Morgunblaðið - 19.04.1961, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.04.1961, Blaðsíða 12
12 MORCVNntAÐIB Miðvilíudagur 19. apríl 1961 ' JMtfjgaiiíMaMtfc Utg.: H.f. Arvakur. Reykjavík. Fraiukvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannesser. Eyjólfur Konráð Jónsson Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalotræti 0. Auglýsingar og afgieiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. ' BARÁTTA GEGN RÉTTARRÍKI Fkótt lýðræðið sé hið full- ® komnasta stjómarform, sem menn hafa búið við, þá hefur það að sjálfsögðm sínar veikleikahliðar. Leikreglur þær, sem fara á eftir í rétt- arríki, eru ýmist skráðar í lögum eða óskráðar í réttar- meðvitund fólksins. — Því þroskaðra, sem lýðræðið verður, þeim mun meira réttaröryggi ríkir. Þetta vita kommúnistar eins og aðrir. | Það er þess vegna eitt af meginboðorðum þeirra að reyna að rýra traust manna á dómstólum og réttarfari, hvenær sém tækifæri gefst. Því miður heppnast þetta tíðum, vegna þess einfald- lega, að oft er mikið álitamál hvernig með úrlausnarefnin skuli fara. Slík vandræði eru hinsveg- ar engin við að glíma í ein- ræðisríkjum eða meðal þeirra, sem aðhyllast of- beldisskoðanir. Þar eru allir dæmdir ærulausir, sem sýna einhverja mótspyrnu við of- beldið. Hinna eru „lögin og rétturinn“. 1 „hótanabréfamálinu" svo- nefnda þóttust kommúnistar komast í feitt í þeirri iðju sinni að reyna að gera stjórn skipun íslenzka lýðveldisins tortryggilega. Öll skrípalætin í því máli voru blásin uppi í Þjóðviljanum og ekki leyndi sér sá tilgangur annars veg- ar að reyna að gera lögregl- una og sérstaklega lögreglu- stjóra tortryggilegan og hins vegar dómstólana, þar á meðal sjálfan Hæstarétt. — Vonandi er skrípalátunum lokið í því máli, en sjálfsagt munu kommúnistar finna ný tilefni til árása á meginstoð- ir lýðræðisins. PERSÓNUÁRÁSIR Dersónuárásir er ein hinna * viðteknu reglna ofbeldis- manna. Miða þær að því annars vegar að brjóta á bak aftur pólitíska andstæðinga, en fyrst og fremst þó að því að slæva andstöðu annarra. Þannig á að sýna mönnum það svo að ekki verði um villzt, að öruggara sé að sýna ofbeldismönnunum hlutleysi, því að annars geti menn gert ráð fyrir, að á þá verði ráð- izt persónulega með upp- lognum sökum. ^ Smá sýnikennsla hefur ver ið viðhöfð í Þjoðviljanum að undanförnu, þar sem ráð- izt hefur verið á eistneska flóttamanninn Eðvald Hin- riksson og því beinlínis beint að honum að hann ætti að svipta sig lífi. Fyrir þessum heiftarlegu árásum standa þeir Magnús Kjartansson, ritstjóri Þjóð- viljans, og Árni nokkur Berg mann, sem gistir nú Moskvu. Þessir kumpánar eru sérstak- ir sérfræðingar í þeirri iðju, sem í Þýzkalandi Hitlers var kennd við Göbbels. Almenningur gerir sér ef til vill ekki grein fyrir því hve mikið þrek þarf til að standa uppi undir slíkum árásum. Hinsvegar vita áður- nefndir sérfræðingar komm- únista það, að með nægilega endijrteknum svívirðingum kunna þeir að geta eyðilagt eina íslenzka fjölskyldu. Það yrði þeirra kærkomna dæmi um það, hve vald þeirra næði langt, svo að betra væri fyrir menn að standa ekki gegn ofbeldinu. Því verður þó að treysta að siðferði ís- lendinga sé svo mikið að samúðin verði með þeim, sem á er ráðizt, en fordæm- ingin lendi á þeim, sem hana verðskulda, níðingun- um í kommúnistaflokknum. Þjóðviljinn boðar það í gær, að hann ætli að birta „gögn”, sem eigi að sanna sekt flóttamannsins. En mikil er trú þessara manna, ef þeir halda að einhverjir íslending ar taki mark á þeim „gögn- um“, sem 20 ár hefur tekið Rússa að búa til. LÝÐRÆÐI Á KÚBU ? k Kúbu geisa nú bardagar milli fylgjenda einræðis- stjórnar Castros og þeirra manna, sem vilja lýðræði í heimalandi sínu. Enn er ekki séð fyrir endann á þeim átökum, en vonandi lyktar þeim svo, að þessi þjóð fái að búa við frjálsræði í fram- tíðinni. Þegar Castro og menn hans kollvörpuðu hinni ill- ræmdu stjórn Batista, von- uðu menn að í kjölfar þeirra átaka mundi koma frelsi til handa þessari þjóð. Niður- staðan varð sú, að ennþá Bak við í Hvíta KONA er nefnd frú