráðsins, að þar hafi upp reisnarmenn orðið að þola árásir rússneskra flugvéla og þungra rússneskra skrið- dreka. Byltingarstjórn á Pinas Byltingarráðið segir að eyjan Pinas suður af Kúbu sé nú öll á valdi uppreisnarmanna. f>ar hafi pólitískar fangabúðir verið opnaðar og þúsundum andstæð- inga Castros gefið frelsi. Lausa- fregnir herma, að ný frelsis- stjórn hafi verið mynduð undir forsæti Cardonas og hafi hún 1 fyrstu aðsetur á Pinas-eyju. Samsæri gegn Castro Havana-útvarpið birti frétt í dag um að komizt hefði upp um samsæri að myrða Fidel Castro forsætisráðherra. Bam- særismenn voru allir gamlir fé- lagar Castros og forsprakki þeirra Humberto Marin, sem var fyrsti landbúnaðarráðherra í stjórn Castros. í morgun voru átta samsæris- menn skotnir af aftökusveit Castro-stjórnarinnar í La Cabana fangelsinu í Havana, sagði út- varpið. Eintómar flugufregmr Fréttastofur höfðu engar frétt Frh. á bls. 2 Eistneski fidttamaðurinn fööur- landsvinur, sem gerði skyldu sína — segir þekktur sænskur lögfræðingur, sem kannadi málin niður í kjölinn ÞJÓÐVILJINN boðar í gær,! á eistneska flóttamanninn að á ný skuli hafnar árásir | Eðvald Hinriksson (áður Mik Krúsjeff iieitir Castro stuðningi Grjótkast í Moskvu MOSKVU, 18. apríl (Reuter). «— Nikita Krúsjeff sendi Kennedy forseta í dag bréf, þar sem hann bað hann um að grípa í taumana og stöðva árásina á Kúbu. Krúsjeff kvaðst senda bréfið á stund örvæntingar og lagði áherzlu á það, að á þessum tínnim fullkominn- ar hernaðartækni væru smá- styrjaldir hættulegar, þær gætu valdið keðjusprengingu breiðst út og orðið úr þeim eitt ægilggt heimsbál. Skömmu eftir að rússncska utanríkisráðuneytið hafði af hent bandaríska sendifulltrú- anum bréf þetta, kom hópur um 400 stúdenta að banda- ríska sendiráðinu í Moskvu. Stúdentarnir grýttu sendi- ráðsbygginguna, svo að allar rúður í forhlið hússins brotn uðu. Stúdentarnir báru merkis- spjöld með álctrunum eins og Niður með imperíalism- ann. — Burt með nýlcndu- kúgarana Hlutverk lögreglunnar. Grjótkastið stóð í 20 mínútur. Hafði fólki þá fjölgað framan við sendiráðið og fjölgaði smámsam an upp í nokkur þúsund. Virtust Framh. á bls. 23. son), og nú verði birt „gögn“. Af þessu tilefni kom Eðvald Hinriksson að máli við Mbl. í gær og bað það um að birta bréf frá hinum þekkta sænska lögfræðingi Yngve Schartaus sem hafði með mál hans að gera í Svíþjóð. Seg- ir hann þar að flóttamaður- inn sé algerlega saklaus. Verður að telja furðulegt að kommúnistar skuli halda áfram þeim Rauðagaldri, sem nú hefir í fyrsta sinn verið settur fullkomlega á svið hérlendis. Þess má geta, að hinn sænski lögfræð'ingur er hvað þekktastur fyrir afskipti sín af Wallenberg málinu svo- nefnda, Wallenberg var sem kunnugt er sænskur diplo- mat, sem hvarf 1945 í Buda- pest. Hann hafði þá verið að aðstoða Gyðinga, sem ofsótt- ir voru af nazistum og komm únistum. Síðar fréttist af hon um í rússneskum fangabúð- um, en Rússar mótmæltu að hafa rænt honum. Þjóðvilja- menn segja nú, að Eðvald Hinriksson hafi staðið fyrir Gyðingaofsóknum í heima- landi sínu. Ófyrirleitni þessa blaðs er svo mikil, að íslend- ingum er ætlað að trúa því, að hinn sænski lögfræðingur hafi lagt sig í líma við það tvennt í senn að upplýsa Wallenhergmálið og hilma yfir með manni, sem sekur á að vera um Gyðingaofsókn ir. í bréfi sínu segir Schartaus m. a.: „Auk þess get ég per- sónulega staðfest, að við vitnaleiðslur kom greinilega fram, að þér væruð hvorki nazisti né kommúnisti, held- Framhald á bls. 3. v

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.