Lilian Rogers Park, og hefir hún um fjölda ára starfað sem þjónustustúlka í Hvíta húsinu í Washington, en er nú setzt í helgan stein. Frú Park hefir nú hins vegar gerzt rithöfundur á efri árum sínum — og í minningum sínum ljóstr- ar hún upp um ýmiss smá „leyndarmál“ fyrrverandi forsetahjóna, — en bókin fjallar um tímabilið frá 1923 og fram á síðasta embættistímabil Eisenhow ers, er frúin hætti störf- um í Hvíta húsinu. * HEFÐI MÁTT KYRRT LIGGJA Myndir þær, sem frú Park er bregður upp af forsetunum og forsetafrúnum, eru ekki all ar sem glæsilegastar — og þykir víst sumum sem hún hefði vel getað látið satt kyrrt liggja í ýmsum tilfellum — ef hún þá skýrir rétt frá. — Þannig fær t.d. Roosevelt, sem réðst gegn kreppuástandinu í verri ofbeldisstjórn tók völd- in. — Auðvitað styður hið ís- lenzka málgagn heimskomm- únismans ofbeldisstjórn Castros og þegar Kúbumenn snúast gegn henni, þá er sagt að það séu Bandaríkja- menn, sem gert hafi innrás í landið. Sú afstaða er skiljan- leg, Moskva heldur því fram., Bandaríkjunum á árunum milli 1930 og ’40 með því m.a. að auka fjáreyðslu ríkisins. Þann dóm, að hann hafi verið hálfgerður nirfill heima fyrir, er velt hafi fyrir sér hverjum eyri áður en hann lét hann af hendi. Hún bætir þó við, að Roosevelt hafi að öðru leyti verið hinn viðkunnanlegasti maður, er jafnan hafi sýnt ríka viðleitni til þess að skilja vandamál annarra og ráða bót á þeim. Fyrirrennari Roosevelts í forsetastóli, Herbert Hoover, hafði lítið dálæti á þjónustu- fólki sínu, segir frú Parker, — og eiginlega virtist hann alls ekki þola að hafa þjónana fyrir augunum, enda reyndu þeir ávallt að forða sér, ef þeir heyrðu í forsetanum. stöðugum ótta við það, að hann fengi alvarlegt reiðikast þegar verst gegndi, svo sem er forsetahjónin voru gestgjaf- ar erlendra þjóðhöfðingja. — ★ — Frú Hoover er þannig lýst, að hún hafi verið ákaflega óá- kveðin og aldrei virzt vita, Eisenhower — skapofsi? hvað hún raunverulega vildi, og hafi það gert þjónustufólk- ið taugaóstyrkt og valdið því margvíslegum erfiðleikum í starfi. — Þá skýtur frú Parker því inn í á einum stað, að kona nokkur ókunn hafi eitt sinn komið blaðskellandi til Hvíta hússins og borið það upp á hinn sextuga forseta (Hoover), áð hann værj faðir barns, er hún gengi með. ★ ORÐRÓMUR HRAKINN Frú Roosevelt var oft æði fljót til að reka þjónustufólk, ef henni líkaði ekki við það á einhvern hátt, — en aftur á móti sagði frú Eisenhower aldrei neinum upp starfi, þótt hún hefði mjög þungt og brátt skap og skammaði þjónustu- liðið oft blóðugum skömmun- um, segir frú Parks. Hún harð neitar því hins vegar, að sá orðrómur eigi við nokkur rök að styðjast, að Mamie Eisen- ★ COOLIDGE OG EISENHOWER Þá lýsir hún „gestrisni" Calvin Coolidge, sem tók við forsetaembættinu árið 1924, þannig, að bæði þjónum hans og gestum hafi liðið illa í ná- vist hans vegna þess, að hann hafi ótvírætt látið í það skína, hvar og hvenær sem var, að sér hundleiddust allar heim- sóknir. Þetta kemur reyndar ekki svo mjög á óvart, því að Coolidge var kunnur að því að vera sérlega fámálugur — enda gengur hann enn undir aunefninu „þögli Cal“. Þeir Roosevelt og Truman gerðu sér mjög far um að þekkja allt þjónustufólk Hvíta hússins með nöfnum, segir frú Parker, — en Eisenhower var ekkert að hafa fyrir því. Tel- ur hún, að hann hafi aðeins þekkt örfáa af þjónustuliði sínu nema rétt í sjón, eftir átta ára setu í forsetastóli. Þá segir hún að Eisenhower hafi verið svo skapbráður alla jafn- an, að forsetafrúin hafi lifað í Fyrrverandi þjón- ustustúlka í Hvita húsinu skrifar mis- jafnar minningar um ýmis forseta- hjón hower hafi verið drykkfelld meira en góðu hófi gegndi. Kveðst hún aldrei hafa vitað til þess, að forsetafrúin væri undir áhrifum áfengis, en aft- ur á móti hafi hún stundum reikað í spori, sem orsakazt hafi af einhverjum kvilla í innra eyranu, er ruglaði jafn- vægisskyn hennar. Hafi þetta sennilega orðið uppspretta sögusagnanna um drykkju- skap hennar. Framh. á bls. 17.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.